Þjóðviljinn - 10.11.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.11.1943, Blaðsíða 2
2 1» JOÐ VIL JINN Miðvikudagur 1Q. nóv. 194&- Melpi HMw Iran onlan á Itti eo nohhru slni iiirr segír Gisli Halldótrsson vélaverfefr. Vélsmiðjan Jötunn h.f. heitir nýtt fyrirtæki, sem risið er npp við Hringbraut vestur við Selsvör. Fyrirtæki þetta var stofnað 7. apríl 1942. Er hlutafé félags- ins kr. 450.000,00. Hófst starfræksla um síðastliðin áramót. Framkv.stjóri fyrirtækisins, Gísli Halldórsson vélaverk- fræðingur, bauð nokkrum blaðamönnum að skoða vélsmiðjuna. Var gengið uin byggingarnar og skoðað bæði renniverkstæði, handverkstæði, slípiverkstæði, verkfæravarsla, eldsmiðja, steyp- bifreiðaverkstæði, smurningsstöð. Ummæli þau er Nygaardsvold hinn sósíaldemokratiski forsæt- isráðherra Noregs hafði í kveðju sinni til þjóða Sovét- ríkjanna 7. nóvember hafa vak- ið mikla athygli, enda gott dæmi um skoðanir stjórnmála- leiðtoga hinna kúguðu þjóða, sem nú sér fram á bjartari tíma, vegna sigra rauða hers- ins, og ekki er blindaður af kommúnistahatri. En það væri rétt fyrir okkur fslendinga að hugleiða alveg sérstaklega ummæli þessa manns. Það er til hér lítill flokk ur sem kallar sig Alþýðuflokk, hann hefur svipaða stefnuskrá og norski Verkamannaflokkur- inn, flokkur Nygaardsvold. Að- almálgagn þessa flokks heitir Alþýðublaðið. Það talar oft um „bræðraflokkana á Norðurlönd- um“ og læst vilja líkjast þess- um flokkum hvað stefnu og starfsaðferðir snertir. Það væri því ekki úr vegi að athuga lítilsháttar hvernig ! Alþýðublaðinu hefur tekizt I þetta og bera saman ummæli ! Alþýðublaðsins og Nygaards- ! volds. Þegar þýzku fasistarnir og bandamenn þeirra ruddust inn yfir Rússland sumarið 1941 og Sovétþjóðirnar urðu að láta undan síga, var skrifaður í Al- þýðublaðið 12. ágúst, leiðari und ir fyrirsögninni „Nýr og bjart- ari dagur“. Það er auðfundið að greinin er skrifuð í mikl- um fögnuði — fögnuði þess manns sem finnur sín hjart- fólgnustu áhugamál vera að rætast. En hvaða gleðitíðindi eru það þá, sem þarna var verið að flytja? Það er bezt að birta orðrétta kafla úr leiðaranum. „Hið eina menningarsögu- lega afreksverk nazismans verð ur það, að brjóta kommúnism- ann á bak aftur“. Og á öðrum stað í sömu grein: „Hin ógæfusama rússneska þjóð, sem nú fórnar sonum sín- um á vígvöllum, verður að brenna hús sín og bæi og verð- ur að eyðileggja akra sína og uppskeru, hún veit það kannski ekki ennþá, að slík hlaut að verða afleiðingin af þeirri stjórn málastefnu, sem foringjar henn- ar höfðu fylgt um langt skeið, en hún mun skilja það á sín- um tíma. Þá mun hún varpa af sér ok- inu — kommúnismanum — og taka höndum saman við aðrar frelsiselskandi þjóðir um nýja skipun á málefnum mannkyns- ins. Kommúnisminn er úr sög- unni. Hann skilur eftir sig einn svartasta og ljótasta blettinn, sem á sögu mannkynsins hefur fallið. En um það tjáir ekki að fást og bezt að hann gleymist sem fyrst. Það skýjarof sem nú er á framtíðarhimni mannkyns- ins boðar nýjan og betri dag“. Þetta var fagnaðarboðskapur- inn sem Alþýðublaðið hafði að flytja lesendum sínum 12. ágúst 1941. Nú skulum við athuga hvað einn af leiðtogum „bræðraflokk- anna á Norðurlöndum“, — Ny- gaardsvold, hefur að segja um rauða herinn og stjórn Sovét- þjóðanna. Hann segir svo í ræðu 7. nóv. s. 1.: „Hin hraða sókn, glæsilega herstjórn og óþrjótandi orka rauða hersins hefur fyllt okkur alla, ekki aðeins mikilli aðdá- un, heldur líka innilegu þakk- læti, því að hinir miklu sigrar rauða hersins hafa fært nær þann dag, þegar Noregur og önnur hertekin lönd verða leyst undan þýzka okinu. Þessir sigr- ar hafa orðið öllum Norðmönn- um hvatning. Sovétríkin hafa, ásamt fulltrú um Bretlands og Bandaríkj- anna flýtt mjög fyrir skilyrð- islausri uppgjöf Þjóðverja og fyrir myndun betri framtíðar fyrir þjóðir heimsins“. Þannig farast honum orð þess um leiðtoga norska Verka- mannaflokksins, ekki er hægt að sjá að hann taki til greina aðvaranir dr. Göbbels um bolsévikkahættuna. En það er dálítið annar tónn í Alþýðublaðinu. Þar er hægt að heyra bergmál frá Berlínar- útvarpinu, það er bara veikara en 1941 og í sorgartón eins og varnarræða Hitlers, en viljinn er sá sami og áður. í leiðara Alþýðublaðsins í gær stóð eftirfarandi: „Þá væri stríðið gegn þýzka nazismanum til lítils háð, að minnsta kosti í Austur-Evrópu, ef árangur þess þar, ætti ekki að vera annar en sá, að rúss- nesk kúgun tæki við af þeirri þýzku. Og tryggur yrði sá frið- ur ekki frekar en Versalafrið- urinn forðum“. Glöggt er enn hvað þeir vilja, nú eru þeir Alþýðu- blaðsmenn að verða von- lausir um að samvinna Bandamanna sundrist, og þá er síðasta vonin sú, að þjóðum Evrópu takist ekki að varpa af sér oki auðvaldsskipulagsins. Síðar verði svo hægt að sam- eina fasistisk öfl til árásar á Sovétríkin. En „ritpeðin“ við Alþýðublaðið hafa aldrei feng- ið orð fyrir að vera spámenn og svo mun heldur ekki reyn- ast í þetta sinn. Sektir fyrir brot á verð- lagsákvæðum Nýlega hafa eftirgreind fyrir- tæki verið sektuð fyrir brot á verðlagsákvæðum: Bifreiðaverkstæðið Þórsham- ar, Akureyri. Sekt og ólöglegur hagnaður kr. 3138.57. Verkstæð- ið hafði lagt of rrnkið á selda vinnu. Kaupfélag Patreksfjarðar. Sekt kr. 200.00, fyrir of hátt verð á kaffibæti o. fl. Verzlun Samúels Pálssonar, Bíldudal. Sekt kr. 100.00, fyrir of hátt verð á kaffibæti. \\\ Hrimfaxí Tekið á móti flutningi til Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur í dag og flutningi til Siglufjarðar og Akureyrar á morgun. Rifsnes Tekið á móti flutningi til Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar og Hornafjarðar á morgun. irí, reynslustöð fyrir hreyfla, vélaverzlun og skrifstofur. Sagðist Gísla Halldórssyni svo frá: Tilgangur okkar með Vél- smiðjunni Jötni er sá, að verða ísl. útgerð, iðnaði og almenn- ingi að sem mestu liði, með því í fyrsta lagi, að leysa af hendi fjölbreyttar mótor- og vélavið- gerðir, og í öðru lagi með því að smíða ný tæki fyrir útgerð- ina, almenning og iðnað í land- inu. Höfum við þegar byrjað á þessu hvorutveggja. Þannig höf- um við þegar þann stutta tíma, sem vélsmiðjan hefur starfað, gert við fjölda dieselvéla og ann arra véla. Jafnframt höfum við smíðað alveg ný tæki, eins og t. d. gashitara, er nota afgangs- hita frá dieselvélum til að hita upp vatn eða framleiða gufu. Hafa hitarar þessir reynzt hið bezta og eiga vonandi eftir að ryðja sér töluvert til rúms þar eð þeir spara sig víðast hvar upp á stuttum tíma. Þá hefur vélsmiðjan þegar séð um uppsetningu tveggja hraðfrystihúsa, og er með hið þriðja í undirbúningi. Eru hraðfrystikerfi þessara húsa af spánnýrri gerð, þannig að fryst er með 35 gráðu köld- um stormi, er næðir í gegnum vagna þá, sem fiskflökin eru í. Þarf með frystiaðferð þessari, sem nefnd er loftfrysting, eng- an pækil, og virðast loftfrysti- kerfin ætla að reynast mun spar samari í rekstri heldur en eldri kerfin. Auk þessara nýjunga búum við yfir ýmsum endurbóta- og nýsmíðafyrirætlunum, sem geta haft mikla þýðingu fyrir út- gerðina, og sem við hyggjumst að framkvæma undir eins og ástæður okkar leyfa.i Vélsmiðjan Jötunn er reist á breiðum grundvelli og henni fyr irhugað vítt starfsvið og fram- kvæmdir í þeirri öruggu trú, að slíkra framkvæmda sé þörf hér á landi. Þannig má nefna að við höf- um ekkert til sparað í kaupum hinna dýrustu og beztu véla og jafnvel komið upp vélasal, þar sem við setjum saman skipa- og landmótora og reyn- um þá í gangi, þannig að hægt er að ganga úr skugga um ásig- komulag þeirra fyrir og eft- ir viðgerð. Ýmis verkfæri og vélar höfum við byggt okkur sjálfir svo sem sérstaka slípi- vél er snýst 4800 snúninga á mínútu til þess að slípa með stimpla og cylindra og munum við hinir einu hér á landi er þá aðgerð framkvæmum. Meðan á byggingarfram- kvæmdum stóð hækkaði vísi- talan um 90 stig og dró það mjög úr fyrirhuguðum fram- kvæmdum. Mér virðist allt ráðabrugg um lækkun vísitöl- unnar jafn hættulegt atvinnu- lífi þjóðarinnar og vísitöluhækk unin því að slíkar fyrirætlanir skapa hik eða stöðvun fram- kvæmda og atvinnuleysi, sem forðast ber í lengstu lög. Vil ég undirstrika það að or- sökin til hins mikla kostnaðar sem samfara er ýmsum smíð- um ber venjulega að rekja til þess að ekki er nægilega mörg- um góðum faglærðum mönnum á að skipa. Við fyrirtæki okkar starfa nú milli 30 og 40 manns, og nema útborguð vinnulaun mánaðar- lega milli 50—60 þús. króna. En ég tel hiklaust að fljótlega mætti tvöfalda starfsliðið ef kostur væri faglærðra smiða. Svo er hinsvegar ekki. Að mínu áliti eru nú, er styrj öldinni lýkur, framundan meiri athafnatímar á þessu landi en nokkru sinni áður á friðartím- um. Er ekki ólíklegt að hin nýja lega íslands í þjóðbraut loftflutninganna milli gamla og nýja heimsins verði orsök meiri breytinga í atvinnumálum en flesta grunar. En um leið skap- ast íslenzkum iðnaði möguleik- ar sem áður voru ekki fyrir hendi — bæði til útflutnings og fullnægingar á innanlands þörfum. Ef véltækni og iðju- menning íslendinga getur ekki fullnægt þeim þörfum sem þá verða fyrir hendi er hætt við að aðrir kunni að taka það að sér. Með ört fjölgandi og stækk- andi síldarverksmiðjum, fiski- mjölsverksmiðjum, hraðfrysti- hþsum og auknum verksmiðju- rekstri og vélanotkun vex þýð- ing járniðnaðarins í landinu og íslendingar færast nær því að verða sjálfbjarga um ýmsar verklegar framkvæmdir. Af þessum og fleiri ástæðum, er nú þegar brýn nauðsyn að fjölga mjög iðnnemum og allra helzt ætti að setja á stofn skóla- verkstæði er útskrifaði iðnlærða sveina á tveimur árum, eftir því sem þarfir iðnaðarins segja til um. Trú mín er sú, að því • fé sé ekki á glæ kastað, sem varið er til aukinnar sérmennt- unar vélsmiða og iðnaðarmanna og eflingar vélamenningarihnar | í landinu. TILKYNNING frá Víðskíptaráðí Ef einhverjir kynnu að'eiga vörur í Ameríku frá því á ár- inu 1942, sem enn hafa eigi fengizt fluttar, eru þeir beðnir að gefa sig fram við Viðskiptaráðið fyrir 15. þ. m. Jafnframt leggi hlutaðeigandi fram skilríki fyrir því, að hann hafi í höndum innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir vörunni og hafi haft það, er hann keypti hana. Reykjavík, 8. nóvember 1943. VIÐSKIPTARÁÐIÐ. Skrifstofa MIÐSTJÓRNAR SÓSÍALISTAFLOKKSINS verður framvegis opin frá kl. 1—7 e. h. alla virka daga. Miðssjómin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.