Þjóðviljinn - 19.08.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.08.1943, Blaðsíða 1
JOÐVILJINN 8. árgangwr. Fimmtudagur 19. ágúst 1943. 183. tölublai. Rangar upplýsingar í skýrslu verfc- smiðjustjórnarinnar í skýrslu þeirri sem Þjóð- viljinn birti í gær frá stjórn sildarverksmiðja ríkisins um kyndaraverkfallið, var meðal annars sagt: „Frá því rekstur hófst í sumar, hefur forstjóri ríkis- verksmiðjanna fylgt hinni fyrrnefndri reglu, svo sem áður hefur tíðkast, en auk þess greitt þróarmönnum og kyndurum 10% álag ofan á það eftirvinnu- og helgidaga- kaup, er venjulegum verka- mönnum er greitt." Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljimi hefur fengið frá Siglufirði, hefur slík upp- bót ekki verið greidd á helgi- dagskaup, og er skýrslan því beinlínis röng hvað þetta snertir; hitt mun þó fleira sem orkar tvímælis í skýrslu þessari. Þjóðverfar fefldu fram 100 þás« manna her í árangurslausum gagnárásum víð Karkoff Rauði herinn tók í gæ* bæinn Smieff 35 km. suð- austur af Karkoff, og aðeins 15 km. frá járnbraut- inni frá Karkoff suður til Krím, sem er eina und- anhaldsleiðin er Þjóðverjar eiga opna frá borginni. Þýzki herinn á Karkoffvígstöðvunum hefur und- anfarin dægur gert geysihörð gagnáhlaup í því skyni að hrekja Rússa frá járnbrautunum Karkoff—Poltava og Karkoff—Súmi. Hafa Þjóðverjar teflt fram 100 þúsund manna her til árása þessara, en þeim hefur verið hrundið. , Rússar sóttu 7—10 km. fram á þessum vígstöðv- * um í gær, og tóku 15 þorp. Á Brjanskvígstöövunum hef ur rauöi herinn einnig sótt fram, þrátt fyrir harðnandi mótspyrnu Þjóðverja. Sam- kvæmt miðnæturtilkynningu Peenemlinde 1500 fonnum sprengna varpad á míkílvægusfu fílraunasföd þýzka hersíns Brezkar sprengjuflugvélar flugu í fyrrinótt yfir Norðursjó, Ðanmörku og Eystrasalt og vörpuðu 1500 tonnum sprengna á þýzka smábæinn Peenemiinde, 90 km norðvestur af Stettin. I bæ þessum eru mikilvægustu vísindatilraunastöðvar þýzka hersins og framleiðsla á radiomiðunartækjum, og varð mjög mikið tjón á tilraunastofnunum og verksmiðjum, enda var sprengjunum varpað úr lítilli hæð í glaða tunglsljósi. Samtímis gerðu Mosquitoflugvélar árás á Berlín. Peenemiindé er nær falin í skógum, og allt hafði veriö gert til aó fela tilraunastöðv- arnar, er ná yfir svæöi sem er 7 km. á lengd og 1,5 km. á breidd. Brezku •flugmönnunum gekk þó vel að f'inna markiö, vegna þess hve bjart var af tungli, en varnir Þjóðverja voru mjög öílugar. Þegar sprengjuflug- véiarnar tóku aö nálgast Þýzkaland var fjöldi orustu- flugvéla sendur á móti þeim og voru háöir loftbardagar mikinn hluta af leiöinni og y'fir Peenemúnde. Þegar sprengjuflugvélarnar nálguöust markiö reyndu þýzku flugvélarnar að hylja þaö með reyk og varna flug- vélunum aö' komast inn yfir staðinn meö ákafri loftvarna- sk'othríð, en allt kom fyrir ekki. Brezku flugmennirnir vörpuöu flestir sprengjum sín um á réttum stööum. VarÖ stórkostleg sprenging í aðalbyggingu ,tilraunastööv- anna og komu upp eldar sem flugmennirnir sáu á heimleið- inni alla leið til. Danmerkur. Fjörutíu og ein af brezku sprengjuflugvélunum fórust en margar þýzkar orustu- flugvélar voru sko'tnar niður. sovétherstjórnarinnar sóttu Rússar fram 6—10 km. á þess- um vígstöðvum í gær. Eru framsveitir rauöa hers- ins sem sækja fram eftir járn- brautinni að austan aðeins 20 km. frá Brjansk, en sovét- hersveitirnar er sækja eftir brautinni úr norðaustri eru 30 km. frá borgnni. Á öðrum vígstöðvum voru aðeins stórskotaliösviðureignir og bardagar könnunarflokka i þýzkum fregnum er skýrt frá áköfum árásum Rússa á ísjúmsvæðinu, suður og suð- vestur af Bjelgorod, suðvestur af Vjasma og suður af La- dogavatni. Þjóðverjar misstu í gær 114 skriðdreka og 129 flugvélar á austurvígstöðvunum. Ríkisstjórnin hefur nú skipað vísitölunefnd Svohljóðandi frétt hefur Þjóð- viljanum borizt frá fjármála- ráðuneytinu: Fjármálaráðuneytið" skipaði í fyrradag 3ja manna nefnd til að athuga hvort grundvöllur undir útreikningi framfærsluvísitöl- unnar sé réttur óg sanngjarn. A nefndin að skila áliti og tillög- um til ríkisstjórnarinnar. • Formaður nefndarinnar er dr. phil. Ólafur Dan Daníelsson, yf- irkennari, en auk hans eiga sæti í nefndinni þeir Arni S. Björns- son, cand. polit, og Torfi Ásgeirs son, hagfræðingur. Roosevelt, Churchill og Eden í Quebeck Churchill, Roosevelt og Anthony Eden brezki utanrík- isráðherrann, eru komnir til Quebeck í Kanada, og eru byrjaðir viðræður um hern- aðaráætlanir þær, er brezka og bandaríska herstjórnin hefur verið að vihna að undanfarið. Síðar í vikunni er von á Cordell Hull, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, til Que- beck, til þátttöku í viðræðun- um, og hefur verið tilkynnt, að auk hernaðarmálefna verði einnig rædd pólitisk mál. Terje Wo!d Itótar morð- fngjunum refsingu Norski dómsmálaráðherrann Terje Wold flutti útvarpsræðu í London í gærkvöld, og lýsti yfir því, að allir þeir er hlut ættu að morði lögreglustjórans í Osló yrðu leiddir fyrir rétt, allt frá dómurunum er dæmt hefðu og til hermannanna, er fram- kvæmdu hann. Wold sýndi fram á að dómur- inn á enga stoð í norskum lög- um, og verður aftaka lögreglu- stjórans því skoðuð sem morð og hegnt samkvæmt því. Amerískur hermaðir dæmdur í 30 ára betrunarhúsvinnufyrir árás á íslenzka kom Sendiráð Bandaríkjanna hefur nú skýrt utiuníkisráðu- neytinu frá endanlegri niður- stöðu sektardóms yfir amerísk um hermanni, fyrir árás á konu að SmáravöUum í Fíf«- hvammslandi, SeltjarnarneB- hreppi, aðfai-anótt 30 ágúsi 1942. Var hermaöur þessi dæmd- ur aí' herrétti hér á landi þann 5. oktober 1942 fyrir glæpsamlega árás, og grip- deilÖ, í 30 ára betrunarhúss- vinnu og missi sérhverra rétt- inda sem hermenn annars eiga tilkall SiU v< Dómur þessi hefur nú veri* endanlega staðfestur af hin- um æöstu yfii"völdum, og aí- plánar hermaöurinn refsing- una í fangelsi í Bandai*íkjun.- um. Oft hefur verið um þaS spurt hverja refsingu þeir amerísku hermenn hlytu, sent ráð'ist hafa á íslenzka þegna að ósekju og veitt þeim á- verka, því undanfarið hefur verið hljótt um þessi mál. Sendiráð Bandarikjanna hef ur nú skýrt frá einum slík- um dómi, en einmitt með því að skýra almenningi opinber- lega frá afgreiðslu slíkra mála er komið í veg fyrir alla tor- tryggni, sem annars gæti út af þeim orðiö. Hafnapuephamenn í Senoa oera uepHíali oq Mst íriflar < Fasssfar míssfu 176 þásund hér« meiiu á Sskíley Hafnarverkamenn í Genoa hófu í gær verkfall til að leggja áherzlu á kröfur sínar um frið, segir í fregn frá Sviss. Þegar herlið var sent á vettvang og ætlaði að einangra höfn- ina, brutust hafnarverkamemi út úr hringnum og héldu til stærsta torgs borgarinnar. Þar var haldinn fjöldafundur og bornar fram kröfur um tafarlausan frið. Hermenn og lögreglan í borg- inni neituðu að skjóta á kröfu- göngu verkarnanna. skoðun vísitölunnar, en hinsveg- ar hefur hún ekki orðið við þeim tilmælum flokkanna, að þeir til- ------ nefndu sjálfir menn í nefnd þessari nefndarskipun j þessa, og hefði þó stjórnin átt ríkisstjórnin orðið við | að geta orðið við þeim tilmæl- um. Með hefur hinni almennu kröfu um end'ur- Tilkynnt hefur verið að fas- istaherirnir hafi misst 167 þús- und hermenn á Sikiley, og þar af hafi 125 verið tpknir til fanga. Bandamenn segjast háfa misst- 25 þúsund hermenn, þar af 20 þúsund Breta. Fasistaherirnir á Sikiley misstu 1300 flugvélar, 502 fali- byssur, 260 skriðdreka, fjölda farartækja og miklar birgðir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.