Þjóðviljinn - 07.10.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.10.1943, Blaðsíða 2
ti' N.F Nú er að verða hver síðastur að kaupa ódýru Actabækurnar hjá Eymundsen og KRON. Sumar bækurnar eru þrotnar. Aðrar að þrjóta. Útsölunni að ljúka. Hrossakjotsmarkaður í Hafnarhvolí Valið nýslátrað tryppakjöt verður daglega á boð- stólum fyrst um sinn- Byrjar í dag kl. 3. Verð 2,10 í frampörtum — 3,20 í afturpörtum. — 2,50 í heilum skrokkum. Kappkostað verður fyllsta hreinlæti og vöru- vöndun. Þeir, sem þess óska geta fengið kjötið saltað í ílát, sem þeir leggja til. Sömuleiðis verða vönduð eikarkör til sölu á staðnum. K’jötið má einnig panta í síma 1651. TILKYNNING Viðskiptaráðið hefur ákveðið hámarksverð á stál- lýsistunnum kr. 57,50 heiltunnan, miðað við afhend- / ingu á framleiðslustað. Verð þetta gengnr í gildi frá og með 7. október 1943. Reykjavík, 6. október 1943. VERÐLAGSSTJÓRINN GERIZT ÁSKRIFENDUR ÞJOÐVILIANS Þjónn iasismans I prédik unarstólnum Bak við fláttskap, fölsuð rök, fellidóm um hrakta sök, bak við dómhring borðalagðan brjóstin kölduf stjömuglæst krossinn helgi hangir uppi hátt í þingsal dómstól næst... Þessar ljóðlínur Stefáns G. Stefánssonar komu mér í hug er ég var við messu s. 1. sunnu- dag hjá séra Jakob Jónssyni og heyrði ræðu hans. Eg hygg að hann hafi gengið lengra til þjón ustu á opinberum vettvangi, við það vald, er reis öndverðast við kenningu Jesú frá Nazaret og gerir enn í dag, en flestir aðrir stéttarbræður hans íslenzkir, og er þá langt til jafnað. Ræðan var svæsinn áróður gegn ákveðn um stjórnmálaflokki, sem klerk urinn auðvitað kallaði kommún- ista, því það var andinn frá Ber lín, sem sveif yfir vötnunum, ís- lenzkaður af Jónasi frá Hriflu, og nú, þegar orðin bárust á öld- um ljósvakans til fólks í þús- unda tali, og enginn til and- svara, var opið tækifærið til flutnings níðinu, um drengskap- inn þurfa þessir herrar ekki að fást, hans er aðeins krafizt þeg- ar það er höfðingjunum til hag- ræðis. Það, sem séra Jakob fann „kommúnistum“- til foráttu, var fyrst og fremst fjandskapur þeirra til kirkjunnar og þjóna hennar, þeir hæddust að trúar- lífi fólksins, og yíirleitt mettu aðeins hin veraldlegu gæði, allt annað væri einskis virði að þeirra dómi, en til að villa á sér heimildir, væru þeir að nudda sér utan í háar hugsjónir, því auðvitað væri kommúnisminn háleit og fögur hugsjón... Og þarna hitti nú klerkurinn nagl- ann á höfuðið. Nú er rétt að taka þessi orð guðsmannsins til nokkurrar at- hugunar. Kommúnisminn er háleit og FOST TINNA t fyrír VÉIstjóra, kyndara og rafvirKja. Okkur vantar frá 1. nóv. nokkra vana vélamenn, kyndara og rafvirkja í fasta vinnu 'utan Reykjavíkur. Húsnæði mun verða útvegað á vinnustaðnum og séð um vikulegar ferðir til Reykja- víkur. Viðtalstími kl. 4—6 næsta fimmtudag og föstudag á skrifstof- um okkar í Hamarshúsinu við Tryggvagötu. Upplýsingar ekki gefnar í síma. HX „SHELL" á Islandí fögur hugsjón, segir hann, en hverjir eru þá þeir, sem tileinka þessari hugsjón alla sína krafta, allt sitt líf? Það eru, því miður fyrir séra Jakob, „kommúnist- amir“. En hvernig hefur kirkj- an mætt þes'sari göfugu stefnu, sennilega tekið henni opnum örmum samkvæmt kenningu Krists? Nei, það er nú eitthvað annað. Hvar sem kommúnism- inn hefur bært á sér hefur kirkj- an og hennar þjónar búizt til varnar, og af hverju? Af því að kirkjan er og hefur verið í þjón ustu þeirra afla, sem beinlínis lifa á sundrung og fjandskap mannkynsins, og óttast þess- végna bræðralagshugsfónina meir en allt annað. Rússneska kirkjan á dögum keisaraveldis- ins verndaði ofsóknir aðalsins gegn varnarlausri alþýðu, lagði blessun sína yfir fangelsanir og fjöldamorð, og þegar fólkið bylti af sér okinu, þá stóð kirkj- an eftir sem nátttröll á vegin- um. Á Spáni tók kirkjan afstöðu með gagnbyltingunni, en það voru líka fínir menn, sem þar stóðu á bak við, brezkt, franskt, ítalskt og þýzkt auðvald. Og ís- lenzka auðvaldið vildi þá líka sýna sinn hug, það lét einn af æðstu prestum sínum þruma frá prédikunarstólnum þau fræði, að djöfullinn sæti nú við stjórn í Rússlandi og skæri upp he^ör um heim allan, og því bæri öll- um kristnum mönnum að vera vel á verði gegn fjanda þeim. Og séra Jakob Jónsson, sem segir að kommúnisminn sé há- leit og fögur hugsjón, tekur af- stöðu gegn henni, hann gjörist svo djarfur að vinna gegn þeirri stefnu, er var uppistaðan í öllu starfi meistarans frá Nazaret, slær sér á brjóst og hrópar út yfir landsbyggðina, ég er krist- inn maður, en ekki kommún- isti!!! Þeim er ekki velgjugjarnt þessum vígðu mönnum. Kommúnistar nudda sér utan í háar hugsjónir, sagði klerkur- inn. En hvað um aðra stjórn- málaflokka, koma þeir ekki ná- lægt háum hugsjónum? Jú, mik il ósköp, mundi séra Jakob vilja segja, þeir framkvæma þær all- ar, sérstaklega flokkur Eysteins bróður!! Og gæti nú ekki verið að þarna lægi hundurinn graf- inn? VJssuIega, ræða séra Jak- obs er samin til útvarpsflutn- ings sem áróður gegn Sósíalista flokknum, gegn samtökum al- þýðunnar, sem fasisminn ís- lenzki óttast mest, og hikar því ekki við að beita hinum ódrengi legustu aðferðum, ef einhver fæst til að framkvæma þær. k., MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Fimmtudagur 7. okt. 1943. Ríkisstjimia leíti heimildar Alþiagis Framhald af 1. síðu eða fylgja frekari breytingartil- lögum við frumvarpið. Alþingi 5. okt. 1943. Pétur Magnússon formaður, Brynjólfur Bjarnason frsm., Har aldur Guðmundsson, Magnús. Jónsson“. Þessi afgreiðsla nefndarinnar er mjög eftirtektarverð. Standi flokkarnir bak við fulltrúa sína í nefndinni, sem vænta má, þá er ríkisstjórninni með þessu fyr- irskipað að leita heimilda til þeirra fjárframlaga, er hún nu greiðir í heimildarleysi. Bíðá menn nú með eftirvæni ingu þess, er gerast muni í sam- bandi við þetta mál. Bernhard Stefánsson fulltrÚL Framsóknar í fjárhagsnefnd, vill vísa frumvarpinu frá, — svo sem vænta mátti. VERÐUR SEX-MANNA NEFNDIN FRAMLENGD? Brynjólfur Bjarnason flytui eftirtektarverða viðbótartillögu við dýrtíðarlögin (við frumvarp sitt) og mun þýðing hennar síð- ar rædd nánar. Hún hljóðar svo: „Við 1. gr. Aftan við frum- varpsgreinina, sem skal merkt a., komi stafliðurinn b., svo hljóðandi: Aftan við 4. gr. laganna bæt- ist: Meðan verð landbúnaðaraf- urða er ákveðið samkvæmt fyr irmælum þessara laga, skal nefndin endurskoða grundvöll vísitölu þeirrar, er um getur í 1 málsgr., eftir því sem ástæða þykir til, og ákveða verðið sam- kvæmt því fyrir 15. ágúst ár hvert“. Ef þessi tillaga yrði samþykkt ætti 6-manna nefndin að halda áfram störfum næstu ár og end- urskoða grundvöll vísitölunnar, þegar Alþýðusambandinu og öðr um aðiljum þætti ástæða til. Mfólkurmálid Framli. af 1. síðu. á sama tíma væri mjólk seld til setuliðsins hér og það jafnvel á lægra verði en íslendingar y rðu að greiða mjólkurframleiðend- um. Fjármálaráðh. kvaðst myndi flytja atvinnumálaráðherra (V. Þór) fyrirspurnirnar og vonað- ist til þess að hægt væri að svara þeim á næsta fundi. — I umræðunum um mjólkurmálið ✓ í neðri deild komu fram fyrir- spurnir um söluna til setuliðs- ins frá Emil Jónssyni, en var ekki svarað. I. 0. G. T. Basar verður í G. T.-húsinu á morgun kl. 4 s. d. Tekið verður á móti munum í G. T- húsinu í dag kl. 3—6 s. d. og eftir kl. 10 á morgun. NEFNDIIN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.