Þjóðviljinn - 10.11.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.11.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN TiAINAISlé LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „LÉNHARÐUR FÓGETI" eftir Einar H. Kvaran. Sýning í kvöld kl. 8. Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Eiríkur Guðjónsson, skósmiður lézt í Landsspítalanum í gær 9. nóv. Vilborg Sigurðardóttir böm og tengdaböm. Endtirbætur á ðvyggfngariögumim Nastnrlaeknir er í læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Ljósatími bifreiða og bifhjóla er trá kl. 4,20 síðdegis tit kl. 8,05 að ■aorgni. Dtvarpið í dag: 20.30 Kvöldvaka: a) Þórbergur Þórðarson rithöf undur: Þáttur um frú Þur- íði Kúld eftir frásögn Árna prófast Þórarinsson (síðari hluti). b) ' 21.10 Gils Guðmundsson kennari: Frá Bjarna ridd- ara Sívertsen. Erindi. c) 21.35 Færeyskir þjóðdans- ar. Með formála Páls Pat- urson kóngsbónda í Kirkju- bæ (plötur). Ennfremur íslenzk lög. Benes; Sovétríkin Pramh. af 3. iíöu. kerfum og haft hvaða skoðun sem þeim sýnist á Sovétríkjun- um, en þær verða að taka til athugunar allt hið jákvæða og framsækna í fari þeirra. Og Sovétríkin eru auðvitað geisi- leg og óvænt framför frá hinu forna Rússlandi. Stór og voldug ríki, sem búa við hentugar aðstæður,- hafa jafnan hallazt að einangrunar- stefnu. Slíkar þjóðir hafa, þar sem þær voru ríkulega gæddar ónotuðum náttúruauðæfum, á- litið það hagkvæmast, að halda sér utan við þrætumál umheims ins og treyst því að vera sjálf- um sér nógar í efnahagslegum og andlegum efnum. Þetta á jafnt við Rússaveldi keisara- tímanna og Sovétríkin. Þar hef- ur einangrunarstefna ætíð ver- ið jafn öflug og eðlileg og í Bandaríkjunum. Stundum hef- ur lítið borið á þessari tilhneig- ingu, en hún hefur sjaldan horf ið alveg. Aðstaða Sovétríkjanna er að mörgu leyti lík aðstöðu Banda- ríkjanna. íbúar þeirra eru eins þróttmiklir og Bandaríkjamenn og þjóðernablöndun beggja ríkjanna sýnir samskonar ein- ingu í margbreytninni. Áður fyrr þurfti hvorugt þeirra að óttast að bíða ósigur fyrir öðr- um ríkjum. Bæði höfðu nægan/ afla til að hrinda öllum árás- um. En nú á tímum eru höfin ekki lengur næg vörn, og stað- bundin stríð verða að heims- styrjöldum. Nú er ekkert ríki nógu sterkt til að geta einangr- að sig og verið hlutlaust. Byltingin 1917 átti langan að- draganda í fortíð Rússlands. Undir stjórn keisaranna áttu alþýðumenn í Rússlandi þess lítinn eða engan kost að bæta kjör sín. Þeim var haldið í fá- fræði og Skorti. Þó að þeir berð- ust hraustlega fyrir land sitt var „guð alltaf of hátt uppi og keisarinn of langt í burtu“. Það hljóta alltaf að vera skiptar skoðanir um skipulag Sovét- ríkjanna. Það er hlutverk íbúa þeirra að mæla kosti þess og galla og velja stjórnarfyrir- komulag eftir eigin geðþótta. Ef við viljum, að þeir virði okkar skipulag, getum við ekki gert minna en að óska þess að þeirra skipulag færi þeim ham- ingju og hagsæld. Þessi samvinna mun hafa sér- staklega mikla þýðingu fyrir M*- NÝJA Kt® Úsýnilegi j njósnarinn (Invisible Agent). ILONA MASSEY, JON HALL, PETER LORRE, Sir CEDRIC HARDWIKE Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Sýning kl. 5: TÝNDA STÚLKAN (The MysteryofMarieRoget) Eftir sögu Edgar Allan Poe’s MARIA MONTEUS PATRIC KNUULES Bönnuð börnum yngri en 12 ára. þau litlu ríkin, við vesturlanda- mæri Sovétríkjanna. Eg á við Tékkóslóvakíu, Pólland, Rúm- eníu og líka Finnland, Ung- verjaland, Búlgaríu og Júgó- slavíu. Eins og eðlilegt er, munu sigursæl Sovétríki ekki leyfa myndun neins þess stjórnarfars við vesturlandamæri sín. sem hægt væri að skoða sem til- raun til að einangra þau frá Evrópu. Þess vegna ætti hug- myndin um „varnargarð“ að vera útilokuð úr öllum áætlun- um um- skipulagið eftir stríð. Tékkóslóvakía mun a. m. k. al- drei samþykkja hana. Hún ósk- ar eftir að grundvalla utanrík- issambönd sín á gagnkvæmu trausti, vináttu og árangursríku samstarfi innan takmarka hinn- ar almennu öryggisskipulagn- ingar. Það hefur verið sagt og end- urtekið af hálfu æðstu ráða- manna Sovétríkjanna, að þau hafi ekki í hyggju að skipta sér af frjálsri þróun litlu ríkjanna fyrir vestan landamærin. Frá sjónarmiði þessara ríkja er slík samvinna jafnvel enn æskilegri. En hún ætti ekki að vera tak- mörkuð við þau, heldur ætti hún að ná til allra friðelskra þjóða Evrópu. Sannarlega ættu allar hinar sameinuðu þjóðir að vera innblásnar anda öflugr- ar samvinnu. Sáttmála Bret- lands og Sovétríkjanna, sem var undirritaður fyrir ári síðan, má skoða sem góðan fyrirboða betri tíma. í aðalatriðum mun Evrópa aftur vera samsett af stórum og smáum óháðum ríkjum. Þjóðernisástin er ekki dauð. Hún er áþreifanlegur veruleiki, en það má aldrei framar leyfa - henni að þróast yfir í ásælni. Með rtáinni samvinnu verður að gera allar þjóðernishreyfing- ar lýðræðislegar og samvinnu- hæfar. Sumir þeirra, sem fást við að semja áætlanir um var- anlegan frið, virðast ætla að skapa veröld án hins skapandi máttar þjóðernisástarinnar. Slík ar áætlanir taka ekki tillit til þeirra skilyrða sem við eigum við að búa. Alveg eins og hver einstaklingur vill vera frjáls TIMBERLAKE- FJÖLSKYLDAN (In This Our Life). Spennandi sjónleikur eftir skáldsögu Ellen Glasgows. BETTE DAVIS OLIVIA de HAVILLAND GEORGE BRENT DENNIS MORGAN Sýning kl. 5, 7 og 9. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 og óháður innan síns þjóðfélags vilja þjóðirnar vera frjálsar í samfélagi þjóðanna. Á meðal vissra smáríkja hef- ur alltaf borið á tilhneigingu til að mynda bandalög af ein- hverju tagi. Ef slík tilhneiging er eðlileg og leiðir ekki til myndunar árásarbandalags, ætti ekki að leggja stein í götu hennar. Þessi þróun var sér- staklega áberandi á Balkan- skaganum og í Mið-Evrópu, bæði fyrir 1914 og á tímabilinu milli heimsstyrjaldanna. Þetta er aftur farið að koma í ljós núna, og þegar ástandið er aft- ur orðið eðlilegt, munu stjórnir og þjóðir landanna vafalaust fást við að mynda nánari banda lög. En því má ekki gleyma, að aðeins frjálsar þjóðir geta sameinast fúslega • og gert bandalög sín virk og varanleg. Það er óskaplegur misskilning- ur að ætla sér að þröngva til- búnum áætlunum upp á ein- hverja þjóð að ofan og langt að utan. Það er ekki hægt að end- urskapa eða mennta þjóðir ut- an frá. Endurfæðingin verður að byrja innanfrá. Þetta á sér- staklega við um Þýzkaland. Auðvitað tekur það tíma, en við megum ekki gleyma þolin- mæðinni í stjórnmálunum. Enginn getur sagt um fyrir víst, hvenær þetta stríð endar eða hvernig. En ástæða er til að búast við, að endirinn geti komið skyndilega, þegar mót- stöðuafl óvinanna hefur verið lamað. Herteknu þjóðirnar eru þegar reiðubúnar til að rísa upp og ganga í lið með hinum sam- einuðu þjóðum með vopn í hönd. Það er augljóst, að við erum að byrja úrslitaþáttinn í stríðinu. Ef allt gengur vel, ætt- um vér að sigra Þjóðverja á næsta ári. Að því loknu mun þurfa að hafa nokkurn herafla í Evrópu til að halda uppi röð og reglu. En meginhluta her- afla hinna sameinuðu þjóða mun beint gegn Japan. Eftir að allir óvinirnir hafa verið sigr- aðir, er tími til kominn að leggja hornsteina undir varan- legra skipulag til verndar friðn- um. Framhald af 1. síðu. unum, sem nauðsynlegar kunna að þykja með tilliti til núver- andi styrjaldarástands. Helztu breytingar, sem nefnd in gerði á þeim hluta trygginga- laganna, sem hún lauk við að endurskoða, eru eftirfarandi: Við kaflann um slysatrygg- ingar: Að dánar- og örorkubætur vegna slysa verði hækkaðar upp í það að nema rúmlega saman- lögðum heildarbótum stríðs- slysatryggingarinnar, að lífeyri undanteknum, og slysabótum al þýðutryggingalaganna, eins og þær hafa reynzt að meðaltali. Við kaflann um sjúkratrygg- ingar: Að takmörkun á réttindum til sjúkrahúsvistar fyrir sjúklinga, sem veikjast af öðrum sjúkdóm- um en þeim, sem um ræðir í lög um um ríkisframfærslu, eða ellikröm og þess háttar, verði niður felld. Sjúkrasamlögin greiði kostn- að við röntgenmyndir að %. Framlög ríkis, bæja og hreppa til sjúkrasamlaga hækki úr 25% í 33%% af greiddum iðgjöldum, en takmarkist þó við 12 kr. á ári fyrir livem samlagsmeðlim auk verðlagsuppbótar, eins og verið hefur. Sjúkrasamlögum sé heimilt að taka að sér rekstur lyfja- búða. Meðalbætur frá slysatrygg- ingunni og stríðsslysatrygginga- félaginu að lífeyri undantekn- um, hafa numið samanlagt um 28 þús. kr. fyrir hvert dauða- slys. Eru tillögurnar um dánar- bætur miðaðar við það, að með- alupphæð þeirra verði nálægt þessari upphæð, en þó nokkru hærri. Bótum til barna á ó- maga aldri er breytt í lífeyri og þær hækkaðar úr 100 kr. á ári í 750 kr. á ári, auk verð- lagsuppbótar, ef barnið á for- eldri á lífi, en úr 200 kr. í 1200 kr. (grunnlífeyri) á ári, ef það er munaðarlaust. Ekkjubætur eru óbreyttar, sé ekkjan yngri en 50 ára og fullvinnandi. En sé hún eldri eða öryrki, skal auk bótanna greiða henni lífeyri. — Bætur til foreldra er gert ráð fyrir að hækki úr 500—1500 kr. upp í 1000—3000 krónur, hvort tveggja auk verðlagsuppbótar og tilsvarandi til annarra að- standenda. Hámark örorku slysatrygging_ arinnar er nú miðað við vísi- tölu 250, 15 þús. kr., en stríðs- slysatryggingafélagsins 22 þús. kr., eða samtals 37 þús. kr. fyrir 100% örorku. í stað þessara þóta er lagt til, að greiddur verði fyrii’ fulla örorku örorkulífeyr- eyrir, 1200 kr. á ári, með verð- lagsuppbót, en lækkar hlutfalls lega eftir því, sem örorkan er minni. Auk þess sé greiddur líf- eyrir og bætur til aðstaúdenda, ef örorkan er yfir 50%. Þá er ennfremur lagt til, að dagpen- ingar verði hækkaðir um 50%, upp í kr. 7,50 auk verðlagsupp- bótar. Til að standast þann aukna kostnað sem af endurbótum á tryggingarlöggjöfinni leiðir, tel- ur nefndin líklegt, að grunnið- gjöld iðntryggingarinnar þurfi að 4—5 faldast, en grunniðgjald sjómannatryggingarinnar þurfi að hækka nokkuð meira, a.m.k. sexfaldast, ef frumvarpið verð- ur að lögum. Iðgjöld sjómanna- tryggingarinnar eru nú 6 krón- ur á viku, en mundu samkv. framansögðu þurfa að hækka um 4—5 krónur. Iðgjöld 1 aðal- flokkum iðntryggingarinnar eru nú frá 0,70—2,70 kr. á viku, en mundu samkv. framansögðu þurfa að hækka um 0,60—2,00 kr. Nefndin hefur einnig lagt fram frumvarp, um breytingar á greiðslum úr Lífeyrissjóði. Er lagt til að Lífeyrissjóður greiði 50% í stað 30 % áður — af heildarupphæð ellilauna og ör- orkubóta, að frádregnum út- hlutuðum vöxtum ellistyrktar- sjóða, enda nemi upphæð elli- launa eða örorkubóta eigi lægri upphæð en 120 kr„ að viðbættri verðlagsuppbót til hvers ein- staklings. Kemur þessi breyting til fram kvæmda við úthlutun fyrir ár- ið 1945. Á yfirstandandi ári er veitt ‘ til ellilauna og örorkubóta 4 milljón króna, en mundi senni- lega hækka upp í nokkuð yfir 6 millj. króna, ef frumvarpið verður .að lögum. Þessar breytingar á lífeyris- sjóðsgreiðslunum eru aðeins ætl aðar til bráðabirgða, því nefnd- in býst við að geta skilað til- lögum um það efni síðar í vet- ur. Ýtarlegri frásögn um breyt- ingartillögur þessar á alþýðu- tryggingalögunum mun birtast í blaðinu á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.