Þjóðviljinn - 24.10.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.10.1943, Blaðsíða 1
V 8. ásrgangur. Sunnudagur 24. október 1943. 238. tölublað. Munduð þið eftir að flýta klukkunni Klukkunni var flýtt í nótt sem leið um eina klukkustund. Ef þið hafið gleymt að flýta henni ættuð þið að lagfæra það. Það kemur sér illa að hafa vitlausa klukku. a hersins Þýzfeí herínn hrakínei úr öflíjgusfu varnarsíððínní í Suður~UkraínUj 75 iEiiii eíiiiF líí miÉíw «nr fs- leeif mál írá 1540 tii im daga Bygging nýja stúdentagarðsins „óvenjulegt afrek", ségir háskólarektor Á háskólahátíðinni í gær flutti Jón Hjaltalín Sigurðsson, háskólarektor, skýrslu um starf skólans á liðna starfsárinu, og taldi hann byggingu nýja stúdentagarðsins markverðasta atburð síðastliðins háskólaárs. Eektor skýrði frá, að á næsta ári yrði hafið, fyrir forgöngu háskólans, starf að mikilii íslenzki orðabók, sem ætlað er að ná yfir íslenzka tungu frá 1540 til vorra daga. Taldi rektor að hægt yrði að ljúka þessu verki á tíu árum. Rektor taldi síðastliðið há- •skölaár hafa verið atburðalítið og rólegt, en dálítið hefði syrt að síðustu inánuðina, eins og ó- veður væri í vændum. Hann hefði í setningarræðunni í fyrra haust talið að í háskólamálum mundi heppilegast að fara með löndum, treysta það nýja og «ndurbæta, en ráðast ekki í neinar stórfelldar nýjungar, og hefði þeirri stefnu verið fylgt. Breytingar á kennaraliði háskólans Árni Pálsson prófessor í ís- lendingasögu, lét af embætti í 'haust fyrir aldurs sakir, og hafði gegnt því starfi frá hausti 1931. — í embætti hans hefur verið settur dr. Jón Jóhannes- son. Gunnar Thóroddsen var skip- aður prófessor í lögum 22. okt. sl., en hann hefur starfað sem settur prófessor í nokkur ár. Settur hefur verið kennara- stóll i sænsku, og verður hann kostaður af Svíum og íslend- ingum sameiginlega. Var von á sænskum lektor hingað í haust, en koma hans hefur dregizt. Húsnæði stúdenta Byggingu nýja stúdentagarðs /ms taldi rektor óvenjulegt af- rek, og væri byggingin fagur vitnisburður um örlæti íslend- inga og skilning bæja- og sveitastjórna á menningarmál- um. Nýi stúdentagarðurinn var fullgerður í september þessa árs, og fengu um 100 stúdentar þar húsnæði, en tveir verða að búa í herbergjum sem einum eru ætluð. Síðastliðið haust rýmdi Menntaskólinn úr háskólahús- inu. og fengu þá um 40 stúd- entar húsnæði í efstu hæð húss- ins, og starfsstúlkur mötuneyt- isins í tveimur herbergjum Þetta húsrúm verður í vetur notað til verkfræðinga- og tannlæknakennslu. Nýjar kennsludeildir Rektor minntist á nýju kennsludeildirnar, kennsla í viðskiptafræði var upp tekin fyrir tveim árum, og notið mikillar aðsóknar. í þrjú ár hefur farið fram í háskólanum undirbúningskennsla í verk- ; fræði, sem að öllu leyti er sam- bærileg kennslu í verkfræðiskól um Norðurlanda. í vor útskrif- uðust sex stúdentar úr þessari undirbúningsdeild. Nemendurn- ir óskuðu eindregið eftir því að halda áfram náminu hér á landi og hefur háskólaráðið á- kveðið að láta halda uppi kennslu til fullnaðarprófs í byggingarverkfræði, og gæti það orðið vísir að réglulegri verkfræðideild við háskólann. í vetur stunda 24 stúdentar verkfræðinám við háskólann. Háskólaráð fór fram á 50 þús. kr. f járveitingu til þess að koma upp undirbúningsdeild í náttúrufræðum, en fjárveitinga nefnd Alþingis sá sér ekki fært að mæla með fjárveitingunni. Orðabókin Ákveðið hefur verið að veita 20—40 þús. kr. á ári úr Sátt- málasjóði til að semja full- komna orðabók yfir íslenzkt mál, frá 1540 til vorra daga, en á slíkri orðabók er mikil nauð- syn. Alþingi hefur oft veitt fé til þessa starfa, en það hefur verið í molum hingað til. Er Framhald á 4. síðu. HHi Illillil ¦i'SSiSÍSKiSííi Sovétskriðdrekar leggja til orustu. Melitopol, öflugasta varnarstöð þýzka hersins í Suð- ur-Úkraínu, er á valdi rauða hersins. Stalín tilkynnti þennan stórsigur í dagskipun til hersins síðdegis í gær, og var sigursins minnzt í Moskva með því að skotið var úr 224 faUbyssum. Um Melitopol liggur aðaljárnbrautin frá Krím, og hefur þýzka herstjórnin sent þangað mikið varalið og ógrynni hergagna, í þeirri von, að takast mætti að halda borginni. Þjóðverjar gera sér fyllilega ljóst, hvað miss- ir Melitopol getur þýtt fyrir þýzka herinn á Krím og við ósa Dnjeprfljótsins, ef dæma má eftir ummælum þýzka útvarpsins síðustu dagana. Síðustu bardagarnir í Meli- topol gáfu í engu eftir bar- dögunum undanfarna daga. Var barizt umhvert hús og hverja götu í norðurhverfun- um, sem Þjóðverjar vörðust í þar til í gær. Stórskotalið Rússa átti mik- inn þátt í að brjóta mótspyrnu þýzka liðsins, og stormovik- steypiflugvélar héldu uppi lát- lausum árásum á stöðvar Þjóð- verja í borginni, brátt fyrir óhagstætt flugveður síðustu dagana. í miÖnœturtilkynningu sovét- herstjórnarinnar segir, að rauði herinn hafi breikkað að mun jleyginn i varnarsvceði Þjóð- verja í Dnéprbugðunni. Suður af Kieff hratt rauði herinn gagnárásum Þjóðverja, og norður af borginni sótti rauði herinn fram nokkra kíló- metra í gær. Vaxandi óánægja meðal þýzkra verkamanna Gústaf Sobottka, fyrrverandi leiðtogi kolanámamanna í Ruhr í Þýzkalandi, en nú meðlimur í félagsskap frjálsa Þjóðverja, fullyrðir, eftir að hafa átt tal við þýzka herfanga, að aðeins ofsóknir leynilögreglunnar hindri námamenn í Ruhr í að láta í ljós hatur sitt á Hitler og ósk sína eftir friði. Meðal fanga þeirra, sem Sobottka tal- aði við, voru fyrrverandi náma- menn frá Bochum, Ruhr, Dort- mund og Helsenkirchen. Fjórum árum eftir valdatöku nazista var vinnutíminn lengd- ur upp í 8% klukkustund. Seinna voru sett ákvæði, sem bönnuðu hverjum verkamanni að yfirgefa námurnar fyrr en hann hafði lokið ákveðnu dags- Hörð loftárás á Kassel Norskir flugmenn skutu niður 9 þýzkar f lugvélar vikuna sem leið Sprengjuflugvélar frá Bret- landi gerðu í fyrrinótt harða loftárás á þýzku borgina Kassel. Var 1500 tonnum sprengna uarpað yfir borgina. Samtímís voru árásir gerðar á Frank- furt am Main og fleiri borgir í Vestur-Þýzkalandi. Bandamenn misstu 45 sprengjuflugvélar í árásunum þessa nótt. Tilkynnt var í brezka útvarp- inu í gærkvöldi, að norskir flugmenn hafi skotið niður 9 þýzkar flugvélar vikuna sem leið, án þess að nokkur norsk flugvél hafi farizt. Lloyd Georgelkvænist George, hinn kunni stjórnmálaleiðtogi, í gær konu að nafni L. Stevenson, er ver- einkaritari hans í 30 Lloyd brezki kvæntist Frances ið hefur ár. Fyrri kona Lloyd Georges lézt 1941. verki. Þetta dagsverk var haft svo mikið, að vinnudagurinn var að meðaltali 10 stundir á dag. Afleiðingar langs vinnu- tíma, lágra launa og ónógrar fæðu komu brátt í ljós. í Ruhr höfðu sj\íkdómar af völdum fæðuskorts og lélegra heilsu- verndarráðstafana verið 6 af hundraði árið 1932. Nú eru þeir 40 af hundraði. « )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.