Þjóðviljinn - 01.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Fimmtudagur 1. júlí 1943. 143. tölublað. gerður að heiluFsbopgaFa Fliíffí hann ræðu í fílefní af því í gær Spáír hann horðum áfðkum víð mönduf- veldín íyrír haustíð Forsætisráðherra Breta, Churchill, var í gær gerður að heið- ursborgara Lundúnaborgar. Við athöf n þá sem f ram f ór í Guild Hall, flutti Churchill ræðu um styrjaldarmálin. í upphafi ræðunnar rakti Churchill gang styrjaldarinnar. Alvarleg mistök hefðu verið gerð, Bretar hefðu verið illa víg- búnir í upphafi styrjaldarinnar, en þeir héfðu áræðnir sótt fram, án þess nokkru sinni að líta um öxl og myndu gera það þar til fullkominn sigur væri unninn. | Fullkomin eining ríkti í hinu brezka heimsveldi. Á Indlandi væru nú 2 milljónir manna mest sjálfboðaliðar undir vopnum. — Churchill ræddi síðan um kaf- bátahernaðinn. Baráttan . gegn kafbátum óvinanna hefði aldrei gengið betur en nú. í maí-mán- uði einum hefði 30 kafbátum verið sökkt sem vitað væri um, en | stór hluti kafbátaflotans hefði nú Ieitað til hafnar eins og særðar ófreskjur. I barátt- unni gegn kafblátunum hefur f iugf loti Bandamanna unnið mikið afrek, sagði Churchill. Nú væri svo komið, að byggð væru sjö til átta sinnum fleiri skip, en óvinunum tækist að sökkva. Um loftsóknina sagði Church- ill. Hitler talaði um að hann ætli að þurrka út borgir Bret- lands'á níu mánuðum. Loftsókn nazistanna hefur kostað 40 þús. manns lífjjð og 120 þús. hafa særst. Nú er svo komið að á þeim tíma sem af er þessa árs, hafa Bandamenn varpað 35 sinn um meira sprengjumagní á lönd óvinanna, en Þjóðverjar á Bret- land. Loftsóknin gegn Þýzka- landi, gegn iðnaðarhéruðunum í Ruhr, mun verða haldið hlífðar- laust áfram. Loftsókn mun og verða beint gegn iðnaðarborgum austar, með virkri aðstoð rúss- neska flughersins, sem hefur hingað til valdið nazistum stór» tjóni. Um styrjöldina gegn Japön- um sagði Churchill. Ef okkur auðnast að sigra Þjóðverja á undan Japönum munum vér senda til Kyrrahafsins hvern mann og hvert skip til baráttu gegn Japönum. Að lokum spáði Churchill því, að áður en haustaði, mundi draga til mikilla átaka við ó- vinina við Miðjarðarhaf og víð- ar. Við munum ekki leggja árar í bát fyrr en óvinirnir hafa gef- ist upp skilyrðislaust o'g að vilji þeirra til varnar er algjörlega brotinn á bak aftur. Frú Vðlgerður Þórðardóttir heiðruð fyrir hið langa og ágæta starf sitt Gestgjafaskipti hafa nú orðið á Kolviðarhóli „hinum þjóð- fræga gististað hraktra ferðamanna" — eins og einn ræðu- manna komst að orði á Hólnum í f yrrakvöld — en þá buðu hin- ir nýju gestgjafar, þeir Davíð Guðmundsson og Svavar Kristj- ánsson, frú Valgerði Þórðardóttur, blaðamönnum, formanni í. R., forystumönnum Skíðadeildar í. R. og Páli Hallgrímssyni sýslu- manni Árnesinga til veizlu á „Hólnum". Árnessýslubúar heiðruðu frú Valgerði við þetta tæki- færi og færði Páll Hallgríms- son sýslumaður henni stórt og fagurt silfurker aö gjöf, sem þakklætisvott Árnesinga fyrir hiö langa og ágæta starf hennar á Kolviðarhóli. Með gjöfinni fylgdi hljóöandi bréf: svo- Mennirnir, sem brutustinn í fangahúsið í Kefiavík dæmdir Eins og áður hefur venð frá sagt brutust tveir menn inn í fangahúsið í Keflavík og höfðu þaðan á brott mjð sér tvo félaga sína, sem þar voru geymdir. Hafa þcssir meim nú verið dæmdk. Sá þeirra, er hafði forgöngu Framhald á 4. síðu Síldarverðíð UllhlalinuF Þðp uapO aO lála ondan Síldarverksmiðjur ríkisins munu greiða átján krónur fyrir málið Mótmæli sjómanna og útgerðarmanna gegn ákvörðun Vií- hjálms Þór atvinnumálaráðherra um verð það á síld, er síldar- verksmiðjur rikisins greiddu, hafa nú borið þann árangur, að ráðherrann hefur nú fallið frá fyrri ákvörðun sinni og ákve*- ið að síldarverksmiðjurnar greiði 18 kr. fast verð fyrir málið. í tilkynningu atvinnumálaráðuneytisins um þetta segir, að þingflokkarnir hafi látið í ljós þann ákveðna vilja, að ríkisverk- smiðjurnar greiði 18. kr. fast verð fyrir málið, og hafi þingflokk- arnir „með þessu mælt stjórnina undan allri ábyrgð á því þótt halli kynni að verða á rekstri verksmiðjanna vegna þessarar ákvörðunar", enda þótt öllum hljóti að vera það ljóst, að ábyrgð- in af þeim halla — ef einhver verður — hvílir á Vilhjálmi Þór, sem samdi upp á sitt eindæmi um sölu síldarinnar, án þess að fá verðið hækkað, án þess að hafa nokkra sajnvinnu um sölu framleiðslunnar við stjórn síldarverksmiðjanna, sem lögum sam- kvæmt á að hafa söluna á hendl Fer tilkynning atvinnumálaráðuneytisins hér á eftir: ,.Samkvæmt lögum um Síld- arverksmiðjur ríkisins, má ¦00 Tveim útgerðarféiögum er gert að greiða í opinber gjölcl fimm og hálfa milljón króna. Gjaldabyrði þriggja olíufélaga nemur 1 % milljón „A aöalfundi sínum þann 29. apríl s. 1. fól sýslunefnd- in í Árnessýslu mér að færa Útsvarsskráin er nú komin út og mun margan fýsa að gá að nafni sínu í þeim langa nafnalista. Og mörgum mun bregða í brún þegar augun- um er rennt til hægri í talna- dálkinn- Þjóðviljinn birti í gær útsvarsstigann fyrir tekj- ur og eignir og geta menn nú borið hann saman við fram tal sitt og útsvarið. Kærufrestur yfir sköttum og útsvari rennur út þann 12. þ. m. Hér eru birt nöfn og skatt- ar nokkurra hæstu gjaldenda. í svigum fyrir aftan nöfnin er útsvarsupphæðin í þúsund- um króna, en skattaúpphæðin er ca. sú upphæð sem þeim ber að greiða samtals í tekju- yður, háttvirta frú, kveö'ju nefndarinnar meö þakklæti hennar og sýslubúa fyrir langt og óeigingjarnt starf yðar á hinum fjölsótta gististað, Kol- viðai'hóli. Meðfylgjandi silfurker er , viðurkenningarvottur yðnr til handa frá sýslunefnd Árnes- Framh. á 4. síðu og eignarskatt, lífeyrissjóðs- gjald, verðlækkunarskatt og striðsgróðaskatt. Nokkrir hæstu gjaldendur: Akur h.f. 204 þús (25) Alliance h. f. 1865 — (90) Ásbjörn Ólafsson 220 — (42) Fr. Bertelsen & Co. 160 — (55) Gamla Bíó 155 — (65) Garðar Gíslason 160 — (46) Geysir h.f. 145 — (50) Hallgr. Ben & Co. 195 — (45) Hamar h.f. 195 — (50) Har. Árnason" h.f.. ~285 — ' (65) Helgafell h.f. 280 — (45) Hið ísl. steinolíufél 255 — (50) Hrönn h.f. 145 — (43) Karlsefni h.f. 655 — (50) Kol & Salt h.f. 265 — (44) Kveldúlfur 3405 — (120) Landssmiðjan 290 — Mart. Einarsso & Co 110 — (35) Max Pemberton h.f. 595 — (55) Oddur Helgason 195 — (32) Olíuverzl. íslands h.f 325 — (70) S. f. S. 285 — (75) Shell h.f. 705 — (75) Sláturfél. Suðurl. 125 — (35) Slippfélagið h.f. 355 — (60) Stálsniiðjan h.f. 200 — (45) Völundur h.f. 160 — (50) O. Ellingsen & Co. h.f . 135 — (48) Víkingur h.f. 105 — Ölg. E. Skallagr. h.f. 145 — (58) verksmiöjustjórnin ekki kaupa síld föstu verði nema leyfi at- vinnumálaráðherra komi til. Ráöherra skal þá og kveða á um hvaða verði keypt skuli. Stjórn síldarverksmiðjanna, lét gera rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár eins og venja er til. Þessi áætlun sýnir að með 500 þús. mála síldar- magni geta verksmiðjurnar ekki keypt síldina sér að skað- lausu fyrir 18 ,kr. málið, þó tekið sé tillit til meðalfitu- magns síðustu 5 ára og aðr-( ar breytingar á áætluninni gerðar, vegna bættrar aöstöðu verksmiöjanna frá síðastliðnu ári. Vegna þessa var ekki talið rétt að leyfa föst kaup með 18 kr. verði ef síldarmagnið næði ekki vissu marki. Með því að miðstjórnir þing flokkanna hafa nú látið í ljós þann ákveðna vilja, aöi ríkis- verksmiðjurnar kaupi síld föstu verði fyrir 18 kr. málið, án tillits til síldarmagns, og þar sem ríkisstjórnin telur að þingflokkarnir hafi með þessu mælt stjórnina undan allri á- byrgö á því þótt halli kynni að verða á rekstri verksmiðj- anna vegna þessarar ákvörö- unar, og ríkisstjórnin vænt- ir þess einnig að flokkarnir vilji styöja að því að halli, sem verða kynni af greindri ráðstöfun yrði ríkisverksmiðj- unum bættur úr ríkissjóði hef- ur verið ákveðið að heimila síldarvérksmiðjum ríkisins að kaupa föstu verði síld á kom- andi vertíð fyrir 18 kr. máliö, án tillits til síldarmagns. Atvinnu- og samgöngumála ráðuneytið, 30. júní, 1943".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.