Þjóðviljinn - 09.07.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.07.1943, Blaðsíða 2
Þ J Ó Ð VIL J : N Föstudagur, 9. júlí 1943 Viðtal við Óskar B. Bjarnason. Framh. af 1. síðu. ig unnið eða notað frekar hér á landi. Eg vonast til að fá skil- yrði til að halda áfram rannsókn um á þessu sviði, því enginn vafi er á að slíkar rannsóknir geta haft hagnýta þýðingu fyrir at- vinnuvegina. * — Fórstu víða um landið? — Eg ferðaðist talsvert um, og fékk fyrir tilstilli British Council að skoða háskóla, rann- sóknarstofnanir og verksmiðjur í London, Cambridge, Oxford, Edinborg, Aberdeen og Glasgow og kynna mér þannig ýmsar nýj ungar í efnafræði. C-VITAMIN OG KÚAMJÓLK Á þessu ferðalagi kom ég með al annars í rannsóknarstofnun í London, er nefnist Lister Insti- tute. Þar mun sem stendur nær eingöngu fengizt við rannsókn- ir á C-vitamínum. Mér komu í hug blaðadeilurnar, sem hér voru háðar fyrir nokkrum ár- um, þegar ávaxtabannið var rökstutt með því að nóg C-vita- mín væri í mjólkinni. Spurðist ég fyrir hvað vísindamenn þeir er þarna ynnu, áliti um C-vita- mín í kúamjólk. Sögðu þeir að telja mætti mjólkina C-vitamín lausa, þegar búið væri að með- höndla hana eins og gert er áð- ur en hún kemur til neytenda. Eg spurði líka um hvort þeim væri kunnugt um að hrogn væru auðug að C-vitamínum, en því hefur einnig verið haldið fram í íslenzkum blöðum. Það sögð- ust þeir ekki hafa heyrt nefnt, og töldu varlegt að treysta full- yrðingum um slíkt, ÖLL ÞJÓÐIN í STRÍÐI — Hvernig leizt þér á fólkið? — Stríðið setur svip á allt daglegt líf í Englandi. Öll þjóðin er í stríði. Maður fær það á til- finninguna að hver einasta hönd vinni að styrjaldarrekstrinum á einhvern hátt. Kvenfólkið er komið í einkennisbúninga, engu síður en karlmennirnir. Vöggu- stofur og dagheimili spretta al- staðar upp, svo að mæður geti komið börnum sínum frá sér og tekið þátt í framleiðslunni. Þeir sem ekki eru í hernum, eru í einhverjum hjálparflokkunum, og leggja mikið að sér við æf- . ingar í frístundum sínum, t. d. þeir sem eru í heimavarnarlið- inu. I því eru m. a. allir brezkir háskólastúdentar. Bretar voru mjög hrifnir af því að tveir ís- lenzkir stúdentar er nám stunda við háskólann í Edinborg, höfðu gengið í heimavarnarliðið. SAMHELDNI OG SIGURVISSA Það er ákaflega ólíkur svipur yfir hversdagslífi í Englandi nú og 1938, er ég kom þangað síð- ast.Sambúð manna er orðin óhá- tíðlegri og einfaldari. Nú getur maður vikið sér að hverjum sem er, á götu, í járnbrautar- lest eða sporvagni og spjallað við hann eins og bezta kunn- ingja um stríðið og hvað sem er. Styrjöldin hefur áreiðanlega gert menn félagslyndari, fært menn nær náunga sínum. Eg varð þess aldrei var að Englend ingar væru stirfnir og þegjanda legir, eins og orð er á gert. — Hvernig lízt þeim á stríðið? — Þeir eru vissir um sigur, og sú vissa léttir þeim marga erfið- leika. Sigrarnir í Afríku voru mikil uppörvun og Montgomery hershöfðingi er orðinn þjóð- hetja Breta. Hrifning á Sovét- ríkjunum og afrekumrauðahers ins er mjög áberandi. Mikið er gefið út af bókum um Sovétrík- in eða eitthvað þeim viðkom- andi, og selst ört. Sem dæmi um áhugann á öllu sem rússneskt er má nefna að ný útgáfa af skáldsögu Leo Tolstojs „Stríð og friður“, seldist í 80 þúsund ein- tökum fyrir jólin, og á svo skömmum tíma, að varla var hægt að segja að hún kæmi í bókabúðir. Það er mjög áber- andi hve mikill áhugi ríkir nú í Englandi fyrir menntun og lestri. Alstaðar rekst maður á lesandi fólk. Eg sá iðulega menn taka upp bók á veitingastöðum meðan þeir biðu eftir afgreiðslu, í sporvögnunum eða þar sem þeir stóðu í biðröðum. „FORSMÁN SKORTSINS“ SKAL ÚTRÝMT — Er mikið rætt um ástandið að stríðinu loknu? — Það vantar ekki áhugann á þeim málum. Allir, meira að segja harðsvíruðustu íhalds- þingmenn, segja það hiklaust, að þá skuli útrýmt „forsmán skortsins“ og atvinnuleysi ekki þekkjast. Það myndi enginn brezkur þingmaður þora að koma út í kjördæmi sitt og ympra á því, að eftir stríðið megi búast við atvinnuleysi og hruni. Gott dæmi um hugarfar al- mennings um þessi mál var sú geysimikla athygli er Beveridge tillögurnar vöktu. En slíkt verð- ur ekki framkvæmt mótspyrnu- laust. Voldug blöð og hin auð- ugu tryggingarfélög hófu þegar ákafa baráttu gegn tillögunum, og fengu því komið til leiðar, að afgreiðsla þings og stjórnar var á þann hátt, að Beveridge sjálfur taldi óvinnandi. „BÓNDINN ' í SOGAMÝRI OG JARÐFRÆÐINGURINN Á LÆKJAMÓTI — Hafa Bretar ekki almennt litla hugmynd um íslenzk mál? — Það er upp og ofan. Það er áberandi hve almennt er hald- Sumapleylisíepflip Ferðaíélays Islaifls Farið verður til margra fegnrstu staða landsins Eins og að undanförnu gengst Ferðafélag íslands fyrir allmörg- um sumarleyfisferðalögum. Ferðir þessar standa yfir í 4— 8 daga, flestar um vikutíma. Ferðir Ferðafélagsins hafa æ- tíð verið mjög vinsælar og fara vinsældir þeirra alltaf vaxandi. Þátttaka í ferðunum er orðin svo mikil, að menn þurfa að hafa tímann fyrir sér til þess að tryggja sér farmiða, svo þeir geti komizt m'eð, því að erfitt er að fá nægan bílakost. Hefur Ferðafélagið í hyggju, að eignast sjna eigin bíla, 1—2, til þessara ferða, en ennþá hef- ur það eigi tekizt. Fyrsta sumarleyfisferð félags- ins hófst s. 1. laugardag. Var það ferð til Mývatnssveitar. Næsta ferðin hefst á morgun, laugardaginn 10. þ. m. Verður þá farið til Breiðafjarðar, sjóveg í Borgarnes, þaðan með bifreiðum til Stykkishólms, síðan farið með vélbát yfir þveran Breiðafjörð með viðkomu í Flatey að Brjáns- læk, þaðan inn í Vatnsfjörð og þar dvalið í tjöldum í skógin- um. Heimleiðis verður farinn sjó- vegur yfir Þorskafjörð og þaðan með bifreiðum frá Kinnarstöð- um til Reykjavíkur. 3. ferð. Vikuferð í óbygðum. 17. júlí. Ekið í bílum austur að Gullfoss eða Geysi, en farið það- an ríðandi inn að Hvítárvatni, í Karlsdrátt, Þjófadal, Hveravelli, Kerlingafjöll og víðar. Gengið á Hrútafell og Langjökul, líka á Blágnípu og hæst Kerlinga- fjöll. Ferðast á hestum um ó- byggðirnar og gist í sæluhúsum F. L 4. ferð. Að Arnarfelli til Kerl- ingarfjalla. 24. júlí. Ekið austur í Þjórsár- dal, en farið þaðan ríðandi og að ið að hér sé miklu kaldara en er. Annars hafa sjálfsagt borizt tals verð kynni með hermönnunum sem hér dvöldu. Eg hitti einn ungan Breta, giftan íslenzkri stúlku, sem sagðist hafa „búið tvö ár í Sogamýrinni og vildi gjarna búa þar enn!“ Á jarðvegs rannsóknarstofnun í Aberdeen hitti ég skozkan jarðfræðing, sem spurði mig ýtarlega eftir því hvar Lækjamót væru á ís- landi og um jarðfræðinginn Ja- kob Líndal, hann hafði lesið eitt hvað af greinum hans. Undr- aðist hann mjög að Jakob skyldi vera bóndi að atvinnu, og hafa jarðfræðina aðeins í hjáverkum. * — Hvað ferðu að starfa á næst unni? — Eg er á förum til Raufar- hafnar, og vinn þar í sumar við síldarverksmiðjuna. Arnarfelli hinu mikla og þaðan í Kerlingarfjöll og- svo til byggða. 8—9 daga ferð. 5. ferð. Ferð í Öræfin. 21. júlí. Ekið að Vík í Mýrdal og gist þar. Næsta dag haldið austur Síðu að Kálaffelli. Þriðja daginn farið á hestum austur yfir Skeiðará að Skaftafelli eða Svínafelli: Dvalið í Öræfunum í 5 daga. Farið austur á Ingólfs- höfða í Bæjarstaðaskóg og víð- ar. Gengið á Öræfajökul bjart- asta daginn. 10. daga ferð. 7. ferð Austur á Síðu og Fljóts- hverfi. 7. ágúst. Ekið í bifreiðum endi langa Vestur-Skaftafellssýslu með viðkomu á öllum merkustu stöðum. Gist í Vík og Kirkju- bæjarklaustri. 4 daga ferð. 8. ferð. Önnur Breiðafjarðarför. Um miðjan ágústmánuð farið með bifreiðum vestur um Dali í Reykhólasveitina og í Þorska- fjörðinn (að Kinnarstöðum). Síðan farið ríðandi vestur á Barðaströnd með viðdvöl á merk um sögustöðum. Til baka með skipi frá Brjánslæk til Stykkis- hólms og bílum og skipi til Reykjavíkur. 5—6 daga ferð. Auk þessa gengst félagið fyrir skemmri ferðum um hverja helgi. Á næstu helgi verður far- ið austur í Þjórsárdal. Lagt af stað á laugardag, gist á Ásólfs- stöðum, daginn eftir haldið á- fram og skoðaðir merkustu stað ir í Þjórsárdal. Upplýsingar um allar ferðirn- ar, sumarleyfisferðir og skemmri ferðir geta menn feng ið hjá framkvæmdastjóra félags ins, Kristjáni Ó. Skagfjörð, Túngötu 5, sími 3647. Nýr yfirmaður kaþólskra á íslandi Jóhannes Gunnarsson var í fyrradag vígður Hólabiskup í Washington af Henri, sendiherra páfa þar í borg. Að lokinni bisk- upsvígslunni hafði sendiherra páfa hádegisverðarboð á Hótel Mayflower, og bauð þangað fjölda íslendinga, búsettum í Washington og New York. Síðar um daginn hafði sendiherra ís- lands móttöku á heimili sínu til heiðurs hinum nývígða Hóla- biskupi, og voru þangað boðnir sendiherra páfa, fulltrúar ka- þólsku kirkjunnar og ýmsir ís- lendingar. I /f Er hægt að lækna karakúl-pest með coca-cola? Ef dæma má eftir sauðnum Vísi, þá er það óbrigðult ráð. * Eins og menn muna birtist „kara- kúlpestin“ fyrst á síðum Vísis, en nú virðist coca-cola algerlega hafa læknað hana, minnsta kosti sést hún þar ekki meir. — Sumir illkvitnir menn halda því samt fram að kara- kúlpestin hafi slegið sér á heila sauðsins, svo hann haldi sig nú sjálf- ur heilbrigðan, en sé í rauninni gagn sósa. nri :Vnnfm Rifsnes Tökum á móti flutningi til Reyðarfjarðar og Eskifjarð ar fram til hádegis í dag,, eftir því sem rúm leyfir. Gúmmístakkar minni stærðin fyrirliggj andi. Gúmmífatagerðin VOPNI, Aðalstærti 16. 0<>00<><><><><><><><><>0<>C><> ULLAREFNI rautt, svart og blátt nýkomið. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 OOOÓOOOOOÓOOOOÓÓÓ MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN í dag er síðasti soludagur í 5. fiokki nappdrættið 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.