Þjóðviljinn - 05.10.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.10.1943, Blaðsíða 2
2 ÐT,‘Lr'Nr Þriðjudagur 5. október 1943- .................................. Tilkynning Að gefnu tilefni skal athygli verzlana vakin á því, að enda þótt bannað sé að hækka verð á eldri birgðum, þegar nýjar og dýrari vörur koma á markaðinn, verða þær eigi skyldaðar til þess að lækka verð á þeim birgðum, sem fyrir liggja, er vara fellur í verði, enda færi þær sönnur á í hverju einstöku tilfelli, hvert sé magn hinna dýrari birgða. Reykjavík, 2. október 1943. VERÐLAGSSTJÓRINN Orðsendlng frá haustmarkaði KRON « Haustmarkaður KRON er á Hverfisgötu 52, og verður opinn til 31. þ. m- Þar er selt nýtt úrvals trippa- og folaldakjöt á afar hag- kvæmu verði: Frampartar ................ kr. 2,40 pr. kg. Læri ...................... kr. 3,60 pr. kg. í heilum og hálfum skrokkum .... kr. 3,00 pr. kg. Saltað á staðnum fyrir þá, sem þess óska. — Munið að Haustmarkaðurinn verð- ur aðeins opinn þennan mánuð. HAUSTMARKAÐUR KRON Hverfisgötu 52. 4nniimiiiiniiiiiiiuiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiciiiiimiiuiifiiiiMiiiM«iM«iMiMM«i»M«iii«MiiMMM«ii«iiiiMU«iiiiiiiii«ii GUÐMUNDUR JÓNSSON: heldur síðustu Kveðjuhljömleika sína í Gamla Bíó í kvöld, þriðjudag, kl. 11,30 e. h. Við hljóðfærið: Einar Markússon. Til viðbótar söngskránni leikur Einar Markússon einleik á píanó: Etude en Forme de Valse: Kvostchin- sky. • ígl Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og Hljóðfærahúsinu- •l•lJl••ul•ul••l■lll■l•Ml••lllll•l••lll•llMlll•llllUlllllmu*ul•Mll•lMnlMUCMtullum«lmlt•cMnanll■uuI•nulllllla•l•Ml«lMl•lllMllll•lf Hðfum opnað fatapressu á GRETTISGÖTU 3. Tökum að okkur að pressa og kemisk hreinsa allskonar fatnað. Áherzla lögð á fljóta afgreiðslu. K R O N Fatapressa, Grettisgötu 3. Sími 1098. ÍMSSk í fjölmörg bæjarhverfi vantar nú þegar unglinga eða full- orðið fólk til að bera Þjóðviljann til kaupenda. Talið við afgreiðsluna, Skóla- vörðustíg 19, sími 2184. hreinar léreftstuskur háu verði. VÍKINGSPRENT HF. Garðastræti 17. DAGLEGA NÝ EGG, soðin oghrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. OOOOOOOOOOOOOOOOO iiMMiiuiMuiiiinMMiiniiiiuiiiMiiiiiiiniiiuiiiiiiiinniiiMtuMiimiiiiiiiiiiiinMunnnnimimiiMMiiiiiMaMmiMinMiMMiiiuiunim GERIZT ÁSKRIFENDUR ÞJÓÐVILJANS MMIIIMIIM»IMlIl*M»UIMII»IIIIMIIII»IIMMIIIUI»MUIIIIMIM»MIIII«ll ■ UUIIUIIIIIUMUUIIIIMIUMIIUMIUIIMIIMMMIMCMMIIMII Trcsmiðír múrarar og vcrkamcnn Vantar menn í trésmíða-, múrara- og verka- mannavinnu nú þegar. Ákvæðisvinna gæti komið til greina. Upplýsingar í síma 1792. Þeir verkamenn, sem eiga inni orlofsfé hjá ameríska setuliðinu, þurfa að hafa sótt það fyrir 15. október næstkomandi. Eftir þann tíma verður orlofsfé ekki kræft hjá setulið- inu. Nánari upplýsingar verða gefnar í skrif- stofu félagsins. DAGSBRÚN JÁRNBRAUTASTARFSEMI NORD- CR-SKAUTALANDA RÚSSLANDS- Kíroffjámbrautin tengir Múr- manskhémðin norðan heimskauta- baugsins við Mið-Rússland. í byrjun þessa stríðs tókst þýzkum nazistum að ráðast inn í landið og ná á sitt vald allmörgum þýðingarmiklum stöðvum í Karel-finnska lýðveldinu,. ásamt þýðingarmiklum jámbrautum til Leníngrad. — Hitler þóttist þar með hafa einangrað Kolaskagann al- gerlega, en einmitt á sama tíma voru jámbrautamenn Sovétrikjanna að reka smiðshöggið á járnbrautarlínu, sem lokaði hringnum þannig, að Kiroffjámbrautin hélt áfram að starfa án þess að til eins dags tafar kæmi. Unnið var að þessu verki við mjög erfið skilyrði, á steppum og í mýr- lendi (tundrum), er voru mjög erf- iðar yfirferðar. Óvinimir hófu þegar í stað ákafar loftárásir til þess að rjúfa, ef auðið væri, þessa nýju tengilínu, og hindra að hún yrði full- gerð. Engin lest hefur til þessa farið varhluta af árásum nazistaflug- manna. Þeir nota tímasprengjur, en. sé slíkum sprengjum komið fyrir undir teinunum, þarf aðeins litla við komu til þess að brautir og lestir springi í loft upp. En allar tilraunir óvinarins hafa til þessa orðið árang- urslausar. Járnbrautin er sífellt í fullum rekstri, og á henni hefur nú verið flutt geysilegt vörumagn frá höfninni í Múrmansk, en þangað hafa skipalestir Bandamanna flutt nauðsynjarnar, og skipað þeim á land. Allir hugsanlegir örðugleikar, sem á herslóðum eru, hafa verið yfirunn- ir af starfsmönnunum við Kíroffjám brautina. Nýlega heimsótti blaðamaður vor eina stöðina á þessari línu, — þá, er fólkið þar kallar eldstöðina. Nafnið er dregið af því, hve þráfaldlega Þjóðverjar hafa varpað sprengjum á þessa stöð, og allstaðar í nálægð er jarðvegurinn tættur sundur. Þar sem sjálf stöðvarbyggingin stóð stendur nú aðeins eftir sundur sprungin rúst in ein. Aðalstöðvarstjórinn, Alexander Popoff skýrði blaðamanninum frá því, að þegar sprengja hitti stöðina, hafi einn stöðvarmanna verið þar inni að starfa. Hélt hann áfram verki sínu eins og ekkert hefði ískor izt, en flutti sig aðeins búferlum í skýli teinaskiptimannsins. Kuldum var mjög mikill um þetta leyti, og meðan starfsmaðurinn var að út- fylla eyðublöð, sem ekki máttu bíða, fraus blekið í byttunni hans. (Sovnews). BÆKLINGAR UM SOVÉTRÍKIN OG BARÁTTU DANA. Eftirfarandi bæklinga hefur Bóka- verzlun Snæbjarnar Jónssonar sent Þjóðviljanum: U. S. S. R. The Strength of our Ally. The Soviet Press, by Reg. Bishop The Soviet Countryside, by Joan Thompson. Russias Story told in Pictures. Soviet Women at War, by Maggie Jordan. Religion in the U. S. S. R. by the Rev Stanley Evans. Manual of Soviet Enterprise (with maps) by J. T. Murphy. The Soviet Fighting Forces, by Major A. S. Hooper. Through Soviet Russia, eftir sama höfund. Our Debt to our Soviet AHy, by Joseph E. Davies. Framhald ú 4. síðu AUGLYSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM OOOOOOOOOOOvXXXXXí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.