Þjóðviljinn - 30.10.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.10.1943, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. október 1943. ÞJÓÐVILJINN Peir æiio aliip að sHammast sio pIÖOVIUIHH Útgefaiidii Sa. 'inmgarflekiw niþýða ~ Sós...iUtaflokkminn Ritatjéran Einar Olgeirasoo Sigfús Sigurhjartaraon (áb.) Ritatjóra: Garbastrmti 17 — Vikingapient Slmi 2270. Afgreið—a og auglýsingaskrif— stofa Skólavörðustíg 19, neðstu hæð. Víki.igsprent, h.f. Garðastr. 17. Tangarsókn gegn sjálfstæði íslands „Bandaríkjamenn þurfa á rétt indum á íslandi að halda eftir styrjöldina, af öryggisástæð- um“, — sagði Russell öldunga- deildarþingmaður á þingi Bandaríkjanna í fyrradag, að því er Reuters-fregn til Morg- unblaðsins hermir. Oss íslendingum er ekki van- þörf á að vera á verði gegn hvers konar hættu, sem vofa kann yfir sjálfstæði lands vors, og því mega ummæli sem þessi ekki ómótmælt látin. Vér mótmælum því íslending- ar, að Bandaríkjamenn hafi nokkur réttindi hér á landi að loknu þessu stríði í Evrópu, fram yfir þau, sem vér eins og aðrar þjóðir veitum öllum út- lendingum. — Bandaríkjunum stafar engin hætta frá íslandi, og vér neitum því, að land vort verði á nokkurn hátt innlimað í varnar- og sóknar-kerfi þeirra. Til allrar hamingju mun rík- isstjórn Bandaríkjanna ekki standa að svona kröfum eins og þeim, er þessi þingmaður ger- ir. En þar fyrir er# íslending- um nauðsynlegt að gera sér ljóst, að það er unnið að því í Bandaríkjunum af yfirgangs- seggjum og stórveldissinnum að svona kröfur öðlist fylgi meðal þjóðarinnar — og ómögulegt að segja hvenær það yrði ofan á, að Bandaríkjastjórn tæki þær upp. Það, sem gerir þetta mál sér- staklega hættulegt, er, að sam- tímis því, sem yfirdrottnunar- seggir í Bandaríkjunum koma með slíkar kröfur, þá eru land- ráðamenn hér heima að reyna að skapa grundvöll fyrir því, að látið yrði undan slíkum kröf- um. Vissir svokallaðir forustu- menn í stjórnmálum, svo sem Jónas frá Hriflu, eru byrjaðir að skrifa um það, að fsland verði eftir stríðið að njóta hervernd- ar engilsaxnesku ríkjanna. Þessir menn hugsa sér að leika hlutverk Guðmundar ríka, þeg- ar „Ólafur konungur11 Vestur- heims krefst ítaka í landi voru. Það er nauðsynlegt, að þjóð- in fylki sér nú þegar saman um það, að hnekkja slíkri tangar- sókn gegn sjálfstæði hennar sem þessari, þegar í senn er sótt á frá afturhaldsöflum Ameríku og reynt að grafa undan mót- stöðukrafti og einingu lands- manna innan frá, með skrifum eins og Jónasar í „Degi“ og „Vís is“-leiðurunum alræmdu. Mottó: „Heitrofi heitrofi! Hrópa ég á þig Það eru álög sem ástin lagði á mig“. Það hefur naumast sézt læpu- legri hópur manna, en þing- menn þjóðstjórnarflokkanna þriggja, Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, er heitrofsmálið var rætt á Alþingi nýlega. Að vissu leyti var eymdin, sem mótaði andlit þeirra á þessari stundu, virðingarverð, því hún var vott- ur um að þá, þrátt fyrir allt, langaði til að skammast sín. Það var „slys“ að þessar um- ræður hófust á þingi. Það var gegn vilja allra leiðtoganna, úr öllum þessum þrem flokkum, þá langaði vissulega ekki til að gefa skýrslu. En ungur, fremur hrekklaus sjálfstæðisþingmaður sem auðsjáanlega vissi ekki til hlítar um það sem gerst hafi bak við tjöldin, knúði þá til að gefa skýrslu. Það var „slys- ið“ og þingmaðurinn hefur á- reiðanlega fengið bágt fyrir. En hvað hefur svo upplýstst í öllum þessum umræðum? DRENGSKAPARHEIT UM , ,RÉTTLÆTISMÁLIГ. Það að Ólafur Thors hefur þann 17. jan. 1942 kl. 12,15, lof- að Hermanni Jónassyni og Ey- steini Jónssyni, og lagt við drengskap sinn, að kjördæma- málið, öðru nafni „réttlætis- málið“ svo notað sé orðalag Sjálfstæðisflokksins, skyldi ekki afgreitt fyrir kosningar 1942. Þetta drengskaparheit rauf Ólafur Thors, ef til vill Þá ræðir þessi fyrrnefndi öld- ungadeildarþingmaður um rétt, er Bandaríkjamenn vilji fá til flugvalla hér eftir stríð, og skír- skotar til þess að þeir hafi lagt í þá fé. Slíkt veitir Bandaríkjunum engan rétt. Þeir eru samkvæmt samningum skuldbundnir til að hverfa héðan burtu með allt sitt að stríðinu loknu. ísland á eitt flugvellina á ís- landi að afloknu stríði. ísland verður eðlilega reiðubúið til þess að taka þátt í alþjóðasamn- ingum um flugsamgöngurnar að stríðinu loknu og tryggja afnot flugvallanna hér í alþjóðasam- göngum. En sjálfrátt fer ísland vart inn á þá braut, að ljá einstök- um ríkjum sérstök réttindi til flugvallanotkunar hér, þó heita ætti, að aðrar þjóðir hefðu jafn- rétti. ísland neitaði tilmælum Lufthansa, þýzka flugflotans, um flugvelli hér vorið 1939. Það er eitthvert skynsamlegasta verk, sem unnið hefur verið í íslenzkum utanríkismálum. Og þeirri stefnu, er þá var tekin, ber »S halda. tilneyddur af flokki sínum, sem eftir atvikum áleit ekki fært að verzla með réttlætismálið. Ekki hefur Ólafur átt mann- dóm til að taka afleiðingum þessara atburða; auðvitað bar honum jafnskjótt og hann sá að hann fékk því ekki ráðið í flokki sínum, að „réttlætismál- inu“ yrði drepið á dreif að segja af sér formennsku flokksins, og draga sig til baka frá stjórn- málum, eða taka upp baráttu gegn flokki sínum og fyrir efnd þess drengskaparheits er hann hafði unnið. Ólafur er ekki stór í sniðum, þó talsvert eigi hann af Göbbelseðlinu, og geti verið fyrirferðarmikill í ábyrgðar- lausum áróðri. En bezt er hon- um að gera sér ljóst, að erfitt mun reynast fyrir hann að fá andstæðing til samstarfs, á sviði stjórnmálanna, upp á dreng- skaparloforð hans eins. Þannig er þáttur Ólafs, hann er óverjandi, og væri Morgun- blaðinu sæmilegast að gefast upp í þessari vonlausu varnar orustu. sem það heyr fyrir hann. EINN ÞÁTTUR í HENGING- ARÓL ÞJÓÐSTJÓRNAR- FLOKKANNA. En þáttur Ólafs í þessu máli er aðeins einn þáttur af mörg- um, sem mynda hina harð- snúnu hengingaról þjóðstjórn- arflokkanna. Hvers vegna voru þeir Her- mann og Eysteinn að krefjast þessa drengskaparheits af Ól- afi? Það var af því að þeir vildu umfram allt koma í veg fyrir að svikasamsæri það, er höfuð- leiðtogar íslenzka auðvaldsins gerðu gegn alþýðu þessa lands, er þeir mynduðu þjóðstjórnina 1939 yrði að engu. Frá þeirra sjónarmiði varð að koma í veg fyrir að þjóðin fengi að ganga til dóms, yfir athæfi þeirra, á gnindvelli jafnréttisins. Stjórn- arsamvinnan varð að haldast, eftir því sem Hermann og Ey- steinn segja, til þess að hægt væri að framkvæma gerðar- dómslögin, og að þeirra dómi, og þar dæmdu þeir rétt, var óhugsandi, að framkvæma þessi „þrælalög“ ef þjóðin fengi að ráða. Ólafur Thors var á sömu skoðun, og honum fannst að því er skýrslur herma, að því marki yrði bezt náð, með því að láta alls ekki kjósa. Ýmsar innri aðstæður gerðu samvinnu þjóðstjórnarflokk- anna um kúgunarlögin erfiða og snemma veturs 1942 mun ótti við kjósendur, óttinn við vax- andi fylgi „kommúnista“ og sundrung innan allra þjóð- stjórnarflokkanna, hafi sann- fært þá um, að gerðardómslög- in væru óframkvæmanleg, og kosningar yrðu að fara fram. HERMANN BREIÐIR „HINN DJÚPÚÐGA FELD“ YFIR HÖFUÐ SÉR. Þá var að finna leið til að láta samvinnunua springa á ein- hverju máli, sem verða mætti samherjunum í baráttu gegn alþýðunni til sem allra mestrar smánar. Því auðvitað var það stórt atriði, hver þeirra Ólafs Thors, Hermanns eða Stefáns Jóhann gæti persónulega hagn- azt mest á fyrirtækinu. Þá lagði Hermann „hinn djúpúðga“ feld yfir höfuð sér og hugsaði mál- ið. Hann sá brátt að bezta leið- in til að pína Sjálfstæðisflokk- inn var að láta hann svíkja réttlætismálið, og svo var Ól- afur látinn gefa drengskapar- heitið. Hinsvegar var svo leitað til Stefáns Jóhanns, sem sýndi drengskap sinn í bæjarstjórnar- kosningunum 1938 með því að svíkja skriflegan samning, og hann látinn halda réttlætismál- inu að Sjálfstæðisflokknum, til þess að halda Ólafi sem fastast í klípunni. Hermann ákvað svo að þegja um drengskaparheit Ólafs. Um það segir hann í skýrslu frá fundi er haldinn var í miðstjórn Framsóknar flokksins 14. maí 1942 á þessa leið. „Við lögðum til (þ. e. H. J. og E. J.) að málinu yrði ekki hreyft í kosningunum. Her- mann Jónasson færði fyrir því þessi rök (orðrétt úr gerðabók miðstjórnar Framsóknarflokks- ins). „En þótt þetta sé svona, þá lít ég svo á, að -þetta mál sé svo seintækt og þannig vax- ið, að eigi megi nota það í kosningum né skýra frá því. Við erum hér í nábýli við tvœr þjóðir og megum ekki láta þær sjá, hve eymd okkar getur orö- ið mikil“. ALÞÝÐUFLOKKSFORINGJ- ARNIR KJÖFTUÐU FRÁ. Samkvæmt þessu hegðaði Framsóknarflokkurinn sér. Hann þagði um „drengskapar- heitið". Hinsvegar vildi svo ein- kennilega til, að leiðtogar Al- þýðuflokksins skýrðu frá því í kosningabaráttu. Hvaðan kom þeim vitneskjan um það? Her- mann skyldi þó ekki hafa fund- ið út að hagkvæmt væri að láta þessa fregn berast til Alþýðu- flokksins, svo að hann gæti lætt henni út svo hægt væri að beita henni sem vopni í baráttunni gegn réttlátri kjör- dæmaskipun í landinu.En hvers vegna vildi Hermann ekki nota þetta vopn sjálfur, nú er þó svo komið hann hefur dregið það úr slíðrum og erum vér þó vissulega enn í „nábýli við tvær þjóðir“. Þessu er auðsvarað. Hermann gerði sér vonir um að þjóð- stjórnarsamvinnan gæti hafizt á ný að kosningunum loknum, hann vonaði að enn mætti tak- ast samvinna við Sjálfstæðis- flokkinn um að framkvæma þrælalög gegn alþýðunni, en það var síður en svo þægilegt, að mynda slíka samvinnu við mann, sem opinberlega var bú- ið að sanna á að virti dreng- skaparheit að vettugi, þess- vegna þagði Hermann. Nú mun Hermann vera orð- inn vonlaus um stjórnarsam- vinnu gegn alþýðunni. Verk- lýðssamtökin og Sósíalistaflokk urin eru of sterk til að saga áranna 1939—1942 geti endur- tekið sig, af þessum sökum tel- ur Hermann tímabært að gera alþjóð kunnugt, að Ólafur Thors hafi rofið drengskapar- heit. „HEITROFI, HEITROFI, HRÓPA ÉG Á ÞIG!“ Og Hermann og Eysteixut, Tíminn og Alþýðublaðið hróp* nú hástöfum á heitrofann. Þetta eru skerandi angistarveiB, öH Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.