Þjóðviljinn - 22.09.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.09.1943, Blaðsíða 2
:lt*nít Miðvikudagur 22. sept. 1943 •?????o»»«»»o»»»»»«^»»»»n Minnisblað húsmæðr- anna (sláturtíðinni Rúgmjöl Haframjöl Laukur Salt Saltpétur Edik »? Ediksýra kr. 1,00 pr. kg. - 1,37 „ „ -4,30 :, ¦„ — 0,50 „ „ —0,25 „ bréf — 1,50 „ Vz íl. -2,85 „ 1/1 „ 2,35 „ V2 , -4,35 „ 1/1 Leskjað kalk —1,00 „ „ „ Sláturgarn —0,40 „ búnt Rúllupylsugarn —2,50 ., rl. Sláturnálar —0,30 " stk. Rúllupylsunálar —0,35 „ „ Krydd allskonar — SAFNIÐ VETRARFORÐA KRON »»0»»«»»«»00»»»»»0»00«»«»< Berklavorn Reykjavík biður félaga sína og aðra, sem vilja aðstoða við blaða- •g merkjasölu á Rerkla- varnadaginn, sunnudaginn 3. okt. n. k., að gefa sig fram sem fyrst við skrif- stófu S. í. B. S., Lækjarg. 10 B, uppi, súni 5535. »»»?»??»»?»?»»»»»??»?»»»»ð »o»ooo»ooooo»»»»o MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 rOOOOO-000-0<yOOO<»OOMe Gerizt áskrifendur Þjóðvilians! Bréf til séra Jakobs Jóns- sonar. Heiðraði prestur, Jakob Jónsson Þakka hið vinsamlega bréf yðar í Þjóðviljanum 8. þ. m, ásamt heim- boði, sem ég kýs að eiga inni þar til síðar. Mér finnst þér verja óþarflega löngum kafla þessa bréfs til þess að rekja raunir yðar í sambandi við Helgafell, húsaleigunefnd og róg- burð, sem þér síðan sögðuð að ég væri „saklaus af að hafa ymprað á". Þér hefðuð t. d. getað rætt þátt Helgafells í því sjálfu. —• Rúm Þjóð- viljans er takmarkað. LEIÐ KRISTS ÚT ÚR HÚSNÆÐ- ISVANDRÆUNUM í REYKJAVÍK. Þér segið, að Kristur hafi „vísað líka veginn út úr húsnæðisvandræð- unum í Reykjavik, því af hverju síafar það böl af öðrú en því, ;ið raiinnum, sem guð hefur skapað sem félagsverur, tekst ekki að skipta gæðum jarðar bróðurlega á milH sín?').'En af hverju tekst það ekki betur, nema af því að þeir eru enn of fjarlægir Kristi í hugsun og breytni?" HARÐUR DÓMUR Gerðuð þér yður ljóst, þegar þér skrifuðuð þetta, hve harðan dóm þér kváðuð upp yfir samborgurum yðar? Þér vitið (eða vitið þér það máske ekki?) að hér í Reykjavík hafa marg ir auðmenn búið í svo stórum íbúð- um, að þær hafa verið lítt notaðar, á sama tíma sem aðrír urðu að haf- ast við í allskonar hreysum. Þér vitið (eða vitið þér það máske ekki?) að margar fjölskyldur bjuggu við skort á atvinnuleysisár- unum. Þeir, sem höfðu nægan mat xxjcKx>ó$U>winn 1) Leturbreyting mín. buðu hinum snauðu ekki neitt — nema þá helzt á jólunum til þess að geta notið hjartagæzku sinnar með jólamatnum. Dómur yðar var alls ekki of harð- ur. En sá harði dómur nær ekki aðeins til óbreyttra samborgara. Hann er einnig dómur yfir kristinni kirkju, sem á bráðum 2000 árum hefur ekki tekizt að gera mennina betri en heimurinn í dag ber raunalega vitni um. > „Hin kristna menning er köld í lund við kveinstafi í mörgu hreysi. Hún hillir guð sinn á helgri stund með heilögu skilningsleysi. Hún byggir kirkjur og bænahús og biðst fyrir, oft með snilli, en sparkar í okkur og drekkur dús við djöfulinn þess í milli", „AÐ VERDUR SPURT HVAÐ HEF- UR ÞÚ GJÖRT?" Þér segið, að mönnunum hafi „ekki tekizt að skipta gæðum jarðarinnar bróðurlega á milli sín". Eg er yður fyllilega sammála. En hvað hafið þér, prestarnir, gert til þess, að húsnæðislausir menn fengju húsnæði og sveltandi atvinnu leysíngjar atvinnu og brauð? Hafið þér krafizt þess af húseig- endum, að öllu húsnæði væri skipt bróðurlega? Hafið þér krafizt þess af atvinnurekendum og auðmönnum að hungraðir menn fengju vinnu og brauð? •ii,iiiiiiiiiiikiiiiitifiHiiitiMuiuiitiiiiititiiiiiiitiiiiiMi»niin»iii»niimt»i»initiiiitliiiilitiiiitimitiiiiiiuiiillttMmiiiiiiiMiiMiiini Nordmannslaget í Reykjavík holder festmöte for landsmenn med gjester pá Hotel Borg (söndre inngang) onsdag 22. sept. d. a. kl. 20,30. Foredrag av kongsbonde PÁLL PATURSSON: Norröne mínner ffa Kvrkjebö pá Færöyane, DANS Adgangskort löses hos kjöbmann L. H. MiiIIer, Austur- stræti 1? innen kl. 16 onsdag. Intet billettsalg ved inngangen til Hotel Borg. I.III.IIIINM'lim.l'll»»l.lll».IllMHIIIIIMIHIHIIim»l»IHIH»HI......l.lllll(lll|lllllHI..H.II.IHl<ll.l|tlllIHIIIIilllll>IMI>FHlllllllllIIII >ll)MMIMtMmillMlllllll>MMlMlinMM.lll>MMMirtim>..l)MIMMMIMMIIIMIMIMIMll.>lMMMM.....IMlM.MI.MIlMIIMMIIII't'XMMHÍMIIIII Manntalsskrifstofan er flutt úr Pósthússtræti 7 í Austurstræti 10, 4. hæð. BORGARSTJÓRINN. tlllllllllllltll>IIIIIIIIMII|>IlllllltlIIIIM>|ltMft>lll>IIH>lll>tl>ll)lllllIIIIIII|lll11IIIIIIIIlllltl>>IIII>l>IIII*>kllllH>>t)l'>*ltllllÍIIIlllll*>>H>>>* Verfeamenn, frésmíðí o$ mtírara vantar nú þegar í hitaveitnna. Ráðning milli kl. 11 og 12 dagíega í skrifstofunni Mið- stræti 12. f HÖJGAARD & SCHULTZ, A/S. Hafið þér snúið yður til yaldhaf- anna, bæjarstjórna og ríkisstjórnar og sagt þeim, að það stjórnarfar vaeri ókristilegt, sem léti viðgangast hús- næðisleysi, atvinnuleysi og skort — svo ekki sé fleira talið — meðan til er nægilegt húsnæði, atvinnutæki og peningar til þess að kaupa mat- fyrir? Hafið þér, prestarnir, gert þetta, þá er mér og mörgum öðrum ókunn- ugt um það. Hef aldrei heyrt þess getið. Vera má, að þér hafið nefnt þetta við guð í einrúmi í bænum yð- ar — en guð almáttugur hefur þáj víst verið nokkuð þykkheyrður. Hafið bér ekki gert þetta verður að líta svo á, að þér haíið að veru- légu leyti brugðizt skyldu yðar sem sem kristMir prestar. Vera má að þér hafið einhvern tíma vikið að þessu í ræðum yðar, en það hefur þá verið ærið „blönd- uð orðamjólk". Og kæmi ekki á óvart þótt Kristur blygðaðist sín, ef hann mætti líta upp úr gröf sinni (verið óhræddur, ég ætla ekki að hagga þeirri sannfæringu yðar að hann sé upprisinn) og hlusta á allt það, sem dauðlegir menn leyfa sér að nefna kristindóm. KHtKJAN OG AUÐVALDSSKIPU- LAGID Eg er yður sammála um að „mönn- unum hefur ekki tekizt að skipta gæðum jarðarinnar bróðuiiega á milli sín". Þjóðskipulag það, sem við búum við — auðvaldsskipulagið — er þannig, að auðmennirnir „eiga" auð- lindirnar og framleiðslutækin, en verkamennirnir eiga aðeins vinnuai^ sitt sem þeir verða að selja auð- manninum til þess að geta lifað. Arð urinn af vinnu verkamanna rennur í vasa auðmannsins. M. ö. o.' auð- maðurinn rænir svo og svo miklum hluta af þeim arði, sem verkamaður- inn skapar með vinnu sinni, og sting ur honum í sinn vasa. Eg tel víst, að þér séuð mér sam- mála um, að þetta skipulag sé rang- látt og fjarri því að vera kristilegt. Má einnig vænta þess að þér sé- uð mér sammála í þvi, að þetta skipulag þurfi að afnema til þess að koma á kristilegu réttlæti? En hver er svo afstaða kirkjunnar gagnvart þessu þjóðskipulagi? Kirkjan er beinlínis í þjónustu þess. Hún er ríkiskirkja sjálfs auð- valdsskipulagsins. Hún er í þjónustu þess þjóðskipulags, sem sjálft er bindrun á kristilegu réttlæti. TRÚARBRÖGÐIN SEM KVALA- STILLANDI MrXTÚRA Það er ekki hægt að þjóna tveim- ur h,errum, kirkjan getur það ekki heldur, og breytir það engu þött hún hafi beitt sér fyrir ýmsum mannúð- armálum, meðan hún lætur megin- orsök, ranglætisins óhreyfða. Og hjal yðar, prestanna, um guðs órannsakanlegu vegí og umbun guðs í öðru lifi fyrir þrautir þessa heims, verka beinlínis til þess að fá hina I kúguðu til að sætta sig við ranglæt- ið i þessum heimi og hindra þá í því j að krefjast réttlætis og verður því stuðningur við ranglætið. Trúar- ! brögðin verka því sem mixtúra til . að stilla þær þjáningar, er fólkið líð- ur vegna ranglætisins í þssum heimi. Væri ekki eins kristilegt að hvetja fólkið til að krefjast réttláts þjóð- skipulags í þessum heimi. En slíkt myndi vitanlega kosta baráttu við það ríkisvald, sem kirkjan þjónar, og væri ekki ótrúlegt að auðvaldskött- urinn sýndi klærnar, ef þér, prestar, ætluðuð að leika réttlætislistir á borðinu í stórum stíl. AD ÞORA — EÐA ÞORA EKKI Misræmið milli réttlætis- og bræðra lagskenningar þeirrar, sem talið er að Kristur hafi flutt, og gerða megin þorra þeirra manna, sem telja sig kristna, er svo himinhrópandi, að ég. veit þér getið skilið þá afstöðu að vilja heldur skipa sér í flokk þeirra manna, sem vilja framkvæma hug- sjónir réttlætis og bræðralags en hinna, sem kjafta í tíma og ótíma um kristindóm, en eru þó eftir sem áður verjendur þess þjóðskipulags,. sem hindrar allt kristilegt réttlæti. Um trúna á framhaldslif tel ég ekki ástæðu til að ræða hér, því ég álít réttlætiskennd og siðferðisþrek þess manns ekki mikils virði, sem ekki gerir það sem hann veit sann- ast og réttast, nema hann sé hrædd- ur til bess með hótun um refsingu i öðru lífi. En geta ekki kristnir menn, sem í alvöru vilja koma á réttlæti og bræðralagi tekið höndum saman við þá heiðnu menn, sem vilja fram- kvæma þjóðskipulag réttlætis og bræðralags og unnið að framkvæmd þess, og látið niður falla allar deil- ur um það hvað taki við eftir dáuð- ann? Slíkt myndi vitanlega þýða sam- eiginlega baráttu fyrir afnámi þess þjóðskipulags, sem sjálft er hindrun alls réttlætis. Þora þeir, eða þora þeir ekki? ENN UM AFLÁTSSÖLU OG HAPPDRÆTTI í*ér reynið ekki í bréfi yðar affi hrekja þá staðreynd, að páfinn seldi eitt sinn ávísanir á himnaríki til þess- að afla fjár til kirkjubyggingar og. að Hallgrímssöfnuður selur mönn- um von i húsnæði í sama augnamiði. — Hér hafa aldrei verið fleiri hús- næðisleysingjar en nú Vitanlega kaupa þeir þessa „von". í>ér megið gjarna kalla það „kristilegt" aði byggja yðar Hallgrímskirkju fyrir „tíkalla hinna húsnæðislausu". En ég skammast mín ekki fyrir að telja sanni nær að byggja heldur íbúðirr svo uppvaxandi borgarar þurfi ekkí að bíða varanlegt tjón fyrir að dvelja í óhæfum bústöðum, en að byggja steinbákn, sem stendur lítt notað •> daga af hverjum 7. — Auk þess tel ég að kristnir menn eigi að byggja kirkjur sínar sjálfir. SVO ER ÞAÐ LAUGARNESKHtKJA Laiigarnessöfnuður hóf byggingu happdrættishúss síns haustið áður en Hallgrímssöfnuður keypti sitt happ- drættishús. Happdrættisleyfi Laug- arneskirkju er dagsett 21. apríl en Hallgrímskirkju 28. maí s. 1, — því miður fyrir yður. Svo verður hver og einn að dæma um það sjálfur, hver hafi att þessum söfnuðum saman. „ÞURFAMENNSKA OG HIMNA- BRAUÐ". Þér nefnið að mennirnir „þiggi af drottni sérhvert mál". Svo er nú það. — Þurfamennirnir hér á atvinnuleys ¦ isárunum, urðu nú víst samt sem áð- ur að sækja sína 80 aura á dag til bæjarstjórnarinnar. Hún hefur má- ske verið milliliður þeirra og drott- ins — og þá sennilega heldur slæm- ur milliliður. Þurfamennirnir hafa víst aldrei smakkað á „himnabrauði:t eða „manna" og myndu því glaðir eftirláta yður, prestunum, að lifa á því. „TÍKALLAR HINNA HÚSNÆÐIS- LAUSU" Þér segizt ekki kvíða því að „tí- kallar hinna húsnæðislausu" berg^ málí frá veggjum Hallgrímskirkju, en ég tel þá réttlætiskennd yðar minni en kristnum presti væri æski legt, ef yður fynndist ekki jafnvel þögull prédikunarstóllinn yðar æpa á yður: „Tíkallar hinna húsnæðis- lausu!" Vinsamlegast. Hinn heiðni húsnæðisleysingi. AsKrittarsími Þjöðviíjans er 2184

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.