Þjóðviljinn - 23.10.1943, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 23.10.1943, Qupperneq 2
2 ÞJ0ÐVILJINN Laugardagur 23. október 194$, I. 0. G. T. Barnastúkurnar í Reykjavík hefja starfsemi sína í G. T.-hús inu í Reykjavík, sem hér segir: St. Æskan nr. 1, sunnudaginn 24. október kl. 3,30. St. Svava nr. 23, sunnudaginn 31. október kl. 1,15. St. Unnur nr. 38, sunnudag- inn 21. nóv. kl. 1,15. St. Díana nr. 54, sunnudag- inn 31. okt. kl. 3.30. St. Jólagjöf nr. 107, sunnudag inn 31. okt kl. 1,30 í barnaskóla húsinu á Grímsstaðaholti. Foreldrar! Athugið það, að börnin þarfnast félagsskapar og starfs. Látið þau ganga í Góðtemplararegluna, þar eru þau ’í góðum félagsskap, og Isera að vinna markvíst og á- kveðið að góðum málefnum. Börn! Mætið vel og stundvís lega og komið með nýja félaga í stúkuna ykkar. Mætið öll. Þinggæztumaður ungtemplara. muniðT»^ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 oooooooooooooooo Sæmundur Ólafsson, forstjóri kexverksmiðjunnar Esja og meðlimur í stjórn Alþýðusam- bandsins, hefur nú birt „ævi- sögu“ mína í Alþýðublaðinu. Það var að vísu ekki vitað fyrr að Sæmundur byggi einnig yfir hæfileikum til sagnaritunar, en því meiri ástæða er til að óska Alþýðuflokknum til hamingju með manninn og greinina, þar sem hvort um sig er öðru sam- boðið. Það væri mikill misskilning- hjá Sæmundi ef honum skyldi hafa flogið það í hug, að ég færi að deila við hann um ævi- feril minn, enda þótt hann gefi í grein sinni tilefni til marg- þættra málshöfðana. Verklýðshreyfingin hefur, sem stendur, engan brennandi áhuga fyrir ævisögum ein- stakra manna, hvorki minni né Sæmundar Ólafssonar. En hún hefur því meiri á- huga fyrir því, að eining verka- lýðsins og styrkur vaxi dag frá degi og að sú stund nálgist sem fyrst, er sameinuð verk- lýðsstétt verður þess megnug ! að hnekkja völdum auðvalds- ins og leggja grundvöllinn að efnalegri velmegun og blóm- legri menningu allrar alþýðu landsins. S.K.T.-' dansleikur £ Góðtemplarahúsinu í kvöld kl. 10 — Aðeins eldri dansarnir. Aðgöngumiðar frá kl. 2,30, sími 3355. Dansinn lengir lífið! S. Q. T. dansleikur verður í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10 ÞRÁTT FYRIR FYRRI AUGLÝSINGAR UM HIÐ GAGNSTÆÐA. Aðgöngumiðar kl. 5—7, sími 3240. Danshljómsveit Bjarna Böðvarssonar spilar. ", ... v - - Unglinga eða eldrafölk vantar okkur til áð bera ÞJÓÐVILJANN til kaupenda í eftir- töld bæjarhverfi: MIÐBÆR VESTURGATA RÁNARGATA ÁSVALLAGATA TJARNARGATA Létt hverfi. Gott kaup. Afreiðsla ÞJÓÐVILJANS, Skólavörðustíg 15 — gjmj 2184, Kaupendur Nýja tímans í Reykjavík eru beðnir að koma á afgreiðslu Þjóðviljans eða skrifstofu Sós- íalistaflokksins, Skólavörðustíg 19, og greiða árgjald yfirstand- andi árgangs, þar sem ekkl eru tök á að innheimta blaðið á annan hátt. AFGREIÐSLA NÝJJA TÍMANS Út frá þessu sjónarmiði verk- lýðsgtéttarinnar mun ég því aðeins svara þeim atriðum í grein Sæmund, er máli skipta. 1. Því hefur verið slegið föstu, að Sæmundur Ólafsson hafi ómerkt eigin undirskrift og atkvæði í sambandsstjórn, er hann réðist 1 Alþýðubl. á samþykkt hennar um stofnun bandalags alþýðusamtakanna. Sæmund grunar, að maður, sem þannig hagar sér, hafi fyr- irgert heiðri sínum og trausti og að undirskrift slíks manns verði framvegis ekki tekin gild. Hann reynir því að bjarga sér úr klípunni, en því miður fyrir hann hefur sú tilraun end- að með því, að hann getur nú enganveginn losnað. Sæmundur segir í grein sinni: „Eg hef aldrei skrifað undir áðurnefnd glögg, enda hafa þau aldrei legið frammi til undir- skriftar“. En hvað segja staðreyndir, sem ekki verða umflúnar með ævisagnaritun? Fyrir framan mig liggur af- rit af bréfi, til Stefáns Pét- urssonar, dagsett 22. júlí s.l. og undirritað af forseta og rit- ara Alþýðusambandsins. Bréfið var birt í Alþbl. og hljóðar sá hluti, er fjallar um ógæfu Sæ- mundar, á þessa leið: „1. Að loknum fjórum ítar- legum umrœðum í miðstjórn, var stefnuskrá bandalags vinn- andi stétta ásamt viðkomandi ávarpi miðstjórnar Alþýðusam- bandsins samþykkt ÁN Á- GREININGS í fullskipaðri mið- stjórn, með virkri þátttöku hvers einasta miðstjórnar- manns. Um þetta segir orðrétt í fund- argerð miðstjórnar frá 2. júlí s.l.: „Fyrir lá frumvarp að ávarpi og stefnuskrá fyrir bandalagið, nokkuð breytt frá síðustu um- ræðu. Samþykkt eins og það lá fyr- ir, með samhljóða atkvæðum allra viðstaddra“. Fundargerð undirrita þessir menn: Guðgeir Jónsson, Björn Bjarnason, Sigurður Guðnason, Þór. Kr. Guðmundsson, Her- mann Guðmundsson, Eggert Þorbjarnarson, Jón Rafnsson, Jón Sigurðsson, Sæm. Elías Ólafsson“. Er Sæmundi Ólafssyni nú ljóst, hvar hann er staddur með fullyrðingu sína um að hafa ekki greitt atkvæði með stefnu- skrá og ávarpi og það meira að segja án nokkurs ágrein- ings? Ennfremur. í 5. tbl. Vinn- unnar, tímariti Alþýðusam- bandsins, er birt ávarp Alþýðu- sambandsins. Undir því eru eftirtöld nöfn: Guðgeir Jóns- son, Stefán Ögmundsson, Björn Bjarnason, Sæmundur Ólafsson, Jón Sigurðsson, Þórarinn Guð- mundsson, Hermann Guð- mundsson, Jón Rafnsson, Sig- urður Guðnason. Er Sæmundi Ólafssyni nú ljóst, hvað það þýðir, að hafa nafn sitt undir ákveðnu plaggi, en lýsa því síðan yfir, að það sé þar ekki? 2. Sæmundur Ólafsson minn- ist á þann lið stefnuskrárinn- ar, er fjallar um sjálfstæðis- mál íslendinga og segist hafa „varað við“ henni. Aftur skulum við láta stað- reyndirnar tala. Eftir að for- seti og ritari Alþýðusambands- ins hafa lýst því yfir, að stefnu- skrá og ávarp fyrirhugaðs bandalags hafi verið samþykkt í miðstjórninni „án ágreinings“, einnig með atkvæði Sæmund- ar sjálfs, segir svo í fyrrgreindu bréfi til gt^fáns Péturssonar^j P „2. Miðstjórn Alþýðusam- bandsins veit ekki til þess, að innan hennar vébanda hafi komið fram sú skoðun, að sjálf- stœðismál Islands væru hinum vinnandi stéttum, eða hags- munasamtökum þeirra, óvið- komandi. — Þvert á móti segir svo í fyrrnefndu ávarpi mið- stjómar í 5. tbl. Vinnunnar um þessi mál: „Alþýðusamband íslands tel- ur, að hin vinnandi þjóð verði að láta sig sjálfstæði landsins miklu skipta, og hefur þá m. a. í huga þá staðreynd, að engin stétt í þjóðfélaginu á daglega afkomu sína eins nábundna þjóðernislegu sjálfstœði íslands og alþýðan, og að alþýðan sjálf verður að taka forystu í sjálf- stæðisbaráttunni og skoða hana sem eitt af brennandi hags- munamálum sínum ... “ Um pólitísk hagsmunamál vinnandi stétta getur vitanlega ékki verið að ræða, enda þótt þau geti verið þess eðlis, að fólk með ólíkar stjórnmála- skoðanir, geti sameinazt urn þau“. Er Sæmundi Ólafssyni nú ljóst, hvar hann stendur með tilliti til sjálfstæðismálsins og verklýðshreyf ingar innar ? Eða ætlar hann að hræða Al- þýðusambandið frá afstöðu í sjálfstæðismálinu, af því að í því máli stendur Alþýðuflokk- urinn einn uppi, og klofinn þó, á móti allri þjóðinni? Sannleikurinn er sá, að hér er fyrst og fremst deilt við Alþýðuflokkinn um sjálfstæði Alþýðusambandsins, um það, hvort Alþýðusambandið á að láta pólitíska flokka segja sér fyrir verkum, . eða ekki. Það er óumdeilanlegur vilji verkamanna, að Alþýðusam- bandið sé sjálfstæð stofnun, einnig um það, hvaða afstöðu það tekur til sjálfstæðismáls Islendinga. 3. Hvorki Sæmundur Ólafs- son né neinn annar forystu- maður Alþýðuflokksins ætti að minnast á fjármál verklýðs- hreyfingarinnar. Hinsvegar mun almenningur fá tækifæri til að kynnast „fjármálastarfsemi“ þeirra í Fulltrúaráði verklýðsfélaganna. Að lokum þetta: íslendingar hafa frá fornu fari byggt þeim mönnum út úr siðuðu samfélagi, sem svarið hafa sannanlega rangan eið. Myndi ekki svipaður dómur hæfa Sæmundi Ólafssyni, er hann hefir á opinberum vett- Vélsmiðjan Jðtunn sýknuð Hinn 20. febrúar s. 1. var Vél- smiðjan Jötunn dæmd til að greiða kr. 8.000,00 sekt fyrir óleyfilega notkun húsnæðis. Vélsmiðjan áfrýjaði máli þessu til hæstaréttar og var sýkhuð með dómi hæstaréttar 13 þ. m. í dóminum segir m. a. svo: „Umboðsmenn aðilja hafa hér fyrir dómi verið á einu máli um það, að húsnæði því, sem í máli þessu greinir, hafi að fullu verið brwtt í einkaíbúð hinn 18. janúa'r 'þú a! Telja verður það meginreglu í íslenzkri lög- gjöf, að ákvæði dóms eða úr- skurðar um dagsektir á hendur aðilja verði ekki fullnægt, hvorki með aðför né afplánun, ef því er að skipta eftir að hann hefur gengt þeirri skyldu. sem knýja átti hann til með dagsektum, sbr. 2. mgr. 193. gr. laga nr. 85/1936 og áður 4. gr. laga nr. 13/1925. Samkvæmt þessu ber að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi. 1 Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir hæsta- rétti falli niður. Því dæmist rétt að vera: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur“. vangi reynt að sverja af sér vottfesta eiginhandarundir- skrift. Eða hvernig halda menn, að svardagar slíks manns myndu reynast, ef hann nyti betri að- stæðna til að þjóna ósannind- um, en Sæmundur Ólafsson nýtur viðvíkjandi eiginhandar- undirskrift sinni undir stefnu- skrá bandalags alþýðusamtak- anna? Það er skjallega sannað, að' Sæmundur Ólafsson hefur ó- merkt orð sitt, atkvæði og und- irskrift. Það er sannað með greinum hans, að hann hefur gerzt flugu- maður og slefberi í stjórn Al- þýðusambandsins fyrir óvini verklýðssamtakanna, enda er hann atvinnurekandi og ekki verkamaður. Það er sannað, að hann hef- ur gengið fram fyrir skjöldu til þess að eyðileggja framkvæmd bandalagshugmyndarinnar og að spor hans og trúbræðra hans má rekja inn á nýafstaðin þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Fiskimanna- og far- mannasambandsins. Hann og þeir, sem skrifa greinarnar fyrir hann, standa afhjúpaðir sem skemmdarvarg- ar í verklýðshreyfingunni, óvin- ir einingarinnar, sem reyna að sundra verkamönnum eftir st j órnmálaskóðunum. Þeir stíla upp á nýjan klofn- ing í verklýðssamtökunum. En í þeim efnum munu þeir eiga verkalýðnum sjálfum að mæta. Verkalýðurinn ætlar sér að vernda einingu sína í bar- áttunni fyrir atvinnu og frelai þjóðarinnar. iidouV rfin E. Þ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.