Þjóðviljinn - 06.11.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.11.1943, Blaðsíða 4
90ÐVILIINN Op bopginnt Nætnrlæknir er í LæknavarðstöQ Rejrkjavík, sími 5030. Æ. F. K. Skrifstofa Æskulýðsfylk mgarinnar, Skólavörðustíg 19 er op- in daglega kl. 6—7. Ljógatími bifreiða og bifhjóla er brá kl. 16,30 að kvöldi tU kl. 7,30 að morgni. Útvarpið í dag: 19.25 Þingfréttir. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Leikrit: „Kvöld eitt í vikunni sem leið“, eftir Michael Arlen (Indriði Waage, Alda Möller, Ævar R. Kvaran o. fl.). 21.00 Hljómplötur: Píanólög. .21.05 Upplestur: „Þú hefur sigrað Galilei; sögukafli (Björgúlfur Ólafsson, læknir). 21.30 Hljómplötur: Þjóðdansar frá ýmsum löndum. Hjónaband. í dag verða gefin sam an í hjónaband ungfrú Gróa Steins- dóttir, Tjarnargötu 47 og Halldór Jakobsson, Skólavörðustíg 23. Heim- ili þeirra verður Miðtún 4. Armenningar! 'Stúlkur — Piltar! Sjálfboðavinna í Jósepsdal. Farið frá íþróttahúsinu í dag kl. 4 og kl. 8, einnig í fyrra- málið kl. 8. Komið heldur í dag; hafið með hamra og sagir. Magnús raular. NtiA BM Nýff safn Ósýnilegi njosnarinn (Invisible Agent). ILONA MASSEY, JON HALL, PETER LORRE, Sir CEDRIC IIARDWIKE Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðgm. hefst kl. 11 f. h. Böm fá ekki aðgang. iíainaibN Á Pálmaströnct (Palm Beach Story) Amerískur gamanleikur. Claudette Colbert, Joel McCrea. Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðgöngumiða hefst klukkan 11. Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifendurr Mektarmaður í Hafnarfirði, sem var í þann veginn að fara að athuga kjötfundinn mikla, var spurður hvert hann ætlaði. Eg ætla að skreppa upp í Jóns Ámasonar safn, var svar- ið. Aðalfundur Fram Nýlega hefur Knattspyrnu- félagið Fram haldið aðalfund sinn, og voru kosnir í stjórn félagins þeir: Þráinn Sigurðsson form., Sigurbergur Elíasson vara formaður, Jón Þórðarson gjald- keri Sæmundur Gíslason ritari og Guðmundur Magnússon með- stjórnandi. Á fundinum voru lagðar 5000 kr. í húsbyggingarsjóð. Ágúst Ármann tilkynnti þar einnig, að ýmsir félagar hefðu ákveðið að leggja í sjóðinn 10—15 þús. kr., mun það vera í sambandi við 35 ára afmæli Frám, sem var í vor s. 1., er húsbyggingarsjóð- ur þá orðinn um 36 þús. kr. Lúðvík Þorgeirsson afhenti þar einnig veglegan Fram- fána sem afmælisgjöf frá Fröm- urum á Njálsgötunni. Æfing- ar félagsins í vetur verða þrjú kvöld í viku og verður kennari Baldur Kristjónsson. ooooooooooooooooo DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Kaupendur Nýja tímans í Reykjavík eru beðnir að koma á afgreiðslu Þjóðviljans eða skrifstofu Sós- íalistaflokksins, Skólavörðustíg 19, og greiða árgjald yfirstand- andi árgangs, þar sem ekki eru tök á að innheimta blaðið á annan hátt. AFGREBÖSLA NÝJA TÍMANS. S.K.T.- dansleikur Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2,30. Hafnarstræti 16. ©^OOOOOOOOÓOOOOOð Leikvöllur og lesstofa gömlu verkamanna- bústaðanna Sigurður Guðnason spurði borgarstjóra á fundi bæjar- stjórnar í fyrrad. hvað liði af- greiðslu á málaleitun Bygging- arfélags alþýðu um að bærinn borgaði leigu fyrir lesstofima í gömlu verkamannabústöðun- um, en Bæjarbókasafnið notar hana, og ennfremur málaleitun sama félags um að það þurfi ekki að borga leigu fyrir barna leikvöllinn, sem er innan húsa- ferhyrningsins við Hringbraut, Bræðraborgarstíg, Ásvallagötu og Hofsvallagötu. Byggingarfélag Alþýðu skrif- aði bæjarráði um þessi mál 7. sept þ. á., en hefur ekkert svar fengið. Borgarstjóri kvað mál- inu hafa verið vísað til um- sagnar bæjarbókavarðar, og væri umsögn hans ekki komin. Það má furðulegt heita, að þeir, sem í þessum verkamanna bústöðum búa, skuli þurfa að borga lóðargjald fyrir leikvöll, sem þeir hafa verið skyldaðir til að hafa opinn fyrir öll börn, sem þangað sækja. Það er einn ig næsta furðulegt, að bygging- arfélagið skuli ekki fá greidda húsaleigu fyrir þau afnot, sem Bæjarbókasafnið hefur af hús- um þess. Jón Axel undirstrikaði kröf- ur Byggingarfélags alþýðu í þessu efni og spurðist fyrir hvað liði ákvörðun um heimæða- gjald hitaveitunnar til verka- mannabústaðanna. Eins og kunnugt er þarf ekki nema eina tengingu fyrir alla bústaðina, og hafa íbúar þeirra því borið KJOTIÐ I HAFNAR- FJARÐARHRAUNI Framh. af 1. síðu. S.Í.S. segir í „játningum11 sínum að það hafi verið ócett kjöt og heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar hefur skipað S. í. S. að hverfa á brott með kjöt sitt. Ymsir Hafnfirðingar, sem hafa reynt kjöt þetta halda því aftur á móti fram, að það sé hinn sæmilegasti matur og sumt af því dilkakjöt, en ekki ær- kjöt, eins og S. í. S. lét í veðri vaka og hljóti ástæður til þess að því var fleygt, að vera ein- hverjar aðrar en að það hafi verið óætt. HVAR ER OSTANÁMAN FYRIR AUSTAN FJALL? Nú hefur fundizt saltað kinda kjöt, hrossakjöt, nautakjöt, hangikjöt, bjúgu og garnir. Vill ekki einhver heita verð- launum til þess, sem finnur ostanámuna fyrir austan fjall? SEKT FYRIR BROT A VERÐL AGSÁKV ÆÐUM Nýlega hafa eftirgreind fyrir- tæki verið sektuð fyrir brot á verðlagsákvœðum: Viðgerðarverksæðið Gúmmí h.f., Reykjavík. Sekt kr. 500,00. Verkstæðið hafði hækkað taxta sinn án leyfis Viðskiptaráðs. Veitingastofan Karl’s Yankee Doodle Inn, Reykjavík. Sekt kr. 300,00 fyrir of hátt verð á veit- ingum. Kaffistofan Hafnarstræti 16, Reykjavík. Sekt kr. 200,00 fyr- ir of hátt verð á veitingum. fram þá ósk, að þeir þurfi ekki að borga fullt heimæðagjald. Borgarstjóri kvað öll þessi mál til athugunar og lofaði af- greiðslu hið bráðasta. 21 NINI RQIiL AHKBR: BLÍ OG BOAR fólk innan um. En það er bezta fólk, Elí. Bezta fólk, all- flest“. „Þú þekkir það“. „Já, ég þekki það“. Hann rétti úr sér, fremur þreytu- lega. Hann mundi á augabragði eftir svo mörgum — mörg- um, sem hann hafði umgengizt í sjúkravitjunum öðru hvoru og þekkt í þrettán ár. „Fólk í smábæjum verður þröngsýnt og — og hálf leiðinlegt, ef þú vilt orða það svo. En inni við béinið, eru allir hver öðrum líkir. Þegar öllu er á botninn hvolft eru allir ósköp svipaðir, Elí“. „Kvenfólkið er verst“, sagði Elí. „Jæja, þá það. Geturðu ætlast til að allar konur séu eins og þú? Þú ert engri Iík“. Hann Iagði handlegginn utan um hana. „Og svo voru þær allar eldri en þú“. „Ekki sú sem hafði perlubandið um hárið, frú Tiller“. „Nei, ekki frú Tiller“, sagði hann stuttlega. „En frú Pryser er ágætis kona og frú Sturland er góð móðir. Hún á níu börn“. Elí var að reyna að hlusta á þetta sem hann sagði um konurnar. En hún hneppti kápunni frá hálsinum. Áhrif- in frá þessu langa óskemmtilega kvöldi, heimtuðu útrás. Ó, þessi augu, sem höfðu stungið hana. Hún hafði varla séð annað en illileg augu.-----En það mátti Róar ekki vita. Eða Albrecht konsúll, feitur durgur, sem sóttist eftir að tala við hana 1 einrúmi! — Það gat hún ekki sagt Róari. Og konan, sem átti níu börnin, hafði farið að tala við hana um móðurást! Hvernig átti hún að segja honum þetta allt? Hann gekk við hlið hermar og vissi ekki neitt. -----Og þetta fólk átti hún eftir að umgangast. „Þér er kalt, Elí“. Hann horfði á hana í birtu dyraljóss- ins heima hjá þeim. „Eg hefði átt að hafa sjal, stórt, grátt ullarsjal. Það var kalt, eins og þú sagðir“. — — — Daginn eftir samkvæmið sat Elí í herbergi sínu og skrifaði Tore bróðursyni sínum bréf. Nú var samkvæmið orðið minning ein, sem breyttist í glettna frásögn. Þau Tore og hún höfðu oft skemmt sér í laumi við að tala um hlægilegu hliðina á ýmsu, sem öðr- um þótti ekkert skrítið. Honum gat Elí sagt frá veizlunni hjá Dovra jötni og hyski hans, eins og hún komst að orði. Þá opnaði Bernhardina dyrnar og sagði, að frú Tiller væri komin. „Eg er ekki heima“, sagði Elí. „Hvort sem þér eruð heima eða ekki, situr frú Tiller í stofunni“, svaraði þjónustustúlkan. Æ, þessi þverhaus! Elí lagfærði hár sitt frammi fyrir speglinum og rifjaði upp það htla, sem hún hafði heyrt um frú Tiller. Hún var gift vesældarlegum, rangeygum tollþjóni, sem kunni illa við sig hér norður frá. — Elí hafði talað ofurlítið við hann í samkvæminu. Þau áttu eitt barn, hafði Róar sagt. Frú Tiller stóð við gluggann, sem sneri út að torginu, þegar Elí kom inn í stofuna. Hún sneri sér við og Elí mætti njósnaraugum hennar, alveg eins og kvöldið áður. Þær höfðu ekki rætt lengi, þegar Elí þóttist skilja, að frú Tiller hefði eitthvert kynlegt erindi. Lítil vot augu hennar mændu á Elí og hendur hennar voru ókyrrar. Hún sat á legubekknum, en Elí í hægindastól. Aðkomukonan tók til máls: „Eg held að guð hafi ráðið því, að þér urðuð á leið minni, frú Liegaard“. „Það held ég ekki, frú Tiller. Eg kom hingað af sjálfs- dáðum“. „Eg hef ekki sofið blund í nótt. Eg hef verið andvaka og hugsað um yður í fallega bláa kjólnum. Þér voruð eins og engill frá París. Eg á enga trúnaðarvini, frú Lie- gaard. En þegar ég sá yður fyrsta sinni í búð Andersens, brá mér svo einkennilega, og síðan hef ég ekki fundið frið. Mér fannst aldrei ætla að birta í morgun, svo ég gæti farið til yðar. Eg veit að þér viljið hjálpa okkur. Þér eruð eina manneskjan, sem skiljið okkur“. Það fór hrollur um Elí. Hún ýtti stólnum sínum ósjálf- rátt fjær konunni. „Þér hafið sjálf boðið ölium byrginn, frú Liegaard. Þér vitið hvað ástin er“. Elí reis til hálfs á fætur. „En við þekkjumst ekki, frú Tiller“. „Við, sem elskum, þekkjum hvor aðra, þó við bara hitt-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.