Þjóðviljinn - 28.08.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.08.1943, Blaðsíða 1
7 \ 8. árgangur. Laugardagur 28. ágúst 1943. 191. tölublað. Þjóðviljinn kemor ekki vá á morgun vegna skemmtifar- ar starfsfólksins í Víkings- prenti. Næsta blað kemur út þriðjudaginn 31. þ. m. Fransha Hipelsisneíni uifl- æflsía slpn Frahha Víðmhznníngunní snfög vel fekíd í blöðutn Stjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og nokkurra ríkja annarra hafa yiðurkennt frönsku þjóðfrelsisnefndina sem æðstu stjórn Frakka, og vek- ur þessi akvörðun almenna ánægju meðal hinna frjálsu þjóða. JÞjóðfrelsisnefndin hefur nú aðsetur í Alsír og er de Gaulle forseti hennar og hefur æðstu völd í pólitísk- um málum. Giraud hershöfðingi er yfirfpringi alls hers frjálsra Frakka. Blöð í Bretlandi og Banda- ríkjunum taka mjög vel ákvörð uninni um viðurkenn. frönsku þjóðfrelsisnefndarinnar, og telja að viðurkenningin verði til þess að frjálsir Frakkar einbeiti nú öllum kröf tum sínum til baráttu við hlið Bandamanna gegn hin- um sameiginlegu óvinum. Times telur að viðurkenning- in sé yfirlýsing Bandamanna um að þeir vilji ekkert hafa saman að sælda við Vichymennina eða þá sem þeim standa nærri. Viðskiptasamningur milli íslands og Bandarfkjanna Sendiherra Bandaríkjanna hér Mr. Leland B. Morris og ut- anríkisráðherra Vilhjálmur Þór undirskrifuðu í gær samn- ing milli Bandaríkjanna og íslands um verzlun og viðskipti milli ríkjanna. - Samningurinn er í átján greinum og fylgja honum tveir list- ar, þar sem upptaldar eru þær vörutegundir, sem ríkin veita hvort öðru tollívilnanir á. Þetta er í fyrsta skipti, sem ísland gerir verzlunar- og við- skiptasamning við Bandaríkin. Samningaviðræður hófust haust- ið 1941 í Washington, er sendinefnd íslenzku ríkisstjórnarinnar, þeir Ásgeir Ásgeirsson, Björn Ólafsson og Vilhjálmur Þór, var þar. Samningnum varð eigi fulllokið áður en nefndin hvarf heim. Var síðan haldið áfram samningsviðræðum hér í Reykja- vík, þar til samkomulag náðist um einstök atriði nú fyrir skömmu. Tilgangur samningsins er tvennskonar: í fyrsta lagi að tryggja gagn- kvæmt jafnræði í öllum verzlun arviðskiptum, þar á meðal full- komið jafnrétti um allar verzl- unaraðferðir og greiðslur, og heita ríkin hvort öðrú ótakmörk uðum og skilyrðislausum beztu kjörum í öllum tollmálum. I öðru lagi að veita hvort öðru vissar ívilnanir á sérstökum vörutegundum. Samkvæmt samningnum hafa Bandaríkin lækkað innflutnings toll m. a. á eftirtöldum sjávaraf- urðum: Síldarlýsi úr 5 c. á gallon í 2% c. á gallon. Harðfiskur úr 2% c. á pund í 1V4 c á pund. Niðursuðuvörur úr fiskafurð- um þ. á m. reykt síldarflök, fiski bollur og gaffalbitar úr 15% verðtolli í 12%% verðtoll. Saltsíld úr 1 c. á pund nettó í Vz c. á pund nettó. Kaldreykt saltsíld og ferskreykt síld úr 25% verðtolli í 12V2% verðtoll. Grásleppuhrogn úr 30% verð- tolli í 15% verðtoll. Auk niðurfærslu á tollinum á síldarlýsi hefur innanlandsskatt ur á því verið lækkaður úr 3 cents á pund ofan í 1% cent á pund. Þá hefur og tollur á verkuðum feldum og loðskinnum (lamba- og sauðskinnum) verið lækkað- ur úr 15% verðtolli í 12%% verð toll. Fasistaleiðtoginn Grandi kominn til Lissabon Grandi greifi, einn af þekkt- ustu mönnum ítalskra fasista, er kominn til Lissabon, segir í svissneskri fregn. Grandi var lengi sendiherra Mússolinis í London. Ennfremur er það tryggt, að I þorskalýsi, síldarmjöl og fiski- mjöl skuli áfram meðan samn- ingurinn er í gildi njóta tollfrels is við innflutning til Bandaríkj- anna. Um flestar þessar vörur er það að segja, að hinir háu tollar hafa verulega háð útflutningi þeírra til Bandaríkjanna, en með lækk uninni mætti vænta, að opnist greiðari vegur fyrir þær á mark- að þar. Sérstaklega skal á það bent, að áður var engin leið að flytja síldarlýsi til Bandarikj- anna vegna hins háa tolls og skatts á því,- og hafa Bandaríkin ekki áður veitt neinu ríki lækk- un á tolli á þessari vöru. Að því er snertir tollaívilnan- ir veittar Bandaríkjunum ma geta þess, að verðtollur hefur verið lækkaður á nýjum eplum og perum (úr 30% í 10%), af rúsínum og sveskjum (úr 50% í 25%) og á skrifstofuvélum hef- ur bæði vöru- og verðtollur yer- ið lækkaður'um 50% (vörutoll- ur úr 7 aurum pr. kg. í 3V2 aur. pr. kg. og verðtollur úr 30% í 15%). Samningurinn öðlast gildi 30 dögum eftir að fullgildingar- skjölum hefur verið skipzt á í Washington og gildir fyrst um sinn til þriggja ára, en sé honum ekki sagt upp að því tímabili loknu, heldur hann áfram að vera í gildi, þar til annar hvor aðili segir honum upp með sex mánaða fyrirvara. Auk sendiherra og utanríkis- ráðherra voru þessir viðstaddir: Björn Ólafsson, fjármála- og viðskiptamálaráðherra, Mr. Car- los Warnes sendifulltrúi, og Agn ar Kl. Jónsson, deildarstjóri í utanríkismálaráðuneytinu. tpunw, íekup lll sfarfa i daa í dag tekur til starfa innlent vátryggingafélag, sem heitir Almennar Tryggingar h. f. Hlutafé þess er 1120 000,00 — eim milljón eitthundrað og tuttugu þúsund krónur. Framkvæmda- stjóri félagsins er Baldvin Einarsson, en skrifstofustjóri Hall- grímur Sveinsson, og hafa þeir báðir unnið við tryggingarstarf- semi hér á landi. Stjórn félagsins skipa: Carl Olsen ræðisma*- ' ur, Geir H. Zoega framkvæmdastjóri, Sigurður Jónsson for- stjóri Slippsins, Gunnar Guðjónsson skipamiðlari og Gunnar Einarsson forstjóri ísafoldarprentsmiðju. Varamaður er Pétur Guðmundsson. Félagið hefur tryggt sér bein og miliiliöalaus endur- tryggingarviðskipti við eitt af allra stærstu og elztu trygg- ingarfélögum Bretlands, og getiur því boðiö viðskiptavin- um sínum beztu kjör og full- komiö öryggi. Félagið mun taka að sér allar tryggingar, eftir því sem tök eru á, og væntir stuðn- ings og velvilja allra góðra. íslendinga. Eins og öllum íslendingum er kunnugt, starfa hér á landi allmörg tryggingarfélög, sem reka ýmist einstakar greinar trygginga eða alhliöa trygg- Islandsmeistararnir keppa við úrval úr Fram og K.R. Á morgun fer fram skemmti- legur og nýstárlegur knatt- spyrnukappleikur, þar sem hin- ir nýbökuðu Reykjavíkurmeist- arar og íslandsmeistarar — Valur, keppa við úrval úr K. R. og Fram. Má gera ráð fyrir að keppnin verði „spennandi" og fyrirfram ómögulegt að spá hvernig leikar fara. Úrvalsliðið er svona skipað: Magnús Kristj. F, Karl Guðna F, Guðbj. Jónsson KR, Högni F, Birgir KR, Sæmundur F, Þór- hallur F, Karl Torfason F, Hauk ur Antons F, Jón Jónsson KR, Hafliði Guðmundssoni Lið Vals mun verða lítið breytt frá því á íslandsmótinu. Leikurinn fer fram á íþrótta- vellinum og hefst kl. 5 e. h. Er ugglaust að knattspyrnuunnend ur láta ekki þennan leik fram hjá sér fara. 2. fl. landsmót í knattspyrnu hefst á sunnudaginn 29. ágúst kl. 9,30 árd. með leik milli K. H. og Vals. Síðan keppa Fram og Vfkingur. Konur- þær sem fara að Laugar- vatni á vegum mæðrastyrksnefndar, mæti í Þingholtsstræti 18, miðviku- daginn 1. september kl. 10,30 f. h. ingarstarfsemi. Þessi félög eru að öllu leyti erlend, að einu undanskildu, Sjóvátrygg- ngarfélagi íslands h. f. Þess- vegna var það að í byrjun máímánaöar þ. á., að nokki'h- menn hér i bæ komu saman og ræddu um hve nauðsyn- egt þaö væri að stofha hér * annað alíslenzkt vátrygging- arfélag. Var þetta talið heppilegt, eða nauðsynlegt, vegna þess ástands er nú ríkir. Mjög veigamikill þáttur í verzlunar- og viðskiptalífi þjóð anna eru tryggingarnar. ís- lendingar hafa alltof lengi skattlagt sjálfa sig og dregiö fé í erlendar fjárhirzlui', með því að láta fyrst allt og síð- an mestan hluta þessa fjár renna til erlendra félaga og stofnana. Þetta er mörgum ljóst, þótt ýmislegt hafi tafið framkvæmdir, enda hafa ís- lendingar haft í mörg horn að líta. I Stofnun þessa nýja aiís- lenzka tryggingarfélags er því veigamikill þáttur í baráttu þjóöarinnar fyrir aukinni vel- , gengni, sem öllum lands- mönnum verður til góðs. Rússar brjótast í gegn suður af Brjansk Rauði herinn hefur brot- ist í gegxium varnarlínur Þjóðverja suður af Brjansk og tekið 20 bæi, þar á með- al Síevsk, sem er 110 km. suður af Brjansk. Sókn rauða hersins á Karkoffvígstöðvunum held ur áfram og eru framsveitir Kússa komnar 160 km. vest ur af Karkoff. Á þessum vígstöðvum sóttu sovétherirnir víða fram 5—8 km. í gær og tók raarga bæi og þorp. Á Donetsvígstöðvunum nálgast rauði herinn járn- brautina Stalino-Kíeff.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.