Þjóðviljinn - 03.09.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.09.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. sept.. 11)43. ÞJÖJVILJÍNN HALLDÓR PÉTURSSON: Iial ii kiiaodi ^ðnpiis Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — S6*íalistaflokkurinn Ritatjórar: Einar Olgeirsson Sigfús Sigurhjartarson (áb.) Ritatjórn: Oarðastrœti 17 — Vfkingaprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstroeti 12 (I. hœð) ■ SSmi 2184. VCkingsprent h.f. Garðastrseti 17. i_______________________________ Samvinna Norður- landa eftir stríð Það er talað út úr hjarta ís- lendinga, jafnt sem Dana, það, sem Christmas Möller, leiðtogi frjálsra Dana, sagði í ræðu sinni er sagt var frá hér 1 blaðinu í gær: Norðurlönd eiga að hafa samvinnu eftir stríð og Noregur á að hafa forgöngu um það. Og þau eiga sameiginlega að ná sem beztri samvinnu við Sovétríkin og Stóra-Bretland. íslendingar eiga ekki að láta á sér standa að taka undir þessi orð. Ríkisstjórn og Alþingi þurfa að gera heiminum það ljóst nú þegar, að ísland vill hafa náið samstarf við Norðurlönd, af því einmitt sjálfstætt, íslenzkt lýð- veldi þarfnast slíkrar samvinnu og óskar eftir henni, þegar það nú í fyrsta sinn getur tekið þátt í henni sem jafningi hinna Norð urlandanna hvað ríkisréttarlega afstöðu snertir. Það hefur oft áður verið á það bent hér í þessu blaði að einmitt Noregur sé kjörinn til forust- unnar um slíka samvihnu. Það forustuhlutverk fellur Noregi 1 skaut, sakir þess hetjuskapar, sem norska þjóðin hefur sýnt 1 þessu stríði. Norðurlönd munu verða fátæk að auði eftir þetta stríð, éins og Evrópa öll. En þau verða rík að manndáð, fórnar- lund og vizku. Það er að koma sá tími að mat ið á hlutum breytist, að mann- gildið verður metið peningagild- inu æðra, að „móraH“ sá, sem kapitalisminn hefur skapað, verður að víkja fyrir siðgæðis- hugmyndum frjálsra manna. Af- staðan til Noregs er einn vottur- inn um þetta, „endurmat á öll- um gildurn." * íslendingar eiga það á hættu, ef þeir ekki gæta sín í utanrík- ismálum og afstöðu til annarra þjóða, að einangrast í úreltum hugmyndum og verða utan- veltu, þegar aðrar þjóðir taka upp samstarf um öryggi á sviði stjórnmála jafnt sem atvinnu- mála. Vér íslendingar verðum að' fara að verða athafnasamir í utanríkispólitík vorri. Og utan- ríkispólitík vor verður að vera sjálfstæð, víðsýn og hleypidóma laus. Höfuðverkefni utanríkismála- stefnu vorrar eru á tveim svið- um. í fyrsta lagi að afla landinu Jafnvel þeir, sem ekkert hafa séð af ógnum hins æfa- gamla og endurnýjaða auð- valdskappleiks, spyrja: hvaö er framundan? Þessi þráláta spurning leitar á jafnt og þétt, hvort sem fleiri eða færri mætast og svona mun það vera of veröld alla. Eng- an þarf aö undra þetta og ekki ætti alþýöunni sízt aö vera þetta hugstætt. Verður sama skipulag. áfram? Skyldu ógnir atvinnuleysisins hlakka yfir okkur? Ætli húsnæöisvof- an teygi fram helkalda fing- ur til okkar? Skyldi fata og matar örvæntingin leika gamla sjónleikinn? Kannske sjá þessir djöflar að sér og breyta eitthváð til? Rooseveit og Churchill vilja nú ábyggi- lega vel, minnsta kosti ber At lanzhafssáttmálinn það meö sér. Þannig er spurt og þvælt í ótal tóntegundum, með breyti legum vangaveltum sem er eðli nýsaddra manna, sem vilja losna við að hugsa. Þessar spurningar kunna að vera eðlilegar, en jafn- framt eru þær svo bamaleg- ar og spursmálslausar að ég tel mig knúinn til að fara um þær nokkrum orðum, án viðurkenningar sem sjálfstæðs lýðveldis og tryggja síðan með alþjóðlegum samningum frelsi þess og friðhelgi. í öðru lagi að tryggja efna- hagslega afkomu landsmanna með millþjóðasamningum um framleiðslumál. Það er engum efa bundið að upp úr þessari styrjöld verður gerð tilraun á heimsmælikvarða til þess að skipuleggja fram- leiðslu heýnsins með það fyrir augum að hindra kreppur. ís- lendingar eiga allra þjóða mest undir því að slík tilraun tækist, þar sem þeir verða fyrst og fremst að byggja þjóðarbúskap sinn á sjávarútveginum og sjáv- arútveginn á mörkuðum erlend- is. Hinar sameinuðu þjóðir eru nú þegar að hefjast handa um lausn þessara viðfangsefna. Þátt taka Islands á ráðstefnunni í Hot Springs var vísbending um að vér ætluðum að vera með. En það þarf að ganga að þessum málum með miklu meira fram- taki og dugnaði, en ekki hang- andi hendi. Samúðaryfirlýsing ríkisstjórn ar og Alþingis með Dönum og viðurkenning sú á frönsku þjóð- frelsisnefndinni eru spor í rétta átt- í alþjóðastjórnmálunum. En einnig þar þarf að herða róður- inn. Alþingi þg ríkisstjórn þurfa samhent að hraða aðgerðum í öllum þeim utanríkismálum, sem’ flýtt geta fyrir fullri viður- kenningu á lýðveldi hér og tryggingu fyrir sjálfstæði voru, þess þó að ég hafi mihnsta. neista af spádómsgáfu. Þaö skiptir engu máli hvort talað er i litlu eða stóru broti. Okkar litla þjóð lýtur alveg sömu lögmálum og hinar stæri'i. Við erum háðir sömu orsökum og afleiðingum. Þetta held ég að flestum sé nú aö verða ljóst. Það eru ekki nema örfá ár síðan aö feitir, ríkir • og fínir menn orguðu inn í eyrun á mér að það sem gerðist úti í löndum kæmi okkur ekkert við. „Hvern djöfulinn varöar okk- ur um Spán, Rússland, Kína eða. Ameríku? Við erum ís- lendingar og stöndum á eigin fótum og fornbókmenntum. Þú ert ættjaröarlaus, utan- garðshlaupahundur og Rússi. Sumir af þessum mönnum stikla enn um trássinn og segja fyrir verkum. Samt er það nú svo, aö það sem gerist á hinum fjarlægu ströndum að kveldi fyllir hug okkar aö morgni og stjómar athöfnum okkar. Þó aö við séum fáir, þá eigum viö þaö eins og ann að sameiginlegt með öðrum þjóðum að alþýða manna er í algeröum meirihluta. Allt þetta fólk á þaö eina takmark að breyta orku sinni í verö- mæti, sem skapa. því sem bezt lífsskilyrði. Er þaö ekki dálít- ið undarlegt að þetta fólk, sem alltaf er aö spyrja hvaö annað hvað sé framundan, skuli ekki athuga í samein- ingu aö það er ekkert fram- undan annaö en það sem það ræðm' yfir. Maðurinn er heili heimsins og ber ábyrgð á honum. Lífs- stai'f hvers eins er það eitt að gera sér sem mest úr heim- inum og við það vaxa báðir. Það þýðir því ekkert aö bollaleggja um það hvað taki við er hildarleiknum lýkur. Ef við gerum okkur ljóst hvaö við viljum og vinnum að því, þá kemur það auðvitað. Og hverju ættum við að keppa að öðru en betri lífsskilyi'ðúm og bjartari framtíð? En ef viö höldum upptekn- um hætti þá kemur aðgerðar- leysið, hik og svik í höfuð vor. Kannske verða fonnin eitthvað slípuö og límd á þau ný slagorö, en undir sömu þj óö 1'élagsháttum hlýt- ur að reka á sama boöann og vér steytum nú. Höfuö- synd okkar er sú að við van- rækjum að kynna okkur fé- lagsmál og byggingu þjóðfé- lagsins. Þaö eru furðulegar staðreyndir að tala við fjölda greindra og góöra manna sem aldrei hafa hugsaö um slíkt af neinni alvöru. Þetta er því undai'legra, þar sem félagsmál eru mjög heillandi og þó að öllum fynd ist þaö ekki, þá hvað? Hlutir, sem standa í vegi fyrir fram- þróun okkar, veröa að gerast. Hér ræður miklu um þáð lyga- og blekkingarnet sem félagsmálin eru færð í. En góði maður sem settur ert í poka, þú verður auðvitáð aö sprengja hann utan af þér. Lesið „Ríki og bylting“ og vitið hvort ykkur finnst hún þungskilin. Hvaö varöar okkur um þáð þjóðfélag sem við búum í? Á byggingu þess velta allir okk- ar möguleikar til lífs og þroska. Þjóðfélagið er ekkert annað en stórt hús sem við búum í. Sé þaö illa byggt og vitlaust innréttað og því ver úthlutað, hlýtur þorri manna skipbi'ot vona sinna. En sé það aftur á móti byggt upp með þörf alþýðu fyrir augum og stjórnaö samkvæmt því, þá vegnar okkur vel og hver einstaklingur getur notið sín. Viö megum fyrir alla muni ekki lifa lengur í þeiri’i blindni, aö bygging þjóðfélags ins komi okkur ekki viö. í skjóli þessa sinnuleysis hrifsa auðvaldsklíkurnar allt í sínar hendur. Mönnum ætti að vera ljóst af smærri dæm- um, að þeir, sem ekki viija hugsa eða vera þátttakendur, þurfa einskis aö vænta nema ills. Ætli þaö væri ekki réttast fyrir bóndann, sem ætlar áð koma upp kynbótabúi, að fá einhvem sem aldrei hefði séð kind fyiT, til að velja hrút- ana og æmar. Svo væri afdalabóndinn fenginn fyrir 1. vélstjóra á einhvern „Fossinn“ o. s. frv. Sem betur fer varðar okk- ur um mörg hin smærri at- riði. Við viljum t. d. gi'and- skoöa ibúð sem við flyojum í til fári'a mánaða. Svo erurn við kannske neydd til að flytja í hana, þó að hún sé algjöi’lega óhæf til íbúöar, en þá er bara hætt að rannsaka hvers vegna viö veröum að sætta okkur við þetta, Fólkiö bara norpir þarna, sýður í sinni kastai'holu og býr til böm upp á kraft. En hvei'ju eigum við að svara böi’num okkar þegar þau eyðilögð á sál og líkama spyrja: Því létuð þið okkur fæöast 1 þess- um kjallara og alast upp í svona umhverfi? Ef við gerðum okkur það Ijóst af hverju við búum í svona íbúöum, þá myndi margt verða öðru vísi. Hvern- ig getum við vænzt þess að þjóðfélag örfárra eigenda og snikjudýra byggt á ofbeldi og auðgi’æðgi, henti almenningi- meö tvær hendur tóma,’. Okk- ur verður að skiljast áð við veiöum að vera virkit- þátt- takendur 1 stjórn þjóðfélags- ins. Við eigum enga afsökun lili? fyrir okkur né börn okkar fyrr en við snúum okkur að þessu og stofnum til þjóðfé- lags utan happdrættis. Þegar við gegnumlýsxim byggingu húss gamla þjóðfé- lagsins, þá verður það strax ljóst, að hún getur ekki stað- izt ef öll mennska á ekki að þuirkast út. Jafnvel hárösvír- aðir íhaldsmenn veröa að játa að hagkerfi okkar sé mikils ábótavant. Hvaö ætti líka að vera því til fyrirstöðu að byggja nýtt hagkerfi, nýja þjóðfélagsgrind með nýtízku innréttiní j. Sé alþýða manna sannfæi'ö um að þetta þurfi aö gerast er það jafn sjálfsagt og flytja Úr kjallaraholu í sólai'her- bergi. Óvinir mannkynsins hamast sífellt á því að slíkt geti ekki gerzt nema með blóðbaði. Þetta er aðeins sér- leyfislýgi. Þeim fórst líka að tala um aö spara blóð, sem hafa lagt blóöslóð um gjöx- valla jörðina. En hitt er annað mál, ef einhverjir slíkir menn vildu með valdi hindra slíka bygg- ingu, þá mættu þeir þefa af sinni eigin framleiðslu. Það er alveg ljóst, áð þær hörmungar, sem nú eru að tröllsliga mannkynið, eiga rót sína í hagskipulaginu. Þetta hagskipulag verður því að leggjast í rúst. Margir, og jafnvel menn sem vilja vel, vilja ekki fallast á þetta. Þeir vilja ennþá í’eyna stoðir og styttur aö gömlum óvana. Þetta er sorglegur misskiln- ingur. Kerfið er byggt upp með ofbeldi og til að stjórn- ast með ofbeldi af örfáum mönnum. Um þaö liggja. ótal leyniþræöir sem peninga- mennirnir stjórna eftir hvers- konar stjórn sem situr við völd. Þeir sem eiga jörðina og fi’amleiöslutækin stjórna stjórninni hver sem hún er. Þenna augljósa sannleika er svo bágt* að hamra irm í höfuð manna. Þáð er enginn aö lasta frið samlega þróun, en hún verð- ur bara að eiga skilyrði Menn benda á Dani og Svía. Á hve mörgum klukkustund- um var þróunin í Danmörku lögð 1 rústir og breytt í þræl- dóm. Mér kæmi ekki á óvart að Danir óg Svíar heimtuðu, að þessu stríði loknu, sterkai’i rámma utan um þróunina og þaö yrðu færri páfagauk- arnir sem bara jórtruðu þró- un, þróun án þess að skilja nokkuö. Meðan auðvaldsklík- urnar sitja með allt á hönd- um, er ekkert öryggi til fyrir almenning. Skilgreining á góðum og vondum mönnum, Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.