Þjóðviljinn - 15.09.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.09.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, Austurbæjarskólanum sími 5030. Næturvörður í Laugavegsapóteki. Sigríður Bjarnadóttir, Karlagötu 15 á 75 ára afmæli í dag. Leiðinleg mistök. Þau mistök urðu í blaðinu í gær, að með minningar- grein um Olgeir Júlíusson var sett mynd af öðrum manni. Ritstjómin harmar þessi mistök og biður afsök- unar á þeim. M ðvikudagur 15. september. 20 30 Útvarpssagan: „Liljur vallar- ins“. Saga frá Tahiti, XI (Karl ísfeld, blaðamaður). 21.00 Hljómplötur: Lög leikin á gít- ar. 21.10 Erindi: Sikiley og Ítalía (Ein- ar Magnússon menntaskóla- kennari). 21.35 Hljómplötur: íslenzkir ein- söngvarar og kórar. Vínnan Framli. af 1. síðu. grein: Hlutverk verkalýösins er virðulegt, en vanmetið. Maria J. Knudsen skrifar um Konurnar og stéttasamtökin. Sigurður Ólafsson skrifar um sjómannaverkfalliö í Reykja- vík 1916. Hallbjörn Halldórs son skrifar um Alþjóðasöng jafnaðarmanna og þýöingar á honum og Magnús Ásgeirs- son skrifar stutta athuga semd. • Þá er 1 heftinu skrá yfir kaup nokkurra starfsstétta í september. Ýmsar fleiri greinar eru í heftinu. Er heftiö hiö' prýöi- legasta að öllum frágangi. Vinnan er það tímarit, sem enginn verkamaður má láta sig vanta. Þaö er málgagn fjölmennustu og sterkustu fjöldasamtakanna í landinu, m NÝJA míé Frá liðnufn árum (Remember The Day) Claudette Colbert John Payne. Sýnd kl. 7 og 9. Sýning kl. 5: BÓFAFORINGI og BARNFÓSTRA (Butch minds the Baby). VIRGINIA BRUCE DICK FORAN BROD CRAWFORD. TIAKNABBÍé Flagkappar (Captains of the Clouds) Amerískur sjónleikur 1 eðli- legum litum, tileinkaður kanadíska flugliðinu. James Cagney Dennis Morgan Brenda Marsháll Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðasala hefst kl 11 AUGLYSIÐ í ÞJÓÐVIUANUM Hugheílar þakkír fyrir ajla þá vinsemd er mér var sýnd á 60 ára afmæli mínu 7. sept. síðastliðinn. Valhöll, 8. sept. 1943. Jón Guðmundsson. ...... Átökin uni viðurkenningu irönsku þjóðfrelsisnefndarinnar Alimargar þjóðir, þar á meðal forustuþjóöii- Banda manna, liafa nú viðurkennt frönsku þjóðfrelsisnefndina. íslenzka ríkisstjórnin er ein meðal hinna fyrstu ríkisstjórna til aö viðurkenna liana. En það hefur ekki gengið átakalaust úti i heimi að fá þessa viðurkenningu fram. Þvert á móti hafa auðsjáanlega verið allhörð átök bak við tjöldin um viður kenninguna, milli Sovétríkja nna, og annarra eindreginna frelsisunnandi afla, annars vegar og afturhaldsins í Banda ríkjunum og Bretlandi hinsvegar, en þaö hefur eins og kunnugt er sérstaklega mikil áhrif í utanríkismálaráðuneytum þessara landa. ÞjóOviljinn 8 síður Fjársöfnunin fyrir stækkun Þjóðviljans er nú komin í gang um allt land. Enn hafa þó ekki nægilega margir tekið söfn- unarlista og önnur söfnunargögn. Þeir þurfa strax að snúa sér til skrifstofu söfnunarinnar á Skóla- vörðustíg 19, eða til trúnaðarmanna söfntmarinn- ar úti um land. í dag er FYRSTI SKILADAGUR t fjársöfnunarinnar í Reykjavík. Eru allir beðnir að skila í fyrsta sinn af söfnunarlistum sínum. Skrifstofan er opin kl. Iö—12 og 1—7. HERÐIÐ SÖFNUNINA FYRIR STÆKKUN ÞJÓÐVILJANS! Þjóðviljlnn 8 síður! SÖFNUNARNEFNDIN. Sovétstjórnin var reiðubú- in til þess að viðurkenna frönsku þjóðírelsisnefndina fyrir tveim mánuðum síöan. í tvo mánuði reyndi Sovét stjórnin að fá að senda dip- lomatiska fúlltrúa til þjóð frelsisneíndarinnar í Algier, en tókst það ekki vegna af- stöðu ensku og amerísku rík- isstjórnanna, sem munu haía neitað slíkum fulltrúum um vegabréísáritun. Þessar eftirtektarverðu upp- lýsingar koma fram 1 tíma ritinu „Stríöiö og verkalýð- urinn“, sem út kemur 1 Moskva. Er samtímis bent á þaö í greininni um þetta mál áö vaxandi tilhneiging hafi verió hjá brezku stjórn inni aö semja sig aö viljá Bandaríkjastjórnar í þessu máli. En vitað er, að Banda- ríkjastjórn hefur veriö mjög mikið á móti hreyfingu de Gaulle og frjálsra Frakka og er í rauninni enn, þó aö ame ríska afturhaldið hafi nú ,að lokum beöiö ósigur í þessu máli og Bandaríkjastjórn orö- ið aö láta undan kröfum frjálslyndra afla í heiminum í þessu máli. 99 Richard Wright: ELDUR OG SKÝ og þegar eldgos brýzt fram djúpt neðan úr iðrum jarðar- innar. „Hagaðu þér ekki eins og flón, sonur! Kastaðu ekki frá þér lífinu! Við fáum engu áorkað einir.“ ,,En þeir fara þannig með okkur, svo lengi sem við líð- um það!“ Hann varð að gera Jimmy þetta skiljanlegt, honum fannst sem hann myndi á þann hátt, með því að tala við Jimmy, einnig skilja það betur sjálfur. „Við verðum að hafa samband við fólkið, sonur. Við höf- um of lengi reynt að framkvæma hlutina upp á eigin spýt- ur. Þegar okkur svo hefur mistekizt hefur lent í hörðu milli okkar og hvíta fólksins og þá drepur það okkur eins og flugur, sonur! Það er fólkið sem gildir, sonur! Við erum annars of einangraðir! Við töpum alltaf þegar við erum ein- ir Við verðum að hafa fólkið með okkur...“ „Þeir rauðu höfðu rétt fyrir sér“, sagði Jimmy. „Eg veit það ekki,“ sagði Taylor. „En láttu ekkert skilja þig frá'þínu fólki. Jafnvel þeir rauðu fá engu áorkað, ef þeir glata sambandinu við fólkið. .. .“ Hann þjáðist meðan hann talaði og hann talaði eins og hann vildi deyfa þján- inguna. ,Manstu það sem ég kenndi þér?“ Það varð þögn, síðan svaraði Jimmy hægt: „Þú átt við það að gera guð svo mikinn þátt í lífi þmu að þú gleymir honum aldrei, hvað sem þú gerir?“ ,,Já, en það er annað núna, sonur. Það er fólkið! Það er fólkið, sem við raegum aldrei gleyma! Guð er með fólkinu! Fólkið verður að standa okkur jafnnærri og guð! Við get- um ekkert gert fyrir ökkur né fólkið, ef við erum einangr- aðir. Eg hef haft rangt fyrir mér um marga hluti, sem ég hef sagt þér, sonur. Eg sagði þér það vegna þess að ég hélt að ég hefði á réttu að standa. Eg sagði þér að leggja hart að þér og komast til áhrifa. Eg sagði þér að þá myndi fólk- ið taka mark á orðum þínum. En það er ekki rétt, sonur! Allt viljamagnið, krafturinn, valdið, fjöldinn, er hjá fólk- inu! Þú getur ekki lifað einangraður! Þegar þeir börðu mig í nótt, þá voru þeir að berja mig... . Eg gat ekkert gert annað en legið þar og hatað, beðið og grátið. . . . Eg gat ekki þreifað á fplki mínu, ég gat ekki séð fólk mitt, ég gat ekki heyrt til fólks míns.... Eg gat aðeins fundið svipu- höggin, sem mörðu blóð mitt. . Hann "gerði sér í hugarlund í myrkrinu að hann sæi svip Jimmys eins og hann hafði séð hann þúsund sinn- um áður: ákafan með starandi augum, að breyta orðunum í myndir, í líf. Hann vonaði að Jimmy væri að því nú. „Eg mun alltaf hata þessa óþokka! „Eg mun alltaf hata þá!“ „Það eru einnig aðrar leiðir, sonur“. „Þú ert veikur, pabbi... „Við erum allir veikir sonur. Við verðum að hugsa um fólkið daga og nætur, hugsa um það unz við höfum gleymt hinum smásmugulegu áhyggjum okkar sjálfra.... Fólkið líður einmitt hið sama og ég leið* í nótt þegar þeir börðu mig. Við verðum að hafa fólkið með okkur.“ • Jimmy var þögull. Það var barið mjúklega á dyrnar. XI. „Dan!“ „Þetta er mamma“, sagði Jimmy. Taylor heyrði Jimmy rísa á fætur og greip hönd hans. „Góði pabbi! Lofaðu henni að koma inn og hjúkra þér!“ „Nei“. „Dan!“ Jimmy sleit sig af honum. Hann heyrði að lyklinum var snúið í skránni og hurðin laukst upp. „Dan! I guðs bænum segðu mér hvað er um að vera?“ Jimmy kveikti ljós. Taylor lá og horfði með ofbirtu í augunum framan í spyrjandi andlit May. Hann blygðað- ist sín á ný, vissi að hann þurfti þess ekki, en gerði það samt. Hann sneri sér við og huldi andlitið í höndum sér. „Dan!“ Hún kom hlaupandi og kraup niður við rúmið. „Þeir ætluðu að drepa hann, mamma! Þeir börðu hann!“ sagði Jimmy. „Eg átti von á því að hvíta fólkið myndi gera eitthavð slíkt! Eg vissi það“, snökkti May. Taylor settist upp. „Vertu kyrr! Leggstu niður!“ sagði May. iii4 ih ui iii ii iMiiiiiiiiMiiiiiiin 11111111 nnii 11 iniiiiiitiiiiiiuiniuniiii 1111 iiiiiiiiiiimii ii III1IIIIIIII1IMII1IHIIIIIIIIIUHIUIIIIIIII 1111111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.