Þjóðviljinn - 23.07.1943, Blaðsíða 2
2
Yfirlýsing Alþýðusam-
bandsstjórnar
Fr»mh. af 1. eíöu.
ustu“ málum stefnuskrárinnar.“
Um pólitísk hagsmunamál
vinnandi stétta getur vitanlega
ekki verið að ræða, enda þótt
þau geti verið þess eðlis, að fólk
með ólíkar stjórnmálaskoðanir,
geti sameinast um þau.
Þegar Alþýðusamband ís-
lands, sem nú er óháð stjórn-
málaflokkum, snýr sér til hins
vinnandi fjölda, spyr það ekki
um stjómmála- né lífsskoðanir,
heldur aðeins eitt: Viltu sam-
starf og bandalag við oss til að
hrinda ákveðnum sameiginleg-
um hagsmunamálum alþýðunn-
ar í framkvæmd?
Með stefnuskrá bandalags
vinnandi stétta er Alþýðusam-
bandið að bjóða hinum ýmsu fé-
lagssamtökum alþýðunnar sam-
starf um ákveðin hagsmunamál
vinnandi fólks.
Ef Alþýðusamband íslands
hefði gengið milli hinna and-
stæðu stjórnmálaflokka, til að
fá hjá þeim forskrift að stefnu-
skrá fyrir bandalag vinnandi ;
stétta, sér hver einasti maður
að með því hefði það ekki að-
eins vikið af stéttargrundvelli
sínum, og gerzt hornreka póli-
tískra flokka, — með slíkri að-
ferð hefði orðið langt að bíða
stefnuskrárinnar, því allir vita
hvernig samkomulagið hefur
verið og er milli flokkanna.
Til þess að standa sem fast-
ast á stéttargrundvelli sínum og
fyrirbyggja það, að pólitískir
flokkar gerðu bandalag vinn-
andi stétta að vettvangi flokks-
legra átaka, hefur Alþýðusam-
bandið valið þann kostinn, að
bjóða hinum ýmsu félagssam-
tökum bandalag á grundvelli á-
kveðinna hagsmunamála. Aðilj-
ar eru svo frjálsir að því að
velja eða hafna í þessu efni.
Alþýðusambandinu væri það
hið mesta gleðiefni, að öll félags
samtök alþýðunnar gerðust að-
iljar að bandalagi vinnandi
stétta strax á stofnfundi þess.
Það myndi og taka fegins hendi
stuðningi ýmissa félagssamtaka
við einstök mál stefnuskrárinn-
ar. — En af skiljanlegum ástæð-
um geta þau félagssamtök eða
flokkar, sem eru á öndverðum
meið í fleiri eða færri málum
stefnuskrárinnar og vinna gegn
vissum málum hennar, ekki ver
ið aðiljar í bandalaginu.
Af þessum ástæðum verður
hver félagsaðilji að gera það
upp við sig í rólegheitum, hvort
hann telur sér fært að gerast
þátttakandi í bandalagi vinn-
andi stétta, á grundvelli þeirra
mála, sem stefnuskrá þess hefur
að geyma, eða hvort hann frest-
að því um óákveðinn tíma.
Vér höfum trú á því, að ekki
líði á löngu þar til meginþorri
íslenzkrar alþýðu hefur samein
ast á stéttargrundvelli innan
bandalags vinnandi stétta, þótt
einhver félagssamtök hennar
kunni að doka við nú í svip.
Með þökk fyrir birtinguna.
F. h. Alþýðusambands íslands.
Guðgeir Jónsson, forseti.
Björn Bjamason, ritari.
Þ J 6 £•
„Hin dæmalausa firra“ Alþýðublaðsins
Alþýðuflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn
og Framsókn eru sammála um að reyna
aðfá tryggingu forusturíkja Bandamanna
fyrir sjálfstæði islands
Það er Haraldur Guðmundsson og tillaga hans
í 9 manna nefndinni, sem Alþýðublaðið ræðst ál
Ritstjóra Alþýðublaðsins verður ekki leitt að Ijúga.
í gær stendur þessi klausa í leiðara blaðsins, þegar hann
ritar um að sett séu á stefnuskrá bandalagsins „flokkspólitísk
sérmál kommúnista":
„Má þar til nefna hina dæmalausu firru, að bandalagið
og þar með samtök verkamanna, fiskimanna og bænda, svo og
þrír pólitískir flokkar eigi að fara að beita sér í sameiningu
fyrir því, að fá Rússland, Bandaríkin og Bretland til þess að
ábyrgjast sjálfstæði íslands og bjóða þeim á þann hátt til stöð-
ugrar íhlutunar um okkar mál!“
Það, sem gefur Alþýðublaðinu átyllu til þessa heimskulega
þvaðurs þess er að í 6. lið stefnuskrár bandalagsins stendur að
vinna skuli að því „að fá sem fullkomnastar tryggingar sameig-
inlega, frá stjórnum helztu forusturíkja þeirra (Bandamanna)
fyrir friðhelgi, fullveldi og sjálfstæði íslands að styrjöld lok-
inni!“
Þetta, sem ritstjóri Alþýðublaðsins nefnir „dæmalausa
firru“ og „pólitískt sérmál kommúnista“, er eitt af þeim fáu
málum, sem Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Sós-
íalistaflokkurinn höfðu náð algeru samkomulagi um í níu manna
nefndinni í vetur. Haraldur Guðmundsson mun einmitt hafa
samið samkomulagstillöguna, er hinir flokkarnir samþykktu
og orðalagið á samþykkt Alþýðusambandsstjórnar mun vera
mjög svipað og meiningin alveg sama.
Með öðrum orðum: „Hin dæmalausa firra“ Alþýðublaðsins,
hið „pólitíska sérmál kommúnista“ er tillaga Haraldar Guð-
mundssonar, tillaga Alþýðuflokksins, sem hann fékk hina flokk-
ana til að fallast á.
Og það hefur ekki heyrst að Sjálfstæðisflokkurinn sé and-
vígur þessari stefnu heldur.
Ritstjóri Alþýðublaðsins er því hér sem oftar á móti AI-
þýðuflokknum, á móti alþýðunni og vilja hennar og á móti vilja
þjóðarinnar. Það þarf ekki langt að leita orsakanna. Hatrið hef-
ur ruglað svo dómgreind þessa manns að hafi hann hugmynd
um að Sósíalistaflokkurinn sé með einhverju máli, þá er hann
á móti því, hvað sem það er. Þessvegna er hann á móti sjálf-
stæðismálinu, móti því að reyna að tryggja sjálfstæðið á þann
hátt, ?em alltaf hefur viðgengist í milliríkjasamningum.
En hvað lengi á Alþýðublaðinu að haldast uppi að berjast
á móti Alþýðuflokknum?
Skemmfíferð med m. s, Esju
SKEMMTUN DANSLEIKUR
.#
A
AKRANESI
Næstkomandi sunnudag 25. júlí fer m.s. Esja í
skemmtiferð til Akraness á vegum Sjómannadagsráðs-
ins til ágóða fyrir Dvalarheimili sjómanna.
Skoðíð beztu baðströnd landsins. Notið þetta einstaka tæki-
færi til að lyfta yður upp um helgina á Iandsins fegursta skipi.
LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR LEIKUR í FÖRINNI.
Lagt verður af stað sunnudagsmorguninn kl. 10 og komið
aftur kl. 12 um miðnætti. Farseðlar verða seldir við suðurdyrn-
ar á Hótel Borg milli klukkan 16—19 á Iaugardaginn, og við
skipshlið á sunnudagsmorguninn, ef nokkuð verður þá eftir.
Sjómaunadagsirádíð
íslenzkur sjómaður
ferst af hernaðar
völdum
Sú harmafregn harst hingaö
um s. I. mánaöarmót aö Kristinn
Sveinbjörn Kristófersson heföi
farizt i siglingum erlendis af
hernaöarvöldum.
Kristinn heitinn var sonur
Kristófers Oliverssonar skip-
stjóra og Þuríðar Gísladóttur,
Bjarmalandi í Sandgerði.
Hann var í siglingum erlend-
is frá stríðsbyrjun, lengst af á
sænskum skipum. Hann var að-
eins 23 ára gamall þegar hann
lézt.
Hluti af mannsfæti
finnst á Eiðisgranda
Fyrir fjórum dögum fann
maöur, sem af hálfu bæjarins
hefur eftirlit með sorphaugun-
um á Eiöisgranda, hluta af
mamisfœti.
Var hann ásamt amerískum
hermanni að búa út akbraut frá
haugunum niður í flæðarmálið,
þegar þeir urðu varir við hluta
af mannsfæti. Lá hann efst í
sorpinu og stóð táin upp úr.
Þetta var holdfylling með skinni
inn af vinstra. fæti, ásamt heilli
stóru tá með broti úr ristarbeini
og sinum upp frá hælnum.
Rannsóknarlögreglunni var
þegar tilkynnt um þennan ó-
hugnanlega fund og er málið
enn í rannsókn. Skýrði lögregl-
an blaðinu frá því í gærkýöldi,
að engar líkur bentu til þess að
nokkur glæpur stæði í sambandi
við þennan fund.
Handknattleiksmótið
lafntefli í úrslitaleik
Ármanns og Hauks
Áður en úrslitaleikurinn hófst
kepptu Isfirðingarnir og í. R.
stúlkurnar og sigruðu þær fyrr-
nefndu með 4:0. Leikurinn var
ekki eins góður og við hefði
mátt búast.
Úrslitaleikinn léku Haukar og
Ármenningar og var hann ákaf-
lega jafn og spennandi. Segja
má að Haukarnir hafi sýnt meiri
þrótt í sóknum sínum, en Ár-
mannsstúlkurnar gerðu sín
mörk úr skýndilegum upphlaup-
um. Framlína Haukanna var
heilsteyptari en Ármenninganna
en þess í stað áttu þær öruggari
og þrautseigari vörn. Þessum
bráðskemmtilega leik lauk með
jafntefli 2:2. Ármann setti fyrsta
markið og svo komu hin á víxl.
í kvöld kl. 9 keppa svo Hauk-
t-i•• „J__* _ _r*o
v ubuauögallijH Juii fdid.
Elmcr Davís
á Islandf
Elmer H. Davis forstjóri hera
aðarupplýsingaskrifstofu Banda
ríkjastjórnar dvaldi nokkrar
klukkustundir hér á landi s.l.
þriðjudag á leið til Englands.
Davis fer til Englands m. a.
til að ræða við æðstu menn hers
ins um fréttasendingar frá víg-
völlunum.
Meðan Davis var á íslandi
ræddi hann við Key hershöfð-
ingja og fulltrúa stríðsfréttastof
unnar hér.
Mikajlovitsj-
Framh. af 1. síðu.
laumi tekið við hernaöarhjálp
frá Möndulveldunum til aö berj-
ast gegn þjóðfrelsishernum í
Júgóslavíu.
Afneitun Mikajlovitsj á Sjetn-
íkunum getur orðið til þess að
öll uppreisnaröflin í Serbíu
sameinist til baráttu gegn er-
lendu fasistaherjunum, segir
ennfremur í fregn þessari.
Stjórn þjóðfrelsishersins í
Króatíu tilkynnir að hann hafi
eyðilagt um 350 járnbrautar-
lestir fyrir fasistaherjunum síð-
an í fyrravor.
<><><><><><><><><><>0<><><>0<>0
Rotfu- og
músagíldrur
fyrirliggjandi.
Héðinshöfði h.f.
Aðalstræti 6B. Sími 4958.
oooooooo«ooooooo«
DAGLEGA
NÝ EGG, soðin og hrá
Kaf íisalan
Hafnarstræti 16.
❖ooooo^oooooooooo
0000000000000000«
Kauplð
Mý|a
Tímann
ar við í. R. en á laugardag eða
sunnudag verður síðasti leikur
mótsins háður á milli Ármanns
og Hauka og ef til vill F. H. gegn
í. R. Jafnteflið í úrslitaleiknum
í gærkvöldi sanna að félögin
eru lík og ættu menn því að f jöl
menna til þess að horfa á spenn-
andi leik.
Effírmíðdagskaffí
TJARNARCAFÉ FH