Þjóðviljinn - 23.10.1943, Síða 3

Þjóðviljinn - 23.10.1943, Síða 3
Laugardagur 23. október 1943. ÞJÓÐVILJINN ^iðfstniJínis Uegefandi i Sa. 'iningarflokkuT aiþýftn — S6í.-ii*taflokkurinn Ritotjórar: Einar Olgeirsson Sigfús Sigurhjartarson (áb.) Rititjórn: Gari)a«traeti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif— stofa Skólavörðustíg 19, neðstu hæð. Víki í^sprent, h.f. Garðastr. 17. Alþýðan verður að skera upp í samtökum sínum Það getur orðið útkijáð á næsta ári, iivort alþýða íslands sæki fram til frelsis og valda- eða verði Itrundið aftur niður í hyidýpi atvinnuleysis og örbyrgðar allt Lðgreglustjörastarfið ii og,leykvtkingar ií Is gia fiififí 5e ílárt iI3 Þau merkilegu tíðindi gerð- ust á Alþingi, að meginþorri Sjálfstæðismanna, þar á meðal einn þingmaður Reykvíkinga, sem einnig á sæti í bæjarráði, hjálpaði Framsóknarmönnum til að fella tillögu sósíalista um að bæjarstjórn Reykjavíkur skyldi eiga atkvæði um hver skipaður er í embætti lögreglu- stjóra. Þetta eru vissulega merkileg tíðindi, þegar eftirfarandi stað reynda er gætt: Lögreglan í Reykjavík er nú skipuð 80 mönnum. Bærinn ber nær allan kostnað, eða fimm sjöttu hluta, sem af lögreglu- starfinu leiðir. Lögreglustjóri má heita einvaldur um val lög- regluþjóna, bæjarstjórn hefur þar raunar synjunarvald, hún getur neitað að taka við þeim lögregluþjónum, sem lögreglu- stjóri mælir með, og knúið hann til að gera nýjar tillögur, og annað ekki. Lögreglustjóri getur hins veg ar vikið lögregluþjónum úr starfi án þess að spyrja bæjar- stjórn ráða. Þó ber bæjarstjórn ábyrgð á þeim athöfnum lög- reglustjóra, enda hefur bærinn verið dæmdur í þungar fésekt- ir vegna þess að dómstólarnir hafa ekki viljað meta ástæður lögreglustjóra fyrir brottvikn- ingu lögregluþjóna gildar. Bærinn ber og ábyrgð á öllu framferði lögreglunnar og hef- ur bærinn verið dæmdur til sekta fyrir meiðsl er borgari hlaut í viðureign við lögregl- una. Af öllu þessu verður ljóst, að bæjarstjórn Reykjavíkur ber raunverulega ábyrgð á öllum embættisathöfnum lögreglu- stjóra og liggur því í hlutarins eðli, að hina mestu nauðsyn ber til, að hann sé valinn í fullu samráði við bæjarstjórn. Samkvæmt þessu lögðu sósíal istar til, að lögreglustjóraem- bættið í Reykjavík skyldi að- eins veitt „að fengnu samþykki bæjarstjórnar". Gegn þessari tillögu komu engin rök fram á þinginu, en Framsóknarmenn, Alþýðufl,- menn og meginþorri Sjálfstæð ismanna greiddu þegjandi og hljóðalaust atkvæði gegn henni og var hún þar með úr sög- unni. Hvað finnst Reykvíkingum um slíka framkomu? Er þeim ekki ljóst að það eru fáir em- bættismenn, sem bærinn ber Vetrrarstarf verklýðsfélaganna og allra annarrx menning- ar- og stjómmálasamtaka alþýðunnar er að hefjast. <)g það veltur mikið á því, að þeir, sem í þessum samtökmn eru, og alveg sérstaklega allir forustumenn þeirra, geri sér ljóst hvert verkefni bíður þeirra í vetur. Það dugar ekki að sofna í sæt- ’ leika |)eirra sigra,u sem verklýðshreyfingin þegar hefur unnið eða láta hina miklu atvinnu, sem enn er hér syðra, blekkja sig um hvað vor bíður. Nú verður alþýðan öll að horfast í augu við þá erfiðleika, sem framundan eru, og búa sig undir að sigrast á þeim. ÖRUGG ATVINNA — EÐA ATVINNULEYSI Afturhaldið í landinu hefur nú hvað eftir annað í ár gert tilraunir til sókna á hendur verklýðshreyfingunni. Framsókn ætlaði sér að knýja fram 20—30% grunnkaupslækk un sl. vor — með samningum við Alþýðuflokkinn og Sósíal- istaflokkinn. Framsóknarþýin í Alþýðuflokknum vildu að vanda ganga að slíkum úrslitaskilyrð- um Framsóknar og Alþýðubl. ætlaði að rifna af hatri til Sósí- alistaflokksins, af því hann þver neitaði að beygja verkalýðinn undir slíkt þrælaok. Núverandi ríkisstjórn ætlaði með dýrtíðarlögunum í vor að knýja fram kauplækkun á kostn að verkalýðsins. Þeirri árás hratt verkalýðurinn algerlega af höndum sér. Nokkrir íhaldsþingmenn eru nú að reyna að undirbúa árás á 8 stunda vinnudaginn og not- færa sér, að ríkisstjórnin og fulltrúar hennar hafa 1 vega- vinnunni sýnt slíka stirfni við verkamenn að næst gengur skemmdarverkum. — En verka- menn munu hrinda þessari árás líka. Afturhaldið setur nú allt sitt traust til kauplækkunar á sína gömlu, öruggu bandamenn: at- vinnuleysið og neyðina. Aftur- haldsseggirnir treystast ekki til þess að ráðast á verkamenn, meðan þeir eru í fullu fjöri og hugrekki óbilað. Þeir ætla sér að bíða, — „hetjurnar" — þar til sulturinn sé farinn að sverfa að verkalýðnum, svo svöng börn heima knýji fyrirvinnuna til undirgefni. Þeir vita hver að- ferðin er vænlegust til sigurs. þyngri ábyrgð af en lögreglu- stjóri? Hafa þeir yfirleitt verið ánægðir með þá lögreglustjóra, sem ríkisstjórnin hefur skaffað þeim? Þannig mætti lengi spyrja, en hér skal staðar numið að einni spurningu viðbættri: Hvað segja Reykvíkingar um fulltrúa þeirra, sem ekki vilja gefa bænum vald til að ráða miklu um það hver þetta þýð- ingarmikla embætti skipar? Þorsteinn lýsti aðferð þeirra á sínum tíma með þessum orðum: „Ef heilbrigðu sálirnar • erjarðu á, er ormstönnin vægðarlaust brotin, en hengir þig loksins á lifandi ná, er lífskraftur allur er þrotinn". Á verkalýðurinn að bíða þess að ajturhaldið sé búið að búa i haginn fyrir allsherjarsókn sína gegn verklýðssasmtökunum, rétt indum þeirra, kaupgjaldi og af- komu alþýðu allri, eða — á verkalýðurinn að s]f,ipuleggja sókn sína nú þegar til þess að ná þeim völdum í þjóðfélaginu, að hann geti algerlega hindrað að hið glæpsamlega ástand, sem kallast atvinnuleysi, verði aft- ur leitt yfir alþýðu þessa lands? EINING VERKLÝÐS- SAMTAKANNA Fyrsta skilyrðið til þess að það geti tekizt fyrir verkalýð- inn að hefja slíka sókn fram til frelsis og valda, er að hann sé einhuga um slíka stefnu. Sósíalistaflokkurinn hefur bar izt fyrir slíkri einingu og allir heiðarlegir Alþýðuflokksmenn hafa stutt þá viðleitni. En sundr ungardraugurinn í Alþýðu- flokknum, hinar pólitísku aft- urgöngur kringum Alþýðublað- ið, sem enn lifa aftur í forn- eskju forstríðstímanna, nærast á hatrinu á sósíalismanum einu saman og ekkert hafa lært af ægilegustu viðburðum mann- kynssögunnar, — sá sundrung- ardraugur reynir nú, magnaður af afturhaldinu í landinu, að hindra algera einingu verkalýðs samtakanna, ýmist með því að boða í kaupgjaldsmálum undan { hald eða ótímabæra sókn, sem leiða fnyndi til ósigurs, — og alltaf með því að rægja og níða verklýðssamtökin, Alþýðusam- bandið og stjórn þess eins og þessir skemmdarvargar frekast þora. Verklýðssamtökin verða í vetur að ráða algerlega niður- lögum þessara skemmdarvarga innan sinna vébanda, gera þá algerlega áhrifalausa á málefni verkalýðsins, ella gætu þeir á úrslitastundu valdið algerum ósigri verklýðshreyfingarinnar. Um þetta einingarstarf, sem er fyrsti undirbúningur sóknar verkalýðsins fram til úrslitaá- hrifa á stjórn þjóðfélagsins, þurfa sósíalistár, Alþýðuflokks- menn og allir aðrir verkamenn að standa saman. Svik við verkalýðinn — eins og þrælalög in, sem Alþýðuflokkurinn sam- þykkti 1939, undanhaldið hjá járnsmiðunum í verkfallinu gegn gerðardómnum 1942 eða flugumennska Alþýðublaðs- klíkunnar og hennar nánustu fylgifiska í Dagsbrúnarbarátt- unni 1941 mega alls ekki geta endurtekið sig. BANDALAG VERKAMANNA, BÆNDA OG FISKIMANNA Annað skilyrðið fyrir alþýðu Islands til samfelldrar sóknar til frelsis og valda, er, að verka lýðnum takist að mynda órjúf- anlegt bandalag við bændur, fiskimenn, menntamenn og aðr ar vinnandi stéttir heila og handa í landinu. Þótt íslenzkur verkalýður sé sterkur og alveg sérstaklega sterkur nú, þá getur hann ekki sigrað í baráttunni um völdin í þjóðfélaginu, um sköpun ör- yggis og góðrar afkomu, ef hann stendur einangraður. Það er verkalýðnum jafn mikils virði að bandalag hans við aðra vinnandi menn til sjávar og sveita sé órjúfanlegt og að sam- tök hans sjálfs séu ósigrandi'. Alþýðusamband íslands hef- ur með viturlegri samvinnu við Búnaðarfélagið um landbúnað- arvísitöluna lagt grundvöllinn að slíkri samvinnu verkamanna og bænda. Það þarf að gera samkomulag sex manna nefndar innar að undirstöðu varanlegs samstarfs verkamanna og bænda um hagsmunamál sín — og þannig þarf að halda á- fram viðvíkjandi örðum vinn- andi stéttum þjóðarinnar. En afturhaldið hefur þegar hafizt handa um að reyna að spilla þessu samstarfi. Fram- sóknarbroddarnir hamast gegn því í blöðum sínum og láta nú einskis ófreistað til þess að rægja verkamenn við bændur. Framsóknarlýðurinn sér fram á pólitískt gjaldþrot sitt, ef bændur og verkamenn taka höndum saman á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Jónas frá Hriflu kastar nú grímunni af Framsókn að fullu og öllu og boðar bændum skilyrðis- lausa samvinnu við stríðsgróða mennina til allsherjarárásar á verkamenn, helzt í skjóli of- beldis og hnefaréttar, ijafnvel hervalds. Eins og nærri má geta láta : i'jj j Dítiii jjbiyjáz rtsp ztorcni skemmdarvargarnir í Alþýðu- flokknum ekki sitt eftir liggja að reyna að eyðileggja mögu- leikana á bandalagi verkamanna og bænda. Þeir hamast í blaði sínu gegn þessu þýðingarmesta samkomulagi, sem verkamenn og bændur enn hafa gert á ís- landi. Þessum erindrekum aft- urhaldsins er ekki nóg að vinna að því að verkalýðurinn standi sundraður sjálfur á úrslitastund inni, þeir vilja að hann standi einangraður líka. En allar líkur benda til þess að skemmdarvörgunum bregðist bogalistin í þessu sem öðru. Þeir treystu á skammsýni og sítingsskap hjá verkamönnum, en þeir vara sig ekki á að ein- mitt verklýðshreyfingin hefur skapað hjá verkalýðnum for- sjálni og vilja til að samræma einkahagsmuni sína heildar- hagsmunum vinnandi stéttanna, því einmitt á slíkum skilningi á sameiginlegum hagsmunum vinnandi manna er verklýðs- hreyfingin reíst. Þessvegna verður bandalag vinnandi stétta á íslandi skap- að, þrátt fyrir allar aðgerðir skemmdarvarganna í Alþýðu- flokknum til áð eyðileggja það. En hvert einasta verklýðsfé- lag á landinu þarf að ræða þau mörgu og erfiðu mál, sem standa í sambandi við myndun bandalags hinna vinnandi stétta. VERKLÝÐSHREYFINGIN Á AÐ HAFA FORUSTU í FRELSISBARÁTTU ÞJ ÓÐARINNAR. Þriðja skilyrðið til þess að verkalýðurinn geti náð völdum og áhrifum í þjóðfélaginu og valdið þeim, er að þjóðin sé sjálfstæð og óháð öðrum ríkj- um — og að verkalýðurinn njóti álits og virðingar hjá mestallri þjóðinni sem forvígi hennar í baráttunni fyrir að afla þjóðinni frelsis og við- halda því. Algert og viðurkennt þjóð- frelsi íslendinga er skilyrði til þess að alþýðan geti fengið að ráða þessu landi í friði fyrir erlendum yfirgangi og skapa hér þjóðfélag öryggis og frels- is. Enginn aðili á eins mikið undir því að þetta takist og ein- mitt verkalýðurinn. Það er því í senn til þess að skaða hagsmuni hans og eyði- leggja álit verklýðshreyfingar- innar meðal þjþðarinnar, að skemmdarvargarnir við Alþýðu blaðið, klíkan kringum Stefán- ana tvo og Jón Blöndal, ham- ast nú gegn sjálfstæðismálum íslendinga. Ef slíkir menn sem Fraoah. á 4. sfðu. ■ jn rraii3 .mnlfim

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.