Þjóðviljinn - 30.09.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.09.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, sími 1530. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki Útvarpið í dag: 20.20 Utvarpshljómsveitin (þórarinn Guð- mundsson stjórnar) : 20.50 Minnisverð tíðindi (Jón Magnússon fil. kand.). 21.10 Hljómplötur: Oktett fyrir blásturs- hljóðfæri eftir Stravinsky. 21.30 „Landið okkar“. Leikfélas Reykjavíkur sýnir Lén- harð fógeta kl. 8 í kvöld. Guðmundur Jónsson, söngvari, end urtekur kveðjuhljómleika sína kvöld kl. 11,30 í Gamla Bíó. — Að- göngumiðar fást hjá Eymundsen og Hljóðfærahúsinu. O«xxx>00000000<s-000 Námsflokkar Reykjavíkur verða settir á morgun, 1. október, kl. 8,30 síðdegis í Kaupþingssalnum. Enn er hægt að innrita í garð- rækt, bókmenntir, barnasálar- fræði og nokkra aðra flokka. Viðtalstími kl. 5—7, Freyjugötu 35, efstu hæð. Þrír lögregluþjónar slasast NÝJA Blé Bæjarslúðrið (The Talk of the Town) Stórmynd með Ronald Colmann. Jean Arthur Cary Grant. Sýnd kl. 6,30 og 9. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. I TVIFARINN Kl. 3 og 5 (So you won’t Talk) með skopleikaranum Joe E. Brown. I TIAKNABBÍé Sform skuki þcir uppskera („Reap the Wild Wind“) Stórfengleg mynd í eðlilegum litum, tekin af snillingnum Cecil B. de Mille. RAY MILLAND, JOHN WAYNE, PAULETTE GODDARD. Sýning kl. 4, 6.30 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 14 ára. UPPLÝSINGASKRIFSTOFA ÞING- STÚKUNNAR verður opin í dag í Templarahúsinu kl. 6—8. — Þeir sem óska aðstoðar eða ráðleggingar vegna drykkjuskapar sjálfra sín eða sinna, geta komið þangað og verður þeim liðsinnt eftir föngum. Með mál þeirra verður farið sem trúnaðar- og einkamál. ........................................ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR „LÉNHARÐUR FÓGETP eftir Einar H. Kvaran. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. ■ ■■1111111 iiin ii ii ■ ■ ..... iii n l■l■■■l■lllll■lll■l■lll■l■■■l■lll■■■II■■1111111111l■ll■lll■ll■l■l■lll■ll■■MIIIII■■lllllllllllll■lll■■lllllll GUÐMUNDUR JÓNSSON: Kveðjuhljömleikar verða endurteknir í Gamla Bíó í kvöld kl. 11,30 e. h. Við hljóðfærið: Einar Markússon. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og Hljóðfærahúsinu- S. G. T. dansleikur verður í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. Sími 3240. Aðgöngumiðasala kl. 5—7. — Danshljómsveit Bjarna Böðvarssonar spilar. Þíng Farmannasambanbsitis Framhald af 1. síðu. að lögreglan skipti sér ekkert af því þótt hnefaleikararnir gengju um og berðu menn — þeir væru líklega of sterkir. Var maður þessi þegar sleginn svo hann lá. Og lenti nú allt í slags- málum. . • Var þá hringt til lögreglunn- ar og voru 4 lögregluþjónar sendir og nokkru síðar aðrir 4. Kjartani Jónssyni lögreglu- þjóni tókst að handsama Sigur- jón Þórðarson og hélt hann hon- um með kylfunni, — en enginn lögregluþjónanna notaði kylf- una til að slá með henni. Kom þá Hrafn að og tókst að ná kylf- unni af Kjartani og sló hann síð- an í rot. Leikurinn hafði nú borizt út í dimmt portið fyrir utan. Þegar Aðalsteinn Jónsson kom þar að fékk hann högg aftan frá utan úr myrkrinu, þegar hann snéri sér við fékk hann önnur, unnz hann lá. Geir Jón Helgason sá þá að Kjartan var að rísa á fæt- ur blóðugur, og spurði hann: Hver barði þig? Var þá svarað úr skugganum: Hann er hér! Og dundu höggin síðan á lög- regluþjóninum. Hákoni Kristóferssyni tókst þá að ná Hrafni og halda honum og ’voru þeir félagarnir allir handsamaðir. Lögregluþjónarnir þrír voru allir mikið meiddir. Kjatan Jóns son fékk 7 cm. langan skurð á höfuðið og 1 cm. á breidd, þar sem hann er breiðastur, enn- fremur brákað nef. Aðalsteinn Jónssón fékk þrjá skurði á höfuðið, einn 7 cm., ann an 3 cm. og þann þriðja 2 cm. langan. Ennfremur hefur hann líklega handleggsbrotnað. Geir Jón Helgason meiddist mest. Fékk hann 2 högg á höfuð- ið aftanvert og heilahristing. Er Framh. af 1. síðu. ÞINGSTÖRF í GÆR. í gær hélt þingið áfram störf- um og var þá tekið fyrir: 1. Breytingar á lögum um at- vinnu við sigbngar. (Um afnám hins minna skipdtjóraprófs og möguleika fyrir minnaprófs- menn að auka við menntun sína). 2. Tillögur um radíómiðunar- stöðvar við Faxaflóa og víðar og aukið siglingaöryggi. 3. Ráðstafanir um vélaútveg- un til vélbátaútvegsins. 4. Tillögur um skipaviðgerðir og skipasmíðar. Ennfremur voru tekin fyrir nokkur mál er liggja fyrir Al- þingi varðandi sjávarútveginn. Var málunum síðan vísað til nefnda eftir nokkrar umræður. 7 cm. langur skurður á höfði hans. Liggur hann í Landspítal- anum illa haldinn. — Hnefaleikararnir voru allir fluttir í fangelsi. Þinginu barst svohljóðandi skeyti: „Hugheilar árnaðarkveðjur með ósk um árangursríkt sam- starf í þágu alþýðustéttanna. Alþýðusamband íslands“ Þingið heldur áfram störfum kl. 1.15 í dag. íslendingur barinn Framhald af 1. síðu mann vera mann þann, sem hann lenti í deilu við. Rannsóknarlögreglan biður þá sem voru áhorfendur að þessu, eða geta gefið einhverjar upp- lýsingar þessu viðvíkjandi að tala við hana sem fyrst. Austurvígstöðvarnar Framh. af 1. síðu. stórtjón. — Á Mogíleffsvæðinu hafa skæruliðar sprengt upp fimm þýzkar járnbrautarlestir undanfarna tvo sólarhringa. 2 NINI ROLL ANKER: ELÍ OG ROAR Nils Tofte steig nokkur skref — en stanzaði og sneri að henni baki. Geturðu óskað henni systur þinni betri manns, Nils? Nei ... nei, en ég varð svo hissa, Elí. Hann sneri sér snöggvast við, kom til hennar, beygði sig og kyssti hana á ennið, rétti úr sér og hló við. Strákurinn! Ég sem hélt að hann kæmi hingað upp á gamlan kunningsskap, mín vegna ... En betri dreng en Roar — nei, það segirðu satt, Elí. Komdu, Nils — hún stóð upp — komdu, við skulum setja okkur hérna yfirfrá. Hún tók í ermi hans og fór með hann að legubekknum, í skugganum. — Nú skaltú fá að vita það allt ... Þarna sátu þau á gamla harða legubekknum frá for- eldrunum, svo nærri hvort öðru að hún gat lagt höndina á hné hans, ef hún vildi. Hún hefði beðið þar til nú, ætlað að bíða eftir því að hann lyki bókinni, sem hann var að skrifa ... Hún vildi ekki trufla hann. En hann ætlaði aldrei að verða búinn með þessa bók! í dag hefði hún fengið skeyti frá Roar, hann kæmi til bæjarins á morgun, þurfti sjálfur að fylgja sjúklingi á landspítalann. Og nú nenntu þau ekki að dylj- ast lengur. Fyrir hálfum mánuði hafði skilnaðurinn verið endanlega staðfestur, að mánuði liðnum ætluðu þau að gifta sig, ef Nils skyldi gefa sér tíma til að fara með þeim til lögmanns. Bróðirinn hlustaði með höfuðið á ská og horfandi stöð- ugt á gólfið. Elí laut einnig og hallaði höfðinu svo hún sæi framan í hann. * Við mundum heldur ekki afþakka svolítinn brúðkaups- verð, Nils! Loks tókst henni að horfa í augu hans. Þá tók hann fast um hönd hennar með sínum báðum. Hvenær — hvenær afréðstu þetta, Elí? Hún lét honum höndina eftir, en rétti sig í sætinu og horfði yfir að þilinu, þar sem gipsmyndin af Hómer blind- um stóð meðal þögulla bókanna, — æ, meira að segja hann var grafalvarlegur ... Það er ekki langt síðan ég ákvað að giftast Roar, Nils. En það er langt síðan ... Nils, manstu daginn þegar ég varð tuttugu og fimm ára? Núna á miðvikudaginn eru nákvæmlega átta ár síðan. Þið Tora hélduð ball mér til heiðurs. Hann kinkaði kolli. Á því balli ætlaði ég að játast ... játast manni, sem vildi eiga mig. Mér fannst ... ég hélt að mér þætti nógu vænt um hann til þess. Svo fannst mér líka tími til kom- inn. ég var orðin aldarfjórðungs gömul. Það var ári eftir að mamma dó, árið áður en Tora andaðist. Aftur laut bróðirinn höfði. Manstu að Roar kom óvænt það kvöld? Við vorum ný- staðin upp frá borðum, stóðum hér og inni í stofunni, stúlkurnar voru að gefa kaffið. Þá kömst þú inn með Roar. Hann var einn á ferð. Hann var ekki með konuna, fyrst þegar hann kom. Nils Tofte sleppti hendi systur sinnar og færði sig til. Já, ég man það, sagði hann. Við höfðum ekki sézt ár- um saman. Ég vissi ekki einu sinni að hann var til! Dálítið bros fylgdi orðunum á leið; svo andaði hún djúpt. Hann hafði ætlað að snúa við þegar hann heyrði að hér væri boð, manstu? Hann var í gráum fötum ... En þú varst ekki á því að sleppa honum. Ég stóð þarna yfir við skrif- borðið með ... með einhverjum, þegar ég sá ykkur í dyr- unum. Og — og þá byrjaði það, Nils. Bróðirinn hló. Þetta hefurðu sjálfsagt búið þér til! Nei, ég hef ekki búið það til, það er satt. Þegar hinn maðurinn spurði mig síðar um nóttina hvort ég vildi verða konan sín, svaraði ég nei. Þá vissi ég fyrir víst, að mér þótti ekki nógu vænt um hann. Þá var ég búin að dansa við Roar . . . Ég hef alltaf trúað því — hún hækkaði róm- inn — alltaf, að einhvers staðar í heiminum væri máður, sem mér væri ætlaður. Það halda víst flestar konur, Elí. En þær hitta hann ekki allar, Nils! Þegar mér var sagt að Roar væri kvæntur, að hann væri kvæntur og ætti fjög- ur börn, þá varð ég — æ, það var svo skelfilega vont ... Já ... bróðirinn horfði í gaupnir sér. Það var Tora sem sagði mér það. Tora hafði orðið þess vor, Nils, þegar við dönsuðum saman, hún sá að við Roar i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.