Þjóðviljinn - 20.06.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN
Orboiíglnnt
Helgidagslæknir: Halldór Stefáns-
són, Ránargötu 12, sími 2234.
___iæknir er i iæknavarðstöð
Reykjavíkur í Austurbæjarckól n-
um, sími 5030.
Næturvörður í Ingólfsapóteki.
Sunnudagur 20. júní.
11.00 Messa eða tónleikar.
14.00 Tónleikar eða messa.
15.30—16.30 Miðdegistónleikar (plöt-
ur): Dansar og danssýningar-
lög.
19.25 Hljómplötur: Tónverk eftir
Liszt.
20.20 Einleikur á fiðlu (Þórir Jóns-
son): Chaconne eftir Vitali.
20.35 Erindi: Hraðinn og maðurinn,
VI (dr. Broddi Jóhannesson).
21.15 Upplestur: Sindbað vorra tíma
þýtt (Hersteinn Pálsáon rit-
stjóri).
22.00 Danslög.
23.00 Dagskrárlok.
Mánudagur 21. júní.
20.30 vÞýtt og endursagt".
21.00 Um daginn og veginn.
21.20 Útvarpshljómsveitin: Þýzk
þjóðlög.
Einsöngur (ungfrú Olga Hjart-
ardóttir (alt)): a) Danskt þjóð-
lag. b) Litli vin (A1 Jolson).
c) Heima (enskt lag). d) Vor-
nótt (Chopin). e) Vögguvísa
(Sigfús Einarsson).
Ármenningar!
Kennsla í handbolta
fyrir drengi hefst n.
k. föstudag þ. 25. þ.
m. Allir drengir, sem
hafa í huga að æfa
hándbolta í sumar eru beðnir að
koma á skrifstofu félagsins í íþrótta
húsi Jóns Þorsteinssonar n. k. mið-
vikudag þann 23. þ. m. kl. 8—10 e.
h. og íáta skrá sig.
Stjórnin.
Tækni heitir nýtt tímarit, sem gef-
ið er út af samnefndu félagi, sem í
eru menn er stunda verkfræðistörf.
Félag þetta var stofnað 4. nóv. s.l.,
formaður þess var kosinn Þórður
Runólfsson.
í inngangsorðum fyrsfa blaðsins
segir m. a. svo: „Tímariti þessu, sem
nú hefur göngu sína, er ætlað að
flytja almenningi fróðleik og sérfróð
um pnönnum nokkra hvatningu til að
starfa á tæknilegum grundvelli. Það
mun verða reynt að láfa ritið flytja
efni, sem styður að elmennum
þroska á sviði tækninnar og hvetur
þá, sem eru ó einhverjum vegum
hennar til samstarfs og framgöngu.
Við íslendingar erum, sem auðskil-
ið er, yfirleitt nokkuð á effir ná-
grannaþjóðum vorum i því, er snert-
ir tækni og vísindi. Enginn má af
því ráða, að hér á íslandi séu verri
skilyrði til mannþroska á sviði tækn-
innar frá náttúrunnar hendi en ann-
arsstaðar ....... Vér erum gjarnir
að tildra oss upp sem einstaklingum
á kostnað heildarinnar í stað þess að
byggja upp heildina með einsakling-
um. Þefta má ekki við svo búið sitja.
Vér, fámenn þjóð, höfum aðeins efni
á að lifa með því að neyta allra
þeirra starfskrafta, sem oss eru geín
ir, sameiginlega og á hinn hagkvæm-
asta hótt.“
Er þetta fyrsta blað af Tækní hið
læsilegasta.
Hjálmur,' blað hafnfirzkra verka-
manna, 4. fbl. hefur Þjóðviljanum
borizt. Hefst það á alllöngu kvæði:
Hafnarfjörður, eftir J. G. Aðrar
greinar um: Þú hýri Hafnarfjörður;
Skýring í nokkrum samningsatrið-
um. Næturvinnan í bænum; Tíma-
kaup verkamanna í júní og ýmislegt
fleira.
Skátablaðið, 1. tbl. IX. árg. hefur
NÝJA BÍÓ
Söngvaeyjan
(Scng of úhe Islands)
Söngvamynd í eðlilegum
litum.
BETTY GRABLE,
VICTOR MATURE,
JACK OAKIE.
Sýnd kl. 7 og 9.
Kl. 3 og 5.
Léttúðugur leikari
(The Great Profile)
John Barrymore,
Anne Baxter,
John Payne.
Aðgöngumiðar seldir frá kl
11 f. h.
1» TJAKMRBÍÓ
Em eígínmenn
naudsynflegtr
(Are Husbands Necessary?)
Amerískur gamanleikur eftir
skáldsögunni „Mr. and Mrs.
Cugat“ eftir Isobel Scott
Korick.
RAY MILLARD,
BETTY FIELD
PATRICIA MORISON.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9
Aðgöngumiðar frá kl. 11.
munTð
Kaffisöluna
Hafnarstræti 16
>. .»..
**************** %**•*%•*♦* V **~
Vílhjálmur Pór neítar
Framh. af 1. síðu.
kostur á að færa fram rök fyrir til-
lögu sinni. Teljum vér, að hagsmun-
um síldarverksmiðja ríkisins sé teflt
mjög í tvísýnu, með því að ráðuneyt-
ið skyldi hafna tillögum meiri hluta
verksmiðjustjórnar um heimild til
þess að kaupa bræðslusíldina föstu
verði kr. 18,00 pr. mál. Að voru áliti
er þessi ákvörðun líkleg til að draga
úr þátttöku í gíldveiðunum.
Þá teljum vér vafasamt, að það
gæti staðizt samkvæmt lögum um
Síldarverksmiðjur ríkisins, að heim-
ilt sé að kaupa sildina föstu verði
fyrir annað verð, en áætlunarverðið,
en það hefur ráðuneytið samþykkt
að væri kr. 18,00 pr. mál.
Ennfrémur viljum vér benda á, að
síldarverksmiðjur einstaklinga hafa
jafnan keypt síldina föstu verði fyr-
ir áætlunarverð Síldarverksmiðja
ríkisins. Er líklegt að svo verði enn
og myndast þá með tilhögun ráðu-
neytisins tvennskonar verð á bræðslu
síld, lægra hjá Síldarverksmiðjum
ríkisins, en hjá verksmiðjum ein-
staklinga. Er þetta sízt fallið til að
efla viðskipti Síldarverksmiðja ríkis
blaðinu borizt. í því eru greinar um
skátafélagið Væringja, sem nú er 30
ára; Einherja, sem er 15 ára og Faxa,
sem er 5 ára. Þá er smágrein eftir
Baden Powell: Mikilvægi einnar hárs
breiddar, og hefur blaðið í hyggju
að hafa íramvegis eina síðu í blað-
inu helgaða ritum hans. Þá er minn-
ingargrein um Aðalstein heitinn Sig-
mundsson kennara og' skátaforingja.
Tvær sögur eru í blaðinu: Heiður
floklcsins og Hann er skáti. Þá er og
í blaðinu fjöldi smágreina og fréfta
af starfi skátanna og allmargar
myndir.
Myndin af Key hershöfðingja,
sem birtist í blaðinu í gær, var tekin
af U. S. Army Cignal Corps.
Eining, 7. tbl. 1. árg. hefur blaðinu
borizt. Efni: í veldi sumars og sólar;
Yndislegur blettur; Þroun bindindis-
hreyfingarinnar, eftir Brynleif Tobí-
asson; Ástarsæla eftir P. S.; Hver er
sök hennar?; Til unga fólksins o. fl.
o. fl.
TELPUKJÓLAR
úr sirsi og tvisti
á 2—10 ára.
Verzlun H. Toft
Skólavörðustíg 5
Sími1035
ins og mun það verða til þess, að
verksmiðjur einstakra félaga geta
enn frekar en áður valið til sín beztu
og stærstu síldveiðaskipin.
Vér munum svo sem venja er til
auglýsa eftir þátttöku í síldveiðum,
en höfum talið skyldu vora að taka
ofangreind atriði fram, þar eð vér
teljum að ákvörðun ráðuneytisins,
sem gengur í bóga við tillögu meiri
hluta verksmiðjustjórnar, sé skað-
leg rekstri verksmiðjanna og geti
komið glundroða á þær áætlanir, er
vér höfum gert um rekstur þeirra í
sumar.
Virðingarfyllst,
Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins.
Sveinn Benediktsson, Finnur Jónsson
Jón L. Þórðarson".
„Eg undirritaður leyfi mér hér
með að minna á sérstöðu mína í
máli því, er bréf þetta ræðir um.
Aðaltillaga mín var sú, að verk-
smiðjurnar tækju síld aðeins til
vinnslu og verðið væri áætlað kr.
18,00 pr. mál, en í samræmi við það
taldi ég rétt að kaupa síldina fyrir
kr. 18,00 málið, ef keypt yrði.
Þorsteinn M. Jónsson".
ÖRVARODDUR
Framh. af 3. síðu.
að heyra livort Eysteinn stenzt
prófið.
Fyrir iðni, reg'lusemi og góða
hegðun á hann vafalaust 8.
En fyrir stjórnlist, ritlist og þekk-
ingu á mannfélaginu verður einunn-
in lág.
En hann flýtur máske á því, að
afturlialdið er nú andlega gamalt og
þarf að notast við allt.
HITAVEITAN
Framh. af 1. sífiu.
Menn fá uppbætur, ef þeir af- I
kasta vissu verki á tilteknum
tíma og því hærri i sem verkið
tekur skemmri tíma. Hefur það
fyrirkomulag gefizt mjög vel.
Og að lokum megið þér gjarna
geta þess, að við vildum fá fleiri
verkamenn, og þá sérstaklega
héðan úr bænum.
<>©<><><><><>C><><><><>0<><><><>
AUGLYSIÐ
í ÞJÓÐVTLJANUM
>o««ooooooooooooo<
DREKAKYN
Eftir Pearl Buck
hvern til hjálpar. En hvern? Ef til vill herinn. Það voru
herir í norðvesturhluta landsins. Konur börðust þar við
hlið karlmannanna. En hún vildi ekki berjast, óbreytt og
ókunn í margra hópi. Til þess var hún of stór með sig. Hún
vildi fá völd. Hún hugsaði um konu nokkra, sem þekkt var
um heim allan, konu af hennar þjóðflokki, sem hafði fengið
menntun sína erlendis eins og hún, ríka, fallega, viljasterka
konu, sem gifzt hafði hershöfðingja, —■ manni líkum þess-
um bróður Pansíao. Þessi kona hafði gofzt ómenntuðum,
sterkum, fákunnandi manni og hafði sem kona hans gert
hann að þeim drottnara sem allur heimurinn þekkti nú.
Gæti hún gert það líka?
Eg verð að gera eitthvað, hugsaði Miss Freem dag eftir
dag, og starði á Majlí gegnum gleraugun. Mér finnst eins
og þessi stúlka sé að breytast í óhemju. Ó, guð á himnum,
sýndu mér eitthvað ráð svo ég geti losað mig við hana!
Það kvöld var Majlí ein í herbergi sínu. Hún kveikti á
útvarpinu og leitaði að röddinni. Hún heyrðist milli tvö
og þrjú á nóttunni, röddin frá hjarta lands hennar, röddin
sem skýrði frá unnum sigrum og ósigrum. í önnum dagsins
beið hún eftir nóttinni. Þegar hún hafði hlustað á röddina
gekk hún ávalt að glugganum og horfði á fjöllin hve bitur
sem nóttin var úti fyrir, og fjöllin höfðu sín áhrif.
Eg verð að komast héðan, hugsaði hún.
En það var fyrir tilverknað Miss Freem að hún komst
í burtu.
Guð styrki mig til þess, sagði Miss Freem við hina kenn-
arana þegar því var lokið. Eg hef beðið Hann þess vikum
saman að losa mig við þessa byrði. En mér hafði ekki ver-
ið vísaður vegurinn. En þá heyrði ég til hennar dag einn
með mínum eigin eyrum. Iiún var að hvetja stúlkurnar,
sém mér hafa verið faldar til umsjár og varðveizlu, til
þess að hlaupast á brott! Mér varð af tilviljun gengið fram
hjá skólastofunni, þar sem hún átti að vera að kenna sögu
Bandaríkjanna og heyrði hana segja: Það er fyrirlitlegt
að sitja hér í þessum kytrum og læra um hvað aðrar þjóð-
ir hafa.gert. Við ættum allar að fara héðan til þess að taka
þátt í styrjöldinni. Komið — ef ég fer, hver kemur þá með
með mér? — Þetta heyrði ég hana segja. Eg opnaði hurð-
ina og guð stóð við hlið mér: Ungfrú Wei, sagði ég ung-
frú Wei, samningur yðar og skólans er rofinn.
Hinir auðsveipnu kennarar muldruðu eitthvað um hve
andstyggilegt þetta væri. Flestir þeirra höfðu verið nem-
' endur Miss Freem og þeir vissu hvernig henni var innan-
brjósts. ,
Majlí, sem síðar frétti frá einhverjum þeirra hvernig
drottinn hefði hjálpað Miss Freem, skellti upp úr. — Veit
hún hvernig guð notaði hana í mína þágu? Hann notaði
hana til þess að losa mig héðan!
Hún krafðist með fyrirlitningasvip fullra launa af Miss
Freem og bað dyravörðinn að sækja fjallaboðann og þeg-
ar hann var farinn sendi hún hann með skeyti. til næstu
borgar. Skeytið var til flugmannsins og bað hún hann að
koma og sækja sig. Hún fór í burtu án þess að tala aftur
við Pansíao.
En þegar Pansiao frétti að Majlí væri farin, grét hún
langa stund. Hvert hafði hún farið og hafði hún verið völd
að brottferð hennar með því að biðja hana að giftast jafn-
góðum manni og yngsti bróðir hennar var? Hver gat svar-
að því? En það var enginn til að svara.
Majlí kom sér fyrir í þröngu sæti í flugvélinni.
Eg ætla að fara aftur til strandarinnar, sagði hún við
flugmanninn.
Þau höfðu hitzt í þorpi við rætur f jallanna. Hann var þar
um morguninn, þegar burðarstóll hennar var látinn niður
fyrir framan krána, og hann kom brosandi á móti henni
af því að hann var hræddur við hana. Hann hélt á gömlu
| húfunni sinni í hendinni og blái baðmullareinkennisbún-
' ingurinn hans var snjáðari en nokkru sinni fyrr.
! Hann hafði ekki orðið neitt hissa þegar hann hafði feng-
I ið símskeyti frá henni fyrir nokkrum dögum, þar sem hún
I bað hann að hitta sig hér á ákveðnum degi. Hann hafði
| vitað þegar hann skildi við hana að ung kona eins og hún,
| myndi ekki dveljast lengi í fjallahéruðunum.
; Eg verð tilbúin eftir hálftíma, var allt og sumt sem hún
; sagði.
; Hún fór inn í krána og þegar hún hafði sagt veitinga-
; manninum að þetta væri óþrifalegasta kráin um alla ver-
; öld og þegar hún hafði borðað súpuglundur úr skál, fór
; hún út og steig upp í flugvélina.