Þjóðviljinn - 23.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Föstudagur 23. júli 1943. 164. tölublað. Stjórn Alþýðusambandsíns svarar rógí Alþýðublaðsíns Ep Mihalloulfsi é iasii Sambandssfjórnín er alveg sammála um sjálfsfæðísmálíð og álífur eðlí« legasf ad alþýðan fylkí sér um það án fíllíf• fíl flofekspólífískra skoðana Serbneskur her undir forustu Mikajlovitsj hefur stimplað „Sjetníkana" sem Kvislinga, að því er segir í fregn frá Cairo. Sjetníkarnir hafa talizt til hers' Mikajlovitsj, en hafa í Framh. á 4. síðu. Stjórn Alþýðusambandsins ræddi á fundi sínum í fyrrakvöld grein þá, sem birtist í Alþýðublaðinu í fyrradag um bandalagið og stefnuskrá þess, þar sem sagt var að Sæmundur Ólafsson hefði látið í ljósi að ágreiningur hefði verið um þessi mál í sambandsstjórn. Samþykkti sambandsstjórnin í þessu tilefni eftir- farandi yfirlýsingu með öllum greiddum atkvæðum gegn einu (Sæmundar) og mun reyna að fá þá yfirlýs- ingu birta í Alþýðublaðinu. En það blað hefur hvorki birt ávarp sambandsstjórnar né stefnuskrá bandalags- ins, heldur einvörðungu ósannindi um hvorttveggja svo vart mun vænlega horfa með birtingu á þessari yf- irlýsingu í blaði því. Hefur Þjóðviljinn því fengið yf- irlýsingu þessa til birtingar og fer hún hér á eftir í heild eins og hún er stíluð til Alþýðublaðsins til leið- réttingar á ósannindum þess og ætluð til birtingar í því: Bréf Alþýðusambandsstjórnarinnar. 1. Að loknum f jórum ítarlegum umræðum í miðstjórn, var stefnuskrá bandalags vinnandi stétta asamt viðkomandi ávarpi miðstjórnar Alþýðusambandsins samþykkt ÁN ÁGREININGS í fullskipaðri miðstjórn, með virkri þátttöku hvers einasta mið- stjórnarmanns." Um þetta segir orðrétt í fundargerð miðstjórnar frá 2. júlí s.I.: „Fyrir lá frumvarp að ávarpi og stefnuskrá fyrir bandalag- ið, nokkuð breytt frá síðustu umræðu. Samþykkt eins og það lá fyrir, með samhljóða atkvæðum allra viðstaddra." Fundargerð undirrita þessir menn: Guðgeir Jónsson. Björn Bjarnason. Sigurður Guðnason. Þór. Kr. Guðmundsson. Hermann Guðmundsson. Eggert Þorbjarnar- sön. Jón Rafnsson. Jón Sigurðsson. Sæm. Elías Ólafsson. a ureiuii Þfóðverjar hafa míssf 56 þás, menn í fíu daga orusfum 2. Miðstjórn Alþýðusambands ins veit ekki til þess að innan hennar vébanda hafi komið fram sú skoðun, að sjálfstæðis- mál íslands væru hinum vinn- andi stéttum, eða hagsmunasam tökum þeirra, óviðkomandi. — Þvert á móti segir svo í fyrr- nefndu ávarpi miðstjórnar í 5.. tbl. Vinnnunnar, um þessi mál: „Alþýðusamband íslands tel- ur að hin vinnandi þjóð verði að láta sig sjálfstæði landsins miklu skipta, og hefur þá m. a. í huga þá staðreynd, að engin stétt í þjóðfélaginu á daglega afkomu sína eins ná- bundna þjóðernislegu sjálfstæði íslands og alþýðan, og að alþýð- an sjálf verður að taka forustu í í sjálfstæðisbaráttunni og skoða hana sem eitt af brennandi hags munamálum sínum." Miðstjórnin telur að ekkert mál sé betur vaxið til að sam- eina hina vinnandi þjóð en ein- mitt sjálfstæðismálið, án tillits til ólikra stjórnmálaskoðana, og að hinn umræddi 6. liður sé, að þessu íeyti, eitt af „ópólitísk- Framhald á 2. síðu. Bauði herinn sem sækir fram á norðurhluta Orel- vígstöðvanna tók í gær virkisborgina Bolkoff, semer 50 km. norður af Orel, eftir harða bardaga, sem háðir voru af skriðdrekasveitum, stórskotaliði og fótgöngu- liði. Tókst Bússum að brjótast yfir Okafljótið og yeikja varnir borgarinnar með ákafri stórskotahríð. í mið- næturtilkynningunni frá Moskva segir að með töku Bolkoff hafi verið gjöreytt sterku varnarbelti þýzka hersins. Annars staðar á Orelvístöðvunum sótti rauði her- inn fram nokkra kílómetra, og var mótspyrnan geysi- hörð. í Moskvafregn segir að á þeim tíu dögum sem barizt hefur verið á Orelvígstöðvunum hafi 50 þúsund þýzkir hermenn fall- ið en sex þúsund verið teknir til fanga. A sama tíma hefur sovéther- inn tekið herfangi 400 skrið- dreka og eyðilagt 800 skriðdreka og 900 flugvélar, tekið 700 fall- byssur herfangi og eyðilagt 900. Auk þess hefur sovétherinn tekið mikið af smærri hergögn- um herfangi. Á Bjelgorodvígstöðvunum hefur rauðiherinn sótt fram 6— 10 km. brátt fyrir harða mót- spyrnu, og hrundið gagnárásum Þjóðverja. Við ísjúm ög suðvestur af Vorosiloffgrad hafa verið háðir staðbundnir bardagar. Mjög harðar loftárásir voru háðar yf- ir Donetsvígstöðvunum í gær, að því er segir í Moskvafregn. Þjóðverjar segja frá árás- um við Leningrad Þjóðverjar segja að rauði her- inn hafi í gær gert mjög harðar árásir á stöðvar Þjóðverja ná- lægt Leningrad, en ekki hefur verið minnzt á þær í sovétfregn- um. Loftárásir á herstoðv- ar Þjóðverfa Öflugar sveitir rússneskra sprengjuflugvéla gerðu % fyrri- nótt harðar árásir á Brjansk, Orel, Karats og fleiri mikilvœg- ar herstöðvar Þjóðverja á mið- vígstöðvunum. Fimleikaflokkur Ármanns. Fimleikaflokkur kvenna úr Ármanni. — Myndin er tekin á Ak- ureyri í sýningarför íþróttafólksins þangað. • Baaaapfshn* u Kaoaito iisr ssé M iran á Destir-Sildíq Hardír barda^ar víð Cafanía Herir Bandaríkjamanna og Kanada sækja mjög hratt fram vestur- og miðhluta Sikileyjar, og segir fréttaritari brezka út- yarpsins í Alsír að þar sé um nær enga mótspyrnu að ræða. Hafa Bandamenn tekið Bisacquino, Castelvetrano og er kominn að Marsala á vesturströndinni. Kanadiskur her, sem sækir þvert yfir eyna náði í gær hæðum sem sézt norður til hafs og nálgast Palermo, höfuðborg Sikileyjar. Við Catania eru enn háðir mjög harðir bardagar, en 8. brezki herinn vinnur á jafnt og þétt, þótt hægt fari. Þarna beita fasistaherirnir beztu sveitum sínum, og í hern- aðartilkynningum fasista í gær segir að aðeins sé barizt á aust- urhluta eyjarinnar. Mótspyrna fasista í lofti hef- ur farið minnkandi."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.