Þjóðviljinn - 02.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.07.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. júlí 1943. ÞJÓÐVILJINN 3 Árni Ágásfsson: ÞlðWttfOM Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Si'gfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Sjálfstæðisbaráttan og ulanríkismálin íslendingum er nauðsynlegt að gera sér Ijóst, hve hræðileg örlög það eru, sem hent hafa þjóðir þær, sem nú eru troðnar undir járnhæl fasismans. Það er nú — úti í Evrópu — verið að gera tilraun til þess að útrýma heilum þjóðum, að flytja þær burtu úr löndum þeim, sem þær hafa byggt um aldir, gera þær ýmist að þrælum, sem dreift sé á búgarða og verksmiðjur þræla haldaranna, — eða tortíma Þeim. Það eru þýzku auðmennirnir og junkararnir, sem fremja þessi níðingsverk. Sú kynslóð íslendinga, sem nú er uppi lifir á méstu örlagatjm- um þjóðar vorrar. Á ákvörðun- um hennar getur það oltið, hvort þjóðinni tekst að varðveita til- veru sína sem sjálfstæð þjóð, er ráði þessu landi. Vér erum vissulega lítil og fá- menn þjóð. Það vantar ekki að það sé nógu oft brýnt fyrir oss, hve fáir og smáir vér séum. En vér lifum i tiltölulega stóru landi, sem fætt getur marg falt fleira fólk en nú býr hér, — landi, sem hefur nú hina þýðing armestu afstöðu vegna legu sinnar. Vér höfum byggt þetta land í þúsund ár, og ef vér ætl- um að varðveita niðjun\ vorum einum saman réttinn til að byggja það og njóta þess gæða, þá verðum vér að hugsa sem stór bjóð væri og breyta samkvæmt því í sjálfstæðis- og utanríkis- málum. Vér skulum ekki gera oss neinar tálvonir um þá veröld, sem vér lifum í, — þó engir megi óska þess eins heitt og vér íslendingar, að hún eigi eftir að batna stórum. Vér þekkjum hættuna, sem sjálfstæði voru stafar af yfir- gangi ágangssamra auðmanna stétta. Vér munum undirbúning þýzku nazistanna til þess að hremma land vort. Vér vitum um drottnunarvald enskra auð- hringa og banka yfir atvinnulífi voru fyrir stríð. Vér horfumst í augu við fyrirætlanir amerískra hernaðarsinna um að innlima land vort í hernaðarkerfi Banda ríkjanna. En vér þekkjum líka frelsisöflin í þessum löndum, sem vilja viðurkenna algeran rétt hverrar þjóðar, til þess að ráða málum sínum sjálf, og vér treystum á sigur þeirra afla. En fyrst og fremst verðum vér að treysta á sjálfa oss, — á nógu NIÐURLAG. Eysteinn afsakar Iiina mis- heppnuðu sendiför fyrir Jón- asi Jónssyni. Þótt ekki sé langt um liöið síðan blíðmæla stríð aftur- haldsins var hafið gegn Sósíal- istaflokknum, eru úrslit þess þegar auðsæ. Enda lýsir Ey- steinn Jónsson því yfir í hinni löngu vandræðagrein sinni i „Tímanum“ 18 þ. m. að ref- skáksmenn Framsóknar séu komnir aftur heim til föður- húsanna úr sjálfboðaliðsferö sinni til sósíalista og hafi þeir aðeins ill tíðindi að segja for- eldri sínu úr þeirri ferð. En samkvæmt því sem Eysteinn segir var ferð þessi ráðin til þess að freista þess að hefta áhrif Sósíalistaflokksins með nýjiun aðferðum, nýjum vinnu aðferðum eins og Eysteinn Jónsson oi’öar það. Þar sem utangarðsstefnan hafi ekki einungis brugðist í því efni, heldur miklu fremur stuðlaö að velgengni sósíalista. Er stíll Eysteins þrunginn nokkrum klökkva, þegar hann skrifar um þessa Bjarmal.för sína og félaga sinna, og ber öll grein- in þess merki, að hún er ekki fyrst og fremst skrifuð sem svar til Brynjólfs Bjarnarson- ar, heldur miklu fremur til þess aö afsaka hina misheppn uðu refskák sína fyrir Jónasi Jónssyni. Er grein Eysteins merkileg aö því leyti, að hún staðfestir það, sem alþýðu manna mun ekki þykja furðu- legt og sósíalistar hafa haldið fram,að átökin í Framsókn- arflokknum standa ekki um það, fyrst. og fremst, hvort mynda eigi róttæka vinstri stjórn, heldui' standa þau mn það, hvaða aðferðir muni heppilegastar til þess að koma samtökum launþega á kné og þá fyrst og fremst Sósíal- istaflokknum. Dómgreind þjóðarinnar stóðst raunina. Það er rétt hjá Eysteini, að bannfæringar- og ofsóknar- stefna þjóðstjórnarflokkanna sterkan og einbeittan vilja þess arar þjóðar, til þess að ráða mál- um sínum sjálf án Þess að spyrja aðra um leyfi, — á nógu mikið vit og samheldni hennar til þess að geta hagað utanríkismálum vorum svo, að hægt verði að vinna lokasigurinn í sjálfstæðis máli voru og tryggja ávexti hans. Það eru til menn á íslandi, sem finnst að við hljótum endi- lega að vera einhverju stórveldi háðir. Jónas frá Hriflu gerist boðberi slíkrar innlimunar- stefnu nú. Það þarf ekki langt að grafa fyrir rætur hennar. Hann vill fyrst og fremst tryggja hin- um gömlu yfirstéttum heimsins afnot landsins. Hann hugsar út frá sjónarmiði alþjóðlegs aftur- halds, — ekki út frá sjónarmiði íslenzku þjóðarinnar. Til eru aðrir menn, sem skelf- ast svo, er þeir líta í kringum sig í ölduróti heimsstjórnmálanna, gegn sósíalistum beið fullkom- inn og eftirminnilegan ósigur í síðustu þingkosningum. En hann virðist ekki hafa gætt þess, að einmitt ósigur ofsókn arstefnunnar í þessu efni hlaut aö leiða af sér ósigur þeirrar klók'indastefnu Ey- steins, að gerast nú skyndi- lega blíömáll við; sósíalista, jafnvel áður en síðustu blöö- in af Tímanum, sem fluttu níðgreinar um sósíalista sem landráðamenn og föðurlands- svikara, voru komin til flokks- manna 1 dreifbýlinu. Þrátt fyrir slíkan áróður Tímans hafði alþýðan kosiö 10 sósíalista á þing, grunlaus um það, að Framsóknarmenn myndu láta hafa það eftir sér nokkrum dögum síðar, að heiður Alþingis og heill lands- ins væri undir því komin, að flokkurinn, sem þeir sjálfir nokkru áður töldu sér til van- sæmdar að sitja með á Al- þingi, gengi í ríkisstjórn og bæri þeim til samlætis á- byrgð á málefnum ríkisins. Eins og að líkum lætur vakti þessi leiftursnögga afstöðu- breyting Framsóknar til sós- íalista furðublandinn hlátur meðal alþýðu um allt land. Þannig hafði í fyrstu lotu þessi mesta aöferð Eysteins til þess aö hnekkja áhrifum Sós- íalistaflokksins brugðizt og beðið ósigur fyrir dómgreind almennings, enda hefur ref- skáksdeild Framsóknar fært sig úr klókindaham sinum og gripið til sinna gömlu vopna, þótt ryðfallin séu, í barátt- unni gegn sósíalismanum og alþýöunni, og þótt viö þau séu tengd þeirra eigin ósigrar í ferskri vitund íslenzku þjóð- arinnar, Og þannig hlýtur það enn að fara og ávallt, að sá flokkur á Islandi, sem aft- urhaldið vill tortíma, eflist að kjörfylgi og áhrifum sam- kvæmt rökvísri og lögmáls- bundinni félagslegri þróun. Nú sakna þeir fórnarlambsins Það er vel skiljanlegt að Framsóknarmenn sakni þeirra tíma, þegar þeir höfðu dulið að þeim fer líkt og kjúklingum, er skríða undan vængjum hæn- unnar, og finnst heimurinn svo stór, að vænlegast sé að hörfa þangað inn aftur, — hjúfra sig aftur upp að „dönsku mömmu“. Ekki blési byrlega fyrir framtíð íslands, ef slíkar hvat- ir og jafnvel mun verri ættu að ráða. íslendingar hafa bæði vilja, vit og þor til þess að vera sjálf- stæð þjóð. En þeir þurfa að taka á því sem þeir eiga til af þessum eiginleikum, til Þess að full- komna og tryggja sjálfstæði sitt. Sameinuð þarf þjóðin að standa í sjálfstæðisbaráttunni. Samhuga þarf hún að skapa markvissa utanríkispólitík, er stefni að því að tryggja oss sem óháða þjóð og til þess er nauð- synlegt að kunna að hagnýta á hverjum tíma til hins ýtrasta hverjar þær aðstæður, sem tryggt geta þjóðfrelsi vort. rj Olafur krónprins Norðmanna fjðrutíu ára f dag Olafur ríkiserfingi Olafur, hinn vinsæli ríkis- erfingi Norðmanna, er 40 ára í dag. I tilefni af því birtir Norsk Tidend, málgagn norsku stjórnarinnar í London, eftir- farandi grein. , húsbóndavald yfir alþýðusam- tökunirm •gegnum samstarfs- menn sína í Alþýöuflokknum. En þegar þess er gætt að á- hrif vissra Framsóknarleið- toga í Alþýðuflokknum hafa gengiö næst lífi hans, er það vægast sagt brosleg einfeldni, skortur á sjálfsgagnrýni, hræsni eða blygðunarleysi, nema allt sé, að sömu menn skuli láta það uppi á opin- beru færi, aö þá langi til þess að gráta sitt eigið fórnarlamb úr helju. Ef slíkt á að skilja sem iðrun hjá Framsókn fyr- ir misbeitingu vissrar aðstöðu til áhrifa á Alþýðuflokksfor- ustuna, þá kemur sú iörun of seint til þess að hafa raun- hæfa þýðingu í stjórnmála- lífi Islendinga hér eftir. ‘ * En geri Framsóknarmenn sér þaö ljóst hvern þátt þeir eiga í upplausn Alþýðuflokks- ins, má það engan furða, þótt þá langi til þess að leika Sós- íalistaflokkinn sýnu ver. En Sósíalistaflokkurinn hef- ur ekki einungis tekið í arf beztu málefni Alþýðuflokks- ins heldur líka reynslu hans, þessvegna verður það ekki vandalaust fyrir „Framsókn“ aö knésetja Sósíalistaflokkinn. Tvær aðferðir hefur Framsókn arflokkurinn og afturhaldiö reynt til þess að hnekkja á- hrifum sósíalista. Ofsóknaraö- ferðin, er brást, og seinni að- ferðin, sendiför Eysteins með gapastokkinn inn 1 herb. sós- íalista endaði sem kunnugt er orðið með því, aö Brynjólfur Bjarnason lét sendimanninn ganga í gapastokknum heim til föðurhúsanna hjá Jónasi Jónssyni. Þegar svo var komiö ljóstraöi reiðin upp öllu leynd armálinu og minnimáttar- kennd hinna veiku gagnvart afturhaldinu í Framsökn, sem fólst bak við sendiförina, í Tímanum 18. júní s. 1. Arni Agústsson A fertugsafmæli sínu dvelur Olafur ríkiserfingi í London með föður sínum, Hákoni kohungi, norsku ríkisstjórn- inni og hinum stríðandi Norö- mönnum, fjarri ættjörðinni, fjarri fjölskyldu sinni og fólk- inu heima í Noregi. Allir góöir Norðmenn minn- ast í dag Olafs rikiserfingja, sem taka á við1 konungstign í Noregi. Asamt hinum ágæta fööur sínum hefur harfi, öllum öðr- um fremur 1 sögu Noregs, orð- ið táknið um sameiningu Norðmanna 1 baráttunni fyrir frelsi og framtíö norsku þjóð- arinnar. Hann hefur alizt upp meðal þjóðar sinnar og tekið þátt í kjörum hennar í bliðu og stríðu. Uppeldi það sem hann hlaut, í sama anda og aðrir synir Noregs, kenndi honum viröingu og ábyrgðar- j tilfinningu gagnvart hinum sanna anda lýðræðisins. Frá því hann varð fullveðja hefur hann fylgzt nákvæmlega með hinum daglegu stjórnarstörf- um og gengt skyldustörfum konungsins, föður síns, þegar hann hefur verið fjarverandi og hefur þaö verið honum góð ur „reynsluskóli“ í skyldum og ábyrgð hinnar þingbundnu konungsstjórnar, eins og kon- ungurinn hefur stjórnað á vorum dögum samkvæmt stjórnarskránni. Þegar innrásin var gerö i Noreg stóð ríkiserfinginn trú- lega vð hlið konungsins og ríkisstjórnarinnar. Hann tók sem liösforingi, þátt í allri vörn Noregs og varð að lifa þá bitru stund að sjá strönd Nor- egs sökkva í sæ á hinum öm- urlega degi, 7. júní 1940. Frá þeirri stund hefur Olafur ríkiserfingi staðið í fremstu röö stríðandi Norðmanna er- lendis. A ferðum sínum, bæði um Bandaríkin og Bretland, hefur hann túlkað málstað Noregs á hinn snilldarlegasta hátt, ásamt Mörtu krónprins- essu, sem hefur veitt honum hina beztu aöstoö. Heimsóknir Olafs ríkiserf- ingja til norsku hermannanna hafa hleypt nýjum baráttu- kjarki í þá og ræður hans i útvarpið heim til Noregs hafa flutt fólkinu á heimavígstööv- unum ljós og nýjar vonir og knýtt böndin milli allra stríð- andi Norðmanna. I dag senda allir Norðmenn beztu kveðjur sínar til Olafs ríkiserfingja ásamt innilegasta þakklæti fyrir hiö mikla starr hans í frelsisbaráttu norsku þjóðarinnar. Sætagjöld kvikmynda- húsanna Tillögur borgarstjóra um sætagjald kvikmyndahúsanna, sem nýlega var skýrt frá hér í blaðinu, lágu fyrir fundi bæjar- stjórnar í gær. Ákvörðun var frestað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.