Þjóðviljinn - 10.10.1943, Page 1

Þjóðviljinn - 10.10.1943, Page 1
8. árgangxir. Sunnudagur 9. október 1943. 227. tölublað. Þjóðviljinn 8 síðiir! Herðið fjársöfnunina fyrir stækkun Þjóðviljans. Framlögum í blaðsjóð Þjóð- viljans er veitt móttaka á skrif- stofu Sósíalistaflokksins, Skóla- vörðustíg 19. ÞjóðViljinn 8 síður! PijsUl hriiiii Mi ir Kákasiis Sádusíu leífar pýzha og rútnenska hersfns á Tamanskaga gersigraðar Tuffugu þúsund þjódverjar féllu í lokabardögunum Síðustu leifar þýzka og rúmenska hersins hafa verið hraktar burt úr Kákasus. í dagskipun er Stalin birti í gær, segir að fasistaherirnir á Tamanskaga hafi verið gersigraðir, eftir langa og harða bardaga, þar sem sótt var að hersveitum fasista bæði af landi og sjó. Sjóliðar Svartahafsflotans tóku mikinn þátt í bardög- unum. í lokabardögunum um Tamanskaga féllu 20 þús- und fasistahermenn, en 3000 voru teknir til fanga. í dagskipuninni leggur Stalin áherzlu á aö sigurinn á Tamanskaga sé mjög mik- ilvægur, þvi aö Þjóðverjar hafi getaö varið öfluglega stöðvar sínar á Krím meðan þeir höfðu fótfestu í Kúban- héraðinu í Vestur-Kákasus, og þaðan hafi einnig veriö hætta á að fasistar notuöu stöðvar sínar í Vestur-Káka- sus til nýrrar sóknar inn í landið. Rússar tóku mjög mikið herfang á Tamanskaga, þar á meöal mikið af skriðdrek- um og fallbyssum. Rauði herinn heldur áfram sókn fyrir vestan Dnépr, þrátt fyrir geysiharða vörn Þjóðverja. Suðaustur af Krem entsúk hafa Rússar komið þungum skriðdrekiun yfir Dnépr á flotbrúm. í sókninni í Hvíta-Rúss- landi nálgast rauði herinn Vítebsk og tók í gær járn- brautarbæ, 40 km. frá Vítebsk á brautinni frá Smolensk. Norðar, á Nevelsvæðinu, sækja Rússar einnig fram, og tóku í gær marga bæi og þorp. imihhéhMb i niiihur- siMri oir kniafl afl slrafla Mr saiasilunnar Jðn Brynjálfsson staðfestir f viðtali við Alþýðublaðið frásðgn Sigfúsar Sigurhjartarsonar um þetta mál Forstjóri samsölunnar, herra Halldór Eiríksson hefur sent Þjóðviljanum bréf, sem hér fer á eftir. Þjóðviljinn birtir þetta bréf með mikilli ánægju, því það sýnir eins ljóslega og frekast verður kosið, hvérs konar menn það eru, sem séra Sveinbjörn Högnason hefur í samstarfi til að viðhalda hinu „óþolandi“ á- standi í mjólkursölumálunum. Bréfið er fleipur eitt og útúrsnún- ingur, og hefði jafnvel sjálfur séra Sveinbjörn naumast komizt lengra í auðvirðilegum málflutningi en forstjórinn kemst í bréfi þessu. Fleipur sitt byggir forstjórinn á því, að í fyrirsögn blaðs- ins af frásögninni af upplýsingum Sigfúsar, hafði misprentazt „mjólkursamsölustjóm“ fyrir mjólkursölunefnd, en í frásögn- inni sjálfri var skýrt fram tekið, að Jón Brynjólfsson væri full- trúi Alþýðusambandsins í mjólkursölunefnd, og sem slíkiun hefði forstjórinn neitað honum um að skoða bækur samsölunn- ar. Þessa frásögn hefur Jón nú staðfest, og er forstjórinn því uppvís að því athæfi, að dylja bækur þessarar stofnunar fyrir manni, sem á skýlausan rétt á að kynna sér þær. Bréf forstjórans er svohljóðandi: „Eg leyfi mér hérmeð að fara þess á leit, að þér þirtið eftirfarandi lín- ur í Þ.ióðviljanum: í Þjóðviljanum, 8. þ. m., er frá því skýrt, að Sigfús Sigurhjartarson al- þingismaður, hafi upplýst á Alþingi, daginn áður, að ég,, sem fram- kvæmdasljóri Mjólkursamsölunnar. banni „meðlimum mjólkursamsölu- Framh. á 2. síðu. Bandaríski herinn bjóst til árása norð- ur yfir Volturno Brezki áttundi herinn hrindir gagnárásum þjððverja Fimmti bandaríski herinn býr sig til árása á stöðvar Þjóðverja á norðurbakka Vol- tumoárinnar, norður af Na- poli, segir í fregnum Banda- manna í gær. Stórskotaalið beggja hern- aðaraðila heldur uppi skot- hríð yfir fljótið, og draga báð ir saman lið og hergögn. Fréttaritarar segja að ó- veður hamli hernaöaraðgerð- um á Ítalíuvígstöðvunum. Einn brezkur fréttaritari á vígstöðvunum norður af Na- poli tekur sérstaklega til þess að dögum saman hafi engar þýzkar flugvélar sézt, og virð- ist Bandamenn hafa alger yf- irváð í lofti. Áttundi brezki herinn hef- ur hrundið árásum Þjóðverja á vígstöðvunum noröur af Termoli. Mánínn lidur Kvikmynd eftir sögu Stein becks sýnd í Nýja bíó. Nýja bíó byrjar í dag að •sýnja kvikmyndina Máninn líður, sem gerð er eftir sam- nefndri sögu ameríska rit- höfundarins John Steinbeck. Sagan lýsir lífinu í litlu þorpi, sem Þjóöverjarnir hafa hemumið og þögulli baráttu fólksins, sem ekki vill láta hugast. Leningradsimfonía Sostakovitsj leikin i útvarpið i dag í miðdegistónleikimum í dag, kl. 3, verður flutt af hljómplötum Leningrad- simfónían eftir rússneska tónskáldið Dimitri Sosta- kovitsj. Það er simfóníu- hljómsveit National Broad casting og Company sem leikm- undir stjóm ítalska snillingsins Toscanini. Sostakovitsj er eitt fræg- asta núliíandi tónskáld Rússa. Þessi hljómkviöa sem er hin sjöunda frá hans hendi, er samin í Leningrad meöan þýzkí herinn sat um borgina. i isuar spreign ast í biriir l Dusliir-PðsliaH Síðastliðinn sólarhring hafa sprengjuflugvélar Breta og Bandaríkjamanna gert harðar árásir á fjölda þýzkra borga. Einna mesta athygli vekur að bandarískar sprengjuflugvél- ar hafa gert árásir á borgir í Austur-Prússlandi, Pommern og Pól'landi. Brezkar Mosquitoflugvélar vörpuöu sprengjum á Berlín, og' árásir voru einnig geröar í fyninótt á Hannover, Brem en og hollenzkar borgir. Undanfarna tíu daga hafa Bandamenn gert fjórar loft- árásir á Emden, þrjár á Hann over og tvær á Frankfurt, auk níu annarra mikilvægra borga. Af sprengjuflugvélunum sem árásirnar geröu 1 fyrri- nótt, fórust þrjátíu og ein. Þorsteinn H. Hannesson Hljómleikar Þorsteins H. Hannessonar Þorsteinn H. Hannesson, sem er á förum til Englands til fram haldsnáms í sönglist, efndi til kveðjuhljómleika í Gamla Bíó Framh. á 2. síðu llerkjasala Blindra- félagsins er í dag Merkjasala Bhndrafélagsins er í dag Félagið er félag blindra manna og starfar að hagsmunamálum þeirra. Hefur félagið starfrækt vínnustofu þar sem 7 blindir menn hafa unnið. Er þetta húsnæði í kjallara, og er einn ig orðið alltof lítið, er því brýn þörf fyrir betra og stærra húsnæöi. Þá á félagið safn bóka meö blindraletri, en til þess að auka það skortir félagið fé og verður ágóðanum af merkjasölunni í dag m. a. var iö til þess að stækka bóka- safnið. Sovétsendiherrann Bogomoloff kominn til Alsír Hacmillan og André Philippe i London Bogomoloff, sendiherra Sovétríkjanna hjá frönsku þjóðfrelsisnefndinni kom til Alsír í gær, og afhenti skil- ríki sín. brezkri fregn að sovétsendisveit sé til Alsír innan Segir fjölmenn væntanleg skamms. Harold Macmillan brezki ráöherrann i Norður-Afríku, kom til London í gær, og mun gefa brezku stjórninni skýrslu um samningana viö Badoglio. André Philippe, innanríkis- ráðherra frönsku þjóðfrelsis- nefndarinnar, er einnig kom- inn til London. Reykvíkingar hafa hvað eftir annað sýnt aö þeir eru reiðubúnir til þess að styrkja nauðsynjamál, sem þetta þegar til þeirra er leitáð. Minnist þess í dag Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.