Þjóðviljinn - 30.10.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.10.1943, Blaðsíða 4
gSIÓÐVILJINN Síldarsðltan Naetnrlæknir er í Læknavarðstöö Kaykjavíkur, s,mi 5030. Naeturvörður í Reykjavíkurapóteki Æakulýðsfylkingin heldur skemmti- kvöld laugardaginn 30. október kl. 9 á Skólavörðustíg 19. i Ljósatími bifreiða og bifhjóla er Irá kl. 4.50 síðd. til kl. 7.30 að morgni. Á fundi í 10. deild, sem haldinn var s. I. þriðjudag, var samþykkt að skora á 6. deild að safna 50 nýj- ■m kaupendum að Þjóðviljanum í móvember. Hacbeth í útvarpinu í kvðld Útvarpshlustendur eru farnir að bíða með óþreyju, ef það heyrist að Lárus Pálsson eigi að stjórna útvarpsleikriti, og ó- hætt er að fullyrða að enginn sér eftir því að sitja við tækið sitt í kvöld frá hálfníu til tíu, og heyra hið mikla leikrit Shakspeares, Macbeth, í út- varpsbúningi. Lárus Pálss. stjórnar. Leikend ur eru: Regina Þórðardóttir, Gunnþórunn Halldórsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Þor- steinn Ö. Stephensen, Harald- ur Björnsson, Valur Gíslason, Lárus Pálsson o. fl. Heitrofsþáttur Framh. af 3. «íðu þessi hersing getur ekki látið vera að hrópa. Þetta eru álög, sem ástin lagði á þá. Svo heitt hafa þau elskað Ólaf, svo áköf varð ástin á honum, er þeir í bróðérni unnu gegn ísl. alþýðu á árunum 1939—1942, að þeir verða að hrópa. „Heitrofi heitrofi hrópa ég á þig. Það eru álög sem ástin lagði á mig“. Vel getur svo farið, að „ástin sigri“ alla í þessum leik og að þeir tímar komi að „heitrof- jnn“ og „ástmeyjan“ gleymi öllum misgerðum og taki sam- an á ný, því enn er hægt að rýja íslenzka alþýðu. En eitt er það, og aðeins eitt, sem þjóðin hefur við allar persónur heit- rofaleiks að segja, hvort sem það er heitrofinn eða ást- meyjan eða piltungurinn Ste- fán, sem lék hjónadjöfulinn, ög það er þetta: Þið eigið að skammast ykkar og hverfa fyrir fullt og allt af vettvangi stjórnmálanna. Síðar verður gerð nokkur grein fyri'jr þeim þjóðfélags- grundvelli, sem heitrofaleikur- inn var leikinn á. Dómar Pramh. af 2. síðu. haugunum fyrir tæpu ári, keyptu þeir þá af hermanni tómar flöskur og kassa er fleygja átti, og jukust viðskipt- in síðan. 8. Tuttugu og fimm ára gam all maður var dæmdur í 3 mán- aða fangelsi og sviptur kosn- ingarrrétti og kjörgengi. Hafði hann farið ölvaður inn í skrif stofu Electric í Túngötu 6 í þeim tilgangi að stela pening NÝJA Bté „Glcffar" (You’ll never get Rich) Fred Astaire og Rita Hayworth. Sýning kl. 7 og 9. Síðasta sinn. „Tígris" flugsveitin Flying Tigers). Stórmynd með: JOHN WAYNE, ANNA LEE, JOHN CARROLL. Sýnd kl. 3 og 5. Börn fá ekki aðgang. um, en gat þó aldrei opnað pen- ingaskápinn. Lögreglan hand- samaði hann þar í skrifstofunm 9. Nítján ára stúlka var dæmd í 30 daga fangelsi, skil- orðsbundið, og svipt kosningar- rétti og kjörgengi fyrir þrjú brot. Hún hafði farið heim til konu, og meðan konan brá sér út úr herberginu fór stúlkan niður í kommóðu og tók þar á annað hundrað krónur úr pen- .ingaveski. Á dansleik í her- mannaskála tók hún peninga veski með 50 kr. í, sem lá þar á bekk. Eyddi hún peningun- Byssa til lcigu (This Gun for Hire) Amerísk lögreglumynd VERONICA LAKE ROBERT PRESTON ALAN LADD Sýning kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára Áukamynd: Norskt fréttablað (m. a. frá Akureyri) ooooooooooooooooo MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 um. Síðar tók hún peninga- buddu með 30 kr. í frá stúlku á dansleik. 10. Tveir menn, annar 27 ára en hinn 31, voru dæmdir í 45 daga fangelsi hvor og 500 kr. sekt fyrir það, að aðfara- nótt 13. þ. m. voru þeir ölvaðir á ferð um Klapparstíginn, sáu þar sementspoka og urðu ásátt- ir um að stela þeim. Fundu þeir handvagn í porti við Hverfis- götu, tóku síðan 6 poka af se- menti og lögðu af stað, en lög reglan handtók þá á Frakka- stígnum. Pramhald af 1. aíðu skylda hvílir á oss íslending- um, — ekki sízt þar sem vér er- um eina Evrópuþjóðin, sem getur óskipt gefið sig að mat- arframleiðslu, — að gera allt, sem í voru valdi stendur, til þess að framleiða svo mikinn mat sem unnt er. íslenzka síldin er talin ein- hver næringarríkasta matvara, sem framleidd er. í góðum síld- arsumrum er hægt að veiða hér 2—3 milljónir hektólítra af síld. Það væri hart aðgöngu að verða að kasta mestallri söltunarhæfu síldinni í bræðslu næstu sumur, meðan Evrópuþjóðirnar skortir mat svo átakanlega, að hundr- uð þúsundir manna dæju úr hungri. Ef saltað væri eins mikið og söltunarhæft væri, mætti, ef síldin er góð, komast upp í það að salta jafnvel tvö- falt eða þrefalt meira en salt- að hefur verið mest áður á landi hér, en það mun hafa verið um 300 þúsund tunnur síldar. Jafnvel þótt íslendingar gætu framleitt allt að einni milljón tunna af síld, þá væri það ekki meira en Englendingar fram- leiddu af síld fyrir stríð. Enginn efast um þörfina fyr- ir hina feitu, góðu Íslandssíld meðal hinna hungruðu þjóða Evrópu, þegar aðgangur opn- ast að þeim. Hins vegar er vitanlegt, að það yrði að leggja mjög mikið af síldinni eftir á niður í dósir til þess að geta flutt þær til þeirra staða, þar sem þörf er fyrir síldina, og öruggast mundi að vera við því búinn að leggja meiri hluta síldarframleiðslunn- ar niður í dósir. Ef til þess yrði að koma upp niðursuðuverk- smiðjum hér í svo stórum stíl, að hægt væri að vinna úr t. d. 2000 tunnum síldar á dag. Það eykur mikið á þörfina á slíkum niðursuðuverksmiðjum hér, að að öllum líkindum verða t. d. öll frystihús, — svo sem í Ham- borg, — þau er áður tóku til geymslu útflutta matjessíld vora, í rústum í stríðslokin. Það hvílir sú skylda á hinni alþjóðlegu hjálparstofnun að að- stoða við skipulagningu mat- vælaframleiðslunnar. Það, sem íslendingar þyrftu að fá af vél- um, efni og verksmiðjuútbún- aði til þess að geta afkastað á- líka mikilli síldarframleiðslu og t. d. Englendingar áður, er ekki svo mikið á alþjóðamælikvarða, að nokkur vandræði ættu að verða með það, ef hugur fylgir máli, bæði hjá oss og hjálpar- stofnuninni. ísland mundi hins vegar með svona stórfelldri síldarframleiðslu vinna fram- leiðslustarf, sem væri stórvirki á sviði matvælaframleiðslunn- ar nú. Rétt er og að athuga þá hlið málsins, sem snýr að framtíð síldarframleiðslunnar og alls at- vinnulífs okkar. Ef íslendingar gætu á næstu árum komið ís- landssíldinni út til tuga millj- óna af íbúum Evrópu, sem al- drei hafa þekkt hana áður, þá er ekkert líklegra en skapa mætti með því — í einu vet- fangi — stórfelldari og örugg- ari framtíðarmarkað fyrir þessa ágætu matvöru en vér ella hefð um getað unnið upp á mörgum árum og með ærnum kostnaði. Rannsóknir í þessu efni þola enga bið. Fyrsti fundur hinnar alþjóð- legu hjálparstofnunar mun verða haldinn í Washington í næsta mánuði. Það væri á- nægjulegt fyrir ísland að geta þá þegar boðizt tl þess að vinna svona starf, ef skilyrði eru sköp uð til þess. En strax og horfur væru á því, að mögulegt yrði að fram- kvæma þetta, þá þyrfti nefnd- in. að semja lagafrumvarp um stjórn og allt fyrirkomulag þessa fyrirtækis, svo að engin töf yrði á framkvæmdum. Ofnasmiðjan \ Framh. af 1. síðu. því ört, þrátt fyrir ótrú ýmsra á ofnum úr plötujárni. Árið 1939 var salan komin upp í 9 þús. fermetra. Auk ofnanna hefur verksmiðj an framleitt rafsuðupotta og miðstöðvarkatla. Bygging fyrirtækisins reynd- ist brátt of lítil og var því fyr- ir hálfu öðru ári byrjað á við- bótarbyggingu, sem nú er lokið. Er véla- og vinnusalurinn nú orðinn 700 ferm. að stærð. Er það ætlun þeirra manna er fyrirtækinu veita forstöðu, að það geti hér eftir fullnægt þörf þjóðarinnar fyrir miðstöðv arofna og katla. Á þeim 7 árum sem verk- smiðjan hefur starfað, hafa alls verið seldir 53.941,20 ferm. af Hellu-ofnum, en það svarar til hitaflatar í 2200 venjulegar 3ja herbergja íbúðir. Hafa ofnarnir verið settir í byggingar um allt land, og þó einkum á síðustu árum verið mikið notaðir hér í Reykjavík. Framkvæmdarstjóri Ofna- smiðjunnar, herra Sveinbjörn Jónsson, fór nokkuð inn á þann orðróm sem studdur hefur ver- ið af verkfræðingum Reykja- - víkurbæjar, o. fl., að plötujárns- ofnar muni endast illa við heita vatnið frá Reykjum. Taldi hann orðróm þennan á litlum rökum reistann, minnti á álit sænska verkfræðingsins er kom hingað 1937 vegna hinnar væntanlegu hitaveitu, en hann taldi vatnið frá Reykjum svo hreint að það skemmdi ekki rör eða ofna. Ennfremur benti Sveinbjörn á það, að erlendir plötujárnsofn- ar, úr sama efni og Hellu- ofnarnir hefðu verið notaðir hér í 11 ár, með vatninu frá Þvottalaugunum. Þá hefðu Hellu-ofnar verið notaðir hér í 5 ár með sama vatni. Með þeim tækjum og vinnu- plássi, sem verksmiðjan nú hef- ur, telur Sveinbjörn vera hægt að framleiða 500 ferm. af ofn- um á viku, eða sem svarar í 20 3ja herbergja íbúðir, eða 1000 slíkar íbúðir á ári, og ætti það að vera fullnægjandi framleiðsla fyrir þjóðina alla. Starfsmenn verksmiðjunnar eru nú 26 að tölu. LEIKFELAG REYKJAVIKUR 9? LÉNHARÐUR FÓGETI“ eftir Einar H. Kvaran. Sýningr annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 4 til 7 í dag. Æ. F. R. Æ. F. R. Sfeemmtikvðld heldur Æskulýðsfylkingin í kvöld kl. 8.30 á Skólavörðustíg 19. SKEMMTIATRIÐI: 1. Framhaldsvist 2. Upplestur: Halldór Á Gunnars 3. íslenzkur sjónhverfing-amaður sýnir list- ir sínar. 4. ? ? ? FÉLAGAR! Fjölmennið, takið með ykkur gesti og MÆTIÐ STUNDVÍSLEGA! Aðgöngumiðar að skemtikvöldinu fást á skrifstofu Æskulýðs- fylkingarinnar, Skólavörðustíg 19 kl. 6—8,30, og við innganginn. SKEMMTINEFNDIN. NORRÆNAFÉLAGIÐ Veizlan á Sólhaugum verður sýnd í Iðnó á morgun kl. 4. NÆST SÍÐASTA SINÍN. Aðgöngumiðasala hefst í dag kl. 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.