Þjóðviljinn - 28.07.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.07.1943, Blaðsíða 2
ÞJut'Vll^JI'' N Miðvikudagur 28. júlí 1943. tlngmennafélag Reykíavibur, efnir til skemmtiferðar um verzlunarmannahelgina. Farið verður austur í Fljótshlíð. Lagt af stað eftir há- degi á laugardag. Þátttaka tilkynnist í síma 2749 kl. 6,30—8 s.d. Þátttakendur hafi með sér viðleguútbúnað. STJÓRNIN. Skemmtiferð í Keriinprfjöil #g að Hvítárvatni Unglinga vantar til að bera Þjóðviljann til kaupenda í nokkrum bæjar- bverfum. Afgreídslan Ausfursfræfi 12 Sími 2184. 2 BSfeipsf erð fellur til Patreksfjarðar, ísa- fjarðar, Siglufjarðar og Akur- eyrar seinnihluta vikunnar. Vör ur tilkynnist skrifstofu vorri fyrir hádegi í dag. Ekkert far- þegarúm. DAGLEGA NÝ EGG, soðin oghrá Kaf f isalan Hafnarstræti 1 6. ♦oooooooooooooooo AUGLYSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM »*m**«*m‘m*»4V* Kerlingarfjöll eru fjallaþyrp- ing, sem rís yfir hásléttuna í suðvestur af Hofsjökli, hvergi á íslandi eiga þau sinn líka, en þeim hefur verið líkt við Mundíafjöll. Nafn sitt munu fjöllin draga af draugi einum eða kerlingu úr dökku þursa- bergi (móbergi), sem rís upp úr ljósri liparítskriðu í Kerlingar- tindi sunnanverðum. Til skamms tíma voru fjöllin lítt þekkt, nema þá helzt af nokkr- um fjárleitarmönnum. Örnefni voru þar og mjög fá. í Árbók Ferðafélags íslands frá 1942, sem að mestu fjallar um Kerlingarfjöll, er að finna þau örnefni, sem fekizt hefur að safna svo og fjölmörg nýnefni á kennileitum fjallanna. Vegalengdin frá Rvík til Kerl ingarfjalla er 219 km. Fram um aldamót og nokkru lengur voruKerlingarfjöll órann sökuð af fræðimönnum. Þorvald ur Thoroddsen Jcom þar að vísu á ferðum sínum árið 1888, en dvaldizt þar aðeins einn sóla- hring. í Árbók Ferðafélags Islands, sem eins og áður segir fjallar að mestu um Kerlingarfjöll er jarð fræðilegur kafli um fjöllin, gerð þeirra og myndun. Jóhannes Áskellsson jarðfræðingur hefur skrifað kaflann. Þar segir svo: ,,Þar sem Kerlingarfjöll rísa upp á hásléttunni er hún um 700 m. yfir sjó. Þess er áður getið, að þau eru ólík umhverfi sínu, bæði að lögun og lit. Þau eru tindótt mjög. og ná hæstu tindarnir 600—700 m. yfir FBIDA6DB VEBZLUNABHANNA mánndaglnn 2. igdst Verzlunarmananfélag Reykjavíkur minnist dagsins með þvi að kl. 8,30 verður útvarpað eftirfarandi dagskrá: 1. Formaður félagsins flytur stutt ávarp. 2. Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri: Erindi um 2. ágúst. 3. Ámi Jónsson frá Múla: Minni verzlunarstéttarinnar. 4. Einsöngur: Þorsteinn Hannesson, tenór. Útvarpshljómsveitin leikur ýms alþýðulög á undan og eftir ræðunum, undir stjórn Þórar- ins Guðmundssonar, fiðluleikara. Ennfremur efnir félagið til dansskemmtunar að Hótel Borg, kl-. 10 um kvöldið, fyrir með- limi sína og gesti þeirra. — Aðgöngumiðar á dansinn verða seldir á eftirfarandi stöðum: Tó- baksverzluninni London, Austurstræti 14 og Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2. — Félagsmenn sýni skírteini. Með því að búast má við mikilli þátttöku, eru þeir meðlimir, er kunna að fara úr bæn- um um helgina og koma heim aftur á mánudagskvöld, en hugsa sér að gerast þátttakendur í skemmtuninni, áminntir um að tryggja sér aðgöngumiða áður en þeir fara úr bænum. Aðgöngumiðar verða ekki seldir við innganginn. — Húsinu lokað kl. 11,30. STJÓRNIN. sléttuna. (Snækollur 1478 m., Loð- mundur 1432 m., Ögmundur 1352 m. og Mænir 1335 m.). Að flatarmáli er fjallastæðið um 150 ferkm., og er það þá talið sunnan frá Klakki og norður til Ái-skarðsfjalls, vestan frá Fellum og austur frá Tröllabarm. A Bergtegundir. Kerlingarfjöll eru að langmestu leyti úr líparíti. Þó gætir móbergs töluvert, enkum í hinum lægri, og basalt kemur í ljós í kolli Hverdalahnúks og við ræt ur meginfjailanna. a. Úr líparíti eru öll hæstu fjöll- in. Bergið er ljósbrúnt að lit. Þar, sem til fasts berg sést, er það allstað ar ólagskipt með öllu. Lípariifjöllin eru skriðuorpin langleiðina upp til brúna. Skriðusteinarnir eru jafnir mjög að stærð og hvassbrýndir. Eru þeir frá 10—20 cm. að þvermáli flestir. Eins og títt er um líparítskrið ur eru þær brattar, halii þeirra allt að 42°. Að innri gerð er liparítið í Kerl- ingarfjöllum smákomótt. Allvíða sjást í því straumlög, og standa straumlögin lóðrétt í bergstálinu. Bendir það til rennslis í magmanu1) neðan frá, áður en það storknaði. Annarsstaðar eru straumlagafletirn- ir íhvolfir innan frá. Norðan í Loðmundi og víðar er lípaiátið stuðlað á stöku stað Súlurnar eru þar grannar og stefna eins og geisl- ar (út frá kólnunarstaðnum) inn í bergið. í líparítskriðunum ber allmjög á hrafntinnubrotum og vikurmolum, einkum í Vesturfjöllunum. Hrafn- tinnan er bæði með ljósum, hvössum dílum (porfyritisk hrafntinna) og hnöttóttum smáeitlum (sphærolitisk hrafntinna). í föstu bergi finnst hrafntinnan ekki fyrr en komið er allhátt í fjöllin eða upp fyrir mó- bergsmörkin. En þar finnst hún föst utan á líparítinu, t. d. utan í hlíðum Loðmundar að norðaustan, ofan til í Ögmundi o. v. b. Móbergið liggur eins og kögur um rætur háfjallanna, og teygja sig þaðan slitróttir flákar af því upp eftir líparíthlíðunum. Þynnist mó- bergsmyndunin eftir því, sem ofar dregur, og er víðast horfin með öllu, þegar upp undir eggjar kemur. Þó | liggur gjallborið móberg austan í Austumípu og þaðan í Loðmundi hanga móbergskleggjar uppi í hlíð- inni. Einna auðveldast er að rekja þessa móbergsfláka báðumegin á Mæni. Rísa þeir þar upp eítir hlíð- um fjallsins líkt og súðir á risi. Þar vekur eftirtekt smásteinótt, straum lögótt líparítsambreyskja, sem ligg- ur ofan á móberginu austan í fjall- inu í þessari sambreyskju er mikið af hrafntinnumolum. Einnig gætir þar smávaxinna vikurmola. Eftir áf- stöðu sambreyskjunnar við móberg- ið virðist hún vera yngri en það. Verður að því vikið siðar. Öll hin lægri Kerlingarfjöll, svo sem Kerlingarskyggnir, Hveradala- hnúkur, Árskarðsfjall, Mosfell og Skeljafell, eru kollótt og kúpumynd- uð. Eftir því, sem til verður séð, eru þessi fjöll úr móbergi. En í Kerling- arsk.vggni er móbergið svo þunnt, að víða grisjar ’í líparít í gegnum það. Meginkjarni fjallsins er því úr þessari bergtegund, og er ekki ó- sennilegt, að á svipaðan hátt sé bygg ingu hinna lægri fjallanna farið. í blákolli Hverdalahnúks sést að vísu til basalts undir móberginu. Hefur móbergið sorfizt burtu af hákollin- um. En í botni dýpstu grafninganna við rætur hnúksins að vestan gæg- ist líparít fram, og mælir það sterk- lega með þiví, að líparítkjarni sé í fjallinu. Það verður að teljast líklegt mjög, að allmikill hluti móbergsins í Kerl- ingarfjöllum hafi sorfizt burtu ,og að 1 Magma = bráðin hraunleðja. það , sem eftir sést af því, sé að- eins siðustu leifar voldugrar mynd- unar. Einn vottur þess er Kerling, móbergsdrangur 25—30 m. hár, aust an í Kerlingartindi, sem enn býður veðri og öræfavindunum byrginn, en óhætt mun þó vera að segja, að nú sígi óðum á seinni hlutann fyrir þessari einstæðu fjallakonu. c. Auk basalts þess, sem áður er sagt, að komi í ljós í kolli Hvera- dalahnúks, gætir þessarar bergteg- undar á stökn stað víðar, einkum við rætur fjallanna, eins og áður hefur verið nefnt. Og þar, sem til lagskip- unar sést á þessum stöðum, iiggur basaltið einatt undir móberginu. í tungusporði, er myndast milli Fremri-Árskarðsár dg annarar . ó- nafngreindrar ár, kippkorn suðvest- ur frá sæluhúsinu, er sæmilega greinilegt kúlubasalt (Pillow-lava) Slík gerð á basalti er talinn vottur þess, að það hafi storknað í vatni eða undir jöklum. B. Myndun'. Hér að framan hefur bcrgtcgundum Kerligafjalla verið lýsc að nokkru. Greint hefur verið frá skip- un bergtcgundanna innbyrðis, og frá ínnri gerð þeirra hefur verið sagt eftir því, sem hún verður greind án smá- sjár. Áþ essum atliugunum byggist sú tilraun til skýringar á myndun fjall- anna, er hér fer á eftir. Svo er almennt viðurkennt, að straum línur í gosbergi viti í sömu stefnu og- magmað barst í, áður en það storknaði. I bergi, sem storknað befur í gígpíp- um, vita straumlínurnar jafnan lóðrétt, og upp eftir gígpípunum bcfur hraun- lcðjan þrengt sér, áður en bún storkn- aði. Straumlínurnar geta þá myndasc með þeim hætti, að ílangar krystalagmr sem berast með Jirannleðjunni, skipa sér allar beint í strauminn. Langás þcirra liggur þá sambliða stefnu þeirri, sen* hraunleðjan bcrst !. Við slíka hreyfingu á mágmanu tognar einnig úr smágufuból- um, sem í því eru, í sömu átt og straum ur þess stcfnir. Á þann hátt veitir innrí gerð gosbergs vitneskju uni hrcyfingu hraunleðjunnar, áður en hún storknaði. Nú cr þ ess getið hér að framan, að í Iíparíti Kerhngáffjalla megi finna lóð- réttar straumlínur, og af því verður sú ályktun drcgin, að líparítmagmað hafi hér verið á hreyfingu neðan frá og upp eftir, áður en það storknaði. Af afstöðunni milli móbergsips og líparítsins í KcrlingarfjöIIum mætti ætla, að hið fyrr nefnda væn yngri myndun, þar eð það liggur ofan á líparítinu. En auðsætt er, þegar að er gætt, að þessu er ekki þannig farið. Það vérður að telj- ast fullvist, að líparítmagmað bafi þrengt sér upp í móbcrgsmyndumna og sumstaðar jafnvcl brotizt alveg upp úr beni. Á þennan hátt skýrast bezt hin hallandi móbergslög, scm rísa upp með hlíðum líparítfjallanna. Hefur líparítið lyft þeim upp, um Icið og það stcig. En þar að auki verður aldurshlutfall þess- ara bergtegunda ljóst af því, að víða í mörkum þcirra hefur móbergið orðið fyrir niiklum hita og ummyndun. Get- ur sá hiti aðeins hafa stafað frá líparít- inu, áður en það storknaði. Áður cr á það drepið, að austan í Mæni liggi gossambreyskja ofan á hin- um hallandi nióbergslögum, og er hún samlæg þeim. í Hattarklaufnim og Hraukunum upp af þeim, er allmikið af lausum líparít-gosefnum, einkum smágcrðum vikri. Hraukarnir eru gerðir úr þessari vikursteypu. Það er auðséð, að tindarnir sverfast ört. Þeir eru odd- hvassir og tengjast af soðulmynduðum egghvössum rimum. Þegar ég fór um Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.