Þjóðviljinn - 10.11.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.11.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. nóv. 1943. ÞJOÐVILvlNN 3 ^ömnuoni Útgcfandi i Sa, -iningarflokkor aiþýSa — SÉi.-.iiðtaf iokkorinn Ritatjórar i Einar Olgeirssoa Sigfús Sigurhjartarson (áb.) Ritstjóm: Garðastrœti 17 — Vfkingsprent Simi 2270. Afgreið—^ og auglýsingaskrií— stofa Skólavörðustíg 19, sími 2184. Víkingsprent, h.f. Garðastr. 17. „Nú var það gert, sem aldrei hafði fyrr verið á íslandi." Svo segir í Sturlungu af ferð Kolbeins unga um Vestfirði að loknum Flóabardaga.: ' „í þessi ferð var þat gert, sem aldri hafði fyrr verit á íslandi; hann lét taka hvalina suma, en í suma lét hann eld leggja ok brenna upp, sagði, at eigi skyldi Þórður ala sik á þeim eða menn sína til ófrið- ar honum“. Höfundur Sturlungu dæmir sjaldan og lítt bregður honum við meiðingar og mannvíg. En þegar matur er eyðilagður af yfirlögðu ráði, þá er sem hann setji hljóðan, honum blöskrar: Nú var þat gert, sem aldrei hafði fyrr verið á íslandi. — í þessum orðum Sturlungu felst dómur alþýðunnar, dómur sveitafólksins, sem sjálft fram- leiðir mat og á líf sitt undir því komið að matbjörgin endist til vorsins, — fólksins, sem reynir að „þrauka Þorrann og Góuna“, þangað til „Skjalda ber“. Það hefur alltaf þótt ganga glæpi næst á íslandi að henda mat. Það er íslenzka sveitafólk- ið, sem hefur skapað það al- menningsálit, — fólkið, sem hefur orðið að horfa upp á það kynslóð eftir kynslóð að menn og skepnur féllu úr hor af mat- arskorti. Það er lotning hins vinnandi manns fyrir matnum sem lífgjafanum, sem birtist í því almenningsáliti, sem mót- að hefur hugsunarhátt íslend- inga í þessu efni frá upphafi byggðar og til þessa dags. — Hroki sælkerans hefur aldrei náð að eyðileggja þetta heil- brigða almenningsálit. Mat- vendnin þótti löstur, sem börn- in frá upphafi voru vanin af. * Nú gerist það í svo stórum stíl að matur er eyðilagður af ráðnum hug, að heilbrigt al- menningsálit, jafnt í sveit sem bæ, fordæmir verknaðinn harð- ar en nokkurt annað verk sem framið hefur verið hér lengi. Jón Árnason og aðrir kjöt- jarlar yfir Islandi vita það síð- asta haust, er þeir ákveða kjöt- verð, kjötsöltun og alla með- ferð þess matar, að með því verði, er þeir settu á kjötið myndi alþýða manna ekki geta keypt svo mikið, sem hún þurfti, né svo mikið sem þeir vildu helzt selja. Hnr uerðir ilstui SiuMlnni in uiirri lania ililr slirlilliu? Þó að land mitt sé svo að segja innan skotmáls hinna rússnesku fallbyssna, óttast ég ekki íhlutun Sovétríkjanna í málefni þjóðar minnar eftir stríðið. Eg er þess fullviss, að Sovétríkin munu ekkert skipta sér af innanlandsmálum ann- arra þjóða og munu í framtíð- inni þróast sem sósíalistiskt ríki innan sinna eigin landamæra. Sovétríkin munu fús til sam- vinnu við aðrar þjóðir að svo miklu leyti sem þær vilja hafa samvinnu við þau: Eg veit, að það eru margir, sem munu mótmæla þessari skoðun minni á Sovétríkjunum. En þeir, sem það gera hafa ver- ið blekktir af Hitler og eru verkfæri hans. Möndulveldin, sem eru að bila hernaðarlega, eiga aðeins eitt vopn eftir — hið sálfræðilega. Þau nota það til að skapa ótta, tortryggni og fáfræði meðal hinna vestrænu lýðræðisríkja í garð Sovétríkj- anna til að kljúfa þau frá hin- um bandaþjóðunum. Heppnist Möndulveldunum þetta, vinna þau meiri sigur en þau hafa nokkurn tíma unnið á vígvöll- unum. Sovétríkin eru voldugur með- limur í hinu mikla bandalagi voru. Án rauða hersins mundi sigur hafa verið óhugsandi. Ef hinn væntanlegi friður á að verða langværari en vopnahléð milli fyrri heimsstyrjaldarinn- ar og þessarar, er fullkomin þátttaka Sovétríkjanna í starf- inu til varðveitingar friðarins höfuðnauðsyn. Ameríkumenn ættu sérstak- lega ekki að láta blekkja sig með þeirri nazistagrýlu, að sigursælar Sovétþjóðir vaði yfir alla Evrópu og ógni hinum vest- Hefðu bændur ráðið sjálfir þessari matvöru sinni, myndu þeir hafa gert annað hvort að selja ódýrt eitthvað af þessu síðasta vetur eða jafnvel gefa þeim, er skorti kjöt. En kaldrifjaðir kjötjarlar Is- lands hugsa öðruvísi. Slík gjaf- mildi eða mannúð myndi spilla markaðinum eða jafnvel gera „skrílinn heimtufrekan11. Slíkt skyldi aldrei henda kjötsalana að þeir færu að „ala malarskríl- inn“ á ódýru kjöti. Látum nú vera að Jón Árna- son og kumpánar hans hati bæjarfólkið líkt og Kolbeinn ungi Þórð Kakala og hugsi sem hann „að eigi skyldi Þórður ala sig á þeim eða menn sína til ófriðar honum“. En var þá ekki hægt að gefa þetta kjöt út úr landim* svo snemma, að einhverjir hurígr- aðir menn þar hefðu getað not- ið þess, — fyrst það þótti of gott síðasta haust handa ís- lenzkum almúga? rænu lýðræðisríkjum. Þeir ættu ekki að láta hræða sig til að tortryggja hina rússnesku bandamenn sína. Bæði Sovét- ríkin og Bandaríkin þurfa að verja afarlöng landamæri og víðáttumikil hugsmunasvæði. Bæði gætu aftur orðið fyrir á- rásum nýrra árásarríkja. Skipu- lagning öruggs heims er algjör- lega háð vingjarnlegri sambúð þessara tveggja ríkja. Það er ekki hægt að tryggja öryggi heimsins, nema bæði Banda- ríkin og Sovétríkin séu virkir þátttakendur í því starfi. Eigin- hagsmunir þeirra beggja blátt áfram krefjast fúsrar og ár- angursríkrar samvinnu. Þýzkaland hlutleysissáttmála við Sovétríkin 1939, og hvarf þá rauða grýlan að meira eða minna leyti úr kenningum naz- ista. Hún kom fyrst í ljós aftur eftir að þýzki herinn réðst inn á rússneskt land, og hún lifn- aði algjörlega við, þegar nazist- arnir höfðu orðið fyrir hinum óbætanlegu áföllum, sem gerðu út af við þjóðsöguna um ósigr- anleik þeirra. Hitler sjálfur tók auðsjáanlega „rauðu hættuna“ aldrei alvarlega. „Rauða hætt- an“ er ekkert annað en þægi- legt árásartilefni, og hefur nú tekið sæti „tékknesku hættunn- ar“, „pólsku hættunnar“ o. s. frv, Hitler mundi hafa ráðizt _______ eftir ________ dr, EDUARD BENES forseta Tékkoslovakíu Margir þeirra, sem eru and- vígir slíkri samvinnu, halda, að tilvera kommúnistisks eða sósí- alistisks ríkis ógni á einhvern hátt heiminum. Eg trúi því ekki. Hvernig er annars þessari svokölluðu „rauðu hættu“ far- ið? Er hún raunveruleg eða ímynduð? Ef hún er ekki raun- veruleg, hvers, vegna er þá hald ið áfram að vara við henni? Hver er uppspretta þessara að- varana? Við getum fengið nokkur athyglisverð svör við þessum spurningum með því að blaða í sögu Þýzkalands nazismans. í Mein Kampf varaði Hitler hvað eftir annað við bolsévíkahætt- unni og fullyrti að Sovétrík- in væri óvinur vestrænnar menningar. Engu að síður gerði Nú er mesti kjötskortur í heiminum, sem verið hefur á síðustu öldum. Það þarf kaldrifjaðan og spilltan hugsunarhátt kaup- mennskunnar, til að feta nú í fótspor Kolbeins unga, eins og Jón Ár'nason & Co. gera. En slíkt á ekkert skylt við hugs- unarhátt íslenzkrar alþýðu, verkamanna og bænda. Vinnandi stéttir íslands þurfa að taka höndum saman um að hindra að slík hneyksli sem kjöteyðileggingin nú — og öll önnur eyðilegging matvæla — endurtaki sig. Og það verður því aðeins gert til fullnustu að þær taki sjálfar forustu allra mála sinna í eigin hendur og láti anda brasksins, hrokans og kúgunarinnar ekki framvegis eitra þjóðfélagið, svo sagnaritar ar síðari tíma geti skráð að slíkar aðferðir sem Jóns Árna- sonar og Kolbeins unga hafi al- drei síðan verið viðhafðar á ís- landi. á Sovétríkin hvernig sem \ stjórnarfari hefði verið háttað þar. Ein af grundvallarreglum þýzkra utanríkismála hefur allt af verið að kljúfa Austur-Evr- ópu frá Vestur-Evrópu til að komast hjá að þurfa að berjast samtímis á tvennum vígstöðv- um. Hernaðaráætlun nazista byggðist öll á því að sundra óvinunum eða væntanlegum o- vinum og sigra þá svo hvern á fætur öðrum með leifturstríðs- aðferðinni. Mesta hætta, sem þýzki herinn gat lent í, var að þurfa að berjast við alla óvini sína í einu og þurfa að heyja langt stríð í staðinn fyrir stutt. Núverandi ástand er nakvæm lega það, sem Hitler og hers- höfðingjar hans reyndu að koma í veg fyrir, en misheppn- aðist. Þeir dagar, þegar Hitler gat beint sóknarmætti sínum gegn einu, einangruðu og minni máttar fórnarlambi í einu, eru liðnir og koma aldrei aftur. í þess stað verður hann nú að eiga í þolstríði við andstæð- inga, sem eru vel undirbúnir, sameinaðir og ákveðnir. Það getur verið, að Hitler sé alveg blindaður af hinu skynlausa of- stæki sínu, eða þá, að hann sjái hina vaxandi hættu, sem hann er í. En hvort sem hann veit það eða ekki, er hann búinn að vera og algjör ósigur hans að- eins tímaspurning. Eina von hans er að reyna að láta tím- ann vinna sér í hag. Fyrst og fremst vonar hann, að með því að vera reiðubú- inn til að verja „Evrópuvirkið“ svokallað til síðasta manns og heyja um leið kafbátastríð, muni hann þreyta hinar sam- einuðu þjóðir hverja á fætur annarri og sundra þeim og ná þannig hagstæðum friði. En séö frá hemaðarlegu ojónarmioi eru möguleikar öxulveldanna að verulegu leyti skomir nið- ur. Óvinir vorir geta ekki náð aftur yfirburðum sínum í lofti og þau geta aldrei jafnazt á við okkur á neinum öðrum vett- vangi. Afleiðingin er sú, að naz- istarnir reyna í örvæntingu að reka fleyg á milli hinna sam- einuðu þjóða — sérstaklega á milli Sovétríkjanna annarsveg- ar og Englands og Bandaríkj- anna hins vegar. Ein orsök þess að þessi til- raun hefur borið nokkurn ár- angur, er hin almenna fáfræði um Sovétríkin á meðal Eng- lendinga og Ameríkumanna. Mörgum virðast Sovétríkin enn þá vera ráðgáta. Menn eru yf- irleitt ókunnugir skipulagi þeirra, og lífsþróttur sovétþjóð- anna og stjórnarfyrirkomulags þeirra var oft of lágt metinn. Kjarni hinnar mikilvægu breyt- ingar, sem byltingin árið 1917 olli, var hulinn móðu. Samt voru Sovétríkin eitt rótgrónasta ríkið á tímabilinu á milli heims styrjaldanna, og hernaðarlega var það bezt undir það búið að mæta nazistahættunni. Hinn almenni þekkingarskort ur í’ garð sovétþjóðanna á rót sína að rekja til keisaratím- anna. Hinn vestræni heimur hefur sýnt lítinn áhuga á slav- neskri menningu og þjóðarhög- um, og framlag slavnesku þjóð- anna til framfaramála heimsins hefur verið lítt rannsakað. Samt var byltingin árið 1917 einhver örlagaríkasti atburður 20. aldarinnar. Hún breytti grundvellinum undir lífi íbú- anna í löndum Rússaveldis. Og þau áhrif, sem hún hafði á hin- ar mörgu milljónir manna, sem byggja Evrópulönd og Asíu- lönd Sovétríkjanna, munu aldrei hverfa. Auk hirðuleysisins um að kynna sér Slavana, og Rússar eru fjölmennasta slavneska þjóðin í heiminum, var hið bylt- ingarsinnaða eðli Sovétríkjanna önnur ástæða þess, að margir í hinum vestræna heimi óttuð- ust þau. Marxisminn hefur frá upphafi verið mörgum þyrnir í augum. Þessi ótti og f jandskap- ur var strax færður yfir á land- ið, sem fylgdi þessari kenn- ingu sem meginreglu í stjórn- arfari sínu. Hlédrægni leiðtoga Sovétríkjanna hefur einnig valdið miklu um misskilning heimsins viðvíkjandi landi þeirra. Ennfremur voru upplýs- ingar þær, sem dreift var um heiminn um skipulag Sovétríkj- anna oft runnar frá heimildum sem voru fyrirfram fullvissar um ágæti þeirra eða haldnar fjandsamlegum fordómum. Þessi mistök þarf að lagfæra. Hinar sameinuðu þjóðir geta haldið sínum eigin hugmynda- Framhald á 4. síðu. [

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.