Þjóðviljinn - 28.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.07.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. júlí 1943. Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sómalistaflokkurinn Ritatjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartart,/>n Ritstjórn: Garðastræti 17 — Vikingsprent Simi 2270. Afgteiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. VSkingsprent h.f. Garðastræti 17. Nýir böðiar á veldiss ól Ítalíu ítalska þjóðin var fyrst allra þjóða í Evrópu svínbeygð und- ir ok fasismans. Hún hefur nú orðið fyrst þeirra til þess að byíta aðalharðstjóranum af sér. Meining hennar er að bylta fas- ismanum og frumkvöðlum hans, auðjöfrum Ítalíu, sem hafa blóð- sogið hana í 22 ár í skjóli svart- stakkasveita Mússolinis. Sósíalistar á Ítalíu hafa skor- að á þjóðina að rísa upp, gera verkföll og grípa til vopna. Hvar vetna í verksmiðjuborgum Norð ur-ítalíu, — þeim, sem verka- menn höfðu raunverulega á valdi sínu 1921, — hefur gengið verkfallsalda undanfarið. í stór- borgunum hefur komið til götu- bardaga. Af ótta við fólkið lætur nú yfirstéttarklíkan böðulinn Mússolini fara, eftir 22 ára hrokafulla, en dygga þjónustu. Nú á Badoglio marskálkur frá Abessiniu og Albaníu að reyna hvort honum tekst handverkið eins vel og Mússolini fyrrum. En það er engin von til þess. ítalska þjóðin mun ekki treysta kóngpeðinu, sem Mússolini gerði að keisara, neitt betur en Músso- lini sjálfum. Victor Emanuel og Badoglio eru meðsekir um hvern einasta glæp, sem Mússolini hef- ur drýgt, um morðið á Matteotte ! og öðrum leiðtogum verka- * manna, um hrannmorðin á v.arn- arlausum svertingjum Abessin- íu, um rýtingsstunguna í bak Frakklands, um hrun ítalska heimsveldisins. Þeir vildu að vísu helzt sjálfir fá heiðurinn; þegar vel gekk og hefðu gjarn- an séð að minna hefði verið gert úr Mússolini, — en þeir hafa aldrei þorað að vera menn til þess að stöðva glæpi hans. Og nú þegar Mússolini getur ekki kúgað og kvalið ítölsku þjóðina lengur, þá hlaupa þeir í skarðið oð skipa ítalska hernum að skjóta á alla ítali, sem saman safnist á götum úti, fleiri en þrír í hóp! ítalska alþýðan hefur fengið nóg af fasismanum í öllpm hans myndum. Hún hatar hernaðar- einræði Badoglios áreiðanlega eins og hún hataði fasisma Mússolinis. Næstu dagar munu leiða í ljós hvað lengi herréttum Badoglios tekst að tefja fyrir sókn ítalskr- ar alþýðu fram til frelsis. Það er von frelsissinna um viða veröld að það verði sem Þ t A ú V/ DVILJINM Nordahl Gríeg: Þeir vöröu frelsiO og lýðræðið Úti fyrir Madrid var barizt sleitulaust, en enginn hinna er- lendu blaðamanna fékk að koma til vígstöðvanna. Á hverjum degi flýttu þeir sér til blaðskoð- unarstaðarins, nei ekki heldur í dag. Ólundarlegir og gramir létu þeir fallast niður í leðurstólana og báðu til guðs, að þetta væri stríð. Líkkistulaga ritvélarnar stóðu á borðunum huldar svört- um vaxdúkshettum. Aðsetur blaðamannanna var í gamalli höll rétt hjá Puerta de Sol. í miðri höllinni var risavax- ið anddyri, sem náði alveg upp í þak. Gólffð var fullt af líkneskj um, nútíma spænskri högg- myndasmíði, sem hafði verið staflað hér inn, þegar styrjöldin hófst. Ungt fólk var að faðmast og mæður lyftu börnum mót Ijósinu. Þetta var stórfengleg list, en varð fyrir sjónum okkar full hversdagsleg. Blaðamenn- irnir sátu hreyfingarlausir út við svala steinveggina og gutu hornauga hver til annars. Síðari hluta dagsins fórum við öðru hvoru í kvikmyndahús. ,,Life of a Bengal Lancer’1 var vikum saman fjölsóttasta kvik- myndin. Það virðist ef til vill undravert, að Madrid, sem var umsetin borg, skyldi hrífast svo vel af þessum ensku liðsforingj- um, sem án afláts þrömmuðu yf- ir indverskar fjalllendur til þess að brenna þorp og bæi með þeim rökstuðningi að í Englandi væri alls staðar svo friðsælt og gróð- ursælt. Én ef til vill létti mönn- um við siguróp þessarar tvö þúsund metra löngu fótgöngu- * liðsfylkingar, og auk þess var það örvandi að sjá svo marga múhameðstrúarmenn, sem minntu svo mjög á Márana, hrakta á flótta. Meðan púður- skothríðin dundi milli hvítra mustera heyrðum við djúpar drunur frá sprengjunum, sem féllu niður í Madrid. Það var líka sýnd spænsk kvik mynd um verzlun með konur í Barcelona, hún endaði átakan- lega á því, að aðalhetjan, ófyrir- leitinn sjómaður, sem reyndi að hindra flótta tveggja unnenda, var stunginn með hníf í bakið. Síðustu fimm mínúturnar sýndu dauðadrættina í andliti hans. í fyrstu seitlaði dálítið blóð út um munnvikin, síðan hægur blóð- straumur og að lokum spýttist um hálfur lítri fram af vörum hans. Dynjandi fagnaðarlæti. Öllum kvikmyndahúsum, leik húsum og veitingahúsum var lokað er rökkva tók. í borg fullri af hermönnum og umkringdri af sjálfum dauðanum var það hið sama og að opna tæringunni leið að lungum sínum að hafa þau opin. En yfirleitt voru eng- ir dansstaðir opnir. fyrst og Badoglio verði sem fyrst að gefast upp skilyrðis- laust fyrir ítölsku alþýðunni og herjum Bandamanna. Nordahl Grieg, hið heimsfræga norska skáld, lýsir í grein þessari atburðum úr dvöl sinni á Spánarvígstöðvimum. Sjö ár eru liðin frá júlídögunum 1936, er spönsku fasistamir hófu uppreisn gegn lýðræðis- stjóm landsins, að undirlagi og með hjálp Hitlers og Mussolinis. Herstjóm spönsku þjóðarinn- ar hafði stórkostlega sögulega þýðingu fyrir þróun samfylkingarinnar gegn fasismanum sem nú er kominn á, eftir mörg og hættuleg víxlspor. Fordæmi spönsku þjóðarinnar í bar- áttunni gegn fasismanum mun aldrei gleymt, þakkarskuld allra lýðræðisþjóða til spánska lýðræðisins mun seint goldin að fullu. Ef til vill er þess ekki langt að bíða, að spánska alþýðan rísi upp á ný; sæti einræðisherranna virðist orðið furðu valt þar suður frá. Á næturnar kom einkablaða- maður Miajas herforingja til blaðskoðunarstöðvarinnar og út- býtti fjölrituðum skýrslum um sigra dagsins meðal blaðafólks- ins. Það tók við þeim með djúpri beizkju. Þau voru öll sólgin í nýstárleg tíðindi, en fannst dauft bragðið af þessum al- mennu tilkynningum. Hefði ein- hverju þeirra borizt áreiðanleg- ar fregnir um það, að jörðin myndi líða undir lok á morgun. myndi hann glaður hafa rita'ð tíðindin á vélina sína, ef hann hefði verið einn um þau, en hann myndi hafa geispað gremjulega, ef fregnin hefði bor- izt honum sem almenn tilkynn- ing. Þegar stundir liðu urðum við allir óþolinmóðir , við vorum sólgnir í að komast til vígstöðv- anna. Það krafðist vinnu, en jafnfr'amt fylgdi því einskonar óhugnanleg gæfa, sem við gát- um ekki án verið. Kvöld nokkurt komst ég á snoðir um það hjá spænskum fé- lögum mínum, að blaðamaður, Lino að nafni, frá stærsta blað- inu í Madrid, ætlaði til vígstöðv- anna. Ég fór til fundar við hann. Hann hafði laust sæti í bifreið- inni, ég gat fengið far. Við hittumst klukkan sjö morguninn eftir. Á svölum heið- skírum himninum voru hvítir. litlir skýhnoðrar, loftvarnaliðið skaut á fasistiska árásarflugvél. Auk Linos, bílstjórans og mín ætlaði Ijósmyndari frá einu Madridarblaðanna að vera með. Þeir komu tveir með myndavél- ar og skammbyssur, litlir og tindilfættir með vel hirtar negl- ur. Báðir báru þeir fingurgull með hvitum plötum, sem í voru grópaðar myndir af kærustun- um. Aðeins annar ykkar, sagði Lino. Báðir eða hvorugur, æptu þeir á móti. Þeir héngu á bifreiðarskerm- unum, unz þeir fengu vilja sín- um framgengt. Síðan rann bifreiðin út um hin hvítu, steinsteyptu virki Madridborgar og ók til norðurs. Vagninn var sprautaður græn- um og brúnum litum. Við litum út um smáandop á hliðarglugg- unum. Vegurinn lá gegnum grafkyrr- an eikarskóg þar sem kóngarnir höfðu átt veiðistöðvar áður fyrr. Innan skamms sáust Guadala- jarafjöllin með hvítum snæbreið um gnæfa við bláan himininn. Escorial glitraði uppi í brekkun- um. Fram undan lá sléttan. Kornið var brunnið, akrarnir voru svartir og brenndir af eld- sprengjum íasistanna. Neistarn- ir hrukku í áttina til vagnsins, þegar við ókum í gegn. í hæða- drögum, sem voru í nokkur hundruð metra fjarlægð hægra megin við okkur, gusu brúnir moldarmekkir. í loft upp með stuttu millibili, óvinasprengjum var beint að stórskotaliði okkar. Hópur hermanna stóð með- fram veginum á bák við bakka og var að drekka kaffi. Þeir voru í þunnum, gulum sumar- einkennisbúningum með græna stálhjálma og á leikfimisskóm. Um mittið höfðu þeir vafið löng um, appelsínulitum kveikiþræði. Við skildum bílinn eftir, og nokkrir liðsforingjar fylgdu okk ur lengra áleiðis. Á veginum, sem við fórum um, lá maður. Blóðið streymdi úr sári á læri hans, sjúkraliði var að binda rauðri gúmmíslöngu um það. Ræningjahópur frá Marokkó hafði gert árás og varpað fram nokkrum sprengjum. Við komum til fyrstu skotgraf anna, sem höfðu verið grafnar daginn áður. Þær höfðu þegar farið mjög 'aflaga. Milli leir- hnausanna gægðist hér og þar upp höfuð eða moldugt nef. Megna mollulega nálykt lagði að vitum manns meðfram allri víglínunni þennan sindrandi bláa sumardag. Jarðvegurinn of- an við grafirnar var hvítur af bréfum. Ég tók eitt þeirra og las. Það var frá föður í Saragossa. sem hafði skrifað syni sínum: „Við getum ekki sent þér neinn mat, aðeins örlítið af salati. En eftir viku kemur don Benito, og þá verða ef til vill ráð með að senda þér svolítið af pylsum og osti“. Umslögin voru merkt Madrid- herdeildinni og á þau var stimpl að: Ein ættjörð: Spánn. Einn for ingi: Franco. Alls staðar lágu byssur, skot- hylki, púðurbaukar, einkennis- búningar og márafrakkar. Ljósmy.ndararnir tóku að at- huga handsprengjuhrúgu og vildu fá að sjá þeim varpað. Þegar um sprengingu er eð ræða, nægir ekki að kynnast henni af annarra sögu, sögðu þeir. Einn undirforinginn tók hand- sprengju, sem líktist maísköngli, alsetta smá-járntyppum, og varp aðá henni út á sléttuna. Allir slengdu sér til jarðar, en í Ijós- um bjarma sáum við ljósmynd- arana í fjarska, hjólliðuga eins og dansara í snjöllum samleik, meðan sprengjubrotin þutu um- hverfis þá. Annar þeir^a hafði lagst niður á hnén, en hinn stóð: Verkaskiptingin var fræði- lega skipulögð, sprengingin hafði komið þeim að fullum not- um. Rústirnar af Quijorna, sem einu sinni var blómlegt þorp, voru framundan. Kirkjuturninn gnæfði ennþá upp úr með skot- opum á fjórum stöðum. Fjórum sinnum höfðu fasistarnir komið vélbyssum fyrir þar uppi eftir leiðsögu sóknarprestsins. Hann hafði ógnað Márunum með skammbyssu, þegar þeir ætluðu að fara þaðan. Sextíu lágu dauð- ir í kirkjunni, þegar stjórnarliðs- sveitirnar tóku hana með hand- sprengjuárás. Já, einnig hann. Nályktin var nær óþolandi inni i borginni. Við urðum að bregða vasaklútunum fyrir munninn og nefið. Hjúkrunarlið ar með gasgrímur stráðu kalki ofan á grafirnar. Skot gullu alls staðar við í húsunum umhverf- is, hermennirnir réðust á fasista- fantana og skutu á þá. Ef menn yrðu ekki gripnir hundaæði hér, hvenær myndu þeir þá verða það? Ljósmyndararnir höfðu fund- ið gulrauðan nazistafána og ■sverð. Þeir stældu nú nautaat og skiptu stöðugt um hlutverk. Þeir dönsuðu um á brennh^itum jarðsverðinum, sem var þákinn dýnum, fötum, fjólubláum og rauðum messuhöklum og líki af hlandgulum hana. Það var eftir- sóknarverðast að vera nauta- bani, aðeins eitt skref til hliðar, lítils háttar bolsveifla, og þá æddi nautið framhjá. Innan úr húsi, sem skotið hafði verið í rúst, heyrðf ég radd ir. Gegnum loftið, sem var nærri svart af reyk, greindi ég smátt og smátt átta — tíu hermenn, sem sátu umhverfis langborð. Þeir athuguðu Francopeseta, sem þeir höfðu fundið. Einn þeirra fór að tala um Pepe og Juan, félaga, sem fallið höfðu. Annar byrjaði að raula sorgar- mars, hinir tóku undir. Þeir sátu með höfuðin milli hand- anna innan um bréfpesetana, horfðu út í fjarskann og sungu. Niðurlag. ÁsKriftarslmi Þjóðviljans er 2184

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.