Þjóðviljinn - 03.11.1943, Page 2
%
ÞJQÐVILJINN
Miðvikudagur 3. nóvember 1943
Innfltifnángssaniband
CRSMIÐAFÉLAÖS
ÍSLANDS
hefur fengfið einka-umboð á íslandi fyrir nokkrar
hinar ágætustu svissnesku úraverksmiðjur, svo sem
„Omega“ „Astep“
,Marvin“ „Cortéberf1
Við gerum stærstu úrainnkaup, sem þekkzt
hafa hér á landi. — Hið lága verð hefur
vakið undrun almennings.
Félagar vorir eru þessir:
I REYKJAVÍK:
Ámi B. Björnsson
Filippus Bjarnason
Halldór Sigurðsson
Haraldur Hagan
Jóhann Árm. Jónasson
Jóhann Búason
Jón Hefmannsson
Magn. Ásmundsson & Co.
Magnús Sigurjónsson
Sigurður Tómasson
Sigurjón Jónsson
Sigurþór Jónsson
Þorkell Sigurðsson
í HAFNARFIRÐI: Einar Þórðarson
Á AKUREYRI:
Á ÍSAFIRÐI:
Kristján Halldórsson
Stefán Thorarensen
Skúli K. Eiríksson
Þórður Jóhannsson
Á SAUÐÁRKRÓKI:
J. F. Michelsen
Fagmennirnir ábyrgjast vandaða vöru.
KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN
’
Dráttarvextir
Dráttarvextir falla á tekju- og eignarskatt og verð-
lækkunarskatt ársins 1943, hafi gjöld þessi ekki ver-
ið greidd í síðasta lagi laugardaginn 6. nóvember
næstkomandi kl. 12 á hádegi.
Á það, sem þá verður ógreitt, "reiknast dráttar-
vextir frá gjalddaganum, 15. ágúst síðastliðnum.
Reykjavík, 19. október 1943.
TOLLST J ÓR ASKRIFSTOF AN
Hafnarstræti 5. — Sími 1550.
AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM
XVCVWVl
Jórunn Friðriksdóttir
— Eskífírdí —
Miðvikudaginn 13. október
s.l. var til moldar borin á
Eskifirði Jórunn Friðriksdóttir,
87 ára gömul. Það þykir sjaldn-
ast í frásögur færandi, þó að
örsnauður smælingi kveðji
heiminn að loknu löngu og
ströngu lífsstarfi. En mér er þó
nær að halda, að í hugum sam-
tíðarmanna þeirra, sem við
svipuð kjör hafa átt að búa,
leynist lengur mynd hinna
öldruðu „þegna þagnarinnar“
með rúnir þrotlausrar lífsbar-
áttu ristar í andlit sér heldur
en minningarnar um kröfuharða
lagaverði eða hræsnisfulla
klerka, enda þótt þeim sé að
öllum jafnaði fórnað. hundrað-
földu blaðrúmi og prentsvertu
við afmæli þeirra og ártíðir.
Saga Jórunnar heitinnar er
sagan „um öreigans vonlausu
varnir í vök, sem að honum
fraus“. En hún átti lífsgleði og
létt geð, sem engir erviðleikar
né örbirgð gátu drepið. Hún
var jafnan kát og viðmótsþýð,
skrafhreyf og skemmtileg, hve-
nær sem var og hvar sem var.
Framkoma hennar var fögur,
vegna þess, hvað hún var lát-
laus og óþvinguð. Þess vegna
var Jórunn hvers manns hug-
ljúfi, og ýki ég ekki, að hún
var vel greind og kunni kynst-
ur íslenzkra lausavísna.
Jórunn Friðriksdóttir var
einskonar tákn þeirra þúsunda
íslenzkra alþýðumæðra, sem
fyrr og síðar hafa unnið ís-
lenzkri þjóð ómetanleg störf,
án þess að þeirra væri nokkurn
tíma getið að nokkru. En við
mættum vel vera þess minnug,
að það eru einmitt þessar kon-
ur, sem mestu hafa fórnað til
þess að gera þátt íslands í
vaði heimsmenningarinnar sem
styrkastan, alþýðumæðurnar,
sem innan gróinna moldar-
veggja önnuðust uppeldisstörf
sín af litlum efnum en ómældri
ástúð og ábyrgðartilfinningu,
alþýðumæðurnar, sem ólu ís-
lenzkri menningu menn á borð
Stephan G., Hjálmar í Bólu,
Þorstein Erlingsson og Sigurð
Breiðfjörð, svo að aðeins séu
örfáir taldir. En hvers vegna
urðu þessir fórnfúsu þegnar ís-
lenzkrar þjóðar að annast menn
ingarstörf sín við slíkar að-
stæður, slíka örbirgð? Hvers
vegna varð þessi glaðværa og
ástúðlega kona að strita og
stríða um marga áratugi, en
andaðist þó jafnsnauð að þessa
heims gæðum, eins og hún fædd
ist fyrir nærri því níu áratug-
um? Hvers vegna fékk hún
aldrei notið yls né birtu þess
arinelds, sem kyntur er árangr-
inum af iðju hennar og ann-
arra, sem starfað hafa og strítt
á þessari jörð?
Það var vegna þess, að hún
var of smá til þess að hún gæti
staðið upp úr hafi hinna illu
sálna, sem að þessum arni
sækja og sífellt sitja yfir rétti
almúgafts. Hún átti ástúð og á-
byrgðartilfinningu, glaðværð og
góðvild, sjálfsafneitun og sam-
vizkusemi í ríkara mæli en flest
ir aðrir. En hún var smælingi
og hana skorti afl til þess að
JL
Það sem koma skal
Það verður nú æ ljósara, að til
skilnaðar hlýtur að draga með Jón-
asi Jónssyni og Framsóknarflokkn-
um. Deilan innan flokksins hefur
tekið á sig dálítið spaugilegt form
síðustu dagana, þeir hafa sem sé
hnakkrifizt um það, Þórarinn ritstj.
Tímans og Jónas, hvort Framsókn-
arflokkurinn líkist Ófeigi bónda úr
Skörðum eða Þorgeiri bónda að
Ljósavatni.
Á bak við þetta p?x um þing-
eyska bændur, sem hvílt hafa í
skauti ættjarðarinnar í nær þías-
und ár, felast hatröm átök um af-
stöðuna til sósíalismans.
Afstöðu Jónasar þekkja allir, það
er afstaða Hitlers, hann viil láta
mola allan sósíalisma og alla sósíal-
ista með voldugu hnefahöggi, og til
þess að gefa aðferð 'þessari 'þjóð-
legan blæ, skirrist hann ekki við að
óvirða minningu Ófeigs bónda úr
Skörðum með því, að kenna hana
við hnefa hans.
Þórarni er hinsvegar ljóst, að sósi-
alisminn er það sem koma ska',
og kemur, hvað sem hver segir.
Hann telur því rétt að láta undan
síga, hann telur þýðingarlaust að
sækja auð sinn 1 eldinn mikla
— af því að hún stóð ein. Þang-
að náðu aðrir, sem voru nægi-
lega sterkir til þess að traðka
allar Jórunnir veraldarinnar
undir fótum sér, og þeir njóta
nú og hafa notið árangursin^
af iðju hennar og annarrar al-
þýðu manna. Þeir geta ennþá
staðið öruggii við fulla kjöt-
katlana og etið lostæti lýðsins
af gildum forkum afl síns og
auðlegðar, meðan milljónir
barna ýmist svelta eða þjást
af sárum skorti. En hversu
lengi munu þeir njóta krás
anna? Að því mun draga, að
hinir smáu og smáðu rísa upp
og krefjast réttar síns. — Og
þeir skulu ná rétti sínum. —
Allt réttlæti hrópar á uppreist
þeirra, og réttlætið verður
aldrei bælt niður nema tak-
markaðan tíma. Orðið örbirgð
er hugtak svo svívirðilegra millj
ónamorða, að það er skömm að
því að nokkur tunga skuli
þurfa að taka það upp í orða-
bækur sínar Minningin um
hvern hniginn öreiga á að verða
okkur hvöt til bess að herða
baráttuna fvrir því þjóðféiags
hagkerfi, sem setur útrýmingu
örbirgðarinnar efst á stefnu-
skrá sína — hagkerfi sósíalism-
spyrna við broddum, og vill því
leika hlutverk hins vitra goða frá
Ljósavatni.
í síðasta blað Tímans skrifar Þór-
arinn heillar síðu grein, sem hann
kallar: „Þar stóð hann Þorgeir á
þingi“. Grein þessi mun eiga að
vera einskonar stefnuyfirlýsing
þeirra Jónasar andstæðinga innan
Framsóknarflokksins og segir þar,
að stefna sósíalista sé „hinn nýi
siður“, þ. e. a. s. að eins og kiist-
indómur hlaut að sigra heiðin-
dóm um aldamótin 1000, þannig hlýt
ur sósíalisminn að sigra samkeppn-
is- og auðvaldsskipulagið á tuttug-
ustu öldinni.
Gott er að Þórarinn skuli hafa
komizt til skilnings á þessu, en
meiri heilindi má hann sýna sem
stjórnmálamaður en hann hefur gert
til þessa, ef við sósíalistar eigum
að fela honum að segja upp lög
fyrir oss.
Bíó-kuldi
Herra ritstjóri.
Eg fór í Gamla Bíó í gærkvöld
til að sjá hina ágætu mynd „Á hverf
anda hveli“. Það er lofsvert, að slík
ar myndir skuli sýndar og rétt að
geta þess í leiðinni, því erindið var
að segja frá öðru sem miður fór
hjá þessu kvikmyndahúsi að þessu
sinni. Það var sem sé svo kalt í
húsinu, að óviðunandi var. Eg er
stoppaður af kvefi eftir þessa kulda
vist. Þetta má ekki koma fyrir hjá
kvikmyndahúsunum, eigendur þeirra
eru sannarlega ekki ofgóðir til að
sjá um sæmilega kyndingu.
Reykjavík 1. nóvember 1943.
Bíógestur..
Smæð Alþýðuílokksins á
að ráða
Það er mikið skopazt að Alþýðu
flokknum fyrir frumvarp það, sem
hann kom á framfæri í þinginu,
um að fjölga mönnum í rannsóknar
ráðinu, svo Emil gæti haldið þeim
bitlingi, sem hann hefur haít þar í
nokkur ár.
Eins og kunnugt er, eru lög um
ráð þetta þannig úr garði gerð, að
þrír stærstu þingflokkanna tilnefna
sinn manninn hver í það. Þessi lög
voru samin á þeim gömlu og góðu
tímum „utangarðsstefnunnar“. Nú
bitnar utangarðsstefnan á aumingja
Emil.
Og sjá, Alþýðuflokksmennirnir
koma kjökrandi til Alþingis, segj-
andi sem svo:
Sjáið aumur á oss, látið smæð
Alþýðuflokksins ráða fjöldanum í
rannsóknarráði. Látið ekki Emil
missa bitlinginn hversu smár sem
Alþýðuflokkurinn verður. Þó Al-
þýðuflokkurinn verði svo smár, að
hinir flokkarnir fái 10—15 menn
þegar Alþýðuflokkurinn fær 1, má
það ekki hindra ykkur í að gera
miskunnarverkið á honum. — „Lof-
ið þið honum Emil nú að vera
með“.
ans.
Eskfirðingur.
Sisbdistar
Okkur vantar unglinga tii að bera Þjóðviljann til
kaupenda í eftirtöld bæjarhverfi:
MIÐBÆR
TJARNARGATA
LAUGAVEGUR — INNRI
Hjálpið til að útvega unglinga. Talið við afgreiösiuna.
Afgfcídsla Þjódfíljðns
Skólavörðustíg 19, sími 2184.