Þjóðviljinn - 10.08.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.08.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Þriðjudagur 10. ágiist 1943 175 tölnbiaé. laili hMi i) Im. tpð HMl 0flu$ sókn sovétherja á Brjlanskvígsfödvunun o$ við Karkoff — Frétfarítarar segja að Rússar hafí alsfaðar yfírráðín í loftí ICra taslsta i Sllll- m i Min ? Þýzkur her leysir af ítalska herinn í Suður- Frakklandi Bandamannaherirnir sækja Iram á Sikiley og þrengist stöðugt yfirráðasvæði fasista- herjanna. Er jafnvel búist við að vöm þeirra sé alveg að þrotum komin. Undanlialdsleiðir fasista frá Sikiley mega heita lokaðar vegna hinna miklu loftárásá Bandamanna á Messina og all ar hafnimar báðu megin Mess inasunds. í frétt frá Genf segir að þýzkur her sé kominn í stað ítalska hersins í franska Savoyen, og séu hermanna- skiptin nýorðin. Rauði herinn er í öflugri sókn bæði á Brjansk- og Karkoffvígstöðvunum, og hefur Þjóðverjum hvergi tekizt að stöðva skriðdreka- og fótgönguliðssveitir Rússa, sem brjótast áfram með mjög öflugri aðstoð sov- étflugflotans. Á Karkoffvígstöðvunum sótti rauði herinn fram 15—25 km. í gær og tók yfir hundrað bæi og þorp, þar á meðal bæinn Bogodúkoff, norðvestur af Karkoff á járnbrautinni til Súmi, en Rússar hafa náð stórum kafla af þeirri braut. Framsveitir rauða hersins eru að- eins 11 km. frá úthverfum Karkoff. Á Brjanskvígstöðvunum sóttu Rússar fram 6—12 km. og tóku járnbrautarbæ 40 km. vestur af Orel, á járnbrautinni til Brjansk. Fréttaritarar síma frá Moskva að allstaðar á austur- vígstöðvunum þar sem nú er barizt, hafi Rússar greinilega yfirráöin í lofti. Náin sam- vinna er milli flugflotans og sóknarherjanna, og rússneskar sprengjuflugvélasveitir halda uppi stöðugum loftárásum á samgönguleiðir Þjóðverja, og gera þeim mjög erfitt fyrir með flutninga til vígstöðv- anna og frá þeim. Þjóöverjar tala í tilkynning- um sínum um stórkostlegar varnarorustur á Brjansksvæö- inu, og segja auk þess frá árásum sovétherja á Kúban- vígstöövunum, við Míusfljót, á Donetssvæðinu, vestur af Bjelgorod og suður af Ladoga- vatni. Talsmaður þýzku herstjórn- arinnar sagði í útvarpi í gær, að ástæðan til þess hve Rúss- um hefði orðið mikið ágengt í sókninni væri hinn óskap- legi fjöldi skriðdreka og fall- byssna, sem þeh gætu sent fram til sóknar á tiltölulega litlu svæði. í fregn frá Moskva segir áð talsvert af skriödrekum þeim, sem notaðir eru til sóknarinn ar í Ukraínu, séu framleiddir í Bretlandi og Bandaríkjun- um. Ný sundlaug opnuð á Norðfirði Þetta er ein af vönduðustu útisundlaugum landsins — KostaBi um 200 þús kr. MEISTARAMÓT í. S. í. iunuar lusctn settl litl uei I HIhim! Ma landa Tvö ný drengjamet - í langstökki og 1500 m. hlaupi Meistaramót í. S. í. í frjálsum íþróttum hófst á laugardag- inn var og hélt áfram á sunnudaginn. Gunnar Huseby setti nýtt met í kúluvarpi beggja handa samanlagt. Hann kastaði með hægri hendi 14,53 m. og 11,69 með vinstri hendi, 26,22 m. samanlagt. Gamla metið var (sett af honum sjálfum) 24,21 m. Finnbjöm Þorvaldsson setti nýtt drengjamet í langstökki, stökk hann 6,28 m. Gamla metið var 6,22 m. Óskar Jónsson setti nýtt drengjamet í 1500 m. hlaupi á 4,25,6 mín. Gamla metið var 4,26,7 mín. Hér fer á eftir árangurinn kappleikunum á laugardag: 200 m. hlaup 1. Brynjólfur Ingólfsson (K R) 23,6 sek. 2. Finnbjörn Þorvaldsson (í R) 23,8 sek. 3. Baldur Möller (Á) 24jf sek. íslandsmeistari 1942: Jó- hann Bernhard (KR) 23,7 sek Kúluviarp 1. Gunnar Huseby (KR) 14,53 m. 2. Sigurður Finnsson (KR) 14,08 m. i3. Jens Magnússon (KR) 11,90 m. íslandsmeistari 1942: Gunn- ar Huseby (KR) 14,63 m. í sambandi við keppnina Framh. á 2. síðu. Á sunnudaginn var opnuð ný sundlaug í Neskaupstað við Norðfjörð. Hún er 25 m. á lengd og 8 m. á breidd. Henni fylgja vandaðir bún- ingsklefar og steypiböð. Kæli- vatn rafstöðvarinnar er notað í laugina og er það um 18 stiga heitt, einnig eru fengin tæki til að hita vatnið með gasi frá rafstöðvarmótorun- um, en ekki er búið að koma þeim upp ennþá. Bæjarstjórnin í Neskaup- stað hefur beitt sér fyrir þessu sundlaugarmáli af hin- um mesta myndarskap. Lagt hefur verið fram úr bæjar- sjóði 110 þús. kr., ríkið hefur lagt fram 55 þúsundir, en safnaö hefur verið með sam- skotum og ýmsu öðru móti 35 þúsundum. Formaöur byggingarnefnd- arinnar var Lúðvík Jósefsson alþingismaöur, en aörir nefnd armenn. voru Jóhannes Ste- fánsson, Oddur Sigurjónsson, ' Kristín Helgadóttir og Sigríð- ur Jónsdóttir. Stefán Þorleifs- son íþróttakennari var fram- kvæmdarstjóri nefndarinnar, en Sigurður Friðbjörnsson var verkstjóri. Vígsluathöfnin hófst með því aö Oddur Sigurjónssoni 'flutti ávarp og kvæði eftir Guðmund Magnússon frá Noröfirði. Að því' loknu fleygði 10 ára drengur, Axel Oskars- son, sér til sunds og var laug- in þar með opnuð, síðan fluttu Stefán Þorleifsson og Lúðvík Jósefsson ræður. Mjög mikil ánægja er ríkj- andi meðal Noröfirðinga yfir sundlaug þessari, enda mun hún vera með allra beztu opnum sundlaugum á land- inu. Nýjung er þaö sem þarna veröur upp tekinn, að hita vatnið með gasi frá mótor, og nota þannig orku sem ann- ars fer forgöröum. Þaö er Gísli Halldórsson verkfræðing- ur sem hefur fundið upp vél- ar til áð hagnýta þessa orku, og hyggst að nota slíkar vélar meðal annars til þess að hita upp mótorbáta. Reykjavíkurmótið Valtir * K, R. * 2:0 Annar leikur Reykjavíkur- mótsins fór fram í gær og kepptu Valur og K. R. Úrslitin urðu aö Valur vann með 2:0. Danir eyðíleggja þýzkt kafbátabirgðaskip — með vinnusvikHm * Bandaríkjablaðið „The Dait- ish Listening Post“, segir frá eft irfarandi atburði: Fimmta ágúst átti að hleypa af stokkunum kafbátabirgða- skipi i danskri skipasmiðastöð, er Þjóðverjar hafa á valdi síii«. Þetta var mjög' fullkomið skip með nýjustu uppgötvunum og átti að koma í góðar þarfir í til- vonandi kafbátasókn. í sex mán uði höfðu 1100 danskir verka- menn unnið að smíði skipsins, undir nákvæmu eftirliti Þjói- verja. Þegar kom að því að hleypa skipinu af stokkunum skipuðu nazistar dönsku verkamönnun- um að vera viðstaddir. Þeir stóðu í löngum röðum og horfðu að skipinu, en einmitt í því að hakakrossflaggið var dregið að hún, heyrðist skerandi flaut, sem enginn vissi hvaðan kom, og allir verkamennirnir litu vii og sneru baki að hakakrossfán- anum. Fáum mínútum eftir að skipii var komið út á sjóinn sökk það. Nazistum hafði láðst að hafa eft irlit með þeim, sem unnu á teiknistofunni. Svíar viðbúnir innrás Forsætisráðherrann telur góða von um að halda Sví- þjóð utan styrjaldarinnar. Sænsk-ameríska fréttastofan skýrir frá því, að Per Albi* Hansson, forsætisráðherra Svía, hafi haldið landvarnarræðu í tveimur bæjum í Suður-Sví- þjóð, Vetland og Sávsjö. „Við verðum að hafa í hyggju að svæði fast við Svíþjóð geta orðið orustusvæði þegar styrj- öldin fer að færast í aukana, og því er þörf á að vera við öllu búnir. Herreglurnar fyrir óbreytta borgara (sem kveða á um skyld- ur borgaranna ef til innrásar kemur) ættu menn ekki einung is að lesa heldur hugsa rækilega um þær. Það er alvarleg áminn- ing um, að stjórninni sé ljós sá möguleiki að styrjöldin nái til Svíþjóðar. A sama tíma og við búum okkur undir að mæta þess ari alvarlegu hættu, reynir stjórnin að halda Svíþjóð utan styrjaldarinnar og við höfum góða von um að það megi tak- ast“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.