Alþýðublaðið - 31.08.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.08.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Alþbl. er blafl allrar alþýðu. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Eitstjórí og ábyrgðarmaöur: Ólafur Friðriksson. Prentsmiöjan Gutenberg. E.s. Gullioss fer héðan tii Vestfjarða og Norðurlandsins laogar- ðaginn 3. september kl. 6 síðdegis. — Víðkomu- staðir: Stykkishólmnr, Patreksfjörður, Dýraíjörður, ísafjörður, Aknreyri og i bakaleið Siglufjörður. E.s. Lagartoss fer héðan á föstudag 2. sept til Ingólfsfjarðar, Siglu- fjarðar, Seyðlsljarðar, Svíþjóðar og Eaupm.hafnar. Von heflr alt tll lifs- ins þavfa. Það tiikynni eg míoum mörgu og góðu viðskiftavinum, að syknr heflr lækkað mikið i verzluniuni „Von“, ásamt fleiri yörntegnnd- nm. — Kjöt kemur f tuunura að norðan, feitt Og gott, í haust. Eg vona, að mun lægra en ann- arstaðar. Gerið pöntun í tíma. Virðingarfylst. Gunnar S. Sigurðss. H.í. Veirsl. Hverflsg. SG A. Nýkomið: Kúrenur, Edik, Snnð- túttnr, Fægipúlver, Stangasápa óvenju ódýr. jígxt ijésaolia á kr. 0.67 Pr- líter fæst í verzluninni á Njálsgötu 33. Carit Etlar: Ástin yaknar. hann erkurteis, afar óvandfýsinn og pakklátur fyrir sam- vistina við mig', það er nú alt og sumt.“ „Já, þú þarft víst ekki að fullvissa mig um það,“ sagði lávarðurinn hlægjandi. „Elinora Lesley, bróður- dóttir hertogans af Cleveland, og löjtinant á litlum fall- byssubátl — En ef hann skyldi nú samt sem áður áræða að láta sltkt í Ijösi?" „Hætti hann á það,“ svaraði hún ákvéðin, „er hann glataður!" Morguninn eítir gengu þau aftur um eyna, og reyndi Elinora þá árangurslaust að hefja af nýju máls á sam- ræðunum frá því daginn áður. Höfðu orð lávarðarins kannske gefið henni vitneskju um eitthvað, sem hún þráði, vantaði hana vissu, eða lék hún sér að eins að eldinum? Vafasamt, en svo virtist, sem hún æskti að kalla fram játninguna, sem hún daginn áður hafði talið ijarstæðu; hljómurinn í rödd hennar var mýkri og ástúðlegri, hún hallaði sér að honum alúðlegar, og Horfði á hann með yndislegu augunum, meðan hún talaði. Hún heyrði rödd hans skjálfa, án þess að hann gerði uppskátt, hvað braust um 1 huga hans. Loks trúði hún honum fyrir því, að Lesley lávarður þráði það, að komast heim til Englands, og hefði að eins fyrir bæna- stað hennar frestað förinni um fjóra daga, þá yrðu þau að skilja. Hún sá hver áhrif fregn þessi hafði á hann, handleggur hans titraði í handarkrika hennar; en hann laut höfði þegjandi. Að fjórum dögum liðnum, — við því var ekkert að segja; hann kvartaði ekki einu sinni yfir því. Veittist lionum svona létt að skilja við hana, eða var söknuður hans þvílíkur, að hann kom engum orðum að? — Það vissi Elinora ekki. Seinasta kvöldið kom Lesley lávarður inn til Jakobs til þess, að biðja hann og systur hans að eyða kvöldinu hjá þeim. Magdalena hefði kosið að afsaka sig, en Jakob varð fyrri til og þá boðið. Nú varð Magdalena V önnum kafin. Það varð að slétta úr svarta kjólnum; bönd og hlöð voru valin og aftur hafnað. En inni í herbergi lávarðarins sat Elinora og horfði út um gluggann. Andlit hennar virtist venju fremur alvarlegt. Gaman Ayschu gat núna ekki komið kenni til að hlægja. Pétur Bos rápaði um, hann var í nýrri treyju með Ijósgulan vasaklút upp úr öðrum vasanum, og tivftum segldúksbuxum, Elinora hafði líka gefið hon- um hárautt mittisband f hálsklút; hann tók það ætíð af sér þegar hann fór frá húsinu, til þess að spara það. Hann var, að því er virtist, hamingjusamastur þeirra, er inni voru; hinir höfðu sáð, en ekkert upp- skorið, hann hafði uppskorið, en engu sáð. Hann kveikti og fór svo að kasta viði á eldinn. Ayscha lá að vanda iðjulaus á ábreiðu sinni, og hallaði höfðinu að stól Elinoru. Þegar Ieið að þeim tíma, að lávarðurinn gat átt von á gestum sínum, kom hann inn úr hliðarherberginu, klæddur skrautlegum, gullsaumuðum einkennisbúningi, skreyttur fjölda heiðursmerkja. Hann gekk til dóttur sinnar og kysti hana á ennið. „Ah!“ hrópaði hún brosandi. „Pabbi hefir þá í hyggju að bera ægishjálm í kvöld. Þú þurftir nú reyndar ekkí að fara í þessi föt til þess,“ bætti hún við ástúðlega og lagði hendurnar upp um háls honum. — Höfðing- lega andlitið og silfurgráa hárið fagra er nægilegt." „Eg vil heiðra gesti mína,“ svaraði Lesley. „Er það ekki rétt? — Auk þess hefi eg í hyggju að koma gest- gjafa okkar á óvart með svolítið." „Á óvart?" „Leyndarmál, sem eg geri ekki uppskátt fyr en tím- inn kemur." Pétur Bos stóð niðursokkinn í það að athuga lávarð- inn. „Uh!“ sagði hann. „Yðar hágöfgi eruð alveg eins og kóngur, og svo hafið þér lfka nærri því eins mörg heiðursmerki og orður og Jakob."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.