Þjóðviljinn - 10.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.07.1943, Blaðsíða 3
Laugardagur, 10. júlí 1943 3 Inðmninim Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritst jórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartars ín Rit8tjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Undir í djúpunum logar Það f jölgar nú táknum þess, að alþýðan í löndum möndulveld- anna sé farin að hrista hlekki sína. í Kiel, — þar sem þýzka bylt- ingin byrjaði í nóvember árið 1918 — byrja sjóliðar uppþot, fregnmiðum með hvatningu til óhlýðni er dreift, — böðulsveit- ir Hitlers taka skipasmíðastöðv- ar á vald sitt. í Turin á Ítalíu gera verka- menn verkföll í svo stórum stíl, að Mussolini verður að láta að nokkru undan kröfunum og við- urkenna, að verkfallið hafi átt sér stað. Næturvinnu er hætt í aðaliðnaðarborgúm Ítalíu. — Verkamannaráð er myndað í Tu- rin, sem gefur út áskoranir um að berjast gegn fasismanum og fullu lýðræði til handa alþýð- unni. í Spezia á Ítalíu neita ítalskir sjóliðar að sigla, nema þýzkir hermenn á skipunum fari í land. í Brest-Litovsk gera ítalskir hermenn á austurvígstöðvunuro uppreisn vegna slæms aðbúnað- ar. Uppreisnin er að vísu bæld niður eftir sólarhrings bardaga, margir falla, 500 særast. — En það sést, að ítalskir hermenn, sjóliðar, verkamenn eru farnir að hrista ok Hitlers, svo að valda höll lepps hans, Mussolinis, nötr- ar. Fjöldinn, alþýðan ítalska, er að byrja að hreyfa sig. Það gengur hægar í Þýzka- landi. Það eru enn þá aðeins ein- staka hetjur, sem ganga fram fyrir skjöldu og fórna lífi sínu til þess að reyna að vekja þung- svæfa þjóð sína til baráttu gegn harðstjórninni og grimmdinni. En verkamennirnir fjórtán, sem teknir voru af lífi í Mann- heim í fyrra, fyrir kommúnista- starfsemi, — stúdentarnir þrír, sem skotnir voru í Miinchen í vetur fyrir að skora á þjóðina að rísa upp gegn Hitler og berjast fyrir frjálsri hugsun og frjálsum vísindum, — sjóliðarnir, sem féllu í bardögunum í Kiel fyrir nokkrum dögum, — þeir hafa þó gert sitt til þess að þvo smánar- blettinn af þýzku þjóðinni, •— gert allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að minna heiminn á, að enn lifði í Þýzkalandi andi Goethe og Schillers, Marx og Engels, Bebels og Liebknechts, Lessings og Kants, Karls Lieb- kneckts og Rosu Luxemburg. — Með blóðfómum sínum hafa þeir reynt að sanna heiminum, að þó að verstu grimmdarseggir og ÞJÖÐVILJINN BRÉFIN FRÁ ÞYZKALANDI SÝNA GLÖGGLEGA INNRÆTI FJANDMANNANNA Saltisjika var dæmd fyrir illa meðferð á þrælum sínum til þess að verða sett í búr úr járngrind- um, til þess að vegfarendur gætu virt blóðsuguna fyrir sér, hrækt á hina lubbalegu, gráhærðu norn, ef þá langaði til þess. í hálfa aðra öld hefur minn- ingin um Saltisjöku geymzt með al þess fólks, sem hefur þakkað guði, að í langan tíma höfum við ekkert haft af slíkum skepnum meðal okkar. Við héldum, að svo væri guði fyrir þakkandi, að slíkar mann- verur væru ekki lengur til — því þeir dagar eru löngu liðnir þeg- ar frúnum leyfðist að slíta hárið af þjónustufólki sínu eða brenna það með heitum járnum, ef þeim þóknaðist svo. Tuttugasta öldin er senn hálfn uð. Og maður skyldi ætla, að menningarþjóðirnar einbeittu sér að því að gera lífið léttara, auðga það að hagnýtum störfum og hamingju. Það er ekki til einskis, að mannsheilinn vegur nærri hálft annað kíló, að hann hefur lært að ferðast um hafdjúpin betur en nokkur fiskur, að fljúga betur en nokkur fugl, áð hann telur miskunnsamt hjarta til hins góða, en villidýrslega grimmd til hins vonda. Sei, sei, nei! Hundrað og fimmtíu árum eftir að Saltisjaka var sett í járnbúr fyrir misgerð- ir sínar, er til þjóð, sem þókn- ast að kalla sig menningarþjóð, sem hafi sagt skilið við villi- mennsku og gerzt kristin þegar á 5. öld, og tekur nú með köldu blóði upp þrælahald og telur sig hafa siðferðilegan og lagalegan rétt til þess. Þjóðverjar hafa komið á þræla haldi, — ekki sem neyðarráðstöf un á stríðstímum, ráðstöfun, er þeir skammist sín sárlega fyrir. Nei, síður en svo. Þeir hafa tek- ið upp þrælahald, sem grund- vallarreglu, næstum 'af „hug- sjónaástæðum“, sem skuli gilda um alla eilífð. Því myndi verða svarað, að Þýzkaland hefði um skeið látið mannúðina hlaupa með sig í gönur, en nú hefði hinn mikli Wotan (Óðinn) tekið við sadistar veraldarsögunnar, kald- rif juðustu böðlar allra tíma, ráði enn ríkjum í Þýzkalandi, þá hafi þeim enn ekki tekizt að murka síðasta frelsisneistann úr þjóð- inni. Hins vegar virðist það ljóst, að fasismanum hefur tekizt að bæla hreyfingu f jöldans, þá verklýðs- hreyfingu, sem einu sinni var glæsilegasta undirstéttahreyfing Evrópu, svo hatramlega niður, að slíks munu engin dæmi úr sögunni. — Þessi sorglega stað- reynd má vera öllum sósíalistum alvarleg viðvörun xnn það, hvað það kostar alþýðuna, ef fasism- inn yfirleitt kemst til valda. Vonandi á verklýðshreyfing Þýzkalands þó fyrir sér, að rísa aftur úr rústum, en viðbúið er, í eftirfarandi grein, sem birtist í 71. tölublaði af Sovét War News Weekly, lýsir rúmenski rithöfundurinn A. Tolstoj — frændi hins hgjms- fræga skálds Leo Tolstoj — þrælahaldi því, sem nú fer fram í Þýzka- landi Hitlers. Lætur hann bréf, sem fallið hafa í hendur Rússum, frá þýzkum konum til hermannnana á vígstöðvunum, lýsa þrælahaldinu með orðum Þjóðverja sjálfra. okkur hjálp. Þegar Pólverjarnir kom ust í kynni við svipuna urðu þeir svei mér kvikir...... Einn daginn skaut Meyer, vinur pabba, einn þeirra, — Serba, sem hafði læðst inn í matarbúrið. Það var alveg rétt af Meyer, það er svo mikið orðið af allskonar útlendingum hér að þeir verða brátt í meiri hluta... völdum á ný í hinu upprunalega ríkif villimennskunnar. Hefði ég fyrir aldarfjórðungi síðan skrifað, að á torgum Þýzka lands, sem öll hafa sínar miðalda borgarklukkur og gullna hana á kirkjunum (hinn gullni hani tákn dögunarinnar eftir nótt heiðindómsins), hefði ég skrifað, að á þessum torgum myndu ukra inskar og rússneskar stúlkur, 15 ára drengir og 50 ára gamlir bændur, verða seld á 10—100 rík- A. Tolstoj. ismÖrk hvert — þá hefði ég ver- ið talinn andstyggilegur rógberi, sem svívirti menningu nútím- ans. Á torgunum, þar sem blærinn bylgjar lim linditrjánna, sem Heine kvað um, þar sem merki rakaranna — messingskál og bursti — blasa við, fægð og gljá- andi, hafa verið sett upp spjöld með áletruninni: „Útlent vinnu- afl“. Á hinum fornu götustein- um og nýsópuðu malbikinu standa og sitja þrælar, sem flutt- ir hafa verið í slátursfjárvögn- um frá hinum hernumdu héruð- um Sovétríkjanna. Digurfættar þýzkar frúr, sem að það verði ekki fyrr en þýzka stríðsbáknið hefur verið molað, — og það er seint fyrir þýzku þjóðina að ætla þá fyrst að taka sér frelsi þegar aðrir eru búnir að méla vopn kúgara hennar, — því frelsisins verða menn að afla sér sjálfir, það getur enginn gef- ið öðrum. En framtíð Evrópu veltur vafalaust mjög mikið á því, hvort það tekst að koma upp byltingarhreyfingu gegn naz- ismanum í Þýzkalandi sjálfu, áð- ur en þýzki herinn bíður úrslita- ósigur á vígvöllunum. Meðferð sú, er þýzka þjóðin sætir eftir stríð, hlýtur eðUlega að fara eft- ir því, hvern skerf hún leggur fram til þess sjálf, að leggja ó- freskju nazismans að velli. hvergi hafa fengið orð fyrir kven legan yndisþokka, blína þar með drembilegum, holeygðum greppi trýnum á berfættar ungar stúlk- ur, klæddar 1 tötra og ataðar út í óhreinindum og ryki af vegun- um, þukla á vöðvum þeirra, gá upp í þær til þess að ganga úr skugga um að þrællinn sé ekki með skyrbjúg eða sífilis. Þær benda með regnhlífinni á skeggjaðan bónda: — Er hann ekki of skapbráður eða of mat- gráðugur? Þegar þær hafa valið sér þræl, reka þær hann gangandi á und- an sér vegna skorts á farartækj- um. Svo ganga þau milli korn- og kálakranna: Rússi, sem getur varla haldið höfði fyrir þreytu, og þrammar berfættur eftir leir- ugum veginum, og þýzk frú, sem lcnýr hann áfram með regnhlíf og geymir marghleypu í tösk- unni. Þetta er engin ímyndun, engir óráðsdraumar, heldur blákaldur veruleiki, sem ég hef lesið í bréf- um þýzkra manna og kvenna. Það er fjöldi slíkra bréfa. Vind- urinn feykir þeim enn um Tsarit sín-steppurnar og sópar þeim í hrúgur í lægðirnar milli kalk- hólanna. I Áróður Hitlers og Göbbels virðist hafa fest rætur í meðvit- ‘ und þýzku þjóðarinnar, án fyrir- stöðu nokkurra siðferðisefa- semda. Þýzkir menn og konur eru aðeins gröm þrælum sínum fyrir það, hve mikið þeir þurfa að eta, og að alltaf verður að reka á eftir þeim. Hið furðulegasta í þessum bréfum er sannfæring Þjóðverj- anna — jafnt kvenna sem karla — um rétt þeirra til þess að vera þrælaeigendur og „æðri“ verur. Vanþakklátar skepnur þessir þrælar — blóðlatir og síhungr- aðir og sitja alltaf um tækifæri til þess að strjúka. „ .... Fimmtán af mönnunum, sem við höfðum, hafa verið sendir í verksmiðju. Pabbi er ekki glaður yfir skiptunum, því við fengum 40 j Rússa og þeir eru svo magrir. En | það skiptir engu, þeir eiga ekki betra ' skilið...“ 1 „.... Nú taká allir stúlkur frá ; Úkrainu. En þær verða samt of dýr- ar, þær þurfa að fá að éta og svo verður að láta þær sofa einhvers- staðar....Frakkinn sem við höfð- um er farinn. Við fengum Rússa í staðinn. Hann vinnur sæmilega, en hinir fást varla til að hreyfa sig... “ „Við höfum 9 vinnandi núna, 6 þeirra eru Pólverjar.... Þeir eru svo latir að þeir fást ekki til þess að hreyfa sig á sunnudögum. Á annan í páskum ætlaði pabbi að láta hreinsa ræsin, en þeir neituðu að vinna — einn sagðist vera veikur, hinir sögðust ætla í kirkju. Við urð- um að kalla á lögregluna, sem sendi „ .... Á miðvikudaginn grófu þeir enn 2 Rússa. Það hafa nú þegar 7 •þeirra verið grafnir hér og 2 eru dauðvona. Og livers vegna skyldu þeir lifa, þessar skepnur? .... “ ,,.... Þeir verða hrokafyllri með hverjum deginum sem líður. Skil- urðu ekki að þeir þykjast ekki geta unnið lengur en 12 stundirl! Og svo segjast þeir eiga að hafa klukkutíma til matar. Kæri Andrés það líður ekki sá dagur, að ekki komi lest full af rússneskum úrþvættum. Eg titra af reiði í hvert sinn sem ég sé þetta fólk....“ „ .... Elsku maðurinn minn. Á næturnar smíða Rússarnir leikföng úr kubbum og selja þau fyrir brauð- bita. Walter vill endilega fá eitt, en mér er á móti skapi að taka við nokkru frá þeim.....“ „. .. Rússarnir eru alltaf að strjúka. Marteinn frændi náði einum hjá múrbrennsluofnin- um. Tveir Frakkar földu sig í marga daga í skóginum handan við akrana okkar. Kennslukonan okkar fór út á akrana til að týna kornblóm og sá allt í einu tvö hræðileg andlit stara á sig. Hún tók til fótanna og kallaði á lögregluna. Maður verður svo taugaveiklaður af þessu öllu að maður þorir varla að fara út og tína ætisveppi.... “ „.... í gær var pabbi á fundi í Schwerin, um kvöldið fóru þeir all- ir á veiðar — nokkrir Rússar og Pól- verjar höfðu sloppið frá brugghús- inu. Og Ioks þegar þeir komust á slóð strokumannanna voru þeir komnir í annað hérað. Pabbi var voðareiður. Kona, sem vinnur í vöruaf- greiðslustöð, skrifar manni sín- um: „Við fáum enga dugandi verka- menn lengur, enda þótt okkur sé skipað að allt verði að ganga eins og í sögu, því hin nýja skipun foringj- ans er: Öll hjól verða að snúast fyr- ir sigurinn! Eg fæ nokkra Rússa á hverjum degi, en þeir eru svo stirð- busalegir í þessum þungu tréskóm, að þeir verða að litlu liði. Svo eru þeir alveg þróttlausir af sulti.“ • ÉG HEF ENGU AÐ BÆTA VIÐ ÞESSI BRÉF. — MÁLIÐ LIGGUR LJÓST FYRIR. HIÐ EINA VERÐUGA SVAR VERÐ- UR AÐEINS GEFIÐ MEÐ BRUGÐNUM RÚSSNESKUM BYSSUSTINGJUM. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 CK><><>C><><>C><><><><><><><><>C- Gerizt ' áskrifendur Þjóðviljansl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.