Þjóðviljinn - 07.10.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.10.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Cipborglnnt Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, sími 1530. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki Ferðafélag íslands ráðgerir að fara göngu og skíðaför á Langjökul um næstu helgi. Lagt verður af stað kl. 2 á laugardag og ekið austur að Hagavatni og gist í sæluhúsinu, eft- ir því sem rúm leyfir. Á sunnudags morgun gengið upp fyrir vatnið, út á jökul á Hagafell og þá líka á Jarl- hettur. Komið heim á sunnudags- kvöld. Farmiðar seldir í skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5 á föstu daginn til kl. 6. Hver áttl kjötlð? Framhald af 1. síðu. * tíðlega í Morgunblaðinu í gær, að S. í. S. hafi ekki átt það hrossakjöt, er kastað hafi verið í sjóinn fyrir nokkru síðan frá íshúsi einu hér í bæ. Hver átti kjötið? Getur for^tjóri viðkomandi ís- húss gefið upplýsingar um það? NÝJA Bté Kátir voru karlar (Pardon My Sarong). Söngvamynd með skopleik- urunum: BUD ABBOTT og LOU COSTELLO. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 11. f. h. AUGLYSIÐ í WOÐVILJANUM 0000000<X&00000<K>0 þ tíaknakiN Storm skulu þeir uppskera RAY MILLAND, JOHN WAYNE, PAULETTE GODDARD. Bönnuð fyrir börn innan 14 ára. Sýning kl. 6,30 og 9. Á refilstigum (A Gentleman After Dark) Brian Donlevy, Miriam Hopkins Preston Foster Sýnd kl. 5. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. LEIKFELAG REYKJAVIKUR / 9Í LENHARÐUR F0GETI“ eftir Einar H. Kvaran. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Alyktanír þíngs F.F.S.L Þingi F. F. S. í. lauk í gær. — Það tók um 30 mál til meðferð- ar. Yerða helztu samþykktir þess birtar hér í blaðinu eftir því sem rúm leyfir. 82 TONNIN ■ Alþýðublaðið segir söguna um 82 tonn frá Kaupfélagi Stykkis- hólms, sem skipað var fram í ág. til útflutnings til Englands og skipað upp í Reykjavík, vera uppspuna einn. Hvaðan kemur þessi skyndi- legi áhugi Alþýðublaðsins að hilma yfir það, að rottuétið kjöt, sem Englendingar henda^ úr skipsförmum, sé selt íslenzkum neytendum? Það þarf að rannsaka meðferð þessara 82 tonna af kjöti. Hér duga engar yfirhilmingar þeirra sem samsekir eru um hið hneykslanlega ástand í kjötsölu málunum. Amerisku auðhringarnir Pramh. af 3. eíöu. meginlandi Evrópu, — líf tuga íslenzkrq. sjómanna, — veltur á því hvort stríðið verð- ur vísvitandi dregið á lang- inn til þess að þóknast stór- veldisdraumum nokkurra amerískraa auðjöfra og gróða fíkn amerískra vopnahringa. DAGLEGA NÝ EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. cxxx>oooooooooooo» Gcrizt áskrifendur Þjóðviljans FAXAFLÓI SÉ OPNAÐUR ÖLLUM ÍSLENZKUM FISK- KAUPASKIPUM. Sjöunda þing Farmanna og fiskimannasambandsins, í skor- ar á ríkisstjórn íslands og viðskiptanefnd, aö vinna aö því eftir beztu getu, að frá næstu áramótum verði Faxa- flói opinn öllum íslenzkum fiskikaupaskipum, er sigla vilja með ísaðan fisk til Eng- lands, og leggur það fyrir stjórn sambandsins að hún beiti áhrifum sínum þar að lútandi við ríkisstjórn íslands Greinargerð. Þaö er vitanlegt að undan- farnar vertiðir, hafa þau ís- lenzku skip, sem hafa viljað kaupa fisk héf við ísland, oft orðið að bíða á hinum leyfðu fiskkaupahöfnum í langan tíma eftir afgreiðslu, vegna þess hvaö skipin eru mörg bæði íslenzk og erlend, sem þessa atvinnu hafa stundað, og eins og vitanlegt er, eru það aðeins tvær hafnir, sem komiö hafa aðallega til greina fyrir þessi áðurnefndu skip, þaö eru Vestmannaeyjar og Hornafjörður. Nú er einnig kunnugt að fiskimenn hér við Faxaflóa, og í öði'um veiðistöðum landsins, hafa beðið mikið tjón vegna þess að þeir hafa ekki getað selt afla sinn strax, og oft orðið aö bíða í langan tíma, til þess að afsetja hann. Þaö virð ist því vera orðið meira en mál til komið að hafizt verþi handa með að kippa þessu í lag. FRAMTÍÐARSTÆRÐ FISKI- SKIPA: 1. Landróðrabátar, þaö eru bátar er róa frá landi og koma að á kvöldin, þeir séu allt að 30 tonn að stærð. 2. Utilegubátar, það' eru bátar er róa meö línu og hafa beitingu rnn borð, þeir séu frá 80—160 tonna. 3. Togarar, er aðeins ætla að fiska fyrir innanlandsmarkaö, séu að stærð frá 50—180 tonna. 4. Togarar, fyrir utanlandssiglingar séu að stærð frá 400—600 tonna. Greinaargen* Það sem við viljum benda á með þessari tillögii okkar er þaö aö þær eru geröar eft- ir því sjónarmiði, sem við nú lifum á og eins og viðhorfiö var fyrir stríðið. Hvernig hag- anlegast veröur aö skipa pess um málum í framtíðinni, er mjög mikið komið undir því, hvemig viöskiptum okkar verður háttað eftir heimsstyrj öld þá er nú geisar. Verður okkar aöalútflutningsvara saltfiskur, eða frystur fiskur, eða jafnvel nýr fiskur kældur og þá fluttur út með flugvél- um. Um þetta getur engimi sagt, en stærð skipa okkar er mjög háð því hvað þar verður efst á baugi. KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN NINI ROLL ANKER: ELÍ OG ROAR sporin, hann leit niður yfir hvíta kjólinn, inn í hörunds- bjart andlitið. Aldrei hef ég séð þig eins skínandi ljósa og í dag. Hvað þú varst norræn þarna áðan á götunni! Hún hló aftur. Alveg það sama hugsaði ég þegar þú komst út, hann er svei mér norskur, þó svartur sé. Og mér sem sýndist þú vera eins og Frakki heima. Þetta ætlar að ganga ágætlega, Elí. Hann sleppti hendi hennar og tók undir handlegginn, og meðan þau gengu fast við hlið hvors annars upp eftir rue de Rennes, langri og grárri, sagði hann henni hvað gerzt hefði um daginn. Getur það verið satt, Elí? spurði hann mitt 1 frásögninni og stanzaði. Er þetta ég? Og hann hló og ýtti hattinum aftur á hnakka. En nýtízku tilhögun á rannsóknarstofunni! Eða þá vinnuhraðinn! Og það gekk bara vel með málið, hann hafði hitt franskan starfsbróður, sem hafði ferðazt um Noreg, og hafði hjálpað honum með allt sem þurfti, ef illa gekk að skilja, brugðu þeir fyrir sig þýzku. Röddin með Vestfjarðahreimnum söng í eyrum henni, Roar leit varla upp er hún leiddi hann yfir götu, allt varð hún að heyra og það strax. Svo fóru þau í neðanjarðarbrautinni til Lamarck, hann ætlaði að sjá, hvernig hún hefði komið sér fyrir áður en þau færu að borða. Það var í fyrsta sinn, sem Roar fór í neðanjarðarbraut, hann varð þögull, og athugaði með snögg um tillitum vagnana og fólkið sem með þeim var, og starði loks út á kölkuð brautargöngin, sneri sér við og við til Elí og brosti. — Þú verður að passa, að við förum út á rétt- um stað, þetta er fjandans mikil ferð á þeim. Þegar þau voru komin út, stökk hann eins og stráklingur upp trétröppurnar, er liggja til Montmartre frá Constan- tín Pecqueurtorginu, það var ekki meira en svo hún hefði við honum. Inn malarganginn að húsinu sínu leiddust þau, úti á tröppunum í dyravarðarhúsinu stóð madame Dupére, er hafði hjálpað Elí til að berja úr teppi fyrr um daginn. Bonjour madame, bonjour m’sieur, ga va bien? Allt and- lit digru konunnar varð eitt bros, hún horfði eftir þeim þar til dyrnar lokuðust að baki þeim. Ástfangin eins og rottur, tautaði hún og hló. En þegar þau voru komin inn í íbúðina sína hvíslaði Elí: Velkominn heim, Roar. Þegar hann loks sleppti henni; varð hún fyrir dálitlum vonbrigðum. En skrítin lykt hér inni, sagði hann. f Það er frá gasvélinni. Svona lykt er í öllum gömlum húsum hér í bænum. Rörin hljóta að vera óþétt. Það getur verið óhollt, Elí. Onei, það er svo heilnæmt að þú trúir því ekki! Og svo sofunq við fyrir oprium gluggum, Roar. Þetta eru ljótu húsgögnin! sagði hann. O, ekki ljótari en víða á norskum heimilum, með stytt- um og stjökum og pálmum og drasli, svaraði hún. Þá sneri hann sér einkennilega snöggt við og gekk inn í svefnherbergið. En hún tók eftir roðanum er læddist upp frá hálsi hans. Hún hreyfði sig ekki úr sporunum. Það voru þá styttur og pálmar, þar sem hann hafði átt heima.... Hann hló inni í svefnherberginu. Mér fannst þú segja, að hann væri piparkarl, sá sem hér ætti heima, Elí. Hann hefði átt að taka með sér rúmið! Annað eins hjónarúm hef ég ekki séð frá því ég kom til gömlu frúarinnar í Reistad. Hún kom inn til hans, smeygði hendi undir handlegg hans og þau horfðu bæði á breiða rúmið, búið rúmfötum hennar. Þeir eru eðlilegir, hér niðri frá, Roar, hún hikaði dálítið, — og í'úmin þeirra segja frá! Kaldir karlar! hann hló við. Hún roðnaði. Nei, þeir eru bara öðruvísi en við. Eg borðaði með fjöl- skyldunni, sem ég leigði hjá þegar ég var hér síðast, og ég man að foreldrarnir voru að reyna að útvega átján ára syni sinum vinkonu, sem væri heilbrigð og skemmtileg, þau

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.