Þjóðviljinn - 19.09.1943, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.09.1943, Síða 4
þJÓÐVILJINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, Austurbæjarskólanum sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkurapó- teki. SUNNUDAGUR 19. SEPT. 11.00 Morguntónleikar 19.25 Hljómplötur: Etudes op. 10 eftir Chopin. 20.20 Einleikur á fiðlu (Þorvaldur Stein- grímsson) : Ballade og Polonaise eftir Vieuxtemps. 20.35 Erindi: Heimilið, konan og þjóð- félagið IV. (Rannveig Kristjáns- dóttir). 21.00 Hljómplötur: Norðurlandasöngvar- ar. 21.15 Upplestur (Anna Guðmundsdóttir leikkona). 21.35 Hljómplötur: Svíta Kristjáns kon- ungs eftir Sibelius. MÁNUDAGUR 20. SEPT. 20.30 Þýtt og endursagt (Jón Þórarinss.). 20.50 Hljómplötur: Sönglög eftir Carl Nilsen. * 21.00 Um daginn og veginn (Vilhjálmur S. Vijhjálmsson blaðamaður). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Ensk alþýðu- lög. Einsöngur (Sigurður P. Jónsson frá Sauðárkróki (bassi) VIÐSKIPTARÁÐIÐ Framh. af 2. síðu. ina til skítverkanna. Og þa'ó væri synd aö segja, aö ekki væri nóg af notanlegum verk færum í verkfærakistu ríkis^ valdsins. Hvernig á því stóö aö verö- lagsstjóri varö fyrir valinu til áö koma kauplækkuninr— fram, er mér ekki vel ljóst, livort hann hefur verið álit inn svo fákunnandi í þeim lögum, sem hann átti að starfa samkvæmt, eöa hann hefur verið álitinn nógu sam- vizkuliðugur til aö fara í kringum þau. En hvort sem hefur verið álitiö, er óhætt að slá því föstu, að verölags. stjóri er hér aðeins sem verk- færi í hendi þeirra stjórnar valda, sem álíta, að nota beri öll lög gegn launastéttunum hvernig sem þau hljóða. Nú er það engum betur ljóst en verðlagsstjóra sjálf- um út á hve hálan ís hann er kominn. Og ef hann hyggst að komast nokkurn veginn skammlaust út af honum aftur, vil ég í fullri vinsemd ráöa honum til að beita m'eir sinni eigin dóm- greind heldur en hann hefur hingað til gert, — sérstaklega í' þessu máli, — og láta kaup lækkunai-postulana eina um, að skíta sig út á sínum á hugamálum. En gangur þessa máls gefur verklýðssamtökunum alveg sérstaka ástæöu til að vera vel á verði um hagsmuna- mái launastéttanna, og vera reiöubúin á hverjum tíma ti/ •að beita róttækum ráðstöf unum gegn árásum ríkisvalds atvinnurekendanrxa. . Guðjón Benediktsson. NÝJA Blé Fjandtnenn þjódfólagsins (Men of Texas). Söguleg stórmynd. ROBERT STACK, JACKIE COOPER, ANNE GWYNNE, LEO CARRILLO. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðasala hefst kl. 11 f. hád. ► TJAKNARBSé Bféííd (The Letter). Áhrifamikil amerísk mynd eftir sögu W. Somerset Maugham’s. BETTE DAVIS, HERBERT MARSHALL, JAMES STEPESON. Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðasala hefst kl. 11 f. h. Bönnuð fyrir börn innan 12 ára. I ÁsKriftarsími Þjððviljans er 2184 Ráðstafanir til kaupa á ýmsum eign- um setuliðsins Haraldur Guðmundsson alþingismaöur hefur gert svo- hljóðandi fyrirspum til utanr íkisráðherra, um eignakaup af setuliðinu hér: „Hefur ríkisstjórn gert nokkrar ráðstafanir til þess að tryggja, að almenningur og innlendar stofnanir eigi þess kost að kaupa án álagn- ingar efnivömr, verkfæri, vél- ar og annað það af eignum setuliðsins hér, sem hag- kvæmt er að kaupa og eigi verður flutt burt, þegar setu- liðið hverfur héðan?“ Á þingfundi s. 1. föstudag svaraöi utanríkisráðherra fyr- irspurninni þannig: „Ríkisstjórnin bar fyrir all- löngu síðan þá ósk fram við herstjórnina að ef til þess kæmi, aö hernaöaryfirvöldin selji eitt eöa annaö af efni- vörum, áhöldum eöa húsum, þá yröi slík sala gerö ein- göngu fyrir milligöngu ríkis stjórnarinnar eöa umboðs, sem hún tilnefndi. Var þess- um tilmælum strax vel tekiö og var formlega fallizt á þetta og staöfest meö bréfa skriftum um miðjan ágúst s. 1. Þessi ósk ríkisstjórnarinnar var fyrst og fremst frambor- in, til þess aö tryggja þaö, ef til sölu kæmi, aö þáð sem selt væri kæmi þeim til góða, sem þörf heföu fyrir og án þess aö verzlunarálagning þyrfti áö koma til. Ætti meö þessu fyrirkomulagi áö veröa komið í veg fyrir brask. Ríkisstjórnin hefur fyrir nokkrum dögum skiþaö þriggja manna nefnd til þess aö hafa meö höndum milli göngu þessara mála, þegar. til kemur. 1 nefndinni eru: Sveinbjörn Frímannsson, viö- skiptaráösf ormaö ur, formaö ur nefndarinnar, Höröur Bjarnason, arkitekt, Pálmi Einarsson, ráðunautur. Jafnframt hefur þessari sömu nefnd verið faliö að vera leiöbeinandi um aðgjöröir vegna landspjalla sem oröiö j hafa vegna bygginga herbúða skála eða annarra hernaðar- aðgeröa, svo og um önnur mál þessu skyld. Er það von ríkisstjórnarinn ar aö þessar áógjöröir leiði til þess aö treysta enn frekar góö viðskipti herstjórnarinn ar viö íslendinga“. Siðasta tækifæri að ná i „Öiavsðkuna" A Ólafsvöku Færeyinga hér s. 1. sumar, var gefið út rit sem nefndist Ólavsökan (Ól- afsvakan). Er þetta hið prýði legasta rit, skriiað bæði á fær eysku og íslenzku. Þessir menn skrifuöu í rit ið: Gísli Sveinsson, forseti Alþingis; GuÖmund Brunn; Jakob Dahl; Sámal Davidsen; Jóhannes úr Kötlum; Sigurö ur Thorlacíus; sr. Jakob Jóns son; V. S. V.; GuÖni Jónsson, magister; Erlendur Péturs son; Martin Joensen og Er lendur Patursson. Rit þetta veröur selt hér í bænum á morgun og næstu daga, en upplagiö síöan sent til Færeyja og er þetta því síðasta tækifæri til þess aö ná í ritiö. Meisfaraflokkur. Orslit í Walterskeppninni 1.1. ii miir ®s kl. 5 í dag. — Notið síðasta tækifærið! — Sjáið spennandi leik. — Hvor vinnur? 27 Richard Wright: ELDUR OG SKÝ hljóp á milli þeirra og skildi þau. Mannfjöldinn ólgaði og æpti. „Ef hann snertir systur Henry aftur, þá drep ég hann!“ „Hann hefur engan rétt á að tala þannig við konu!“ Taylor togaði feitu konuna með sér út að hliðinu. Há- vær mannfjöldinn fylgdi honum eftir. Fólkið þyrptist fast utan um hann og spurði hann. May hélt í ermi hans. Jimmy kom aftur til hans. „Þeir eru að koma, pabbi!“ Taylor snéri sér við og gekk yfir völlinn og mannfjöld- inn fylgdi honum eftir. Hann tók tvo planka og lagði þá á milli tveggja palla, sem notaðir voru þegar tré voru sög- uð. Síðan klifraði hann þangað upp og stóð þar í sólskin- inu. Hann var enn ekki ráðinn 1 því hvað hann ætlaði að segja, en hann ætlaði að taka til máls þegar mannfjöldinn væri þagnaður. Hann var hvorki glaður né hryggur, aðeins öruggur eins og hann stæði fyrir framan spegilinni inni hjá sér. Þá varð hann þess yar að fólkið var þagnað; hann leit snöggt yfir hópinn, höfuð við höfuð, alla leið út á götu, yfir hana og meðfram henni, þéttur veggur af svörtum,þögl um andlitum. Hann leit niður, ekki til jarðar, eins og hann hætti að horfa á fólkið og leitaði að einhverju innra með sjálfum sér. „Systur og bræður. Mér er sagt að djáknarnir hafi sam þykkt að reka mig frá kirkjunni. Ef að þið sættið ykkur við það, mun ég sætta mig við það. Hvíta fólkið segir að ég sé vondur negri og það vilji ekkert hafa saman við mig að sælda. Og ég sætti mig við það líka. En það er eitt sem ég vildi segja. Eg veit hvernig ykkur líður að lifa við skort. Ykkar tilfinningar eru í engu frábrugðnar mín- um tilfinningum. Þið hafið beðið þess í viku að ég segði hvað þið ættuð að gera. Þið hafið undrazt það, hvernig á því stæði að ég segði ykkur ekki hvað þið ættuð að gera. Jæja... Hann þagnaði og horfði yfir þögulan mannfjöldann, síð- an var eins og hann leitaði á ný að einhverju innra með sjálfum sér. „Systur og bræður, ástæðan til þess að ég sagði ykkur ekkert var sú, að ég vissi ekki hvað ég ætti að segja. Og ástæðan til þess að ég tala nú, er sú, að nú veit ég hvað á að segja.... Hann þagnaði enn og ræskti sig. Hann var gripinn sömu tilfinningunni og náði svo föstum tökum á honum nóttina áður, þegar hann var að tala við Jimmy. Hann opnaði munninn til þess að halda áfram, varirnar hreyfðust nokkr- um sinnum án þess að orð heyrðust, og þegar loks heyrðist til hans var röddin hást hvískur. „Systur og bræður, í nótt sem leið fóru hvítu menn- irnir með mig út í skóg. Þeir tóku mig af því að ég sagði þeim að þið væruð svöng. Þeir mæltust til þess að ég segði ykkur að fara ekki í kröfugöngu, en ég svaraði að það myndi ég ekki gera. Þá þörðu þeir mig. Þeir þundu mig við tré og börðu mig þangað til ég hætti að finna til. Þeir börðu mig vegna þess að ég vildi ekki segja ykkur að biðja ekki um brauð. Þeir sögðu að þið mynduð trúa öllu sem ég segði. í hvert sinn er þeir gerðu eitthvað fyrir mig, í hvert sinn er þeir létu mér verða eitthvað ágengt, þá gerðu þeir það til þess að þeir gætu sagt mér að segja ykkur hvað þið ættuð að gera! Systur og bræður, eins og guð veit þá hélt ég að ég væri að gera rétt, þegar ég gerði það. Eg hélt ég væri að gera rétt, þegar ég sagði ykkur að gera það sem þeir sögðu mér. Og vegna þess að ég vildi ekki gera það í þetta sinn bundu þeir mig við tré og börðu mig svo rann úr mér blóðið.. Augu hans huldust móðu. Hann heyrði kliðinn í fólk- inu, en han langaði ekkert til þess að vita hvort kliðurinn stafaði heldur af því að það var með honum eða móti, hann var knúinn til þess að segja það sem honum hafði legið á hjarta allar þessar löngu stundir. „Systur og bræður, þeir börðu mig og létu mig ákalla guðs nafn án árangurs. Þeir létu mig biðjast fyrir, börðu mig og hlógu! Þeir börðu mig þangað til ég vissi ekkert lengur! Alla nóttina sem leið lá ég á jörðunni með bakið brennandi af kvöl... Undir morguninn staulaðist ég eftir götum hvítra manna. Systur og bræður, nú veit ég! Eg hef séð táknið! Við verðum að sameinast! Eg veit hvernig líf ykkar er! Eg hef revnt það sjálfur! Það er eldur! Það er eins og eldurinn sem ég brann í síðastliðna nótt! Það er

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.