Þjóðviljinn - 23.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.07.1943, Blaðsíða 3
Jr' U \_^ j_/• V — O ÞRQTTIR Ritstjóri: Frímann Heígason Landsmót í flokkaíþrðttum Fimleikaför Ármanns til Norðurlands (júlí 1943 Föstudagurinn 23. júlí 1943. Nmmh Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartars tn Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðaatræti 17. Baráttan umatvinnuna frelsið og framtíðina Það mun hverju'm vinnandi manni ljóst að skilyrðin til þess að halda þeirri lífsafkomu, sem vinnandi stéttirnar nú hafa náð, og bæta hana eru þau að næg atvinna sé og frelsi verklýðs- hreyfingarinnar sé óskert. Ef þetta hvorttveggja helzt,, þá muriu atlögur afturhaldsins að verkalýðnum mistakast og al- þýðan þvert á móti hafa aðstöðu til þess að auka réttindi sín og bæta kjör sín. Nú einbeitir afturhaldið í landinu sér að því að undirbúa atvinnuleysi. Erindrekar aftur- haldsins vinna að því á öllum sviðum að draga úr atvinnunni og á meðan er eflt til afturhalds bandalags gegn verklýðshreýf- ingunni af fasistunum í land- inu, Jónasi frá Hriflu & Co. Meining fasista þessara er að skella á atvinnuleysi í vetur, efna til æsingafunda meðal bænda í haust, eins og Hriflung- ar, þessir þegar boða, reyna að koma af stað bardögum eins og 9. nóvember, til þess að fá svo setuliðið til þess að grípa inn í og síðan ætti svo Jónas frá Hriflu með nokkrum stríðs- gróðamönnum að mynda ríkis- stjóm á grundvelli þessara at- burða og koma hér á því ein- ræði gegn alþýðunni, sem hann berst fyrir. Hvers virði frelsi þjóðarinnar væri orðið í raun og veru þegar þannig væri komið er auðséð. Hver einasti vinnandi maður og kona á íslandi verður að gera sér ljóst að nú verður barist um líf eða dauða frjálsra alþýðu- samtaka á íslandi, um atvinnu og frelsi alþýðunnar, sem öll framtíð hennar byggist á, eða um það að aftur verði yfir hana Ieitt atvinnuleysið, hrunið og öll bágindi kreppunnar, eins og Jón as boðar. Alþýðusamband Islands, — Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, — Fiskimanna- og ‘Far- mannasambandið og önnur þau samtök hins vinnandi fólks, sem saman þurfa að berjast um framtíð sína, gera sér það ljóst að atvinna þeirra og frelsi verða eKki tryggð, nema þau hafi úr- slitaáhrif á stjórn landsins, á- hrif á það að atvinnan verði efld, fiskiskipastóllinn aukinn, ný fyrirtæki reist og aðbúnaður alþýðu allur bættur. — Og tak- ist ekki að knýja fram þessi á- hrif alþýðu á ríkisstjórnina, þá þarf ekki — eftir yfirlýsingar Það mun óhætt að fullyrða að ölium íþróttamönnum sé það ó- blandin ánægja að sjá hve þátt- taka íþróttafélaga utan af land- inu er orðin mikil í landsmót- um, þrátt fyrir alla erfiðleikana að komast á þau og dvelja um kyrrt meðan þau fara fram. Samgöngur eru sérstaklega erfið ar og langdvöl er oft mjög ó- þægileg, því að íþróttafólkið eyð ir í þær sumarleyfum sínum, má þar benda á að K. A. varð að hverfa úr handknattleiksmótinu af atvinnuástæðum stúlknanna Eins og nú standa sakir eru flokkarnir margir hverjir, sem t. d. tóku þátt í handknattleiks- mótinu núna, nokkuð jafnir eins og Ármann, Haukar, Þór, ísfirð- ingarnir og K. A. Þetta 'eru allt einstök félög nema ísfirðingar sem hafa aðeins eina stúlku úr Valkyrjum, en hinar eru allar úr Herði. Þá vaknar sú spurnig hvort ekki sé hægt að koma á öðru fyrirkomulagi með þessa keppni sem gerir aðalleikina færri. Þó fellt verði niður útsláttarkeppn- in sem óneitanlega er leiðinleg og að mínu áliti óheppileg nema nauðsyn beri til, eins og of löng dvöl á staðnum. Þetta fyrir- komulag mætti hugsa sér þann- ig í aðalatriðum, að mótið byrj- aði úti um land í sambandi við staðarkeppnir félaganna, , og það félag sem bæri sigur úr bítum, það hefði skapað sér möguleika til að senda flokk á Jónasar frá Hriflu, að efast hvað það verður sem við tekur. Myndun slíks bandalags vinn andi stéttanna er því lífsskilyrði fyrir framtíð og frelsi aíþýðunn- ar, fyrir nægri atvinnu og ör- yggi afkomu hennar. Það er fyrsta vörnin gegn hruninu og atvinnuleysinu, sem samvizku- lausir fasistar vilja leiða yfir þjóðina. Og það er um leið sókn in fram til betri þjóðfélagshátta en þeirra, sem leiddu yfir oss örbirgð og óhamingju” síðasta áratugs. * I Það kom svo sem engum á ó- vart, þótt Morgunblaðið færi að hnýta einhverjum ónotum í slíka bandalagsstofnun. Ef Morgunblaðið meinti eitthvað með skrifum sínum um sjálf- stæðismálið, þá hefði mönnum fundist að því hefði verið nær að fagna því hve einróma af- stöðu stjórn Alþýðusambands- ins hefur tekið í sjálfstæðismál- inu. Afstaða stjórnar Alþýðu- sambandsins í því máli — yfir- lýsingin um hve eindregið Al- aðallandsmótið þar sem mættu beztu félögin úr hverjum stað eða landshluta sem nánar yrði til tekið. Ef þessi aðferð hefði verið notuð t. d. á þessu hand- knattleiksmóti, hefðu 4 félög keppt, eitt frá hverjum stað, Akureyri, Hafnarfirði, ísafirði og Reykjavík, og hefði það tekið 3 kvöld. Þetta ætti líka að geta skapað nokkurn metnað heima í héraði, að það yrði um meira að keppa en bikarinn fyrir unnið staðar- i mót, heldur líka réttinn til að fara á landsmótið eða taka þátt í aðalleikjum þess. Þó að ég hafi sérstaklega vitnað í handknatt- leiksmótið, þá ætti þetta að gilda um knattspyrnuflokka líka. Æskilegt væri ef félögin kæmu einstök en ekki sameinuð til móta, sérstak- lega þar sem aðstæða er svipuð. Það er ekki rétt gagnvart þeim sem ekki kemur með blandað lið frá tveimur eða fleiri félög- ! um. Keppni milli umdæma á rétt á sér og getur verið skemmtileg en hún segir aðeins til um það hvað umdæmi sé sterkast en þar fæst ekki úr því skorið hvaða félag sé sterkast en í öllum landsmótum er einmitt verið að líta eftir því. Þar sem að staðan er þannig að af þátttöku gæti ekki orðið nema félög slái sér saman um lið, þá er það af- sakanlegt og í rauninni sjálf- Framhald á 4. síðu þýðusambandið, fjölmennustu samtök landsins standi með sjálfstæðismálinu, — er einhver mesti sigur, sem enn hefur unn- ist í því máli, ekki sízt með til- liti til svívirðilegrar framkomu Alþýðublaðsins í málinu. En Morgunblaðinu finnst hlýða að stinga þeim þætti alger lega undir stól, en hrúga í stað- inn saman hverskyns ósannind- um og æsingum um Alþýðusam- bandsstjórnina. Það er sami óheiðarleikinn í þessum málflutningi Morgun- blaðsins og í þeirri afstöðu, er það áður tók, þegar þingflokk- ur Sjálfstæðisflokksins hljóp frá málinu 21. apríl. Það er auðséð á öllum þessum málflutningi Morgunblaðsins að því gengur aðeins eitt til í sjálfstæðismálinu: að reyna að þegja um allt, sem alþýðan í landinu gerir til að vinna að lýð- veldisstofnun, en reyna að láta líta svo út sem Ólafur Thors geri allt. — Blaðið skal ekki halda að með slíkum málflutn- ingi veki það traust á Sjálf- stæðisflokknum í því máli. S. 1. sunnudag komu fimleika- flokkar Ármanns úr sýningaför um Norðurland. Alls voru þátt- takendur 35 í förinni en í sýning arflokkunum voru 21 stúlka og 9 piltar. Farið var þ. 3. júlí og haldið til Hvammstanga og sýnt þar um kvöldið. Davíð Sig- urðsson íþróttakennari tók á móti flokkunum. Sýningin fór fram bæði úti og inni að við- stöddu fjölmenni. Um nóttina var haldið að Blönduósi en sýnt kl. 1.30 daginn eftir. Hermann Þórarinsson sá þar um flokkana. Sama dag var haldið áfram og sýnt á vorhátíð Skagfirðinga að Varmahlíð og var fimleikunum mjög vel tekið. Þaðan var haldið til Akureyr- ar. íþróttafélagið Þór á Akur- eyri annaðist mótttökurnar og má sérstaklega geta þeirra Jóns Kristinssonar formannsins og Tryggva Þorsteinssonar íþrótta- kennarans. Um kvöldið var sýnt 1 samkomuhúsiriu. Húsið var þéttskipað áhorfendum og mót- tökurnar með ágætum og tókst flokkunum vel. Daginn eftir bauð íþróttaráð Akureyrar til kaffidrykkju í Lystigarðinum. , Var það ánægjuleg stund í glaða sólskini inn á milli lágra skóg- arrunna. Á eftir sýndi frú Schiöth flokkunum garðinn, en hún hefur átt mestan þátt í ræktun hans og stofnun eins og kunnugt er. Þaðan var haldið til Dalvíkur og sýnt þar um kvöldið. Þar urðu margir frá að hverfa, vegna rúmleysis í húsinu. Á eft- ir sýninguna sátu flokkarnir veizlu í boði íþróttanefndar Eyjafjarðar, form. Haraldur Magnússon og U. M. F. Svarf- dæla, form. Bjarki Elíasson, en þeir sáu um mótttökurnar, • sem voru með ágætum. Næsta morgun var haldið til Siglufjarðar, með m. b. Ester. Á Siglufirði var sýnt kl. 7 um kvöldið fyrir fullu húsi og við mikla hrifningu. Á eftir sýning- una sæmdi Knattspyrnufélag Siglufjarðar kennarann Jón Þorsteinsson, heiðurspening í viðurkenningarskyni fyrir störf hans í þágu íþróttamálanna. Á Siglufirði annaðist Ketill Ólafs- son, skíðakappi, um móttökurn- ar sem voru með mestu prýði. Kl. að ganga 10 um kvöldið var haldið frá Siglufirði og fylgdi mannfjöldi flokkunum til skips. Var nú haldið til Ólafsfjarðar, en þar átti að sýna í bakaleið- inni. Kl. var langt gengin 12 þeg ar til Ólafsf jarðar kom en þó var mikill mannfjöldi á bryggjunni þegar Ester lagði að. Þar var mættur Brynjólfur Sveinsson, form íþróttafél. Sameining, en hann sá um móttökurnar. Sýn- ingin á Ólafsfirði hófst kl. hálf Framhald á 4. síðu. Hvenærverður næsti fundur um valiarmðlin f Reykjavík? Á s. 1. vori var haldinn ágætur fundur um vallarmálin í Reykja vík og boðaði vallarnefnd til hans í samráði við íþróttafull- trúa Reykjavíkur. Var fundur sá góður og margt rætt þar sem aðkallandi var. Á þeim fundi var ákveðið að brííðlega skyldi halda annan slíkan fund og ræða málin þá á breiðari grundvelli en þá var gert og hafa til þess betri tíma. Síðan þessi fundur var haldinn er nú einn ársfjórðungur svo ekki væri úr vegi að fara að hefja umræður á ný. Vallarvand ræðin standa íþróttalífi bæjarins mjög fyrir þrifum, svo það er varla vansalaust að við skulum ekki hafa enn komið með fram- bærilegar tillögur um málið rök- ræddar og hugsaðar af þeim sem völlinn eiga að nota. Það er ekki nóg að einn og einn hugsi eitthvað, við verðum að samein- ast um þetta mál, leggja niður fyrir okkur hyað eigi að gera fyrst og hvernig því verði fyrst og bezt komið fyrir. Það er því eindregin áskorun mín til vallarnefndar og íþrótta- fulltrúa bæjarins að kalla sam- an fund og skýra frá hvað gerzt hefur síðan í vor, og leggja drög að því hvað gera skal í framtíð- inni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.