Þjóðviljinn - 12.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.11.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Föstudagur 12. nóvember 1943. 255. tölublað. Sósfalistar krefjast rann- sóknar í kjotmálinu Þingsályktunartillaga lögð fram á alþingi í gær Þeir Áki Jakobsson og Sigfús Sigurhjartarson lögðu fram þingsályktunartillögu í gær, í neðri deild Alþingis, um rann- sóknarnefnd vegna eyðileggingar á kjöti og öðrum neyzluvör- um. í tillögunni er lagt til, að skipuð verði 5 manna rannsókn- arnefnd af neðri deild Alþingis. Tillagan og greinargerðin birtist hér á eftir. „Út af kjöti því, sem fund- izt hefur urðaö í hrauninu fyrir sunnan Hafnarfjörö, í Garða- hrauni og úti á Seltjarnarnesi, ¦ályktar neöri deild Alþingis aö skipa 5 manna rannsóknarnefnd er hafi eftirfarandi verkefni: 1. Rannsaki, hvaöa stofnanir eða einstaklingar hafi kastaö kjöti þessu og af hvaða ástœð- um, hve mikið kjöt hafi verið eyðilagt og hvers konar. 2. Hafi hið eyðilagða kjöt verið skemmt, skal rannsákað, hvernig standi á þeim skemmd- um, hverjir hafi haft vörzlu kjötsins eða eigi sök á skemmd- unum. 3. Fái upplýst, hverjir séu eigendur kjötsins og hvort greiddar hafi verið uppbœtur á það úr ríkissjóði og þá hve miklar. 4. Að rannsáka öll önnur at- riði i sambandi við framkvæmd kjötsölumálanna, ,er hún telur ástœðu til. 5. A sama hátt skal nefndin rannsaka þá eyðileggingu, sem fram kann að hafa farið á öðr- tim neyzluvörum, að svo miklu leyti sem henni þykir ástœða til. VÞegar rannsóknarnefndin hef- ur lokið störfum sínum, skal . hún gefa deildinni skýrslu um árangur rannsóknanna. Rannsóknarnefnd þessi skal hafa vald samkvæmt 34. gr. Oluimálín iíl ufn~ iræðii áAlþíngi Harðar umræður urðu í gær á Alþingi um till. um rannsókn á olíufélögin. Allsherjanefnd, sem hafði haft málið til af- greiðslu, klofnaði í þrennt. Framsóknarmaðurinn í nefnd- inni, Jörundur Brynjólfsson, hélt kappsamlega uppi vörn fyrir olíufélögin og var ekki að sjá, að hann gæfi fulltrúum Sjálfstæðísflokksins neitt eftir um aðstoð við olíukóngana. Fulltrúi sósíalista í allsherj- arnefnd, Þóroddur Guðmunds- son og fulltrúi Alþýðuflokksins Sigurjón Ólafsson höfðu lagt til að rannsóknartillagan yrði sam- þykkt óbreytt. Umræðunni var ekki lókið. stjórnarskrárinnar til þess að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættis- mönnum og einstökum mönn- um. Hún skal hafa rétt til að ráða sérfrœðinga sér til aðstoð- ar. Greinargerð. Bændur landsins vinna hörð- um höndum langan vinnudag allan ársins hring að því að gera bústofn sinn sem arðgæf- astan og efla framleiðslu mat- væla í landinu. Hinir smærri sauðbændur landsins lifa við þröngan kost, mega aldrei um frjálst höfuð strjúka vegna anna við bú sín og bera þó í mörgu falli ekki úr býtum það, sem aðar atvinnustéttif mundu kalla sjálfsögðustu og óhjá- kvæmilegustu lífsþægindi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að löngum hefur mikill hluti hinna smærri kjötfram- leiðenda haft svo þröngt um hendur, að þeir og skyldulið þeirra gat ekki sjálft leyft sér að neyta kjöts þess, er þeir framleiddú á búum sínum, nema að óverulegu leyti og urðu ýmist að draga í bú frá sjávarsíðunni lélegt fiskæti og aðrar rýrar fæðutegundir, svo sem makarín í stað smjörs, og þvílíkt, en ef kjöts var neytt, var það oftar úrgangskjöt eða ósöluhæf vara. Oft hefur því verið haldið fram, enda svo virzt, að það gæti naumast ver- ið af ágóðavon einni, sem mik- ill hluti sauðbænda á íslandi stundaði búskap sinn, heldur af tryggð við sveitina, fornar menningarvenjur og þjóðar- hætti, og væri þessum mönnum nokkur umbun í því að vita, að aðrar stéttir virtu störf þeirra, en köstuðu ekki frá sér þeim gjöfum, sem þeir hefðu að miðla landsbúi og þjóðarheild, þótt andvirði það, sem þeim kæmi fyrir í peningum, væri stundum í minna lagi. Því hlýt- ur það að dynja eins og reiðar- slag yfir íslenzka bændastétt og reyndar alla alþýðu lands- ins að heyra, að til skuli vera stofnanir, sem taka sér fyrir hendur að eyðileggja nú unn- vörpum vöru þá, kjötið, sem bændur leggja svo hart að sér að framleiða handa samlöndum RauOi lienDii hoininn ioo bm. Líkutr tíl ad míkíll þýzktir her verðí kró> aður ínní fyrír sunnan Prípeffenín Á meðal staða þeirra, sem rauði herinn tók í gær fyrir vestan Kíeff, eru bæirnir Brúsiloff, 60 km. fyrir austan Sítomír og Radomisl um 45 km. norðaustur af Sítomír og 100 km. vestur af Kíeff. Radomisl er á vest- urbakka árinnar Tetereff, sem er ein af þverám þeim, er renna í Dnépr. Var svo komizt að orði í brezkum fréttum í gær, að á þessi væri síðasti farartálmi frá náttúrunnar hendi á leiðinni til hinna fyrri pólsku landamæra á þessum slóðum. sínum og hafa sjálfir ekki nema að litlu leyti efni á að neyta. Þó hlýtur það að vekja mesta furðu, að við þessa stór- kostlegu eyðileggingu á fram- leiðsluvöru bænda eru stofnan- ir bendlaðar, sem hafa með höndum sölu og dreifingu á af- urðum landbúnaðarins. íslenzk alþýða hefur fram til þessa lif- að við þau kjör, að hún hefur ekki haft nema til hnífs og skeiðar, þegar bezt lét, og frá öndverðu hefur það verið álit- in ódyggð og hneisa að fleygja mat hér á landi, — löngum verið vitnað til þess sem tákn- ræns dæmis, hvern óþokka landsmenn lögðu á Kolbein unga fyrir að láta.brenna hval, er óvínir hans áttu. Það er því ekki nema náttúrlegt, að al- þýða manna og þá fyrst og fremst íslenzkir bændur, fram- leiðendur kjöts, krefjist að fá útskýrt, hver rök liggja til slíkrar eyðileggingar á vöru þeirra, án fordæmis í sögu íslenzks landbúnaðar, sem um getur í þingsályktunartil- lögunni. Bændur hljóta að kref j ast þess að fá það rannsakað og Ef rauði herinn sækir hratt fram þarna til norðvesturs, má búast við að hann krói inni þýzka herinn, sem er fyrir norðan, á milli TeterefÍTárinnar og Pripet-fenjanna. Rauði herinn víkkaði umráða- svæði sitt hjá Kieff víðast hvar um 15—25 km. í gær. Höfuð- markmið hans er fyrst um sinn borgin Sítomir og sækir hann aðallega til hennar úr 3 áttum. Niels Bohr kominn til London Hinn heimsfrœgi danski eðl- isfræðingur, prófessor Niels Bohr er nýkominn til London. Tókst honum að flýja til Sví- þjóðar, en fór þaðan til Eng- lands. Fyrir nokkrum árum síðan hlaut hann Nobelsverð- laun fyrir vísindaafrek í eðlis- fræði. Hefur hann einkum feng- ist við atomrannsóknir. Donald Nelson lofar stríðs- framleiðslu Sovétríkjanna Donald Nelson yfirmaður stríðsframleiðslu Bandaríkjanna er nýkominn þangað úr för til verið dysjaðar í hraunum eða kastað í sjó í nágrenni Reykja- víkur 1) hafi að einhverju leyti verið skemmd vara, 2) hvers vegna kjötið hafi skemmzt eða hvort það hafi verið skemmt af mannavöldum af ásettu ráði, og 3) hver ber ábyrgðina á því, að kjötið var skemmt eða lát- ið skemmast og kastað. Ber nauðsyn til að fá úr því skorið, hvort það er fyrirsláttur einn, að kjötið hafi verið skemmt, og að hve miklu leyti þeir menn hafa rétt fyrir sér, sem tóku af því sýnishorn úr dysjunum Framh. á 4. síðu. útskýrt, hvort kjötbirgðir þær, . , . , , , .... ,,. , n j. Moskva. Segir hann i viðtali við sem í skjoh nattmyrkurs hafa , „ „ i. , ,,.•¦, i • blaðamenn, að hann haii ekki vitað fyrr en hann kom til Sovétríkjanna, hvað það væri að einbeita öllum framleiðslu- tækjum í þágu stríðsins. Sagði hann Sovétþjóðirnar beita öllu sínu þreki og þætti engin fórn of stór til að framleiða vopn handa rauða hernum. Brof á verOlagsákvæðum Nýlega hefur timburverzlun- in Björk, ísafirði, verið sektuð fyrir að selja timbur of háu verði. Sekt og ólöglegur hagn- aður nam kr. 1200.00 lAlþýðufræðsla fulltrúaráðsins Einar Olgeirsson flytur fyrirlestur um utanríkis- pólitík íslendinga , Á sunnudaginn kemurflyt- ur Einar Olgeirson alþingis- maður fyrirlestur er hann nefnir UTANRÍKISPÓLI- TÍ'K ÍSLANDS og þáttur hennar í að tryggja atvinnu og frelsi þjóðarinnar. Er þetta annað fræðslu- erindið, sem flutt er á veg- um fulltrúaráðs verklýðsfé- laganna, á þessum vetri. Oft verður þess vart, að mönnum finnst að utanríkis- pólitík sé langt ofan og utan við þeirra daglegu hagsmuna tnál og viðfangsefni. En þetta er ekki rétt. Afleiðingar utanríkispóli- tíkurinnar grípa inn í og hafa áhrif á atvinnulífið og þar með daglegt líf manna, auk þess sem sjálfstæði þjóð- arinnar er undir henni kom- ið. Mönnum er því nauðsyn- legt að fylgjast vel með ut- anríkispólitík landsins og gera sér ljóst hvernig hún þarf að vera. Einar Olgeirsson flytur fyrirlestur sinn um þetta efni á sunnudaginn kemur kl. Wz í Iðnó. Munu áreiðanlega margir vilja hlusta á þenna fyrirlestur hans og ættu menn því að tryggja sér að- göngumiða tímanlega. — Þeir fást í skrifstofu fulltrúa ráðsins, Hverfisgötu 21 og í skrifstofu Dagsbrúnar í Al- þýðuhúsinu. Vopnahlésdagsins minnzt í gœr var þess víða minnzt hátíðlega, í löndum Banda- manna, að þá voru 25 ár liðin síðan vopnahlé komst á í fyrri heimsstyrjöld. Hinir stríðandi Frakkar út- vörpuðu daginn áður, bæði frá London og Alsír, áskorun til verkamanna í Frakklandi um að leggja niður vinnu kl. 10—12 á vopnahlésdaginn. — Fréttir hafa ekki enn borizt af undir- tektum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.