Þjóðviljinn - 24.10.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.10.1943, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. október 1943. ÞJÓÐVIL JINN ÞiðovnJiMN Úcgef andi: Sa. 'iningarflokka: alþýða — S6a. liotaflokkurinn Ritatjórar I Einar Olgeirsaon Sigfúa Sigurhjartaraon (áb.) Ritatjórn: Garifaatrœii >7 — Víkingaprent Sfmi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif— stofa Skólavörðustíg 19, neðstu hæð. ‘ Víki tgsprent, h.f. Garðastr. 17. í duftinu fyrir herr- um auðsins Olíuhringarnir sögðu við rík- isstjóm íslands: Vér sendum yður reikninga vora sem „umræðugrundvöll". Vér erum hátt upp hafnir yfir einhverja smákaupmenn og saumakonur og þessháttar fá- tækan lýð, sem verður að gefa yður upp kostnað sinn. Og það hlægir oss, ef þér takið reikn- inga vora alvarlega. * Ríkisstjórnin virðist ekki átta sig á hvers konar fínir herrar það eru, sem hún á við að eiga. Olíuhringarnir færa sig enn upp á skaftið. Heyrið röddina frá þeim þylja úrslitakostina yfir hinum sigraða íslenzka lýð að þeirra dómi: Vér, olíuhringir af brezka gullsins náð, heimtum einokun á íslandi. Vér, umboðsmenn voldugra aðfélaga, krefjumst þess í nafni lýðræðis og frjálsr- ar verzlunar, að hinum slor- ugu fiskimönnum íslands sé bannað að mynda samtök sín á milli til þess að kaupa olíu ódýrt. Fiskimenn íslands eiga að kaupa olíu af oss og kaupa hana dýrt. Þeir eru til, til þess að vinna og tapa, vér til þess að drottna og græða. Og vilji fiskimenn íslands ekki una þessu hlutskipti, þá heimtum vér, olíuhringarnir af Bretans náð, það af ríkisstjórninni að hún leggi þessa slorugu, heimtu freku fiskimenn undir vort ok og banni þeim að kaupa olíuna beint. * Og sjá! Ríkisstjórnin beygir sig! Fiskimönnum íslands er bannað að kaupa olíu beint og ódýrt. Olíuhringarnir hóta og drottna. * Ríkisstjórnin kvartar undan meðferðinni við Alþingi. Alþingi hefur valdið til að taka þessa olíuhringa slíku taki uð yfirgangur þeirra hætti með öllu. Það lítur út fyrir að Alþingi ætli að taka rögg á sig. Fjórir þingmenn úr öllum flokkum bera fram þingsályktunartil- lögu um rannsókn á framferði hringanna og ráðstafanir gegn þeim. En skyndilega verður breyt- ing. Menn, sem klína á sjálfa sig Pólskir sósíalistar lýsa pólsku stjórninni Uppbætur alls 15,5 millj. kr., sem samsvarar því, að ca. kr. 38,75 sé greitt með hverri kind, sem kom á markaðinn það ár og kr. 22,00 á hverja gæru. Þessi uppbót samsvarar sem næst 2600 kr. á hvert býli í landinu, en allur fjöldi landsmanna fáer miklu minna, því að megnið af þessari upphæð fer til fjársterkustu bændanna. Fyrir upphæð þessa mætti fullrækta 7750 ha lands, mið- að við að ræktun hvers ha kostaði 2000 kr., og svarar það til ræktaðs lands fyrir 775 býli, sem hvert hefði 10 ha tún, eða ræktaðs lands fyrir 39 byggðahverfi, sem ætlað væri 20 bændum hvert. Nú hefur landbúnaðar’ráð- herra gefið skýrslu um greiðslu verðuppbótar á útfluttar bún- aðarvörur ársins 1942. Verðupp- bætur þessar voru samþykktar á þingi í fyrra með atkvæðum allra þingmanna nema Sósíal- istanna, græðgin í að sam- þykkja þetta fyrir haustkosn- ingarnar var svo mikil, að það mátti ekki einu sinni vísa mál- inu til nefndar. Árið 1942 er langsamlega bezta ár, sem upp hefur runnið yfir íslenzkan landbúnað frá upphafi íslands byggðar, að svo miklu leyti sam sauðfjár- pestir koma ekki til greina. Bláfátækir bændur, sem hafa átt í skuldabazli allan sinn búskap, losuðu sig margir úr þeim skuldum á því ári og hjá stærri bændum var um stór- gróða að ræða. í heilli sýslu, einni hinni blómlegustu á landinu, höfðu flestir bændur yfir 1000 kr. þinggjald og ein- um bar að greiða 5000. Bændur á borð við þann slátra vart minna en 300 fjár og ættu þeir þá að fá til viðbótar fyrri gróða sínum sem svarar 11.625 kr., samkvæmt þeim meðaltals- reikningi, er kemur hér á eftir. Haustið 1942 var slátrað í sláturhúsum um 400 þús. fjár. En uppbótin er alls kr. 15,5 milljónir. Sé þeirri upphæð jafnað niður á hið slátraða fé, þá koma kr. 38,75 á hverja kind. Bóndi, sem slátrar 30 fjár, fær í uppbót kr. 1162,50, sá, er slátrar 300, fær tíu sinn- um meira eða kr. 11,625,00, og sá, er slátrar 500, fær nálægt 20 þúsundum. Einu bændurnir, sem ástæða var til að veita hjálp úr ríkissjóði, þeir er búa við sauðfjárpestirnar, fá lang- minnst, þeir, er misst hafa margt fé úr pestunum, fá sára- . lítið, ef einhver hefur misst allan fjárstofninn, þá fær hann ekki neitt. Það er mjög gleðilegt, hve árið 1942 hefur veitt bændum á íslandi bætt skilyrði. Slíkt | góðæri gefur ekki tilefni til persónulegra uppbóta tii þeirra, er landbúnaðinn stunda. En góðæri á borð við síðastliðin ár í íslenzku fjárhagslífi gefa sannarlega tilefni til að það sé hreint og beint mokað fé til , endurreisnar og nýskipunar at- vinnuvega landsins. Og nú skulum við hugsa okkur það, að þessum 15,5 milljónum, sem þjóðstjórnarflokkarnir sam- þykktu í mútuskyni síðastlið- ið ár, hefði verið varið til að bæta aðstöðu landbúnaðarins á Islandi í framtíðinni, svo sem Sósíalistaflokkurinn hefur sí- fellt verið að hamra á. Og þá er útkoman sú, að þessi upp- hæð hefði nægt til að fullrækta 7750 ha. lands, miðað við að ræktun hvers ha hefði kostað 2000 krónur. Býli, sem hefur 10 ha. ræktaðs lands, er langt fyrir ofan það, sem nýbýlin, sem risið hafa upp á síustu ár- um, hafa getað aflað sér. Þó mætti fyrir þetta fé afla 775 býlum 10 ha. ræktaðs lands stolnu nafni „sjálfstæðisflokks“, rísa upp og hrópa: Þetta er hrópleg ofsókn á móti vesalings olíufélögunum. Það er þinghneyksli að ætla að samþykkja svona tillögu. Það dugar ekki að Alþingi taki upp hanzkann fyrir þjóð og stjórn, þó hvorttveggja aðilum sé mis- boðið. Og sjá: Alþingi leggst á málið. * Hvað hefur gerzt á bak við tj öldin? Olíuhringamir hafa kippt í spottana sina í þjóðstjómar- flokkunum• og vinir þeirra í íhaldinu, Framsókn og Alþýðu- flokknum beygja sig og hneigja sig í duftið fyrir herrum auðs- ins. Og hvað á að gerast bak við tjöldin næst; meðan „málið er í nefnd“? Þá eiga erlendu. olvuhring- amir að setja hnefann í borðið, blanda sér í innanlandsmál ís- lendinga og fyrirskipa með hót- unum hvemig íslendingar skuli haga olíusölu sinni, — svo slomgir, íslenzkir sjómenn séu ekki að seilast inn á svið, sem brezkum stórræningjum og leppum þeirra einum á við að koma!! * Er það þetta, sem heitir lýð- ræði? Er þetta sjálfstæðið, sem þjóð vor er að berjast fyrir? Er þetta frelsið, sem brezka ríkisstjórnin hefur samið um að viðurkenna íslendingum til handa? íslenzka þjóðin bíður með eftirvæntingu þess sem gerist í olíumálunum. Úrslit þess máls er einn prófsteinninn á frelsi landsmanna og sjálfstæði þjóð- arinnar. hverju. Og ef við snúum okkur að áhugamáli okkar sósíalist- anna í sambandi við þróun landbúnaðarins, sem Steingrím- ur búnaðarmálastjóri telur einnig sitt hjartans mál, þá verður niðurstaðan sú, að fé þetta, sem að mestu er hent í ríkustu bændurna á landinu, hefði nægt til að rækta land fyrir 39 byggðahverfi, þar- sem 20 bændur væru í hverju þeirra og hver bóndi fengi 10 ha. ræktaðs lands. Þegar maður lítur á málið frá þessu sjónarmiði, þá sér maður bezt, hvílík reginheimska og ábyrgðarleysi ræður í af- stöðu hins opinbera til land- búnaðarins. Þar ber Framsókn höfuðábyrgðina. Tilíaga okkar sósíalista um byggðahverfin hefur Vakið almenna athygli um land allt og búnaðarmála- stjórinn leit á þetta sem svo ákjósanlega og sjálfsagða fram- tíðarlausn, að honum datt ekki annað í hug en að sér væri það leyfilegt að tjá sig samþykkan, ræða um það 1 útvarpið sem framtíðarhugsjón og fárast yfir því í Búnaðarritinu, að fé fáist ekkert í þessa átt. En svo er mikill ræfildómur þessa manns, að samtímis er hann píndur til að flytja óhróður um þann flokk, sem einn stendur óskipt- ur um þessar aðgerðir og af- flytja tillögur hans. Og á sama í London Pólski Sósíalistaflokkurinn, sem starfar leynilega í Pól- landi, gefur út blað, sem ber nafnið Robotnik. í eintaki því, sem út kom 1. júlí, eru eftir- farandi ummæli: „Pólska stjórn in í London hefur borið fram þá staðlausu fullyrðingu, að hún hafi alla þjóðina að baki sér. Verkamenn og mikill hluti bænda eiga engan fulltrúa í þessari stjórn. Þeir hernaðar- legir og borgaralegir fulltrúar, sem starfa í landinu fyrir hönd stjórnarinnar í London, eru afturhaldsseggir, og mikill meirihluti þeirra tilheyrir fas- istadeildinni í Pilsudski flokkn- um. tíma horfir hann þegjandi á það, að úr ríkissjóði sé hent í stærstu og rikustu bændur landsins fjárupphæð sem myndi nægja til að rækta nærri 8000 ?ha. Meðan íslenzk búnaðarmál hafa svona forustu, þá er ekki að undra, þótt hann eigi erfiða aðstöðu í samkeppni við búnað annarra landa og í samkeppni við aðra atvinnuvegi landsins. Hitt mætti vera meira undrun- arefni, ef bændur landsins una Framsóknarforustunni lengur. 'eítm 'cínarr Frelsishetjan (RæBa flutt úti i ViSey yfir sporum i sandi) Sá maður, er hér steig fótum í sjávarsand, vann sigur, er verður í annála sögunnar skráður, þótt ynni hann hvorki auðlegð né meginland og aldrei væri með skotvopnum bardagi háður. Hann ólst upp í skorti, var undarlegt, kenjafullt bam, um uppeldi hans þarf hér ekki frekar að greina, en það eitt, að snáðinn umgekkst allskonar skarn og áhrifum myrkursins tekst honum hvergi að leyna. Því hugði hann snemma á hefndir við myrkur og skort og hélt sig teljast til bjartari og fegurri heima. Og hann gat um Ijósið laglegar sonnettur ort og leyfði sér stundum um manndáð og frelsi að dreyma. Hann leit oft í hillingum sjálfstœðan, sigrandi mann og sjálfstæða þjóð, er frelsis og hamingju nyti. En auðvaldið glotti og hœddi og svívirti hann, — þá héldu sumir, að fjötrana af sér hann sliti. Þeir settu hann „utangarðs“ — inni var bjart og hlýtt —, þeir œtluðust til þess hann molana auðmjúkur tíndi, og „utangarðs“-landið var andskoti hrjóstrugt og grýtt, hann átt gat á hœttu að slasast, ef mótþróa hann sýndi. Og skólausum manni er skaðlegast eggjagrjót, hvort skyldi ekki mýkra hjá hirðmönnum inni að standa! Að gera iðran og lofa betrun og bót var beinasta leið til að komast úr þessum vanda. Svo háði hann „dauðastríð“ lengi við sjálfan sig, unz sigur hann vann á frelsisást, djörfung og slíku. Já, skyldi ekki kóngsmaktin kunna að meta þig og kannski líka stórmenni Ameríku!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.