Þjóðviljinn - 14.07.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.07.1943, Blaðsíða 4
w ~~ .Orborglnnl Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Lög úr frönskum óperum. 20.30 Útvarpssagan: „Liljur vallar- ins“ (Karl ísfeld). 21.00 Hljómplötur: Lagaflokkur eftir Debussy. 21.15 Erindi: Um Frakkland (Þórar- inn Björnsson menntaskóla- kennari). 21.35 Hljómplötur: Frönsk tónlist. Prentvilla slæddist inn í ummæli blaðsins í gær í sambandi við ræðu E. O. um sjálfstæðismál íslendinga í kvöld í Listamannaskálanum. Þar stóð: Mönnum hættir við að líta svo á, að afstaðan til Dana sé eitt- hvert aðalatriði í sjálfstæðismálum þjóðarinnar, — en átti að vera: eina atriðið o. s. frv. í tilefni af þjóðliátíð Frakka verð- ur móttaka hjá fulltrúa stríðandi Frakka og frú Voillery í dag 14. júlí frá kl. 17 til 19. Skipshöfn „Súðarinnar“ þakkar brezku skipshöfn unum, sem aðstoðuðu við björgun hennar Pétur Bjarnason, skipstjóri á „Súðinni“ fór nýlega á fund brezka sendiherrans og vottaði honum innilegt þakklæti fyrir sína hönd og skipshafnar sinnar fyrir hina vasklegu aðstoð sem þrír brezkir togarar veittu „Súð- inni“ eftir að hún hafði orðið fyrir loftárás þýzku sprengju- flugvélarinnar. Afhenti hann sendiherranum þrjú bréf, sem hann bað um, að komið yrði áleiðis til skipstjóra og skipsmanna hinna þriggja botnvörpunga, sem aðstoðuðu við björgun skipsins og hinna særðu og látnu skipsmanna þess. Sá brezki togarinn, sem dró „Súðina“ til hafnar, var „War Grey“ frá Grimsby. Er þetta sami togarinn, sem „Ægir“ tók í landhelgi, eftir að skipstjórinn, Agerskov, hafði óhlýðnazt „Sæ- björgu“. Skipshöfnin á „War Grey“ vann ötullega að slökkvi- starfinu og togarinn setti sjálf- an sig í hættu, þegar hann dró hið logandi skip til hafnar. Kvenstúdentar gefa andvirði herbergis í Stúdentagarðinum Kvenstúdentafélag íslands afhenti í gær andvirði eins herbergis í nýja stúdentágarðinum. Gjöfinni fylgdi svohljóðandi ávarp: „Vegna 15 ára afmælis Kvenstúd- entafélags íslands háfa kvenstúdent- ar lagt fram fé til herbergis í stúd- entagarði þeim, sem nú er í bygg- ingu. Félagið levfir sér hérmeð að af- henda stjórn stúdentagarðsins and-, NÝJA BÍÓ Ada ms-fjölsky Idan (Adam had four Sons) INGRID BERGMAN, WARNER BAXTER. Sýnd kL 7 og 9 Sýnd kl. 5. Gullnemarnir (North to the Clondike) Eftir samnefndri sögu JJack Londón’s. Bob Crawford, Andy Devíne, Evelyn Ankers. Börn fá ekki aðgang. Litfríð og Ijóshærð (My Favoríte Blonde) Bráðskemmtileg.ur gaman- leikur. ROB HOPE, MADELEINE CARROL Sýning kl. 3, 7 og 9. Börn innan 12 átra fá ekki aðgang.. AUGLYSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Hugheilar þakkir til aílra skyldmenna,. vina og félaga fyrir vinsemd og virðingu, sem okkur var sýnd á silfur- brúðkaupsdegi okkar með samsæti, blómum, gjöfinn og kveðjum og sem á annan hátt gerðu okkur daginn ögleym- anlegan. KRISTÍN GUÐMUNDSDÖTTm SIGURÐUR GUDNAvSON í kvöid klukkan níu hefst fundur Sósíalistaflokks ins í Listamannaskálanum, þar sem Eloar Dliaimi alþingismaður flytur ræðu um í ræðu sinni mun Einar Olgeirsson, sem á sæti í stjórnarskrárnefnd og ut anríkismálanefnd, gera grein fyrir afstöðu Sósí- alistaflokksins til þess- ara mála, sem eru nú svo mjög á dagrskrá með þjóð inni. Aðgöngumiðar á eina krónu fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð KRON, Bókabúð Máls og menningar og á af- greiðslu Þjóðviljans og einn- ig við innganginn eftir kl. 8. Sósíalistaflokkurinn. virði eins herbergis, — tíu þúsund krónur. Forgangsrétt ^ð herberginu skal hafa 'slenzkur kvenstúdent, sem stundar nám við Háskóla íslands. Það er ósk vor, að herbergið beri nafnið Dyngja". Iþröffaför K.R. Framh. af 3. síðu.. fjarðai' f gær og sýna þar fim- leika. K- Rv-lngarinr á Seyðisfirði K.R.-ingarnir fóru á mánu- dagstnorgun frá Norðfirði sjó- leiðina til Seyðisfjarðar. Komu þeir þangað kl. 3%. íþróttafélag- ið „Huginn“ tók á móti K.R. Á mánudagskvöldið hélt úr- valsflokkur K.R. undir stjórn Vignis Andréssonar, fimleika- sýningu. Fór sýningin fram á grasbala fyrir framan Barna- skólann. Bæjarbúar fjölmenntu mjög á sýninguna, sem tókst af- burða vel og vakti mikla hrifn- ingu áhorfenda. Um kvöldið hélt „Huginn“ boð fyrir K.R.-fólkið. Stjórnaði Björn Jónsson íþróttagarpur Seyðfirð- inga boðinu og þakkaði K.R. fyrir komuna. Fararstjóri af- henti forustumönnum á Seyðis- firði K.R.-merki. í gær fór flokkurinn 'frá Seyð- isfii’ði til Hallormsstaða. í kvöld verður íþróttakeppni á Eiðum. Innflutningur - útflutningur Fyrstu fimm mánuði ársins nam andvirði útflutningsins 85,5 millj. kr., en innflutningurinn 98,4 millj. kr. Var því verzlun- arjöfnuður óhagstæður um ca. 13 millj. kr. Innflutningsverzlunin er að mestu komin yfir á Ameríku- löndin. Keyptum við þaðan 1 janúar—maí fyrir 68 millj. kr., en aðeins fyrir tæpar 30 millj. frá Evrópu. Hins vegar fer út- flutningur okkar að mestu til Evrópu (Bretlands, Spánar). Seldum við þangað á sama tíma fyrir 72,6 millj. kr., en aðeins fyrir 12,8 til Ameríku. S DREKAKYN I § Eftir Pearl Buck Þá er hún ekki kona, sagði hún kuldalega, og ég efast ggl um að hún fæði okkur nokkum tíma barnabarn. Ég hef alltaf sagt að ef konur fá að hlaupa út um hvippinn og ££ hvappitnn á jafn löngum föfleggjum og hún hefur, sem hefur gengið í skóla á öllum hugsanlegum stöðum, þá EQÍ rýkur kveneðlið í þeirn út f veður og vind. Hún er nógu mikil kona til þess að sonur okkar heití vg því að eignast hana eða enga að öðrum kosti, sagði Ling Tan. — Það hlýtur að vera eitthvað kvenlegt f henni ein- Si hvers staðar. Hvenær hefur nokkur ungur maður vitað hvað hann vildi? sagði Ling Sao önuglega. Ég vildi óska að hún hefði aldrei kromið á okkar heimili. Hún var send af einhverjum illum anda, og hann kom þvf einnig svo fyrir að sonur okkar var heima, og ekkert gott mun af því leiða. Vertu ekki að þessu, sagði Ling Tan við hana. — Þú ert aðeins reið vegna þess að þú getur ekki haft allar tengda- dætur þar sem þú getur snert þær með höndunum. En ég skal segja þér, að sumir okkar geta barizt í frjálsa l’andimt, err aðrir eins og við sem getum barizt hér á. okkar eigin landi, og ég get ósköp vel skittð að yngsti sonur okkar vilji fara til frjálsa landsins. Við skulum lofa honum að : fara hvert á land sem hann vill, á meðan hann berst gegn < óvinunum. Þetta var lengra mál en Ling Tan var vanur að tala, ; og jaínan þegar hann talaði alvarlega var enginn á heimil- ; inu sem svaraði honum. Jafnvel kona hans munxfii skvldu ; sína gagnvart honum þegar hann talaði sem höfuð ættar- ; innarv enda þótt henni veittist ætíð erfitt að þegja, en hún ; hafði þá alltaf ráð til þess að koma sínu fram á einn eða annan hátt. ; Og þú, sonur minn, sagði Ling Tan við Lao Er, farðu j með þau skilaboð til yngri bróður þíns, að ég hafi engin ■ ráð til þess að fara á eftir þessari konu. Ekkert getur slitið i mig frá landi mínu. En hann er laus og liðugur, og hann j jgetur gert það sem hann vill. Hann á bara ekki að fara j án þess að láta okkur vita af því, né heldur má hann vera j burtu mörg ár án þess að láta neitt af sér fréttast. Lao Er kinkaði kolli og þá var máltíðinni lokið, og hann hefði gjarna viljað bíða þangað til Jada hefði lokið við að þvo dúkana, og fara þá með hana inn í herbergi þeirra og spyrja hana, hvers vegna hún væri svo döpur, en hann vissi vel að hann gat ekki gert það um hábjartan daginn án þess að móðir hans tæki eftir því og vildi fá að vita ástæðuna fyrir, því. Hann gat því aðeins brosað til hennar í laumi og spurt hana hvort henni liði vel, eða hvort barnið j væri á leiðinni, og þegar hún hristi höfuðið, sagði hann: j Ég fer ekki til bróður míns fyrr en á morgun, og í dag j vinn ég með föður mínum til þess að ljúka við hveiti- j akurinn. I Hún kinkaði kolli og reyndi að brosa, og hann fór. Jada ; var mjög þögul allan daginn, og Ling Sao sem var heima : við til þess að spinna þráð á rokkinn sinn, lét hana eiga i sig af því að hún hélt að barnið sem hún gekk með væri : orsök þess. Það var erfitt að rækta baðmull nú um þessar : mundir, og Ling Sao nýtti allt það sem hún fékk af henni I og seldi ekkert, því að þau þurftu á henni að halda í vetrar- !. föt handa sér, og fyrst annað barn bættist í hópinn yrði I hún að vefa meiri klæði. Hún steig rokkinn og bleytti : þumalfingurinn til þess að þráðurinn yrði fínni og sterk- > ari, og sagði Jadu við og við frá því þegar hún hafði sjálf > fætt börn í heiminn, og Jada hlustaði á hana, en svaraði " henni litlu. Á akrinum vann Ling Tan ásamt næstelzta syni sínum. Tímarnir voru nú betri en áður fyrir bændurna að því leyti, að svo margir bændur höfðu dáið eða farið til frjálsa landsins að óvinirnir fengu ekki nægar matarbirgðir, og þeir bættu gráu ofan á svart með því að taka menn af ökrunum, ýmist til þess að drepa þá eða til þess að senda þá í þrælkunarvinnu. En Ling Tan hafði samt auga með veginum og hvenær sem hann kom auga á óvinina, sagði hann syni sínum frá því og Lao Er flýtti sér þá til hússins og fór með konu sína og barn niður 1 leyniherbergið, unz honum var óhætt að koma aftur upp. Því gat nokkur búizt við öðru en illu af óvinunum? En stjórn óvinanna batnaði ekki. Af því sem land hans gaf af sér fékk Ling Tan að halda eftir þriðjung, og skatt- arnir voru þyngri en nokkru sinni áður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.