Þjóðviljinn - 03.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.11.1943, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 3. nóvember 1943 246 tlöublað. 8. árganpir. Hssar koiw ai Htiri-Diair í M U. Ml Ma Rauðí herínn faefur brotui fíl Svarfahafs 65 fem, vestur af Perekopefðí Varnir Þjóðverja fyrir sunnan Dnjepr hafa nú verið gjörsamlega molaðar. Rússar hafa tekið borgina Kakovka og marga aðra bæi á austurbakka Dnjepr og 60 km. af fljótsbakkanum á þeim slóðum. Er hún andspænis borginni Borislav á vesturbakkanum. Und- anfarið hefur þama verið höfuðferjustaður Þjóðverja á undanhaldi þeirra, og hefur hann legið undir þung- um loftárásum Rússa. Syðst á vígstöðvunum hefur rauði herinn sótt hratt fram og brotizt suður að Svartahafi 65 km. vestur af Perekopeiði. Á Perekopeiði höfðu Þjóð- verjar búizt ramlega til varn- ar. Mun þeim hafa komið mjög á óvart hvað Rússar voru skjót- ir að brjótast gegnum þær. Rússar hafa hinsvegar ekki reynt að sækja lengra suður Vetrarstarf Sósíalista- félagsins hafið ÁGÆTUR FUNDUR í GÆRKVÖLD Félagsfundur Sósíalistafélags- ins að Skólavörðustíg 19 í gœr- kvöldi var mjög góður, troð- fullt hús og almenn ánægja og áhugi fyrir vetrarstarfi félags- ins. Einar Olgeirsson flutti erindi um vetrarstarfið og stækkun Þjóðviljans og voru umræður á eftir. Halldór Stefánsson rithöfund ur las úr bók eftir Peter Freu- chen. Síðan flutti Rannveig Kristjánsdóttir erindi. ,,Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að verja úr rík- sjóði fé til kaupa á efni í raf- orkuveitur frá Sogsvirkjun og Laxárvirkjun, jafnóðum og það verður fáanlegt, til eftirtalinna staða: Eyrarbakka, Stokkseyrar, Selfoss, Hveragerðis og Suður- nesja, Húsavíkur og Reykja- hverfis". skagann en til Armjansk, sem þeir tóku í fyrradag. Talið er að Þjóðverjar hafi um 100 þús- und manna her á Krímskaga og er talið að hann eigi aðeins um þrennt að velja: 1. Reyna að komast undan vestur yfir Svartahaf. Mun það verða þeim torvelt sökum þess, hve floti Rússa er öflugur. 2. Gefast upp skilyrðislaust. 3. Berjast til síðasta manns. í nágrenni Krivoj Rog hafa Þjóðverjar enn gert heiftarleg- ar gagnárásir, en þeim hefur öllum verið hrundið við mikið tjón þeirra. ÁRANGRI MOSKVARÁÐ- STEFNUNNAR FAGNAÐ MEÐAL HINNA SAMEIN UÐU ÞJJÓÐA Helzta umræðuefni meðal hinna sameinuðu þjóða er nú sem stendur árangur sá, sem náðist á Moskvaráðstefnunni, sem almenn ánægja virðist ríkja yfir. í Washington lét Frank Knox, flotamálaráðherra, svo Greinargerðin hljóðar þann- ig: „Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum, hver áhugi þeirra, sem á stöðum þeim búa, sem í tillögunni greinir, er á því að verða aðnjótandi raf- orku og þeirra þæginda, sem hún hefur í för með sér. Framh. 3. síöu. um mælt, að árangur sá, sem náðist á fundinum, væri jafn mikilsverður og stórsigur Bandamanna, hvort sem væri á bardagasvæðinu í Evrópu eða í Asíu. Blaðið New York Sun kallaði árangur fundarins stórkostlegan ósigur fyrir Möndulveldin. í blaðinu er komizt svo að orði: „Bandamenn hafa unnið sigur, sem jafngildir útrýmingu fjölda þýzkra hersveita á or- us'tuvelíinum". Haft er eftir stjórnartalsmanni í Washing- ton, að ekki hafi verið hægt að krefjast nánari samvinnu en raun var á. Cordell Hull utanríkismálaráð- herra, fulltrúa Bandaríkjanna á fundinum, fórust orð á þessa leið í morgun: „Starfið er að- eins hafið, en hér frá munu þjóðir þær, sem hér sitja á rök- stólum, vinna að því að breyta þessum heimi einangrunarstefn unnar". í öllum dagblöðum Sovétríkj anna birtust samningar þeir, sem gerðir voru, 1 heild, og Izvestia fór þeim orðum um fundinn, að hann væri fyrsta skrefið, sem tekið væri til upp- byggingar nýs heimsskipulags eftir stríðið. T. V. Soong, ut- anríkisráðherra Kína, fagnaði mjög árangri þeim, sem náðst hafði á fundinum, og sagðist vona, að hann yrði til þess/ að hinir aldagömlu draumar mann kynsins megi rætast. í dag barst sú fregn frá Lond- on, að fyrsti fundur Evrópu- nefndarinnar muni fara fram fyrir lok þessa mánaðar. SAMTÖK INDVERSKRA JÁRNBRAUTARVERKA- MANNA Leiðtogar 90 þúsund ind- verskra járnbrautarmanna hafa ákveðið að koma upp „sterkri \rhiðstjórn 'járnbrautarverka- manna í Indlandi, td að tryggja að járnbraútir landsins starfi eins vel og hœgt er í styrjöld- inni gegn Japönum, og fyrir frelsi indversku þjóðarinnar“. Þrjátíu þúsund indverskir sjómenn og tíu þúsund Kínverj- ar sigla nú á flutningaskipum Breta. Naaanaia sísialisii isaaia fnn flin i raiiMiiai Þeir Sigurður Thoroddsen, Brynjólfur Bjarnason og' Krist- inn E. Andrésson leggja fram í sameinuðu Alþingi tillögu til þingsályktunar, um raforkuveitur frá Sogsvirkjun og Laxár- virkjun. Tillaga þeirra og greinargerð fara hér á eftir: NÝTT KJÖTMÁL í UPPSIGLINGU: Hver á saltkjötið í dysjunum við Krýsuvíkurveginn ? Verkamenn, sem vinna við gjalígröft (rauðamöl) suður við Krýsuvíkurveg, fimdu fyrir skömmu 3 stórar dysjar utan við veginn, og hafði saltkjöt verið grafið þar. Var þetta spaðsaltað kjöt, er hafði verið látið ívstrigapoka og grafið í hrauninu. Kjöt þetta hlýtur að vera þannig tilkomið, að einhver kjötverzlun hafi urðað vöru sína þarna. En óneitanlega virð- ist það furðulegt atferli að grafa neyzluvörur úti í hrauni fjarri mannabyggðum, eða á máske að taka upp þann sið að fleygja íslenzku kiöti? Það verður að fá úr því sltorið, hvemig stendur á þessu atferli og hver stjórnar því. Hver á kjötið í dysjunum við Krýsuvíkurveginn? Bandamenn hertaka Casanova Fimmta hemum verður vel ágengt á vesturvígstöðvum ítal- íu, og tók i gær bæinn Casa- nova, segir í brezkri útvarps- fregn. Ganga Tyrkir í lið með Bandmönum? Utanríkisráðherra Tyrklands er á leið til Kairó til fundar við Anthony Eden, utanríkis- ráðherra Bretlands, sem nú er staddur þar. í för með honum er brezki sendiherrann i Tyrk- landi. Inonu, forseti Tyrklands, hélt í gær ræðu, sem vakið hefur mikla athygli. Fordæmdi hann harðlega yfirgang og ofbeldi f alþjóðaviðskiptum. Kvað hann friðsamlega samvinnu allra þjóða heimsins, stórra og Hvað líður kröfu Al- þingis um rannsókn á olíufélögin ? Það eru nú liðnir 10 dag- ar, síðan tillögunni um rann- sókn á olíufélögin var vísað til allsherjarnefndar. Og enn hefur ekkert frá nefndinni heyrzt. Allir þeir, sem kunn- ugir eru starfsháttum að tjaldabaki á Alþingi, vita að nú muni reynt að svæfa mál- ið eða verzla með það. Þjóðin mun fylgjast með því, hvað út úr þessu makki kemur, og hverjir það eru, sem vernda vilja einokun og yfirgang olíuhringanna. smárra höfuðnauðsyn, ef koma ætti á varanlegum friði. Á ræð- una hlustuðu m. a. fulltrúar er- lendra ríkja og þ. á. m. sendi- herrar öxulríkjanna í Tyrk- landi. Vinir og veiunnarar Þjóðviljans! Látið söfnuninni fleygja fram þessa viku Aldrei hefur riðið eins á því og nú, að þið leggið ykkur fram með hjálp til blaðsins, svo að það geti stigið það mikla og afdrifaríka spor, að stækka um helming, .sem allra fyrst. Þjóðviljasöfnunin liefur ekki gengið nógu vel, vegna þess að hún er enn verk tiltölulega fárra manna. Einstaka félagar hafa unnið afrek í söfnun, og aðrir eiga það vafalaust eftir. Gerið livern dag í þessari viku að skiladegi svo að söfnunarupp- hæðin taki stórt stökk upp á við. Bíðið ekki eftir því að einhver sýni ykkur lista, komið sjálf eða sendið ykkar skerf til skrifstofu Sósíalistafloklcsins, Skólavörðustíg 19 (nýja húsið). Komið hafði til tals, að stækkunin yrði í nóvemberbyrjun, en því varð ekki við komið vegna viðgerðar á vél þeirri, er á að brjóta blaðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.