Þjóðviljinn - 13.08.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.08.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Or'bopglnnl. Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður í Laugavegsapóteki. Happdrætti Hringsins. Dregið var í happdrætti Hringsins í gær hjá Bgmanni. NÝJA BÉÓ Fjærlægðin heillar (Wild Geese Calling) Henry Fonda Joan Bennett Warran Willam Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang TJARNARllðé <1 Sæ-haukurinn (The Sea Hawk) Amerísk stórmynd Errol Flynn Brenda Marshall Sýnd kl. 4 — «,3« — 9 Bönnuð börnum innan 16 ára. Upp kom númer 979. Vinningsins, sem er málverk, sé ▼itjað til frú Ingibjargar Þorláks- son, Bjarkargötu 8. Kærufrestur til að kæra til yfir- skattanefndar rennur út kl. 12 í kvöld. Sósíalistafélag Reykjayíkur og Æskulýðsfylkingin efna til útilegu í Helgadal um næstu helgi. (Sjá aug- lýsingu á öðrum stað í blaðinu í dag) Góðar vonir um að iieita vatnið komi í okt. Nokkuð af dælunum komið Eftir því sem upplýst vai' á fundi bæjarráðs í gær verö- ur að telja góðar vonir um að hitaveitan geti tekið til starfa í október í haust. Nokk- uð af dælunum er komiö til landsins, og rætzt hefur úr með innanhússkrana þá sem vantað hefur til þessa. Þá eru og góðar vonir um aö rör þau sem vantar til að gengið verði til fullnustu frá aðal- leiðslunni, fáist í tæka tíð. Þó dráttur verði á útvegun þessara röra, hindrar það ekki að hitaveitan geti tekið til starfa. Gottfredsen fær heilsufarsvottorð Andreas Gottfredsen, sem úrskurðaður var til rannsókn- ar á Kleppi í marz s. 1. og hefur dvalið þar síðan, var látinn laus fyrir skömmu. Dr. Helgi Tómasson mun hafa afhent yfirvöldunum niðm'stöður rannsóknarinnar á heilsufari hans og veröur mál Gottfredsens þá væritan- lega tekið til agfreiðslu á næstunni. s Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifendur ad Tímarífínu Réffí Reykjavík - Hafnarfjörður Yfir hálf milljón far- þega árið 1942 Þjóðviljinn snéri sér í gær til Guðmimdar Hliðdal póst- og símamálastjóra og spurði hann um skýrslur um rnnferð- ina milli Hafnarfjarðar .og Reykjavíkur. Samkvæmt skýrslunum er tala farþega milli Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar fram og til baka þessi, árin 1939 og 1942: Áriö 1939 272 551 farþegi. Árið 1942 720 861 farþegi. Minnsta umferð á mánuði árið 1942 var 46 400 farþegar, en mesta umferð 67 900 far- þegar. Tölur þessai' ná vitanlega aðeins til farþega með vögn- um sérleyfishafanna, en auk þess fer mikill fjöldi manna þessa leið á annan hátt og sýnir þetta hve umferöin á þessari leið er orðin gífurlega mikil. Eftir þessum vegi liggur einnig öll umferðin til Suöur- nesja. Handknattleiksmót Armanns Handknattleiksmót Ár- manns hefst í dag og taka þátt í því 4 félög. Eru það þessi: Ármann, Valur, Víkingur og Fram. Fyrst keppa Ármann og Víkingur og Valur og Fram. Næsti leikur verður á sunnu daginn og lýkur mótinu á mánudag. Keppt er um handknjatt- leiksbikar Ármanns. Hand- hafi hans er Valur og vinnur hann bikarinn til eignar ef hann vinnur hann að þessu sinni. - % 'lfffl Áfengiseitrunarsjúklingar- nir i batavegi Allir sem veikir hafa verið af áfengiseitruninni í Vest- mannaeyjum eru nú taldir á batavegL Sýnishorn af áfenginu hafa verið send rannsóknarstofu Háskólans og er taliö víst að um tréspíritus hafi verið aö ræða. Fjársöfnun Hríngsins 70-75 UÍS. Mr Á skemmtunum þeim sem kvenfélagið Hringurinn hélt til fjársöfnunar til bamaspít- ala hér í bæ komu inn um 70—75 þúsund kr. Áður mun Hringurinn hafa safnað til spítalans um 60 þúsund krónum. Skemmtanir Hringsins voru ágætlega sóttar, enda veður hið bezta, og er þetta hinn bezti árangur. Vitanlega vantar enn mikið fé til spítalabyggingarinnar, en Reykvíkngar hafa sýnt það í verki, að þeir eru fúsir til að styrkja þetta ágæta mál- efni. Meistaramöiid ® Á þriðjudaginn var keppt í fimmtarþraut á meistaramót- inu. Úrslit urðu þessi: Jón Hjartar, K. R. 2418 stig. Langstökk 5,96 m. Spjótkast 52,32 m. 200 m. hlaup 26 sek. Kringlukast 25,94 m. 1500 m. hlaup 4:57,8 mín. I Sigurður G. Norðdalh, Á. 2214 stig. Langstökk 5,88 m. Spjótkast 44,33 m. 200 m. hlaup 26,3 sek. Kringlukast 31,78 m. 1500 m. hlaup 5:26,2 mín. i Einar Guðjohnsen K. R. 2054 stig. Langstökk 5,24 m. Spjótkast 39, 68 m. 200 m. hlaup 27, 0 sek. Kringlukast 29,74 m. 1500 m. hlaup 4:58,8 mín. Á miðvikudagskvöldið var keppt í 4x100 m. og 4x400 m. boðhlaupii og urðu úrslitin þessi: ( 4x100 m. boðhlaup A-sveit K. R. 47,4 sek. A-sveit Ármanns 47,9 sek. A-sveit í. R. 48,5 sek. B-sveit K. R. 48,8 sek. 4x400 m. boðhlaup Ármann 3:44,0 mín. K. R. 3:46,6 mín. í. R. 3:48,6 mín. Richard Wright: ELDUR OG SKÝ það allt á móti okkur. Þetta er allt of líkt styrjöld!“ „Þú átt við að nú eigum við í höggi við þá, sem eiga peninga!“ sagði Hadley. „Yfir þrjú þúsund fátækra hvítra manna verða með okkur. .. „En, bróðir Hadley, hvíta fólkið, sem á peninga, ræður öllu! Þess vegna er þetta eins og borgarastyrjöld!“ „Prestur,“ sagði Hadley, „sérðu ekki að hvítu mennirnir væru ekki að koma hingað til þess að fá að tala við þig, ef þeir væru ekki hræddir? Farðu og talaðu við þá, talaðu við þá í nafni fimm þúsunda sveltandi manna. Segðu borgarstjóranum og lögreglustjóranum, að verði ekki bætt úr brýnustu þörfum þeirra, þá förum við í kröfugöngu.“ „Það get ég ekki, bræður. Ég get ekki látið hvíta fólkið halda að ég fái þjóð mína til þess að gera slíka hluti. Ég sagði ykkur það. bræður, þegar ég samþykkti að vinna með ykkur, að ég skyldi ganga eins langt og ég gæti. Gott og vel, og það hef ég gert. Nú farið þið fram á að ég ógni allri borginni, það get ég ekki gert!“ sagði Taylor. „Þú krefst einungis bi’auðs, prestur,“ sagði Green. „Þetta eru ógnanir, bræður,“ sagði Taylor, „og það eru ekki guðs vegir!“ „Svo þú ætlar að láta þjóð þína svelta heldur en að rísa upp og tala við þetta hvíta fólk?“ spurði Hadley. „Ég geri það, sem guð vill að ég geri,“ svaraði Taylor. Það varð þögn. Þvínæst hló Hadley hljóðum hlátri. „Gott“, sagði hann. „Eg vissi ekki að þér væri þannig innanbrjósts. Eg hélt að við gætum treyst þér. Þú veizt að flokkurinn stendur á bak við þig, hvað sem ískerst“. „Mér þykir þetta leitt, bróðir Hadley“, sagði Taylor. „Hvenær getum við hitt þig aftur til að vita hvað borg- arstjórinn og lögreglustjórinn segja?“ Taylor leit á úrið sitt. „Klukkan er rúmlega sex núna. Við skulum segja hálf- sjö, þá hef ég einnig tíma til þess að tala við djáknana“. Green varpaði öndinni. „O. K “ „O. K.“ Taylor opnaði hurðina fyrir þá. Síðan gekk hann inn í mitt herbergið og horfði fjarrænum augum niður á gólfið. Eg vona til guðs, að ég sé að gera rétt. Og þeir halda að ég sé hræddur.... Heitum roða sló fram í andlit hans af skömm og gremju. Hann settist á stól, eftir augnablik stóð hann á fætur aftur. Jæja, það er bezt fyrir mig að tala við hvítu mennina, það er þá búið. Eg vissi að þetta myndi koma! Eg vissi það! Hann gekk hægt gegnum herbergi May og sá fyrir sér hið feita andlit Boltons borgarstjóra og mag- urt, rautt andlitið á Burden lögreglustjóra. Þegar hann kom fram í ganginn að dagstofunni heyrði hann köllin í börnunum sem léku sér fyrir utan. Hann gekk niður stiga opnaði hurð og gekk gegnum rökkvaða kirkjuna. Föl rós- lituð birta féll skáhalt inn um litaðar rúður á mahogni- bekki. Hann leit upp og horfði á kristmynd á háum snjó- hvítum krossi. Guð, gefðu mér nú styrk! Láttu mig gera það sem er rétt Haiin gekk eftir rauðum gólfdregli að dyr- unum á dagstofunni. Hann nam staðar og vætti þurrar var- irnar með tungunni. Hann fann hvernig hjartað barðist. Eg ætla að láta þá tala. Eg ætla að segja þeim að þjóð mín svelti. Það er allt sem ég get gert. Hann tók hægt um hurð- arhúninn, varir hans hálfopnar af kvíða. VI. „Halló, Dan!“ „Gott kvöld, herra borgarstjóri“. „Hvernig líður þér, Dan?“ „Ágætlega, með guðs hjálp, herra“. Taylor tókst í hendur við stóran, feitan hvítan mann, klæddan dökkum grófgerðum fötum. „Það er langt síðan ég hef séð þig, Dan“. „Já herra, það er langt síðan, herra“. „Hvernig líður Jimmy?“ „Vel, herra“. „Þar átt þú efnilegan dreng, Dan“. „Það gleður mig að heyra þig segja það, herra“. „Ef þú elur hann rétt upp verður hann á sínum tíma leiðtogi þjóðar sinnar“. „Það er einlæg von mín, herra“, sagði Taylor hrærður. „May sagði mér, að þú værir veikur“, sagði borgarstjór- inn. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.