Þjóðviljinn - 20.10.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.10.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. október 1943. ÞJÓÐVILJINN &0tmuum Útgefandi i Sa. ’iningarflokkar alþýSn — S6s._iiitafIokkannn Ritstjérar t Einar Olgeiraaon Sigfúa Sigurhjartaraon (áb.) Ritatjórn: GarSaatraeti 17 — Víkingaprent Sfmi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif— stofa Skólavörðustíg 19, neðstu hæð. Víki ígsprent, h.f. Garðastr. 17. (______________________________ Stríð gegn einrsði auðhringanna Hið stríðandi mannkyn er að berjast við hin grimmúðugustu einræðisöfl, sem uppi hafa ver- ið. Einræði fasismans er á kom- ið af nokkrum einræðishringum atvinnulífsins, sem sáu fram á það, að þeir fengju ekki haldið valdi sínu og arðránsaðstöðu, nema koma á einræði í stjórn málum eins og í atvinnumál- um. Allar þjóðir hafa í þessu stríði fengið dýrkeypta reynslu af því, hvert skaðræði einok- unarhringarnir eru. Alstaðar hafa þeir reynzt frumkvöðlar harðstjórnarinnar og svo líka erindrekar fjandmannanna, þeg ar hagsmunum yfirstéttarinnar var öruggast borgið með því að opna landið fyrir fjandmanna- hernum. Það voru auðhringar Frakklands, sem sviku landið í hendur nazista. Það voru auð- hringar Breta, sem studdu Hitl er. Það voru auðhringar Amer- íku, sem birgðu Japani að stáli, járni og olíu, svo þeir gætu ráð izt á Kína og Engilsaxa. Það var Standard Oil of New Jer- sey, eitt voldugasta auðfélag heims, sem gerði hinn alræmda samning við þýzka auðfélagið I. G. F. og leyndi samkvæmt honum herstjórn Bandaríkj- anna aðferðinni við að fram- leiða gervigúmmí. Þegar glæsilegustu sigurfrétt irnar bárust nýlega af austur- vígstöðvunum og frá Ítalíu féllu hlutabréf þessara félaga á kauphöll New York-borgar. Auðjöfrunum leizt ekkert á, ef stríðinu skyldi ljúka í ár. Það er barizt fyrir lýðræði í heiminum og það verður ekkert varanlegt og öruggt lýðræði, ef örfáir, forríkir auðhringar fara með öll völd í atvinnulífi þjóð- anna. Skilyrðið fyrir lýðræði og öruggri afkomu almennings, fyrir frelsi og friði í framtíð- inni er að vald einræðishring- anna sé algerlega brotið á bak aftur. Vér Islendingar kynntumst í síðustu viku drottnunargirni og skefjalausri frekju síkra hringa enn einu sinni. Olíuhringarnir dirfðust að setja þjóð og ríkis- stjórn Islands skilyrði, rétt eins og íslendingar væru undirorpn ir þrælar þeirra og yrðu að beygja sig í duftið fyrir þeim. Olíufélögin heimtuðu einræði sér til handa um olíuverzlun landsins, kröfðust þess, að öll- um íslendingum, nema leppum forríkra útlendinga, væri bann- Utanríkispólitik Bandaríkjanna C. A. wYúís, fréttaritari General News Servíce í Bandaríhjunum ritar í greín þessari um utanríbisráðuneyti Band- rikjauna og stefnu þess Bandaríki Norður-Ameríku eru tvímælalaust voldugustu ríki heimsins. Utanríkispólitík þeirra, eða að sumra dómi sem ég álít rangan — vöntun á ut- anríkismálastefnu, er þess vegna mjög mikilvæg fyrir öll önnur lönd heimsins, og þó sér- staklega fyrir bandamenn þeirra. Utanríkispólitík Bandaríkj- anna hefur einnig mjög mikla þýðingu fyrir Hitler, enda hef- ur málpípa hans, Göbbels, lagt sig fram til að skýra einstakar staðreyndir í viðskiptum Banda ríkjanna við umheiminn, frá sínu sjónarmiði. En það ma ekki fæla okkur frá því að veita þessum staðreyndum nána athygli, því þær snerta okkur mjög, bæði hvað styrjaldar- rekstrinum við kemur og friðn- um. Fyrst er ástæða til að taka það fram, að gagnrýni á utan- ríkisráðuneyti Bandaríkjanna er mun harðari, að maður segi ekki ósvífnari, heima í Banda- ríkjunum, en nokkurs staðar annarsstaðar. , Eg minnist þess ekki“, sagði hinn kunni útvarps fyrirlesari Alistair Cook 28. ág., „að nokkurntíma síðastliðin tíu ár hafi komið fram jafnmikil gagnrýni á utanríkisráðuneytið, frá jafn mörgum og ólíkum öfl- um í Bandaríkjunum.11 Og einmitt í þeim mánuði fékk skoðanakönnun Gallups, er hefur unnið sér orð fyrir það hve ábyggileg hún sé, þau óvæntu úrslit að aðeins fimm Bandaríkjamennn af hundraði teldu utanríkisráðuneytið full- trúa fyrir skoðanir sínar á utan- ríkismálum. Þriðja áfallið fyrir diplómat- ana, snemma í þessum sama mánuði, var árás frá hinu virðu lega blaði New York Times, er til þessa hefur verið einn öflug- asti verjandi stefnu Cordell Hulls. „Stjórnarsérfræðingar hafa flutt forsetanum þá niður- að að verzla með mestu nauð- synjavöru sjávarútvegsins. Olíu félögin heimtuðu verzlunar- frelsi með olíu með öllu afnum- ið og einokun á setta þessari fimmtu herdeild erlends auð- valds til handa. Það lætur engin þjóð, sem ann frelsi og vill hafa hjá sér lýðræði, bjóða sér slíkan yfir- gang. Hið eina og sjálfsagða svar við slíkum einræðiskröfum er að banna starfsemi slíkra ein ræðishringa, veita með aðstoð ríkisins olíukaupendum nauð- synlega hjálp til þess að geta notið frelsis á þessu sviði, að svo miklu leyti sem það er mögulegt, meðan slíkir einræð- ishringar drottna erlendis. Baráttan gegn yfirráðum olíu hringanna og annarra auð- hringa er veigamikill þáttur í baráttunni fyrir lýðræðinu í heiminum. Og það er ekkert, sem ætti að geta hindrað ís- lenzku þjóðina 1 að heyja það stríð fyrir lýðræðinu unz full- ur sigur er fenginn. stöðu að utanríkisráðuneytið sé ekki starfi sínu vaxið, og það á tíma þegar það verður að taka á sig hin stórkostlegu verkefni komandi friðarsamninga. Sendi herrar erlendra ríkja eru for- viða á þeim andstæðum sem fyrir eru meðal háttsettra em- bættismanna.“ New York Times er stuðnings blað stjórnarinnar. En hin vold- ugu blöð Repúblikanaflokksins hafa að sjálfsögðu verið and- stæðari hinni opinberu stjórn- arstefnu. Ýmis smáblöð repú- blikana eru alveg ábyrgðarlaus í slíkum málum og blaðahringir hinna fyrrverandi einangrunar- sinna, svo sem Hearst og Mc Cormick-blöðin, eru engan veg- inn fulltrúar álits almennings í Bandaríkjunum yfirleitt né flokksmanna repúblikana. Hins vegar verður að taka til- lit til svo vinsælla og voldugra blaða og New York Herald Tri- bune, sem eru lifandi afl í bandarísku lýðræði, og dómar þeirra um utanríkisráðuneytið vekja víðtæka athygli og eiga það skilið. Þegar í marz s.l. skrifaði einn þekktasti blaða- maður Bandaríkjanna Walter Lippmann, í Saturday Evening Post (blað sem þekkt er fyrir andstöðu við Sovétríkin): „Það eru Bandaríkin, en ekki Sovét- ríkin, sem nú eru orðin mesta fáðgáta heimsins.“ í maí var Oscar Lange, að- stoðarritstjóri Herald Tribune, kvaddur til Hvíta hússins af forsetanum og Cordell Hull, vegna þess að blað hans hafði stöðugt gagnrýnt utanríkispóli- tík stjórnarinnar. Um sama leyti birti New York Post harða ádeilu á utanríkispólitík Banda- ríkjanna, og hélt því fram að hún stefndi að myndun ríkja- bandalags gegn Sovétríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu, og því að nota hernaðarlega og fjár- hagsyfirburði til að neyða Bret- land inn á línu Bandaríkja- stjórnar í alþjóðamálum. „Það er ískyggilegur mögu- í leiki,“ sagði New York Post, i að utanríkispólitík Bandaríkj- ! anna stefni að því vitandi vits að mynda í Evrópu bandalag íhaldssamra, hálffasistískra eða fasistískra ríkja sem varnar- garð gegn Sovétríkjunum. ... Erum við að nota hið mikla áhrifavald Bandaríkjanna í al- þjóðamálum til að neyða Breta til einskonar afsláttarstefnu? Erum við að undirbúa ný stór- kostleg vonbrigði fyrir hinar kúguðu Evrópuþjóðir? Við lítum svo á að hin ægi- lega hætta af nýrri heimsstyrj- öld hafi verið vakin upp af Bandaríkjunum og þeim ein- , ,, tt um. Það er ekki erfitt að finna á- stæðuna fyrir þessari ólýðræð- islegu stefnu eins mesta lýð- ræðisríkis heimsins. Þrásinnis hefur verið bent á það óhemju vald sem auðhringarnir hafa. Samruni fjármála- og stjórn- málaáhrifa er kominn á hátt stig í Bandaríkjunum, og það eru áhrif auðhringanna, sem mega sín meira í leyndarsölum utanríkisráðuneytisins, en rödd almennings, sem ekki fær að greiða atkvæði sitt nema fjórða hvert ár. Það hefur jafnan loðað við milliríkjamál að auðvelt er að koma þar við kænlega duldum áhrifum. Og hinir voldugu auð- hringar líta á utanríkisráðuneyt ið sem nytsamt verkfæri. Þar eru að starfi fjöldinn allur af lögfræðingum, er áður hafa unn ið fyrir auðhringana, og menn með önnur sambönd við hinar margvíslegu greinar stórauð- valdsins. Hinir miklu einokunarhring- ar telja yfirráðin í utanríkis- ráðuneytinu mjög mikilvægt atriði, og ekki að ástæðulausu. Raymond Gram Swing, einn kunnasti útvarpsfyrirlesari Bandaríkjanna, sagði 29. ág. s.l.: „Utanríkisráðuneytið er voldug asti hluti Bandaríkjastjórnar- innar.“ Það er fjarri því, að þetta sé mál er ekki komi hinum sam- einuðu þjóðunum við. Banda- ríkjamenn eru ekki myrkir í máli er þeir gagnrýna stjórnar- stefnu grannríkja sinna og bandamanna, samkvæmt þeirri heilbrigðu grundvallarreglu að „heimurinn sé einn og óskipt- ur“. Og aðgerðir bandarískra stjórnmálamanna í utanríkis- málum eru að sjálfsögðu mjög mikilvægar fyrir þjóðirnar sem þær snerta. Afl hinna sameinuðu þjóða mun verða 1 réttu hlutfalli við það gagnkvæma traust, er ríkir þeirra á milli. Bæði aflið og traustið hlýtur að byggjast á grundvelli lýðræðisins. Skiln- ing á því „verða Bandaríkja- menn að öðlast ef takast á að byggja frið á heilbrigðum grundvelli“, skrifaði brezki stjórnmálamaðurinn A. J. Cum- mings nýlega. Það eru sterk og heilbrigð öfl í Bandaríkjunum, sem gera sér þetta ljóst. Cummings var ekki langt frá ritstjórnargreinum í hinum áhrifamiklu blöðum Was hington Post og New York Post, er hann heldur áfram: „Eg tel það ekki sigurvænlegt að afsala okkur pólitískri dómgreind í hendur bandaríska utanríkis- ráðuneytisins; með því að láta alltaf undan Washington þegar um er að ræða afturhaldssama ákvörðun varðandi eftirstríðs- stefnuna í Evrópumálum. Við höfum þegar gengið allt- of langt í þess háttar afslætti, er oft hefur haft slæmar og ó- þægilegar afleiðingar.“ Sönn eining á stríðs- og frið- artímum milli tveggja stór- þjóða getur ekki byggt á þögn varðandi þessa erfiðleika. í þess j um málum eins og flestum öðr- ! um slíkum á það við að „þögn- in er háværasta lygin.“ j Lýðræðisöflin í Bandaríkjun- f um viðurkenna þá staðreynd, að heilbrigð og vingjarnleg, en þó einbeitt gagnrýni, frá banda mönnum þeirra, eykur þeim styrk í baráttunni við baktjalda áhrifin í utanríkispólitík hinnar voldugu þjóðar þeirra á þessari örlagastundu sögunnar. Félag Suðurnesja- manna í Reykjavik Félag Suðumesjamanna í Reykjavík var stofnað hér í bænum s.I. sunnudag. Á stofnfundinum gengu unt 100 manns í félagið. Formaður félagsins var kos- inn Egill Hallgrímsson kennari. Aðrir í stjórninni eru þessir: Ársæll Árnason bóksali, Friðrik Magnússon stórkaupmaður, séra J ón Thorarensen og Tryggvi Ófeigsson forstjrói. Félagið mun starfa á svipuð- um grundvelli og önnur byggða félög hér í bænupm. Mjólfcm í sani~ eíottðn þingi Tillaga Alþýðuflokksmanna um að stöðva mjólkursölu til setuliðsins var til umræðu í sameinuðu Alþingi. Ekki varð umræðum lokið. Séra Svein- björn taldi að mjólk sú sem setuliðið fær nemi nú nær 5 þús. 1. á dag, en hefði áður num ið um 8 þús. 1. Hann hélt því fram að ástand mjólkurbúða Alþýðubrauðgerðarinnar væri svo slæmt að heilbrigðisnefnd hefði ákveðið að loka þeim ef þær yrðu ekki lagfærðar fyrir 1. des. Haraldur Guðmundss. kvaðst taka þessar upplýsingar Svein- bjarnar með sömu varúð og allt annað er hann segA. Ármann Áætlunarferð til Snæfells- nesshafna og Búðardals í dag. Flutningi veitt móttaka fram eftir degi eftir því sem rúm leyfir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.