Þjóðviljinn - 26.08.1943, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 26.08.1943, Qupperneq 4
þJÓÐVILJINN Op bcpglnnl Næturlæknir er í Lseknavarðstöð Reykjavíkur, Austurbæjarskólanum sími 5030. Næturvörður er þessa vikui Reykjavíkurapóteki, Sími 1760. Útvarpið í dag: Fimmtudagur 26. ágúst. 19.25 Hljómplötur: Tataralög. 20.50 Útvarp8hljómsveitin (þórarinn Guð- mundsson stjórnar) : a) Ballett phantastique eftir Ralf. b) Espana, vals eftir Waldteufel. 20.50 Minnisverð tfðindi (Axel Thor- steinsson). 21.10 Hljómplötur: a) Frá Italíu eftir Charpentier. b) Galdrasveinninn eftir Dukas. 21.30 „Landið okkar“. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína, ungfrú Þóra Helga Magnúsdóttir, Kárastíg 3 og Frið- björn Ingvar Björnsson, Ásvalla- götu 5. Ferðafélag íslands fer 2 skemmti- íerðir um nasstu helgi. Aðra ferðina inn í Kerlingarfjöll. Lagt af stað á laugardaginn kl. 2 og ekið austur yf- ir Bláfellsháls upp í Kerlingarfjöll og gist í sæluhúsinu. Á sunnudaginri gengið á fjöllin og skoðað hverasvæð ið. Komið heim á sunnudagskvöld. Hin ferðin er gönguför um Heið- mörk. Lagt 'af stað frá Lækjaftorgi kl. 10 á sunnudagkmorgun og ekið að Silungapolli, en gengið þaðan um mörkina og til Hafnarfjarðar. Frá Hafnarfirði ekið með áaetlunarbílum til Reykjavíkur. Farmiðar að Kerl- ingarfjallaförinni séu/ teknir fyrir kl. 6 á föstudag, en farmiðar að gönguförinni á Heiðmörk seldir á laugardaginn kl. 10 til 12 f. h. á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Tún- götu 5. , Lúðrasveitin Svanur leikur á Aust urvelli kl. 9 í kvöld ef veður leyfir. Stjórnandi: Árni Björnsson. Lýðræðisbyltfngin áítalíu Framh. af 3. síöu. 1942—3 og er nú á flótta undan rauða hernum í annað sinn á einu missiri. Og nú skríður Munchenklíkan fram úr skúmaskotum sínum, til þess að skara nú eld að sinni köku, hindra þjóðir Evrópu í að uppskera það frelsi, sem þær þrá, — hljóta ávöxtinn, sem þær svo sannarlega hafa til unnið með ótrúlegum þjáningum sín- um og glæsilegum hetjuskap. Það verður nú sem fyrr alveg sérstaklega verklýðshreyfing Bretlánds og örinur frelsisöfl þar í landi, sem allt veltur á. Það er von alls hins þjáða mann kyns að í þetta sinn takist brezku alþýðunni það, sem mis- tókst 1936—39. Brezka alþýðan sem þolað hefur ógnarárásir nazistanna, afleiðingar Munch- enstefnunnar, fer varla að láta / hina dulklæddu bandamenn fas- ismans ráða friðnum; sem fórn- frekt frelsisstríð fólksins skap- ar. NÝJA Blé Knattleikakappinn (Rise and Shine). LINDA DARNELL, JACK OAKIE, Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 5. Gimsteinaþjófarnir (Blue White and Perfect) Leynilögreglumynd með LLOYD NOLAN Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. f hiaría oy hug (Always In My Heart) Amerískur sjónleikur með söng og hljóðfæraslætti. KAY FRANCIS, WALTER HUSTON ogr söngmærin GLORIA WARREN, BORRAH MINEVITCH og mnnnhörpusveit hans, Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÁSKRIFTARSÍMI Þjóðviljans er 2184. Kosningarnar í Færeyjum Framhald af 1. síðu. Við þær kosningar fékk Thor- stein Petersen, frambjóðandi Fólkaflokksins 3452 atkvæði og var kosinn. Frambjóðandi, Sambandsfl. Johan Poulsen, fékk 2358 at- kvæði. Frambjóðandi Jafnaðarflokks ins fékk 1385. Sjálfstjórnarflokkurinn bauð hins vegar ekki fram við þessar kosningar. Eftir þenna kosningasigur Fólkaflokksins kallaði danski amtmaðurinn formenn færeysku stjórnmálaflokkanna á sinn fund og var þá ákveðið að láta fara fram nýjar kosningar til færeyska Lögþingsins 24. ágúst. — Hvað er að segja um stefnu mál hinna einstöku flokka? Sambandsflokkurinn er sá flokkurinn. sem alltaf hefur vilj- að sambandið við Dani óbreytt eins og það er nú, en að þessu sinni hefur hann tekið það í kosningastefnuskrá sína að semja við Dani að stríði loknu. Jafnaðarflokkurinn (social- démokratar) vill áframhaldandi samband við Dani og eins og Sambandsflokkurinn, að teknir séu upp samningar að stríðinu loknu. i Sjálfstjórnarflokkurinn, ervar upphaflega flokkur Patursonar, ftölsku heitiskipi sökkt Sprengjuflugvélar Banda- manna sökktu í gær ítölsku beitiskipi, er var að reyna að foröa sér frá höfn í Suður- ítalíu norður á bóginn. ■Er það fyrsta stóra ítalska. herskipið' sem vitað er til að látiö hafi úr höfn síðan inn- rásin á Sikiley hófst. í fregn frá Sviss segir að Þjóð'verjar flytji stöð'ugt liö til Ítalíu, og hafi þar víða mik- inn við búnað. hinnar kunnu sjálfstæðishetju Færeyinga, vill áframhaldandi samband við Dani og samninga að stríðinu loknu, svo stefnu- skrá þessara þriggja flokka er í öllum aðalatriðum hin sama. Gamli Sjálfstjórnarflokkurinn — Patursonarflokkurinn — klofnaði fyrir kosningarnar 1940. Nokkur hluti hans brást sjálfstæðismálinu og hélt hann nafni flokksins áfram. Hinn hlutinn, sem Paturson var forustumaður fyrir, stofnaði nýjan flokk sem var nefndur Fólkaflokkur. Vinnuflokkurinn, sem var rót tækur flokkur, átti þá 2 menn á þingi og gekk hann sem heild inn í Fólkaflokkinn fyrir kosn- ingarnar 1940. Fólkaflokkurinn er nokkurs konar þjóðfylking allra Færey- inga, sem vilja frelsi og sjálf- stæði Færeyja. Þar sameinast bæði verka- menn, fiskimenn, bændur og auð ugir útgerðarmenn um sjálf- stæðismál Færeyinga. — Hverjir eru helztu fram- bjóðendur Fólkaflokksins? — Frambjóðendur Fólka- flokksins í Suðurstreymoy eru Joannes Paturson, hinn al- kunni forustumaður í sjálfstæð- isbaráttu okkar Færeyinga, Thorstein Petersen bankastjóri og Ricard Long kennari og rit- stjóri tímaritsins „Varðin“. I Eysturoy: Poul Petersen lögfr. og Rasmus Rasmussen fiskimað ur. í Norðuroyum: J. F. Kjölbro stórkaupmaður og útgerðarmað- ur. í Vágoy: Sámal Ellefssen trésmíðameistari. í Sandoy: A. Sörensen bóndi. í Norður- streymoy: Hah% Guttesen skó- smiður. í Suðuroy: Pauli Dahl, yfirlæknir landspítalans í Þórs- höfn. — Hann er tengdasonur Patursonar. — Hvaða blað gefur Fólka- flokkurinn út? — Aðalblað hans er „Dagblað ið“ í Þórshöfn, en auk þess gef- ur hann út 2 önnur blöð. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Richard Wright: ELDUR OG SKÝ Hann drógst á fætur og sá rönd af stirndum himni. Er hann steig út úr bílnum fékk hann ákafan verk í höfuðið. Hann hafði legið svo lengi samanhnipraður að fæturnir voru orðnir dofnir, hann hreyfði þá fram og aftur til þess að fá blóðið til að renna á ný. Báðir handleggir hans voru keyrð- ir aftur á bak, einhver setti hnéð í mjóhrygginn á honum. Hann stóð á öndinni og féll síðan aftur á bak. „Hvert þykistu ætla?“ Hann brölti á hnén viðþolslaus aí kvölum. Hann snéri höfðinu til að sjá þann, er talaði. Hann kom auga á fjögur þrútin andlit, sem síðan hurfu. Hann féll enn aftur á bak, höfuð hans skall á jörðinni. Hann verkjaði í gagnaugun. „Stattu upp, negri! Horfðu fram fyrir þig og gakktu, helvízkur!“ „Jæja, negri! Áfram! Beint áfram!“ Hann drógst á fætur, staulaðist áfram, horfði niður fyr- ir sig. Kannske þeir ætli að skjóta mig? Hann hlustaði á mjúkt skóhljóðið í döggvotu grasinu. „Jæja negri!“ Hann staðnæmdist. Leit hægt upp og sá háan hvítan mann með fléttaða leðursvipu í héhdinni, sem hann sló mjúklega við fætur sér.. „Veiztu hvað þetta er, negri?“ Hann anzaði ek?ki. „Viltu ekki tala, ha? Þetta er til þess að kenna negrum!“ Það glampaði á svipuna í fölri stjörnubirtunni. Varir hans dofnuðu. Hann fann bragð af blóði. „Veiztu hvað þetta er? Eg er að spyrja þig aftur, negri?“ „Nosir“, hvíslaði hann. „Þetta er negrasvipa!“ Svipuólin skall á herðum hans. „Eg hef ekkert gert af mér, herra!“ * „Sei sei nei! Þú hefur ekkert gert Þú hefur aldrei gert nokkurn skapaðan hlut„ ekki satt?“ Hvítir menn stóðu nú allt í kringum hann. „Allt sem þú gerir er að makka við þá rauðu, ekki satt? Allt sem þú hefur gert er að smala saman negrum til að ógna hvítu fólki, ekki satt? Þegar við skiljum við þig 1 nótt hefurðu vonandi lært að haga þér eins og negra ber að gera! Svona! Farðu úr andskotans vestinu!“ Hann hreyfði sig ekki. Svipuólin vafðist um háls hon- um og skildi eftir hring af brennandi kvöl. „Viltu að ég berji af þér vestið?“ Hann fór úr vestinu og hélt á því. „Áfram! Farðu úr skyrtunni og nærskyrtunni!“ Hann afklæddi sig og beið skjálfandi. Næturkuldinn kældi hann. Aldrei fyrr hafði hann verið eins meðvitandi ,um bak sitt og nú, sérhver depill af svörtu skinni á baki hans var vaknaður. Einn hinna hvítu manna gekk spöl- korn frá þeim og staðnæmdist þar. „Færið hann hingað!“ „O. K.!“ Þeir hrintu honum á undan sér. „Krjúptu á kné, negri!“ Hann hreyfði sig ekki. Enn á ný voru hendur hans gripn- ar, hné sett í bakið á honum. Hann náði ekki andanum og féll í svalt, vott grasið. Hann þreifaði með fingrunum um bólgnar varirnar, þá var gripið um hendur hans og reynt ‘ að teygja þær utan um trjástofn. Hann gaf ekki eftir en streittist á móti reipinu, sem þeir voru með. „Slepptu!“ Hann varð magnlaus. Hann hallaði höfðinu að köldum trjábolnum. Reipið skarst inn í úlnliði hans. Þeir bundu fætur hans fast saman um öklana. Hann leit upp og sá þá umhverfis sig. „Jæja negri, hvað veiztu?“ „Ekkert, herra1'. „Þú ert prestur, ekki satt?“ „Yessir“. „Gott, láttu okkur heyra hvernig þú biðst fyrir!“ Hann mælti ekki orð, Svipuólin skall á beru baki lians, hvikk! Hann kipptist við og togaði í böndin, sem skárust -v Xfr-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.