Þjóðviljinn - 28.09.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.09.1943, Blaðsíða 1
8. 'jesmtgur. Þriðjudagur 28. sept. 1943 216. tölublað. Stettinius í stað Sumner Welles Sumner Welles hejxir látiS af störfum sem varautanru\isra&- herra BandarU\janna, en Stettin- ius, framffpœmdastjóri láns- og leigustarfseminnar, oeriS s^fpað- ur í hans stað. í úthverfutn Dnépropetrovsfe, Sovét hersveífír vída komnar yfír Dnépr Rauði herinn sækir til vesturs frá Smolensk og brauzt í gær inn í Hwta-Rússland á mörgum stöðum. JEr sókninni beint að þremur aðaljárnbrautarstöðvun- um á þessu svæði, Vítebsk, Orsa og Mogíleff, en um þær liggur eina norður-suðurjárnbrautin, sem þýzki herinn hefur þar á valdisínu, austan hinna fyrri landa- mæra Sovétríkjanna og PóIIands. Sunnar sækja Rúss- ar að Gomel, og voru í gær 25 km. frá þeirri borg. Sovéthersveitir tóku í gær úthverfi borgarinnar Dnépropetrovsk, þau sem austan fljótsins liggja. Hafa Rússar síðustu dægur náð fótfestu víða á vestri fljóts- bakkanum. í miðnæturtilkynningu sovét- herstjórnarinnar er tilkynnt taka hafnarbæjarins Temrjúk við Asovshaf, norðan á Taman- skaga í Kákasus. Var það síðasta höfnin er Þjóðverjar höfðu við Asovshaf. Haldið er áfram tilraunum að nesku herjanna frátA vbgkévb koma leifum þýzku og rúm- ensku herjanna frá Kákasus, en flugvélar og herskip Rússa tor- velda mjög brottflutninginn og bíða fasistaherirnir mikið tjón. Tilkynnt er opinberlega frá Berlín að Heinrich Himmler sé nýkominn úr , .eftirlitsferð" um Eystrasaltsríkin, og hafi hann komið við m. a. í Tallinn og Riga. höfuðborgum Eistlands og Lettlands. Segir í fregninni, ao s\emmd- arver\ og starfsemi sJzœrulföa hafi fœrzt mjög í aukjana t Eystra- saltsríkjunum síoustu vikurnar, og hinum höroustu refsingum hótao. Sænsk yfirvöld eru að gera ráðstafanir til að flytja 5000 Svía, er búsettir eru í Eystrasaltsríkj- unum, heim til Svíþjóðar, áður en löndin verði orustusvæði. HIMaasambaRiiia öuOup fullf Fanm B S R B í rðflsfefnu uinnandi sféffanna Sá misskilningur hefur komið fram í sumum blöðunum að 3. þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hafi hafnað sam- vinnutilboði Alþýðusambandsins. Þótt þing B. S. R. B. kysi eigi fulltrúa á ráðstefnu þá er Alþýðusambandið hefur boðað til, til stofnunar bandalags vinn- andi stéttanna þá samþykkti það, að það teldi „samvinnu við Aiþýðusamband Éslands og önnur stéttafélög og samtök vinn- andi stétta mjög mikilsverða og æskilega." ,,Vér þökkum bréf yðar frá 21. sept. s.l. og með fylgjandi ályktun 3. þings B.S.R.B., þar sem það telur „samvinnu við Al- þýðusamband íslands og önnur stéttafélög og samtök vinnandi stétta mjög mikilsverða og æski- lega" á hreinum stéttargrund- velli launþegasamtakanna, óháða öllum stjórnmálaflokkum. Um leið og vér undirstrikum það, sem sagt er í ályktun yðar og oftsinnis hefur verið fram tekið í ávörpum vorum og yfir- lýsingum, um hinn stéttarlega grundvöll og óflokkspólitískt eðli hins fyrirhugaða bandalags al- þýðu- og launþegastétta, teljum vér liggja í augum upp, að aðilj- ar „berjist" hver fyrir annars „höfuðstefnu í launa- og kjara- málunum" á frjálsum samkomu- lagsgrundvelli. Jafnsjálfsagt hlýtur það að vera, að mynduð verði fram- kvæmdanefnd á grundvelli þess frjálsa samkomulags, sem verður. Alþýðusambandið býður því fulltrúa B.S.R.B. velkomna á ráð- stefnu þá, sem tekur þessi mál til nánari meðferðar og hefst í Reykjavík þann 20. nóv. n.k. Með stéttarkveðju." Andrei Visinskj Harold Macmillan Visinski og Mac- millan skipaðir í Miðjarðarhafsráð Bretland og Sovétríkin hafa skipað fulltrúa í Miðjarðarhafs- ráðið, er stofnað var samkvæmt ósk Stalins, og á að hafa eftirlit með framkvæmd ítölsku vopna- hléssamninganna. Fulltrúi Bretlands er Harold Macmillan en fulltrúi Sovétríkj- anna Andrei Visinskí, fyrrver- andi varautanríkisþjóðfulltrúi Sovétríkjanna. Bandaríkin og Frakkar eiga eftir að skipa menn í ráðið. Það er tekið fram að ráð þetta hafi ekkert með mál þau að gera er heyra undir AMGOT, stjórn Breta og Bandaríkja- manna í hinum herteknu héruð- um ítalíu. Bandamannaher aðeins 50 km. frá Napoli Þíóðvefjar alsfadar á undanhaldí Bandamannaherirnir sækja fram á öllum vígstöðvum á ítalíu og voru framsveitir Breta og Bandaríkjamanna aðeins 50 km. frá Napoli. xÁttundi brezki herinn sækir fram eftir strönd Adríahafsins^ og einnig inn í land. Brezkar hersveitir voru í gær um 30 km. suðaustur af Foggia. Italir hafa gert járnbrautar- I göngin um Mt. Cenis ófær með sprengingum. Er þar með lokað annarri járnbrautinni milli Frakk- lands og ítalíu. Harðir bardagar halda áfram í Júgoslavíu milli þjó&frelsishersins Þjó&verja. A SpalatosvœSinu hef- ur þjóðfrelsisherinn nú frum- k.Vœ8i8 og sœkjr inn í landiS. I Svartfjallalandi hefur þjóð- frelsisherinn tekið marga bæi og sækir fram til borgarinnar Nik- sits. Sjómannaráðstefna Alþýðusambandsins Alþý&usamband&t hefur bo&aS til sjómannará&stefnu hér í Reykjavík 10. nœsta mána&ar. Það er meir en kominn tími til þess að kaup og kjör sjómanna í hinum ýmsu verstöðvum lands- ins sé endurskoðað og samræmt. Ennfremur er brýn nauðsyn að taka öryggismál sjómanna einnig til meðferðar og ennfremur dýr- tíðarmálin, frá sjónarmiði sjó- manna. Vafalaust tekur hin væntan- lega sjómannaráðstefna þessi og önnur hagsmunamál sjómanna- stéttarinnar til rækilegrar með- ferðar. Tilkynnlng til flokks- deilda og trúnaðar- manna úti um land Söfnunargögn vegna fjársöfn- unarinnar til stækkunar Þjóðvilj ans voru send flokksdeildunum og trúnaðarmönnum Sósíalista- ílokksins úti um land um síð- ustu mánaðamót. Vegna erfiðra póstsamgangna munu þau þó ekki hafa borizt öllum fyrr en nú nýlega. Þær deildir og trúnaðarmenn, sem enn hafa ekki fengið söfnunar- gögnin, tilkynni það símleiðis. Takið til óspilltra málanna með söfnunina, svo Þjóðviljinn geti stækkað sem allra fyrst. Gísli Asmundsson „Gissur jarl", leikrit Gísla Ásmund'ssonar' flutt í útvarp í vetur Lárus Pálsson skipuleggur fjölbreytta leikstarfsemi. Lárus Pálsson leu\ari hefur ver- ið rá&inn til þess að Velja leu\rit til flutnings í úfoarpíð og undir- búa flutning þeirra, áJfOeða leú\' stjórn o. fl. Hefur hann þegar skipulagt leikritaflutning útvarpsins fram eftir vetrinum og er ætlunin að flytja leikrit á hverju laugardags- kvöldi og e. t. v. oftar. Meðal þeirra leikrita, sem ákveðið hefur verið að flytja, er Machbeth eftir Shakespeare. Leikstjóri er Lárus Pálsson og verður það flutt 30. okt. n.k. Meðal annarra leikrita eru: Gissur jarl, eftir Gísla Ásmunds- son; Hadda Padda, eftir Guð- mund Kamban, leikstjóri Soffía Guðlaugsdóttir; Penelope, eftir Sommerset Maugham og Mán- inn líður, eftir John Steinbeck, leikstjóri Þorsteinn Ö. Stephen- sen. Flokksdeildirnar eru beðnar að tilkynna símleiðis hálfsmán- aðarlega niðurstöður söfnunar- innar á sínum stað. Söfnunarnefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.