Þjóðviljinn - 12.11.1943, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 12.11.1943, Qupperneq 2
2 Þ J ©0VIL JINN Höstudagur 12, nóvember Ertu fúll, Stebbi? Moskvaráðstefnunni er lokið. I löndum andfasista um heim allan hefur úrslitum hennar verið fagnað. Ekki er fögnuð- urinn minni í hinum kúguðu hernumdu löndum. En í þýzka útvarpinu heyrist grátur og gnístran tanna. Þegar þýzki herinn tók á rás á vígvöllunum heim á leið, var það von naz- istaleiðtoganna að stórveldin þrjú yrðu afvelta austur í Moskva. f Berlín var vonað og vonað, í Berlín var spáð í kaffi- korg. En vonirnar brustu, og hraustmenni nazista halda á- fram að etja þýzku hermönn- unum út í voðann og vonleys- ið. Eins og að líkindum lætur verður af því mikill herbrest- ur, er heilu stórveldi bregðast vonir. Það er annað um vonir umkomulítils einstaklings. Þær deyja hljóðar og kyrrlátar, heimurinn hirðir ekki um bana- stríð þeirra, heldur gengur fram hjá, þar sem þær liggja við veginn, án trega og misk- unnar. Þær fá ekki opinbera jarðarför. Þeim er aðeins fylgt til grafar af einum. í Alþýðublaðinu 9. nóv. sást til einnar slíkrar jarðarfarar. Ritstjóri blaðsins, Stefán Pét- ursson, var að fylgja til grafar von sinni um sérfrið Hitlers og Stalíns. Allir sem til þekkja munu skilja, hvílíku sári Stefán er lostinn, hver harmur er kveðinn að honum við missi vonar hans. Hún hafði komið til hans í einveru ritstjórnar- skrifstofunnar við Hverfisgötu þegar önnum dagsins var lok- ið eftir vonlausa baráttu við kommúnismann innan lands og utan. Og ritstjórinn tók ást- fóstri við þessa litlu, tælandi von. Hún varð sólargeislinn hans í tilbreytingarlitlum erli lífsins. Hún var það síðasta sem hann hugsaði um þegar hann lagðist til hvíldar, hún var það fyrsta, sem kom hon- um í hug, þegar hann fagnaði ljósi hins ljúfa dags. Hann leit á hana á morgnana og sá, að hún dafnaði eins og fífill í túni. En svo var það á einum haustdegi, að vonin hans litla brosti ekki við honum eins og að vanda. Vonin var dáin. En svo var hún fögur í dauðanum, að líkari var hún lifandi veru en liðinni, og hinn geðmikli rit- stjóri barði höfðinu við vöggu- stokkinn og hrópaði: Þú ert ekki dáin, ég trúi því ekki! Síð- an leit hann á hana tárvotum augum, og allt í einu ljómaði andlit hans í sælli gleði. Hann minntist orða skáldsins: En ég veit að látin lifir!-------Sumir þeirra, sem sáu Stefán Péturs- son yfir moldum vonar sinnar, munu kannske undrast, að hann skyldi ekki syrgja hana meir en raun var á. En þetta er ofur skiljanlegt. Þegar von hans er honum horfin, leitaði hann huggunar hjá trúnni. En var hann samt ekki dálítið fúll? Eggert Stefánsson og Sigvaldi Kaldalóns haida hijómlelka í Grlndavík á sonnu- daginn Þeir Eggert Stefánsson og Sigvaldi Kaldalóns halda hljóm leika í Grindavík sunnudaginn 14. nóv. kl. 5. Syngur Eggert lög eftir Kaldalóns (Suðurnesja menn, Grindvíkingur (Örn Arn ar), Á Sprengisandi, Fjallið eina og Heiðin há, Þótt þú langförull legðir, ísland ögrum skorið, Vöggubarnsins mál o. fl.) Er nú orðið langt síðan þeir bræðurnir hafa látið heyra til sín saman. Síðustu hljómleikar Eggerts voru í sumar á Akureyri. Þá ritaði Áskell Snorrason eftir- farandi um söngvarann í „V erkamanninn“.: „Síðastliðið fimmtudagskvöld söng hinn ágæti listamaður Eggert Stefánsson í Akureyrar- kirkju. Jakob Tryggvason org- anleikari lék undir á kirkju- orgelið og lék einleik tvö lög eftir J. S. Bach: Kóralforleik og Fúgu í h-moll. Það er öðru nær en að vart verði við afturför hjá Eggert. Hann er ungur í anda, fullur af eldmóði, og rödd hans held- ur öllum sínum miklu kostum. Tilfinningar hans eru svo ríkar og heitar, að þær brjótast ó- sjálfrátt fram í söngnum, hvaða viðfangsefni sem hann velur sér. Það er sama hvort hann tekur lítið „lyriskt“ lag eins og Hoffnung eftir Luise Reichardt eða íslenzkt sálmalag, eða „dramatiskt“ lag eins og The lost Chord eftir A. S. Sullivan, eða lag Sigvalda Kaldalóns við hið litla, fagra ljóð Guðfinnu frá Hömrum: Vöggubarnsins mál, eða hið örlagaþrungna lag Beethovens: In questa tomba oscura, eða hinn gamla, vold- uga sigursöng pílagrímanna: Fögur er foldin. Rödd Eggerts er svo mikil- úðug, að það vekur oft undr- un, og hann hefur hana svo á valdi sínu, að enginn söngv- ari á mildari hljóm en hann t. d. í In questa tornba, né bjart- ari en hann í laginu Víst ertu, Jesú, kóngur klár. Lögin: In questa tomba, The lost Chord og Gef mér aftur friö eftir F. Paolo Tosti hefði áreiðanlega vakið aðdáun dóm- bærra manna, hvar í heimi sem verið hefði og sama má segja um flest lögin. í síðasta laginu (Sittu heil) var xödd hans svo voldug, að áheyrendur sátu sem agndofa. Listamenn eins og Egggert Stefánsson á þjóðin að taka upp á arma sína og veita þeim skil- | yrði til að starfa, og þeir munu gefa henni ódauðleg verð- mæti“. poooooooooooooooo AUGLYSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM TILKYNNING Viðskiptaráðið hefur ákveðið að álagning á vélar (mótora) til báta og skipa og einnig landvélar (mótora) megi hæst vera 12%. Geti innflytjandi sannað að kostnaður við innkaup slíkra véla sé til muna meiri en heimilt er að reikna í kostnaðarverði samkvæmt reglum um verðlagningu frá 6. okt. 1943, er verð- lagsstjóra undir vissum kringumstæðum heimilt að leyfa inn- flytjanda að taka tillit til þess við verðlagningu. Ákvæði þessi koma til framkvæmda 12. nóvember 1943 og ná einnig til birgða. Reykjavík, 10. nóvember 1943. VERÐL AGSST J ÓRINN. Dráttarvextir Samkvæmt sérstakri ákvörðun fjármálaráðuneytisins verð- ur skattgreiðendum í Reykjavík, sem enn hafa ekki greitt gjöld ársins 1943, gefinn kostur á að greiða þau án dráttarva^ta, ef þeir greiða þan að fnllu fyrir 16. þ, m. Reykjavík, 9. nóv. 1943. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN Hafnaistræti 5. Ráðstaianír þeirra sem völdln hafa fslendingar fleygja kjöti og tlytja inn kjðt! I flðalútflutningsvara (s- lentflnga er fiskur - Is- lendingar flytja Inn „fiskmeti"!! Fátt hefur vakið meiri reiði almennings gegn herr- um þeim sem með völdin fara í atvinnu- og fram- leiðslumálum landsins, en þegar uppvíst varð að S. í. S. hafði látið fleygja tugum tonna af kjöti suður í Hafn- arfjarðarhrauni. Mjög hefur verið rætt um nauðsyn þess að afla mark- aða fyrir íslenzkt kjöt. En það er ekki nóg með það, að hér sé fleygt kjöti í tugtonna tali — íslendingar flytja inn kjöt!! Samkvæmt 9. hefti Hag- tíðindanna hafa fslendingar flutt inn KJÖT og KJÖT- VÖRUR á þessu ári til ágúst- loka s. 1. fyrir 44 þús. kr. Aðalútflutningsvara íslend inga er fiskur. í áðurnefnd- um Hagtíðindum er frá því skýrt að flutt hafi verið inn til ágústloka á þessu ári FISKMETI fyrir 133 þús. kr.! ViNNAN Vinnan, nóvemberheftið er nýkomið út. Flytur hún margar ágætar greinar og eru þessar helztar: Sjómannaráðstefnan eftir Jón Sigurðsson; 7. nóvember eftir Stefán Ögmundsson; Saga þeirra sem gleymdust eftir Ste- fán Ögmundsson; Bandalag al- þýðustéttanna og ráðstefnan f haust eftir Jón Rafnsson; Verk- föll, sem voru háð eftir Felix Guðmundsson; Tvær myndir eftir Helga Hannesson og þætt- ir úr sögu Hlífar eftir Ólaf Jónsson. Frumvarp þetta, ef að lögum verður, á að skapa grundvöll til þess að útvegsmenn og aðr- ir olíunotendur geti 1 samstarfi sjálfír annast dreyfingu olí- unnar, sem vafalaust verður ó- dýrast, og mundi gera oliu- verzlunina stórum hagkvæm- eri en nú er“. DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. NÝBÓK, sem allir Islendingar þurfa að lesa og eiga r í bókinni er eftirfarandi EFNISYFIRLIT: Dansk-íslenzk sambandslög frá 13. nóv 1918 ......... Skýringar við 78. grein sambandslaganna ............ Tvær áskoranir til Alþingis ........................ Áskorun til Alþingis sumarið 1942 .................. Áskorun til Alþingis haustið 1943 .................. Guðmundur Hannesson, prófessor: Frá gömlum skilnað armanni ..........................'.....!,....... Gylfi Þ. Gíslason, dósent: Frestun sambandsslita til styrj- aldarloka ....................................... Hallgr. Jónasson, kennaraskólakennari: Sjálfstæðismál og þjóðartilfinning .................................. 36 Ingimar Jónsson, skólastjóri: Eigum við nokkuð vantal að við Dani? ......................................... 39 Jóhann Sæmundsson, læknir: Skilnaðarmálið er ekki happdrætti ........................................... 42 Jón Ólafsson, lögfræðingur: Riftun sambandslaganna .... 52 Klemenz Tryggvason, hagfræðingur: Skilnaðarmálið og sambúðin við Dani .................................... 60 Magnús Ásgeirsson, rithöfundur: Gervimál án glæsibrags 65 Ólafur Björnsson, dósent: Sambandsmálið............... 80 Pálmi Hannesson, rektor: Frá mínum bæjardyrum séð 84 Sigurður Nordal, prófessor: Hljómurinn, sem á að kæfa 87 Sveinbjörn Finnsson, verðlagsstjóri: ímynduð barátta, óleyst vandamál ................................... 95 Tómas Guðmundsson, rithöfundur: í skjóli við ofbeldið 98 Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri: Hin tryggasta og öruggasta leið ...................................... 101 Bls. 7 12 15 1Ö 21 31 Bókin verður seld í öllum bókaverzlunum og á götunum í dag. — Kostar aðeins kr. 5.00. Aðalútsala í Víkingsprenti, Garðasíræii 17. OOOOOC’<sOOC~"x.-<XXX>0 I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.