Þjóðviljinn - 05.11.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.11.1943, Blaðsíða 4
% £ < ■: I yr &ví"v ■ ■ ■ • Næturlæknir er í Læknavarðstöö Rejfkjavik, sími 5030. Æ. F. R. Skrifstofa Æskulýðsfylk útgariHnar, Skólavörðustíg 19 er op- in daglega kl. 6—7. Ljósatítni bifreiða og bifhjóla er frá kl. 16,30 að kvöldi til kl. 7,30 að morgni. Félag Suðurnesjamanna. Þeir, sem óska að gerast félagar í Félagi Suð- umesjamanna, eru beðnir að skrá sig í Verzluninni Aðalstraeti 4, Reykjavík. Kynningar- og skemmti- fundur verður haldinn í Oddfellow- húsinu sunnudaginn 21. nóvember kl. sy2 síðdegis. Félagsstjórnin. í happdrætti Menntaskólans, sem dregið var í 17. júní s.l. unnu þessi númer: 4961 3819 5373 5323 4940 1455 636 983 2284 5679. Þeir, sem hafa ekki enn sótt vinninga sína, vitji þeirra sem fyrst í Menntaskólann. Aðvörun um að neyta ekki kjöts sem heiur verið fleygt Héraðslæknamir í Hafnar- firði og Reykjavík hafa varað menn við því að neyta kjöts sem fundizt hefur á víðavangi Tilefni aðvörunar þessarar er kjöt það er SÍS lft fleygja í Hafnarfjarðarhrauninu og ýms- ir hafa tekið til neyzlu. HÚ SMÆÐR ASKÓLINN Framhald af 1. síðu. að synja um skólavist. Námstími þeirra er dvelja í heimavist er 9 mánuðir. Auk þess eru starfrækt dagnáms- skeið og eru þátttakendur 24, námstími er 4V2 mán. Þá eru^ og kvöldnámskeið, sem standa yfir í 5 vikur og er ekki hægt að taka á móti nema 16 á þau, en um 200 umsóknir hafa' borizt. Ennfremur hefur verið tekin upp sýnikennsla á kvöldin, fyrir húsmæður, og stendur hún yfir 3 kvöld fyrir hvern hóp þátttak enda. Af þessu er ljóst að húsakynni skólans eru alltof lítil til að full nægja þörfinni. Verða Reykvík- ingar að leysa það verkefni að auka húsakynni skólans svo þau séu honum samboðin. Forstöðukonan sýndi blaða- mönnunum kennsluherbergin, þar sem kenndur er ýmiskonar vefnaður, saumaskapur o. s. frv. — að ógleymdu eldhúsinu, enn- íremur dvalarherbergi heima- vistarinnar, sem eru hin snotr- ustu. í umræðum forstöðukonunn- ar um skólann kom greinilega fram hinn mikli áhugi hennar fyrir heill og velferð hans á all- an hátt. 0OOOOOÓOOOOOÓOOOÓ ASKriftarsfmi Þjíðviljans er 2184 í>o«o<x><>ó<xk*ooóóoo nýja níé ■Þ TSAMNÆmméé „Tígris“ flugsveitin A Pálmaströnd Flying Tigers). Stórmynd með: (Palm Beach Story) JOHN WAYNE, ANNA LEE, Amerískur gamanleikur. Sýnd kl. 7 og 9 Börn fá ekki aðgang. Claudette Colbert, Á örlagasfundu Joel McCrea. (Before I Hang) Boris Karloff Sýning kl. 5, 7 og 9. Evelyn Keyes Sýnd kl. 5 Bönnuð fyrir börn innan 16 Hringið í síma 2184 og ára. gerizt áskrifendur- LEIKFÉLAG REYKJAVÍKIJR. „LÉNHARÐUR FÓGETF4 eftir Einar H. Kvaran. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. HITAVEITAN Borgarstjóri kvað líkur til að hægt yrði að hleypa heita vatn ínu á nokkurn hluta bæjarkerf- isins eftir hálfsmánaðar tíma, ekkert væri þó hægt að fullyrða um þetta, en þessa dagana væri verið að prófa geymana á Öskjuhlíð. Hvað hin atriðin snerti, gæti hann ekki gefið upplýsingar um að svo stöddu. Öll þessi atriði væru nú til athugunar og hefði bæjarráði verið gefn- ar skýrslur um hvað þeim liði, og innan skamms mætti vænta upplýsinga um þau. Jón Axel flutti harða skamm arræðu út af því, hve seint gengi með ákvörðun hitaveitu gjalds og annað, sem að þess- um málum lýtur. FJÁRLÖGIN 4 Framh. af 1. síðu. um og koma upp stórum sam- vinnubúum og byggðahverfum, og leggur minnihl. til að lagðar séu fram 4 millj. kr. í því skyni. Þá minntist framsögumaður á ýmsar smærri breytingartill. Þar á meðal hækkun á fjárveit ingum til byggingar læknisbú- staða og sjúkraskýla, til bygg- ingar barnaskóla utan kaup- staða, til húsmæðraskóla, til í- þróttasjóðs, til vitabygginga og hækkun á framlagi til slysa- varna. AUSTUR- VÍGSTÖÐVARNAR Framhald af 1. síðu ina frá Nevel til Polotsk í Hvíta-Rússlandi og eru þar í minna en 80 km. fjarlægð frá fyrrverandi landamærum Pól- lands. Miðar þessari sókn að því að komast vestur fyrir Vitebsk. ÍÞRÓTTIR Framh. af 1. síðu. Kúluvarp: E. Nemethvari, U. 15,32 m. A. Fernström, S. 15,06 — A. Romare, S. 14,87 — V. Horvath, U. 13,98 — Spjótkast: S. Eriksson, S. 67,82 m. J. Varszegi, U. 64,90 — H. Sjöström, S. 64,22 — S. Czanyi, U. 59,75 — Sleggjukast: B. Ericsson, S. 52,81 m. I. Nemeth, U. 52,20 — E. Linné, S. 52,13 — D. Remete, U. 49,12 — Stigin skiptust þannig: S. — u. Grindahlaup 110 m. 8 — 3 Kúluvarp 5 — 6 Hlaup 800 m. 8 — 3 Langstökk 8 — 3 Hlaup 200 m. 6 — 5 Spjótkast 7 — 4 Hlaup 500 m. 7 — 4 Grindahlaup 400 m. 5 — 6 Hlaup 400 m. 8 — 3 Kringlukast 4 — 7 Hlaup 1500 m. 8 — 3 Hlaup 100 m. 6 — 5 Sleggjukast 7 — 4 Hlaup 10000 m. 5 — 6 4x100 m. boðhlaup 3 — 6 95 - 67 DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. OOOCxP -O KAUPIÐ HÓÐVILJANN NINl ROLL ANKEB: ELÍ OG ROAR Hún var að hugsa um það, þegar hún var seinast í þess- um kjól. Það var í París. Róar hafði boðið tveimur starfs- bræðrum sínum til miðdegisverðar á veitingahúsi. Hún hafði aldrei séð hann eins glaðan og áhyggjulausan og þá. Hún mundi enn, hvað hann hló dátt að fyndni Frakk- anna. Eða þegar hann tók rósavöndinn af borðinu og hall- aði honum að brjósti hennar; þá höfðu ungu Frakkamir hrópað húrra og drukkið skál norrænnar ástar. Þeir sögðu, að þau tvö ættu svo dásamlega vel saman. Nú heyrði hún fótatak hans, stökk á fætur og beið fram- an við vængjahurðina. Þegar hurðin rann til hliðar, lyfti hún báðum höndum. Það birti yfir svip hennar af minn- ingunni um liðinn hamingjudag og augun ljómuðu af gleði. — — Róar nam staðar eins og hann væri snortinn af yndisþokka hennar. Síðan tók hann utan um hana og lyfti henni upp. Hún vafði handleggjunum um háls hon- um. Rétt á eftir dró hún hann með sér að speglinum yfir dragkistunni. „Bara augnablik, Róar“. Þau sáu grannvaxinn, dökkhærðan mann í svörtum sam- kvæmisfötum og ljóshærða, bláeyga konu, bæði brosandi. Elí benti á spegilinn. „Sjáðu þau, þessi tvö norrænu, hvað þau eiga dásamlega vel saman,,, sagði hún á frönsku. Hún sá það í speglinum, að hann breytti svip, eins og skuggi liði yfir andlit hans. Það varaði aðeins augna- blik. En hún tók eftir því. „Ertu ekki ánægður?“ Hún gekk aftur á bak og nam staðar teinrétt með hangandi hendur. „Þú ert nakin niður á brjóst og herðar, Elí. Það er oftast kalt í stóru stofunni hjá Pryser“. Hann sagði þetta frjálslega en roðnaði um leið. Hún starði á hann. „Gáðu að því, að við verðum ekki tvö ein — og erum ekki í París“, sagði hann. „Róar“, sagði hún og lyfti annarri hendi mynduglega frammi fyrir honum, „segðu eins og er, að þú kvíðir fyr- ir að sýna mig í þessum kjól. Berðu ekki á móti því. Þú ert huglaus. Á ég þá að gera mig öðruvísi en ég er? Nei, þau verða að sætta sig við mig eins og ég er — eða útskúfa mér“. Hún sneri sér snöggt við. — Þau heyrðu að bíllinn var kominn. ---------Þau gengu heimleiðis seint um nöttina eftir breiðu, steinlögðu götunni niðri við sjóinn. Það var tungls- ljós. Þau voru fyrstu gestirnir, sem fóru. Elí hafði átt upptökin að því. Það átti vel við, því að samkvæmið var einkum þeirra vegna. En hefði hún orðið að sitja enn lengur, meðal kvennanna í veizlunni, fannst henni, að hún hefði æpt af skelfingu. Róar var í bezta skapi. Hann þrýsti handlegg konu sinnar. Pryser læknir hafði boðið Elí innilega velkomna og mælt fyrir minni hennar. Það var allt í einlægni mælt. Róar minntist þó ekki á samkvæmið fyrr en þau voru komin inn í bæinn. Þá fór hann að tala um hvað hann hefði hlakkað til þess allt kvöldið, að fara heim með henni. Hann hafði setið með fleiri karlmönnum við whisky- drykkju í borðstofunni og séð hana gegnum opnar dyr inni í annarri stofu, þar sem hún sat í kvennahópnum. Hún var eins og blátt blóm í 'dimmum skógi. „Þegar þú stóðst á fætur og gafst mér merki, Elí, varð ég alveg utan við mig. Það var ég, sem þú gafst merki, og það var ég, sem átti að fara með þér einni út í nætur- húmið. Það var allt svo ótrúlegt. Það var ævintýri. Ævin- týrið mitt!“ Hann laut niður og kyssti hana á vangann. „Hvað! þér er þó ekki kalt!“ „Nei, Róar“. Það var tunglsljós. Hún horfði dreymandi augum út á hafið, sem teygaði í kyrrðinni birtu himinsins og flögrandi skugga skýflókanna. „Og allir voru svo vingjarnlegir og glaðir. Þetta var ánægjulegt kvöld, Elí“. „Andstyggilegt!“ sagði Elí. „Andstyggilegt!“ Hann nam staðar og endurtók orðið með undrunarsvip. „Já, það er, ef til vill, dálítið skrýtið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.