Þjóðviljinn - 04.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Sunnudagur 4. júlí 1943 147. tölublað ðOfpelslshBF lúooslafa yenyiir pins Eugen- MMm 75 þtisund Ifalír fallnír í lúgoslavíu Þjóðfrelsisher Júgóslava tUkynnti í gær að hann hefði ger- eytt einni af úrvalshersveitum Þjóðverja, Prins Eugen-herdeild- inni. En þessi herdeild átti einmitt að brjóta hina frækilegu mót- spyrnu júgóslavnesku skæruliðanna á bak aftur. Fyrir nokkru síðan tilkynntu Þjóðverjar að þeir hefðu upp- rætt skæruhópana í Svartf jallalandi. Það var aðeins áróðursfrétt. Eins og að vanda hörfuðu skæruliðar undan til f jalla, er þeir sáu að við ofurefli var að etja. En síðan hófu þeir sókn á öllum svæð- um í Svartf jallalandi, Bosníu og Herzegóníu og hafa nú unnið hvern stórsigurinn á fætur óðrum. ítalska herstjórnin hefur ný- lega viðurkennt að hún hafi misst 73 þúsund hermenn við tilraunir sínar til þess að „friða" Júgóslavíu! — Betri viðurkenn- ingu er vart hægt að veita hreysti hinna júgóslavnesku þjóðfrelsishetja. Kommúnistaflokkur Júgóslavíu hefur for- ustu þjóðfrelsishreyfing- arinnar Það er Kommúnistaflokkur Júgóslavíu, sem áður var hund- eltur og ofsóttur af fasista- stjórn Serba, sem nú hefur for- ustuna í þessari þjóðfrelsisbar- áttu. I útvarpinu „Frjáls Júgóslav- ía" var nýlega sagt frá ályktun miðstjórnar Kommúnistaflokks- ins þar sem hann samþykkir upp lausn Alþjóðasambands Komm- únista. Þar segir m. a.: „Miðstjórn Kommúnistaflokks Júgóslavíu er sannfærð um, að þessi sögulega ákvörðun muni bera glæsilegan árangur í nán- ustu framtíð, hjálpa til þess, að sigur vinnist á óvini mannkyns Iþróttaför Arsnanns 7 gær lögðu úrvals fimleika- flokkar karla og kvenna úr Ár- manni af stað í sýningarför til Norðurlands. I gærkvöld ætluðu flokkarnir að sýna á /Hvammstanga, en í dag á Blönduósi. Þaðan halda flokkarnir áfram og munu sýna á Akureyri, Húsavík, Laugum, Dalvík og e. t- v. Siglufirði. Stjórnandi beggja flokkanna er Jón Þorsteinsson, en farar- stjóri er Sigurður Norðdahl. Fimleikaflokkar Ármanns hafa farið margar slíkar ferðir, og eru fyrir löngu landskunnir fyrir hina frábæru leikni sína. ins: fasismanum. Kommúnista- flokkur Júgóslavíu hefur nú vaxið svo, að hann er orðinn voldugur fjöldaflokkur, sem á þessum erfiðu tímum stjórnar frelsisstríði þjóðarinnar og hef ur þannig unnið samúð meiri- hlutans af fólkinu í Júgóslavíu, — og Alþjóðasamband kommún- ista á sínar þakkir skilið fyrir að flokknum hefur tekizt þetta". Þjóðhátíðardagur er í dag I dag, 4. júlí, er þjóðhátíðar- dagur Bandaríkjamanna, dag ur frelsisskrár amerísku bylt ingarinnar 1776. Hershöfðingi Bandaríkja- hersins á íslandi, Major-Gene ral Wm. S. Key, minnist dags ins með boði fyrir allmarga erlenda og innlenda menn í Rauða-kross-byggingunni. Ríkisútvarpið íslenzka helg ar kvölddagskrá sína minn- ingu dagsins. uplaiÉia siimi Samband pólskra föðurlandsvina hélt fyrsta þing sitt í Moskva í júnímánuði s. 1. Á þingi þessu mættu fulltrúar pólskra verkamanna, bænda, menntamanna, hermanna og annarra. Pólskir prestar, sem barizt hafa með pólsku skæruhópunum, komu á þingið. Ungir Pólverjar, sem Þjóðverjar höfðu neytt til að ganga í her sinn, en síðan höfðu strokið yfir til rauða hers- ins, tóku og þátt i þinginu. Mikið bar þar og á fulltrúum þeim, sem „Kosciusko"-herdeildin pólska, sem nú er í Sovétríkjunum, sendi á þingið. Við enda salsins, þar sem þingið var haldið stóð letrað á breiðum borða: „Lengi lifi Pólland", en fyrir neðan var blóm- um skrýdd mynd af frelsishetju Pólverja, Tadeusz Kosciusko, en herdeild sú, sem pólskir ættjarðarvinir hafa nú myndað í Sovétríkjunum til þess að berjast fyrir frelsi Póllands, ber nafn hans. I forsæti þingsins voru: Z. Berling. hershöfðingi . pólsku herdeildarinnar, — Sivitski col- onel, formaður herforingjaráðs herdeildarinnar, — Ksens Kuks, leiðtogi skæruliða, — rithöfund- urinn Wanda Wassilewska, — Vitos, einn af leiðtogúm pólska bændaflokksins og þingmaður hans, — og ýmsir fulltrúar verk- lýðsfélaga, menntamanna o. fl. Skáldkonan Wanda Wassil- ewská skýrði frá starfsemi sam- bandsins og rakti aðfarir fasista- stjórnarinnar pólsku * eftir að hún í september 1939 sveik pólsku þjóðina, flúði burt ásamt herstjórninni og skildi hermenn- ina og fólkið eftir í því öng- þveiti, sem pólska fasistastjórn- in ásamt þýzku nasistunum hafði unnið að að kdma henni í. Hún sagði frá samningssvikum pólsku fasistastjórnarinnar í London, er hún sveik gefin lof- orð um að láta pólsku herdeild- ina í Sovétríkjunum berjast með rauða hernum gegn Þjóð- verjum og flutti hana til Iran. Þessari þjónustu við möndul- veldín lauk með því, er pólskir stjórnarmeðlimir í London tóku HieailBii Islands lekur ðu mefl mundun li eioi síflar en 17. jií 1944 Þing Ungmennafélags íslands gerði svohljóðandi ályktun í sjálfstæðismálinu: „14. þing U.M.F.Í. haldið að Hvanneyri, 24. og 25. júní 1943, gerir þessar ályktanir í sjálfstæðismálinu: 1. Þingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn að halda fast við þær ályktanir, sem þegar hafa verið teknar varðandi sjálfstæð- ismálið, að ísland verði sjálfstætt lýðveldi eigi síðar en 17. júní 1944 og vísar í því sambandi tií ályktunar síðasta þings U.M.F.Í. að Haukadal 1940 um þetta mál. 2. Sambandsþingið beinir því til ungmennafélaga um land allt, að glæða skilning og áhuga þjóðarinnar á sjálfstæðismálinu, svo að hún standi einhuga, þegar það verður lagt fyrir hana með almennri atkvæðagreiðslu. 3. Þingið bendir á það sem höfuðatriði í þessu sambandi, að því aðeins geti á íslandi lifað og þroskast frjáls þjóð og raun- verulegt lýðveldi, að ungmennafélagar og alþjóð gæti ætíð og ekki sízt á þessum tímum, sinna þjóðlegu verkefna: sögu bók- mennta og tungu, sem og fjárhagslegs sjálfstæðis. 4. Sambandsþingið beinir því til stjórnarvalda landsins að vera á verði um það, að haldin verði í hvívetna þau atriði, er sett voru í samningana við Bandaríkjastjórn árið 1941, um burt- för setulíðsins að styrjaldarlokum. Jafnframt sé þess vandlega gætt, að engri erlendri þjóð verði leyft að skapa sé aðstöðu til íhlutunar um málefni fslendinga." „14. þing U.M.F.Í. að Hvanneyri, 24. og 25. júní 1943, gjör- ir það að tillögu sinni, að 17. júní verði gerður að þjóðhátíðar- degi íslendinga eftir að ísland er orðið fuilkomlega sjálfstætt ríki, enda verði formlega gengið frá þeim málum þann dag." Flugvélar Bandaríkjamanna á leið til árásar á Kyrrahafsstöðvar Japana. Sin BandapfbialieFsins á íwnWm- emunum lieldUF álram Bandaríkjaménn halda áfram sókn sinni á Kyrrahafseyjunum, skutu þeir í gær niður 22 jap- anskar flugvél^r en misstu 8 sjálfir. Þeir hafa tekið höfnina að reka erindi Göbbels og Sovétstjórnin varð að slíta stjórnmálasámbandi við þessa Framh. á 4. síðu. Viro og setja nú í land ógrynni hergagna. Bardagar um Munda- flugvöllinn harðna, en Japanir halda honum enn.' Þessi sókn er talin upphaf þess að geta ráðist á Nýja Bret- land og Roboul, og tækist að ná þeim, þá yrðu Filipseyjar og Guam-ey næstar í dagskránni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.