Þjóðviljinn - 18.07.1943, Síða 2

Þjóðviljinn - 18.07.1943, Síða 2
2 ÞJÓÐVILJI-N Sunnudagur 18. júlí 1943 Aðalfundur Landssambands blandaðra kóra og kvennakóra á íslandi Avarp Alþýðusatndandsíns Fjórði aðalfundur Landssambands blandaðra kóra og kvennakóra var haldinn í Reykjavík dagana 28.-29. júní 1943. Upptökubeiðni barst sambandinu írá söngfélaginu ,,Harpa“ Reykjavík, og var hún samþykkt með samhljóða atkvæðum. Á fundinum mættu full- trúar frá öllum. sambandskórunum, og eru nú í sambandinu sjö kórar með um 220 meðlimum. Formaður sambandsins, hr. Jón Alexandersson, gaf skýrslu um störf þess á liðnu starfsári: Stjórn sam- bandsins reyndi eftir föngum að út- vega sambandskórunum söngkenn- ara, en eins og nú standa sakir er mjög mikil vöntun á hæfu fólki, sem hefur getu og vilja til að inna slíkt starf vel af hendi. Þessir sambandskórar sóttu um og fengu styrk til söngkennslu á árinu: Kantötukór Akureyrar, söngkenn- ari fr. Guðrún Þorsteinsdóttir, — Sunnukórinn, Ísafirðí, söngkennari írú Jóhanna Johnsen. Söngflokkurinn „Húnar“ Reykja- vík, söngkennari Áskell Jónsson. Samkvæmt ákvörðun síðasta að- alfundar var gefið út fyrsta hefti af söngvasafni L. B. K. og sá formaður söngmálaráðs, hr. Björgvin Guð- mundsson tónskáld á Akureyri, um útgáfu þessa heftis, ásamt hr. tón- skáldi Jónasi Tómassyni ísafirði, sem aðstoðaði við val laga og annan undirbúning. f þessu hefti eru 12 lög, öll eftir íslenzka höfunda, og er ætl- un sambandsins með útgáfu þessara söngvahefta, að bæta úr vöntun á aðgengilegum léttum lögum fyrir MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 000000000000000-00 blandaða kóra, létta nótnaskrift af kórunum, og kynna' ísl. tónlist, — auk þess er nauðsynlegt að kórarnir hafi greiðan aðgang að lögum með sömu útsetningu sé um sameiginleg söngmót að ræða. Ætlast ér til að út komi eitt til tvö hefti á ári, eru þau f jölrituð og fá sambandskórarnir þau með kostnaðarverði. Siðar er ætlun sambandsins, að úrval af lög- um úr heftunum komi út í vandaðri útgáfu. Þá var á árinu unnið að endur- skoðun laga L. B. K af sérstakri lagabreytinganefnd, og voru breyt- ingatillögurnar lagðar fyrir aðalfúnd og samþykktar. Helstu breytingar eru þær, að rýmkað var um inntöku- skilyrði þannig, að nú hafa rétt til að sækja um upptöku í Sambandið blandaðir kórar eða kvennakórar, er hafa minnst 16 starfandi meðlimi. hafa starfað í eitt ár eða lengur, stefna að því að efna til samsöngva og vinna eftir lögum, sem eru í fullu samræmi við starfsreglur og sam- þykktir sambandsins." Áætlað var að verja allt að kr. 3.500.00 til söngkennslu á næsta ári. Stjórn sambandsins var öll endur- kosin og skipa hana: Formaður: Jón Alexandersson, for stöðumaður, ritari: Guðmundur Benjamínsson, klæðskeram., gjald- keri: Bent Bjarnason bókari. í varastjórn voru kosnir: Varaformaður: Kristmundur Þor- leifsson bókari, ritari: Georg Arnórs- son málari, gjaldkeri: Sigfús Sigur- hjartarson alþingismaður. Endurskoðendur voru kosnir: Frú Sigurjóna Jakobsdóttir, frú Unnur Gísladóttir. Varaendurskoð- andi: hr. Hanries Hreinsson. I stjórn söngmálaráðs voru kosnir: Formáður: Björgvin Guðmunds- son, Akureyri, fyrsti meðstjórnandi: Jónas Tómasson, ísafirði, annar með stjórnandi: Brynjólfur Sigfússon, Vestmannaeyjum. Framh. af 1. síðu. stjórnmálaflokkum, heldur einn- ig hreinræktaðasta og sterkasta stéttarsamband launþega í þessu landi, telur það köllun sína, að gangast fyrir liðsöfnun atvinnu- stéttanna um hugðarefni þeirra og hefur því, eins og sjá má af stefnuskrá þeirri, sem birt er hér í blaðinu, safnað á einn stað og sett í kerfi, þau mál, sem telja má með réttu sameiginleg hagsmunamál þeirra í sveit og við sjó, mál, sem eigi verða leyst svo að við megi una, nema með sameiginlegu átaki og bandalagi alþýðustéttanna. — Þetta gildir einnig um mál stefnuskrárinnar, sem f jalla um almennar umbæt- ur, menningu, mannréttinda og fleira. Jafnframt vill Alþýðusam- bandið brýna fyrir alþýðunni í landinu nauðsynina á því, að slá vörð um lýðræðið* í öllum þess greinum, um leið og það er haft í huga, að alþýða allra landa á sameiginleg áhugamál og að samstarf við alþýðusamtök allra landa er mikilsverður þáttur í starfi skipulagsbundinnar, stétt- vísrar alþýðu. Alþýðusamband- ið telur og eðlilegt að hin sögu- legu, viðskiptalegu og menning- arlegu bönd, sem hafa tengt 'saman Island og önnur Norður- lönd, verði endurnýjuð og treyst með sem nánustu samstarfi í þessum efnum, jafnskjótt og fært er. Alþýðusamband íslands telur að hin vinnandi þjóð verði að láta sig sjálfstæði landsins miklu skipta og hefur þá m. a. í huga þá staðreynd, að engin stétt í þjóðfélaginu á daglega afkomu sína eins nábundna þjóðernis- legu sjálfstæði íslands og alþýð- an, og að alþýðan sjálf verður að taka forustu 1 sjálfstæðisbar- áttunni og skoða hana sem eitt af brennandi hagsmunamálum sínum. — Vér lítum svo á, að formleg sambandsslit íslands við Danmörku, rétturinn til lýð- veldisstofnunar, forsetakjörs o.s. frv. sé ekki einhlítt í þessu efni. Vér teljum nauðsynlegt að einnig verði gerðar ráðstafanir til þess að stórveldi þau, Bret- land, Ráðstjórnarlýðveldin og Bandaríki Norður-Ameríku, sem nú hafa forustu í heimsbarátt- unni fyrir lýðræði óg sjálfs- ákvörðunarrétti þjóðanna, gangi í sameiginlega ábyrgð fyrir óskoruðu, raunverulegu sjálf- stæði Islands strax að stríðinu loknu. Auk þess teljum vér sjálf- sagt, að ísland hafi sína eigin fúlltrúa á væntanlegri friðarráð- stefnu hinna frjálsu sameinuðu þjóða sem hyert annað fullvalda ríki. Það er og augljóst að hin sam- eiginlega hagsmunabarátta vinn- andi stétta nær ekki tilgangi sín- um án þess að hún beinist jafn- framt gegn erlendu arðráni og yfirdrottnun. — Jafn augljóst er það, að þessi barátta verður einnig að beinast gegn þeim þjóðfélagsöflum, sem hinu þjóð- ernislega sjálfstæði voru stafar hætta frá. Ber því að stefna að yfirráðum hinna vinnandi stétta í þjóðfélaginu. Með stefnuskrá þeirri, sem fyrr var getið, býður Alþýðu- samband íslands öllum vinnandi stéttum og samtökum þeirra bandalag um sameiginleg hags- muna- og velferðarmál þeirra. í þessu augnamiði munum vér boða til ráðstefnu í Reykjavík á hausti komanda og bjóða þátt- töku í henni eftirtöldum félags- samtökum: Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Bandalagi íslenzkra listamanna, Félagi byltingasinn- aðra rithöfunda, Farmanna og fiskimannasambandi Islands, Kaupfélagi Reykjavíkur og ná- grennis, Ungmennafélagi Is- lands, Alþýðuflokknum, Sam- einingarflokki alþýðu — Sósíal- istaflokknum, Framsóknar- flokknum, Sajjrbandi ungra jafn- aðarmanna, Æskulýðsfylking- unni, Sambandi ungra Fram- sóknarmanna,: Sveinasambandi byggingarmanna, Trésmiðafél. Reykjavíkur, Landssambandi iðnaðarmanna, Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur, Verzlunar- mannafél. Hafnarfjarðar, Sam- bandi íslenzkra bankamanna, Kvenréttindafélagi íslands, Hér er vand^mál á ferðinni, sem óhjákvæmilegt er að greitt verði fram úr. Ef þessir menn missa'hús sín þá þýðir það aukna misskipt- ingu auðsins í þjóðfélaginu, — að fasteignin færist jdir á enn færri hendur en fyrir var, — að auðugir menn sölsa undir sig fasteignirnar en fjöldinn er rú- inn að eignum. Hinsvegar er vel hægt að bjarga þessu við, tryggja það að þessir menn fái haldið húsum sínum og gera þannig ráðstöfun til þess að nokkru leyti að hindra fjárhagslegt hrun, sem myndi eyðileggja < efnahag margra bjargálna manna. Þessir menn eru ekki að biðja um eftirgjafir á skuldum sínum. Þeir hafa ætlað sér að greiða þær að fullu og hafa lagt drjúg- an hluta af tekjum „góðu ár- anna“ fram til þess að standa undir afborgununum. — En yfir leitt eru lánin, sem nú hafa Mæðrafélaginu og Hinu íslenzka kvenfélagi. Með því 'að vér erum þess fulL vissir, að allur þorri vinnandi fólks ■ í landinu er fús til að mynda slíkt bandalag, sem lýst hefur verið hér að framan, mun- um vér ekki láta dragast fram- kvæmdir í þessu máli, þótt stjórnir einstakra félaga eða sambanda hafni þátttöku fyrst um sinn. Bandalag þetta mun verða stofnað á fyrrgreindri ráðstefnu nú í haust með þeim félagssamtökum, sem þá verða reiðubúin til samstarfs. Jafn- framt munum vér leitast við’ að skipuleggja samtök víðs vegar um landið á grundvelli fyrr- greindrar stefnuskrár, í því augnamiði að safna undir merki bandalagsins öllum greinum ís- lenzkrar alþýðu. Guðgeir Jónsson. Steján Ögmundsson. Björn Bjarnason. Þórarinn Guðmundsson. Hermann Guðmundsson. Sigurður Guðnason. Sœmundur Ólafsson Jón Sigurðsson. Jón Rafnsson. fengizt út á slík hús, til skamms tíma, og það getur orðið þessum mönnum ofraun að eignast þau raunverulega á svo stuttu tíma- bili, sem ráð var fyrir gert. Þjóðfélaginu er enginn akkur í því að fá fjárhagslegt hrun hjá þessu fólki. Þvert á móti. Því er hagur að því að það geti staðið föstum fótum. f flestimi tilfellum myndi það nægja að tryggja þessum mönn um löng lán með lágum rentum til þess að þeir gætu haldið hús’ um þeim, sem þeir hafa eignazt nú í dýrtíðinni. Þetta er mál, sem tafarlaust þarf að athuga. Það eru aðein§ auðkýfingarnir í þjóðfélaginu, sem hag hefðu af hruni. Það eru þeir, sem myndu kaupa upp húsin fyrir lágt verð, þegar miðlungstekju- mennirnir misstu þau. Það er aðeins í auðkýfinganna þágu að neita þessum mönnum Framh. á 4. síðu. S.G.T.- dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7. Sími 3240. — Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. AÐVfiBUN Að gefnu tilefni viljum vér aðvara bæði verzlanir og einstaklinga um að kaup á hverskonar tóbaksvörum, sem eru, eru óheimil nema þær séu fluttar inn af Tóbakseinkasölu ríkisins. Brot varða þungum sektum eða annarri refSingu og gildir einu hvort um smærri eða stærli kaup er að ræða. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. L O K A Ð vcrdur frá og mcð 19. fulí fíl 6# ágúsf Sundhöll Rey|avíkar Eiga þeir menn, sem nú hafa komið upp húsi yfir fjölskyldur sínar, að missa þau í fjárhagslegu hruni? Eða á að reyna að koma í veg fyrir hrunið og hjálpa þeim til þess að halda húsunum? Nú í dýrtíðinni og húsnæðisvandræðunum hafa margir verkamenn og millistéttarmenn orðið að leggja út í það til þess að geta lifað, að eignast þak yfir höfuðið, annaðhvort með því að byggja eða kaupa hús. Að vísu hefur flesta þessa menn oft langað til þess áður að eiga liús yfir fjölskyldu sína, en nú hafa þeir bæði orðið að eignast það og í fyrsta skipti á ævinni fundizt i þeir hafa efni á því, af því tekjur þeirra voru í krónutali óvenju- háar. • Nú reka þessir menn sig hinsvegar á það, að erfiðara er að halda þessum húsum en eignast þau. Árstekjurnar eru fljótar að fara, þegar dýrtíðin er svona tilfinnanleg, og svo koma háir skattar og útsvör, sem taka svo drjúgan hluta af tekjunum, að algerlega er tvísýnt hvort menn þessir fá haldið húsum sínum, hvort þeir geti staðið í skilum með vexti og afborganir, en yfir- leitt höfðu þeir ætlað sér að borga þessi hús niður á skömmum tíma.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.