Þjóðviljinn - 19.09.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.09.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Sunnudagur 19. sept. 1943. 209. tölublað. Sósíalistafélag Ueykjavikur helðvr fund n.k. þriðjudag að SkólarörCa- stíg 19. Þar verður rætt um stækkun Þjóð- viljans, vetrarstarfið viðhorfið í landsmálum o. fl. Fundurinn verður nánar auglýstwr síðar. Pavlograd, 60 km. frá Dnépropetrovsk á valdiRússa Rauði herinn hefur tekið bæinn Romodan, 100 km. iiorðvestur af Poltava, á járnbrautinni Poltava—Kieff, ag rofið þá járnbraut einnig nokkru austar. Bærinn Mirg-orod féll einnig Rússum í hendur í gær, eftir harða bardaga. Sunnar og austar á vígstöðvunum tók rauði her- inn járnbrautarborgina Pavlograd, en sú borg er 60 km. austur af iðnaðarborginni miklu Dnépropetrovsk, á járnbrautinni Karkoff—Saporossi—Krím. Á Brjansksvæðinu sækir rauði herinn til vesturs og norðvesturs, og tók í gær bæinn Súkovka, á járn- brautinni Brjansk—Roslavl. Þjóðverjar skýröu í gær frá áköfum rigningum á suður vígstöövunum, og væri farið að draga úr hernaðaraðgerö um þar aí' þeim ástæöum. Önnur fregn, sem einnig er komin frá þýzku yfirher- stjórninni, er líkleg að veki talsverða athygli. Það er til- kynntng um látlausa bardaga er staðið hafi dögum saman suður af Ladogavatni, og hafi rauði herinn gert þar harðar árásir með öflugu liði. Sé fregn þessi rétt, gæti hér verið um aö ræða nýja sókn sovétherjanna á norður vígstöðvunum, en eins og kunnugt er nær yfirráðasvæöi þýzka hersins allt austur und ir Leningradhéraðið. í tilkynningu um töku Brjansk segir að Þjóðverjar hafi haft þar til varnar 95., 110., 134., 299. og 707. fót- gönguliðsherfylkin þýzku, og hafi þau beðiö gífurlegt Þrengir að Japönum á Nýjo Gíneu Ástralskar hersveitir tóku í gær bæinn Lae á norður- strönd Nýju Gíneu, og er 20 þúsund manna japanskt lið innikróaff milli þess bæjar og Salamaua sem Bandamanna- her tók fyrir nokkrum* dög~ um. Missir þessara bæja gerir japanska setuliðinu vestar á ströndinni mjög örðugt fyrir, ig veikir vörn þeirra í Raba;«i á Nýja Bretlandi, sem er ein aðalbækistöð Japana á Suð vestur Kyrrahafssvæðinu. manntjón og hergagna í bar dögunum um borgina. ítalskir sendiherrar viðurkenna aðeins Badoglíostjórnina Sendiherrar Itala í Finn- landi, Svíþjóð, Spáni, Portúgal og fleiri löndum hafa neitað að viðurkenna nokkra aðra ítalska stjórn en stjóm Bado- glios. Þíng B.S.R.B. Þriðia þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var sett í gær. Formaður bandalagsins, Sigurður Thorlacíus skóla stjóri, skipaði kjörbréfanefnd og aö störfum hennar loknum voru kosnir forsetar þingsins og voru þessir kjörnir: Helgi Hallgrímsson, Steindór Björns son og Ágúst Jósefsson. 52 ^fulltrúar eru mættir á þinginu og er von á þrem í viðbót. ðnþín$íð íðnþingið hélt áfram í gær. Var flutt skýrsla sambands stjórnar og lagðir fram reikn ingar fyrir 2 s. 1. ár. Kosin var 5 manna nefnd til þess að ræða við fjárveit inganefnd Alþingis um iðnað armál. 47 félög eru nú í samband nu með' á 3. þús. meðlima. Reykvisk alþýða! Söfnunin fyrir stækkun Þjóð viljans er nú í fullum gangi. Enn einu sini heitir Sósíal- istaflokkurinn á stuðning þinn reykvísk alþýða. Sósíal— istaflokkurin er þinn flokkur. Þjóðviljinn er þitt blað. Stækkun Þjóðviljans í 8 síð ur er þýðingarmesta verkefn- ið nú í baráttunni gegn Hrif 1- ungastefnunni og klíkuvaldi borgar af lokkanna. Það er á þínu valdi hvenær þetta tekst! Því bí tur sem þú vinnur, því ötullegar sem þú safnar því fyrr verður takmarkinu náð! Þjóðviljinn 8 síður! Þýzki herinn á Salernovig- stdðvunum hdrf ar til norðurs Bandamenn undírbúa sfórsókn Allir herir Bandamanha á meginlandi í talíu hafa nú traust samband sín á milli, og hafa frumkvæði að öllum hernaðarað- gerðum. Fréttaritarar í liði Bandamanna segja að 5. og 8. herinn iiafi enn ekki hafið stórsókn, en séu að undirbúa hana. Þjóð- verjar hörfuðu í fyrrinótt með meginher sinn frá suðurhluta Sai- ernosvæðisins 'í átt til Napoli. Er gert ráð fyrir að þýzki herinn reyni að koma sér upp öflugum varnarstöðvum suö • ur af Napoli, og muni Þjóð- verjar flytja þangað megin- hluta þess hers, sem þeir geta náð til með skömmum fyrirvara. Mússolíni talaöi í þýzka út varpið í gærkvöld, og var mik ill hluti ræðunnar skammir um þá er hefðu látið hann sæta illri meðferð í fangelsisvist inni. Hann réðst harðlega á ítalíukóng og Badoglio og birti stefnuskrá í fjórum lið- um: 1. ítalía haldi áfram stríð- inu sem samherji Þýzkalands og Japans. 2. ítalski herinn og fasista liðssv°itir verða endurskipu- lagð :. 3. Svikurum og hjálpar mönnum Bandamanna úfc • rýmt. , \ ¦ 4. Endi bundinn á „auð- veldiö". Mússolini sagðist hér eftir berjast fyrir „fasistalýðveldi", þar sem kóngurinn hafi brugðizt fasismanum! FFisiii yill«i millji ai ilo»iii BÆNDUR OG NEYTENDUR EIGA AÐ SEMJA UM VERÐ Á MJÓLK OG KJÖTI. — NEYTENDUR EIGA AD ANNAST DREIFINGU OG VINNSLU. — MJÓLK- URSTÖDIN í HENDUR REYKJAVIKURBÆJAR Sex manna nefndin ákvað að bændur skyldu fá 1,23 kr. fyrir hvern mjólkurlíter. Þrjátíu aurar er það allra hæsta, sem til mála getur komið að borga í dreifingar- og vinnslukostnað, og ætti útsöluverð án framlags úr ríkissjóði, því í allra mesta lagi að vera um 1.53 kr. Þetta verð ákváðu Framsóknarmenn í mjólkurverðlags- nefnd 17 aurum hærra, eða 1.70, en þessir 17 aurar á hvern mjólk- urlíter þýðir fyrir Reykvíkinga, ef mjólkurneyzla þeirra er um 6 milljónir lítrar á ári, rúmlega 1 milljón króna. Alþýðuflokksmaðurinn Guðmundur R. Oddsson og Sjálf- stæðisfl.maðurinn í mjólkurverðlagsnefnd, með honum, vildu ákveða verðið 1,62 eða 9 aurum hærra en hæst gat komið til málá, en það þýðir fyrir bæjarbúa rúmlega hálf milljón krónur. Ágreiningurinn innan hinnar virðulegu mjólkurverðlagsnefnd- ar var um það, hvort ætti að ræna af Reykvíkingum hálfri eða heilli milljón króna á mjólkursölunni, á ári. 1 Þegar þessara staðreynda er gætt, verður skiljanlegt hvílíkt ofurkapp Alþýðublaðið hefur lagt á að fleipra um þetta mál aftúr á bak og áíram, með það fyrir ' augum, að geta ráðist á gerðir sex manna nefndarinnar, en sýknað mjólkurverðlags- nefnd. Enn á ný þarf blaðið að taka upp baráttu fyrir misgerð- ir húsaleigu- og mjólkurverðlags nefndarmanns síns, Guðmundar R. Oddssonar. Þessi maður hefur lagt til í mjólkurverðlagsnefnd, að verðið á hverjum mjólkurlít er yrði 9 aurum hærra en hæst gat komið til mála samkvæmt samkomulaginu í sex manna nefndinni. Alþýðublaðið hefur í greinum sínum um þetta mál viljað halda sig við að mjólkurverðið hér í Reykjavík hafi verið 1.40 í vetur, þó allir viti að það var raunveru lega 1.75, en ríkisstjórnin borg- aði verðið niður í 1.40. En Al- þýðublaðinu til geðs skal nú reiknað með 1.40 kr, sem hinu raunverulega verði, og gengið út frá að ríkissjóður borgi 35 aura með hverjum líter. Þá lítur dæmið þannig út: Samkvæmt tillögum Fram- sóknarmanna í mjólkurverðlags nefnd, yrði verðið 1,70 að frá- dregnum 35 aurum, eða 1,35. Samkvæmt tillögu Guðmundar R. Oddssonar 1,62 að frádregn- um 35 aurum eða 1,27. En sam- kvæmt samkomulagi sex manna nefndarinnar ætti það í allra hæzta lagi að vera 1,53 að frá- dregnum 35 aurum, eða 1,18 kr. Allt ber þetta að einum og sama brunni, það er nauðsynlegt að svipta hinar pólitísku nefnd- ir valdinu yfir verðlagningu mjólkur og kjöts. Fulítrúar bænda og neytenda eiga að semja um verðið, sem bændur fá, og neyteridur sjálfir, þ. e. samtök þeirra, og að ann- ast dreifingu og nauðsynlega vinnslu. Fyrir þessari stefnu berjast þingmenn sósíalista. Mjólkurstöðin á að komast í hendur Reykjavíkurbæjar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.