Þjóðviljinn - 11.07.1943, Síða 2

Þjóðviljinn - 11.07.1943, Síða 2
<ftfB vwr'w**-* vt'>" ÞJÓÐVILJI-'N Sunnudagur, 11. júlí 1943 Sumarlrí verkamanna Effir fysrirskípunum erlcndra valdhafa „Það birtist enn í bliki morgunsólar Þitt bernskuland“ Há afsfOOu afl faha upp samninia uið Dani St. Jóhann og dönsku sósíaldemokrataleiðtogarnir bregðast með framkomu sinni þeim hugsjónum sósíalisma og þjóðfrelsis, sem norræn verklýðshreyfing áður hefur farið eftir Sumarfrí verkamanna eru byrjuð. í fyrsta sinni í sögu íslands hafa vinnandi stéttirnar rétt — að lögum — til þess að varpa af sér oki dægurstritsins, strjúka um frjálst höfuð, hverfa burt frá önnum dagsins og njóta hvíldar, sumars og sólar í faðmi síns eigin fósturlands. Hafnarverkamennirnir hverfa um stund burt frá kolaryki og marrandi eimvindum, bygging- arverkamaðurinn, sem undan- farin ár hefur máske unnið að flottustu villum bæjarins án þess að fá nokkurn annan dval- arstað en bannaðar kjallara- kompur eða hanabjálkaloft til að hírast í, eða kannske orðið að greiða of fjár til þess að fá að búa í sómasamlegri íbúð, hann leggur um stund frá sér verk- færin, yfirgefur möl, sand, sem- ent og ryk bæjarins, réttir úr’sér og andar að sér heilnæmu, hressandi lofti. í hálfan mánuð er hann frjáls maður frá hinu lýjandi striti, frjáls til að hvíla sig og njóta lífsins. Samtakavald hins vinna«di fjölda Orlofsrétturinn er verkamann inum mikilvægur. Maður skyldi ætla að öllum fyndist sjálfsagt að verkamennirnir, mennirnir, sem framleiða verðmætin, er afkoma þessa lands byggist á, hefðu rétt til þess að njóta að nokkru hins stutta sumars, að það væri ekki aðeins réttur þeirra sem „eiga“ framleiðslu- tækin og hirða afrakstur þeirra án þess að þurfa að velkja sínar mjúku hendur á lýjandi vinnu — en svo var ekki. Verkamenn urðu að knýja fram viðurkenningu á þessum rétti með valdi samtakanna. Þá fyrst neyddust valdhafarn- ir til þess að viðurkenna þennan rétt að lögum. Hin vaknandi samtök hins vinnandi fjölda eru byrjuð að heimta sinn rétt og taka hann því: „Nú er grafinn sá lýður frá lið- inni tíð, er sig lægði í duftið og stallana hóf. Nú er þroskaðri öld eftir glap- skulda gjöld og það gnötrar frá rótum hið aldraða hróf. Allt skal frjálst, allt skal jafnt, réttan skerf sinn og skammt, á hvert skaparans barn allt frá vöggu að gröf. Þetta boðorð knýr fram, knýr menn brautina fram undir blikandi merkjum um lönd og um höf. Verkamenn verða að vera á verði um þennan rétt sinn. En þótt verkamenn hafi nú neytt valdhafana til þess að við- urkenna þenna rétt, mega þeir samt ganga að því sem vísu, að valdhafarnir noti fyrsta tæki- færi til þess að taka hann af þeim aftur, takist þeim að skapa aftur það ástand að þeir hafi öll ráð verkamanna í hendi sér. Verkamenn verða því sjálfir að vera á verði um þennan rétt sinn, minnugir þess, að þótt mikið hafi á unnizt, þá er þó enn langt í land þar til fullnægt hef- ur verið öllu réttlæti í sam- bandi við skiptingu arðsins af þeim verðmætum, sem þeir skapa. Þá fyrst, þegar þeir hafa i tekið atvinnutækin í sínar hend- ur og njóta sjálfir arðsins af vinnu sinni, eru þeir frjálsir menn. Verklýðssamtökin verða að eignast staði, þar sem verkamenn geti dvalið í sumarfríum sínum. Hvert eiga nú verkamennirnir að fara, þegar þeir hafa öðlazt orlofsréttinn? Það er að vísu gnægð fagurra og heilnæmra staða til á þessu landi, en verklýðssamtökin eiga engin sumarhótel, sem verka- mennirnir geti farið til og notið hvíldar og hressingar. Það verkefni liggur því fyrir verklýðssamtökunum að koma sér upp slíkum sumarhótelum þar sem verkamenn geta dvalið í fríum sínum. Enda þótt slíkum stöðum verði ekki komið upp að þessu sinni ættu verklýðssamtökin samt sem áður að láta þetta mál til sín taka, útvega dvalar- staði og farkost og skipuleggja ferðirnar. Verkamenn verða sjálfir að ræða þessi mál og undirbúa skipulagningu þeirra í framtíð- inni. Þar kom að því að formaður Alþýðuflokksins og Alþýðu- brauðgerðarinnar lýsti 'afstöðu sinni til lýðveldisstofnunarinn- ar. í langri grein í tveim síðustu Alþýðublöðum lýsir Stefán Jó- hann því yfir, að íslendingar skuli bara taka upp samninga við Dani, Danir muni ekki heimta utanríkismálin né neitt annað og þeir muni ganga inn á það, sem íslenzka þjóðin óski. Hvaðan kemur Stefáni Jóhann umboð til þess að tala fyrir munn Dana? Er hann orðinn opinber erind- reki þeirra hér á landi? Eða ef hann tekur það upp hjá sjálfum sér að gefa svctna yfir- lýsingar, þá minnast verkamenn þess máske úr bæjarstjórnar- kosningunum 1938, hve ' mikið mark má taka á yfirlýsingum hans. En það er eitt, sem Stefán Jó- hann reynir að koma sér hjá að minnast á: Ef danska stjórnin er svona reiðubúin til þess að verða við öllum kröfum íslendinga, ef danski konungurinn er reiðubú- inn til þess að segja af sér tafar- laust, því kemur þá ekki yfirlýs- ing um þetta frá þessum aðilj- um? Vilji íslenzku þjóðarinnar er ótvíræður. Hann hefur komið greinilega fram í samþykktum Alþingis. — Ef konungur og danska stjórnin ætla einungis að gera vilja íslendinga, því lýsa' þau því þá ekki yfir nú í stað þess að mótmæla? * Stefán Jóhann hefur áður sýnt sig í því að fara meir eftir „leiðbeiningum“ frá Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi en góðu hófi gegndi. Samtímis „leiðbeiningunum“ þaðan hefur kþku Jians í Alþýðuflokknum borizt fjárlán, sem notuð hafa verið m. a. til þess að klófesta með hlutaf jármyndunum eignir verklýðsfélaganna í Reykjavík. Hvort nokkuð samband er á milli þessara tengsla og núver- andi skoðunar Stefáns Jóhanns á lausn sjálfstæðismálsins skal ósagt látið. — En Finnagaldur- inn og kommúnistahatrið allt sýna bezt, hve rækilega Stefán Jóhann & Co. heldur sér alltaf á „sömu línu“ og það afturhalds- samasta, sem til er meðal sósíal- demokratiskra forustumanna í Danmörku og Svíþjóð. * Er nú bezt að athuga, hver hefði verið skylda bæði Stefáns Jóhanns og dönsku sósíaldemo- krataleiðtoganna, ef þeir hefðu ætlað að koma fram sem sósíal- istar í þjóðfrelsismáli voru, — svo maður nú ekki tali um, ef sú krafa hefði verið gerð til Ste- fáns Jóhanns, að koma fram sem íslendingur. Það er ótvíræður, óafsalanleg- ur réttur vor íslendinga, að taka öll vor mál í vorar hendur, hve- nær sem vér viljum. Það er óaf- salanlegur réttur vor að setja konung af og koma á lýðveldi, hvenær sem þjóðin vill það. Þessi.réttur er allri stjórnarskrá og öllum sambandslögum æðri, ef út í þá sálma er farið, sem þó gerist ekki þörf hér, þar sem sú breyting, sem nú er fyrirhuguð á stjórnskipun íslendinga sam- kvæmt tillögum stjórnarskrár- nefndar er einmitt gerð á grund- velli „laga og þingræðis“. Hver er nú skylda sósíalist- iskra verkamannaflokka, þegar þjóð, sem verið hefur að meira eða minna leyti útlendum vald- höfum háð, krefst þess að fá al- gert sjálfstæði? Skylda s^síalista meðal íslend- inga væri undir þessum kring- umstæðum að berjast fyrir fullu þjóðfrelsi íslendinga afdráttar- laust. Skylda sósíalista meðal Dana væri að berjast fyrir því að slík- um kröfum íslendinga yrði af- dráttarlaust fullnægt. Við þekkjum eitt dæmi úr slíkum viðskiptum á Norður- löndum, þar sem sósíalistar beggja landa komu fram þannig, að til fyrirmyndar var. Afstaða sósíalista til aðskilnaðar Noregs og Svíþjóðar 1905 Það var afst^ða sósíalista til aðskilnaðar Noregs og Svíþjóð- ar 1905. Þar var ekki um það að ræða, að neinn sambands- samningur væri að renna út. Norska stórþingið lýsti því bara yfir, að sænski konungurinn væri ekki lengur konungur Nor- egs. Norska stórþingið ákvað á grundvelli þess óskráða réttar, sem hver þjóð hefur, að taka öll mál sín í eigin hendur. Norski verkamannaflokkurinn tók eindregna afstöðu með þess- um ákvörðunum. Norskir sósíal- istar stóðu sem einn maður um þj óðfrelsishreyfingu föðurlands síns. í Svíþjóð tók afturhaldið þess- ari ákvörðun Norðmanna f jand- samlega. Það voru uppi kröfur um það af hálfu afturhalds- seggja þar, að fara með stríð á hendur Norðmönnum. En hvaða afstöðu tóku sænsk- ir sósíalistar? Þeir tóku alveg sömu afstöðu og norsku sósíalistarnir: Norð- menn hafa fullan rétt til þess að taka öll mál sín og æðstu stjórn í sínar hendur, hvenær sem þeir vilja. Sænskir sósíalistar héldu fast við hugsjón sjálfsákvörðunar- réttar þjóðanna, og það var ekki hvað sízt vegna hinnar ein- dregnu afstöðu, sem þeir skópu með sænsku verkamannastétt- inni, að afturhaldið í Svíþjóð varð að láta undan síga. Þessi framkoma sænskra og norskra sósíalista var fyrirmynd þess, hvernig sósíalistum ber að breyta í þjóðfrelsismálum. * En hvernig er nú framkoma dönsku sósíaldemokrataforingj- anna og Stefáns Jóhanns, mæld á þennan mælikvarða? Ef Stefán Jóhann vildi koma fram sem íslenzkur sósíalisti, þá átti hann að taka afdráttar- lausa afstöðu strax með lýðveld- isstofnuninni hér á íslandi. — Hann virðist hins vegar hafa tvístigið, þangað til hann fékk að vita með vissu, hvaða afstöðu vinir hans í Danmörku tækju til málsins. Ef dönsku sósialdemokratafor- ingjarnir ætluðu að taka sósíal- istiska afstöðu til þjóðfrelsis- krafa íslendinga, þá bar þeim strax- að segja aðeins eitt: Is- lendingar hafa rétt til þess að taka öll sín mál í sínar hendur og koma á lýðveldi, hvenær sem þeir vilja. — En þannig svöruðu ekki dönsku sósíaldemokrata- foringjarnir. Þeir hafa þvert á móti talið það eftir, að íslend- ingar fengju fullt sjálfstæði og kæmu á lýðveldi, hvenær sem þeir vildu. Dönsku sósíaldemo- krataforingjarnir brugðust hug- sjónum sósíalismans og grund- vallarreglum með þeirri afstöðu, er þéir hafa tekið til þjóðfrelsis- máls Íslendinga. (Ef til vill hef- ur borið á því sama í afstöðu þeirra til þjóðfrelsis Færeyinga. Það verður máske athugað seinna). Þegar Stefán Jóhann nú sér að dönsku vinirnir hans taka af- stöðu til þjóðfrelsis íslendinga, sem er þvert ofan í hugsjónir sósíalismans og þjóðarréttinda íslendinga, þá er hann ekki seinn á sér að taka sömu afstöðu. Þannig bregst Stefán Jóhann ekki aðeins sósíalistiskum grund- vallarreglum, heldur og þjóð- frelsiskröfum íslendinga, — allt til þess að þóknast vinum sín- um í Danmörku, sem eru þar miklir valdhafar og sjálfir hafa brugðizt þessum hugsjónum. Fyrir nokkrum árum bar Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.