Þjóðviljinn - 27.06.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.06.1943, Blaðsíða 4
Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Helgidagslæknir í dag: Björgvin Finnsson, Laufásveg 11, sími 2415. Næturvörður er í Reykjavíkurapó- teki. Kaf f iskammturinn. Fyrir næsta skömmtunartímabil, en úthlutun matvælaseðla mun fara fram.nú mánud.—miðvikud. í Góðtemplarahúsinu kl. 10—12 og 13 -—17, hefur kaffiskammturinn verið aukinn um hálft pund, úr 1 kg. í % kg. á mann. Munu þetta gleðitíð- indi öllum kaffivinum, þvi oft hefur skammturinn náð skammt. Ennfremur verður veittur auka- skammtur af sykri til sultugerðar, 3 kg. á mann. Akureyringar unnu KR. með 4 :1. Lið Akureyringa vann K. R. í síðasta leik þeirra að þessu sinni með 4:1 eftir góðan leik. af þeirra hálfu. Lið K. R.-inga náði aldrei tökum á leiknum og voru úrslitin nærri sanni. Verð- I ur nánar sagt frá leiknum síð- j ar. þjóðverjar flytja lið til vesturvígstöðvanna Um 10 herfylki send til Norður-Ítalíu. Taíið er að urn 100 herfylki varaliðs, sem Þjóðverjar ætluðu að nota til sóknar á austurvíg- stöðvunum í sumar, hafi nú ver- ið send á ýmsa staði i suðri og vestri til þess að styrkja varn- irnar gegn hugsanlegri innrás. Þannig hafa nýir herir verið sendir á Balkanskagann, til Sikileyjar og Sardiníu og 10 her- fylki voru send til Norður-Ítalíu suður af Bremerskarði. Loks hafa svo verið styrktir herirnir á vesturvígstöðvunum. CTm-u.ywvi 4:1,1 Esja austur um land til Siglufjarðar um miðja næstu viku. Tekið er á móti flutningi til hafna frá Húsavík til Norðfjarðar á mánu- dag og sunnar Norðfjarðar til Djúpavogs fyrir hádegi á þriðju- dag, allt eftir því sem rúm leyf- ir. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir á mánudag. Rifsnes Með skírskötum til fyrri aug- lýsinga, fer skipið frá Akureyri næstu ferð vestur um land til Reykjavíkur með viðkomum á öllum venjulegum áætlunar- höfnum. NÝJA BÍÓ Eiginkona útlagans (Bell Starr). Söguieg mynd í eðliiegum litum. GENE TIERNEY, RANDOLPH SCOTT. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Aðgöngmniðar seldir frá kl 11 f. h. OOOOOOOOOOOOOOOOO DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. ooooooooooooooooo ASKRIFTARSÍMI Þjóðviljans er 2184. ► TJARNABBlÓ < Kl. 7 og 9: Höll hattarans (Hatter’s Castle). Eiiir hinni víðfrægu sögu A. J. Cronin’s. Robert Newton. Deborah Kerr. Paramount-mynd. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. Kl. 3 og 5. Svartur sauður í Hvíthöll (Black Sheep of Whitehall). Sprenghlægilegur gamanleik ur. — Aðalhlutverk: Will Hay. Mánudag kl. 5, 7 og 9: Slóðinn til Santa Fe (Santa Fe Trail) Þáttur úr sögu átakanna um afnám þrælahalds í Banda- ríkjunum. ERROLFLYNN OLIVA DE HAVILLAND RAYMOND MASSEY RONALD REAGAN Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. Afrekaskrá Reykjavíkur 1942 Niðurl. Skúli Guðm., K.R. 1,82 m. Olíver Steinn, F.H. 1,72 m. Sig. Norðdal, Á 1,66 m. Langstökk: Olíver Steinn, F-H. 6,60 m. Sverrir Emílsson, K.R. 6,25 m. Jóhann Bernhard, K.R. 6,16 m. Á 17. júní mótinu stökk 01- iver 6,63, Sig. Finnsson 6,45 og Sverrir 6,38, en það var 1 6—7 stiga meðvindi. Þrístökk: Olíver Steinn, F.H. 13,36 m. Skúli Guðm., K.R. 13,17 m. Jón Hjartar, K.R. 12,75 m. Stangarstökk: Magnús Guðm-, F.H. 3,18 m. Kjartan Markús., F.H. 3,00 m. Sig. Steinsson, Í.R. 3,00 m. Spjótkast: Jón Hjartar, K.R. 55.60 m. Jóel Sigurðsson, Í.R. 49,77 m. Jens Magnússon, K.R. 48,55 m. Kringlukast: Gunnar Huseby, K.R. 42,50 m. Bragi Friðriksson, K.S. 39,00 m. Ólafur Guðm,, Í.R. 37,94 m. Kúluvarp: Gunnar Huseby, K.R. 14,79 m. Sigurður Finnsson, K.R. 13,17 m. Jóel Sigurðson, Í.R> 13,04 m. Sleggjukast: Vilhj. Guðm., K.R. 42,31 m. Helgi Guðm., K.R. 38,45 m. Gunnar Huseby, K.R. 36,06 m. Fimmtarþraut: Anton Björnsson, K.R. 2466 stig Jóhann Bernhard, K.R. 2463 stig Jón Iijartar, K.R. 2431 stig Tugþraut: Anton Björnsson, K.R. 4794 st. Sverrir Emilsson, K.R. 4666 st. Jóhann Bernhard, K.R. 4208 st. Þessi skrá nær aðeins til þeirra íþróttagreina, sem keppt er í á meistaramóti eða opinber- um mótum. Er því sleppt hér ýmsum spretthlaupum, boð- hlaupum og atrennulausum stökkum,sem aðallega er keppt í á innanfélags- og drengjamót- um. í þrem þesSara greina voru þó sett met á árinu. í 300 metra hlaupi —37,8 sek. — sett af Jó- hanni Bernhard, K.R., í 4*200 metra boðhlaupi — 1:37,9 mín. — sett af A-sveit KR. En í henni voru: Jóhann Bernhard, Sverrir Emílsson, Svavar Páls- son og Brynj. Ólafsson, og loks í 4x1500 metra boðhlaupi, — 18:29,8 mín. — sett af sveit Ár- manns, þeim Árna Kristjánss- yni, Haraldi Þórðarsyni, Herði Hafliðasyni og Sigurgeiri Ár- sælssyni. lllurk. Við eigfum þetta land Framh. af 3. síðu. yfirstéttir fari ránshendi um gögn og gæði landsins, skul- um við hafa það' hugfast, aö við eigum þetta land með réttu, við elskum þetta land, þaö er snar þáttur af okkur sjálf- um, fyrir það er engin fórn of stór. Fyllsta og dýpsta ham- ingja þeirrar kynslóöar, sem nú er uppi, er að mega leggja fram starfsorku sína til þess að næstu kynslóðir megi njóta þess unaöar aö teyga af guöaveigum íslenzkrar náttúru í frelsi og friöi. Hann virðist vera fremur fúll á svipinn þessi þýzki liðs- foringi, þegar hann horfir á amerískan hermann taka upp kvik- myndavél. — Hann var tekin höndum af ameríska hernum í Afríku. Skipun frönsku þjóðfreisisnefndarinnar Barátta frönsku þjóðarinnar gegn þýzku kúgurunum fer harðnandi með hverjum deginum sem líður. Skemmdarverk eru stöðugt unnin, þrátt fyrir miskunnar- lausar ofsóknir gegn öllum þeim, sem sýna þýzku nazistunum einhvern mótþróa. Ungir menn strjúka til fjalla og mynda skæruhópa til þess að komast hjá að vera sendir í nauðungarvinnu. Jafnframt vinna stríðandi Frakkar erlendis að því að skapa einingu allra Frakka í bráttunni fyrir frelsi föðurlandsins. Eftirfarandi upplýsingar um skipun og störf frönsku þjóð- frelsisnefndarinnar hefur Þjóðviljinn fengið hjá fulltrúa Stríð- andi Frakka hér á landi. Franska þjóðfrelsisnefndin er þannig skipuð, að hershöfð ingjarni de Gaulle og Giraud eru forsetar, Catroux hers- höfðingi, Georges hershöfð- ingi, Massigli, Jean Monnes og André Phillipp eru stjóm- armeðimir, en að öðru leyti verður hún skipuð öðrum fulltrúum til viðbótar Nefndin, þannig skipuð, ér frönsk miðstjórn. Nefndin stjórn ar hernaðaraðgerðum Frakka í styrjöldinni, ' allsstaðar og í hvaða mynd, sem er. Þannig heldur hún frönskum yfirráðum í öllum þeim löndum, sem eru utan valdssviðs fjandmannanna; hún sér um gæzlu og vernd allra franskra hagsmuna í heiminum; hún hefur æðsta vald yfir lönd- um, her, flota og flugher, sem komið hefur verið á fót til þessa, hvort heldur er af frönsku þjóð- nefndinni eða af yfirstjórn hern- aðarlegra og borgaralegra mála. Allar ráðstafanir, sem nauðsyn- legar eru til þess, að koma á sameiningu þeirrá stjórna, er heyra undir þessa tvo aðila, verða tafarlaust gerðar af nefnd inni. Samkvæmt þeim bréfum, sem farið hafa milli hershöfðingj- anna de Gaulle og Gjraud, af- hendir nefndin völd sín í hend-1 ur bráðabirgðastjórnar, sem stofnuð verður samkvæmt lög- um lýðveldisins, þegar er frels- un höfuðb’orgarinnar leyfir og síðan frelsun alls Frakklands. Nefndin mun halda áfram, í náinni samvinnu við alla Banda- menn, hinni sameiginlegu bar- áttu fyrir frelsun franskra landa og landa Bandamanna, allt til þess, er fullnðarsigur hefur ver- ið unninn á öllum óvinaríkjum. Nefndin heitir' því hátíðlega. að koma aftur á öllu því frelsi, er ríkti í Frakklandi áður, lög- um lýðveldisins og stjórnarfari, og eyðileggja algerlega einræð- isstjórnarfarið og það persónu- vald, er nú ríkir í landinu. Nefndin er 1 þjónustu frönsku þjóðarinnar, andstaða hennar gegn kúgunarvaldinu og raunir hennar, svo og nauðsynlegar end urbætur krefjast einingar allra þjóðlegra afla. Nefndin kallar alla Frakka til þess, að fylgja sér svo að Frakkland nái aftur, með baráttu og sigri, frelsi sínu og mikilleika, ásamt fyrra sæti sínu meðal stórvelda Bandamanna, og að við friðarsamningana geti það lagt fram sinn skerf á ráð- stefnu sameinuðu þjóðanna, sem ákveður ástandið í Evrópu og í öllum heiminum eftir styrjöld- ina. Stórstúkuþingið. Framh. af 1. síðu. ritari. Friðrik Á. Brekkan fyrr- verandi stórtemplar. I gærkvöld hélt hússtjórn templara stórstúkufulltrúum og gestum þeirra samsæti í Templ- arahúsinu. Þinginu verður slit- ið í dag. Þjóðviljinn mun skýra nánar frá þinginu á þriðjudaginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.