Þjóðviljinn - 12.11.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN
Opbopgtnn!
Næturlæknir er í læknavarðstöð
Reykjavíkur í Austurbæjarskólan-
um, sími 5030.
Ljósatími bifreiða og bifhjóla er
frá kl. 4.20 síðdegis til kl. 8,05 að
morgni.
Útvarpið í dag:
20.30 Útvarpssagan (Ragnar Jó-
hannesson).
21.00 Strokkvartett útvarpsins:
Kvartett nr. 20 í Es-dúr eftir
Mozart.
21.15 Útvarpsþáttur (Helgi Hjörv-
ar).
21.35 Spurningar og svör um ís-
lenzkt mál (Björn Sigfússon
magister).
22.00 Symfóníutónleikar (plötur):
a) Fiðlukonsert nr. 7 í D-dúr
eftir Mozart.
b) Symfónía nr. 1 eftir Beet-
hoven.
Rannsóknarnefnd
í kjötmálinu
Framhald af 1. síðu.
<og þóttust sannprófa, að það
væri hæft til manneldis. Það
hlýtur að’ vekja óþægilegar
grunsemdir í þessu sambandi,
að menn þeir, sem stóðu fyrir
dysjun kjötsins og sjóburði,
hafa tilkvatt dýralækni að gefa
vottorð um óneyzluhæfi vörunn
ar í stað þess að kveðja til mat-
væl'aeftirlit ríkisins, sem hér
er réttur aðili, og krefjast það-
an skyldugs úrskurðar. Skatt-
greiðendur í landinu hljóta að
krefjast rannsóknar á því, hvort
greiddar hafi verið verðbætur
á kjötbirgðir þær, sem kastað
hefur verið í sjó og dysjaðar
á víðavangi. Sömuleiðis er skylt
að láta fara fram rannsókn á
því, að gefnu tilefni, hvort öðr-
um tegundum af afurðum
bænda hafi verið kastað í sjó
eða dysjaðar á víðavangi, svo
sem t. d. smjör og ostar. Svör
við þessum knýjandi spurning-
um, byggð á grandgæfilegri
rannsókn, hljóta síðan að skera
úr um það, hvort menn þeir,
sem nú hafa forustu í dreif-
ingu landbúnaðarafurða. fyrir
bændur, eru hæfir til þess
starfs eða ekki. Eyðilegging ís-
lenzkra matvæla í svo stórum
stíl sem hér hefur verið fram-
in er þeim mun alvarlegra mál
sem heimurinn umhverfis okk-
ur er nú á barmi hungursneyð-
ar, en kjötskortur ríkjandi í
öllum nálægum löndum, svo
að skammtur fólks af þessari
fæðutegund hefur hvarvetna
utan íslands verið knepraður
til hins ýtrasta. Eyðilegging
kjöts er á þessum tímum
hneyksli í augum alls heimsins,
og mun útlendum mönnum ekki
síður en innlendum þykja það
undur, ef aðilar, sem uppvísir
verða af slíkum óhæfuverkum
á neyðartímum, verða ekki látn
ir hljóta makleg málagjöld fyrir
eða a. m. k. skipaður annar sess,
NÝJA Bfð
Úsýnilegi
njósnannn
(Invisible Agent).
ILONA MASSEY,
JON HALL,
PETER LORRE,
Sir CEDRIC HARDWIKE
Böm fá ekki aðgang.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sýning kl. 5:
TÝNDA STÚLKAN
(The MysteryofMarieRoget)
Eftir sögu Edgar Allan Poe’s
MARIA MONTEUS
PATRIC KNUULES
Bönnuð börnum yngri en 12
ára.
TJAKNAIiN
TIMBERLAKE-
FJÖLSKYLDAN
(In This Our Life).
Spennandi sjónleikur eftir
skáldsögu Ellen Glasgows.
BETTE DAVIS
OLIVIA de HAVILLAND
GEORGE BRENT
DENNIS MORGAN
Sýning kl. 5, 7 og 9.
MUNIÐ
Hafnarstræti 16
Kaffisöluna
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
„Ég hef komið hér áður“
sjónleikur í 3 þáttum eftir J. B. Priestley.
Frumsýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag.
Jarðarför mannsins míns
Þorgríms Jónssonar
fer fram laugardaginn 13. þ. m. frá Dómkirkjunni og hefst kl.
1 e. h. með húskveðju að heimili okkar, Laugarnesi.
Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna
Ingibjörg Kristjánsdóttir.
Tvær stúlkur
geta fengið atvinnu í Víkingsprenti.
Upplýsingar 1 prentsmiðjunni Garðastræti 17
sími 2864.
er henti þeim betur en forusta |
í dreifingu matvæla.
Að endingu er rétt að benda
á, að sú rannsókn, sem stjórn
Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga hefur óskað eftir við
dómsmálaráðuneytið, að fram
skuli fara í þessu máli, er í
senn skopleg og ófyrirleitin,
þar sem hún virðist nær ein-
göngu eiga að beinast gegn
þeim, sem komið hafa upp um
þann ósóma, að matvælum hef-
ur verið fleygt“.
• i
voooooooooooooooc
RYKFRAKKAR
á unglinga frá 6 til 14 ára
komnir aftur.
Verzlun H. Toft
Skólavörðustíg 5
Sími 1025
<XX>00«00000000900
Sjómannaráðstefnan
Framh. af 3. alðu.
ar fyrir Alþýðusambandsstjórn
að því er snertir störf og stefnu
Alþýðusambandsins í þessu
máli í náinni framtíð.
— Hvernig verður þátttaka
sjómanna í ráðstefnunni?
— Ráðstefnuna munu sækja
fulltrúar félagsbundinna sjó-
manna úr öllum landsfjórðung-
um og flestum eða öllum
helztu verstöðvum landsins og
má því vænta góðs árangurs af
störfum hennar.
Hún hefst á morgun kl. 2 e.
h. í fundarsal Alþýðusambands-
ins í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu.
ollsx.
22
mm ROLL
ELÍ OG ROAR
umst í brauðbúð, frú Liegaard“. Henni vöknaði um augu.
,,Við erum stór fjölskylda. Þér megið ekki vísa mér
burt, frú Liegaard“. Hún huldi andlitið í höndum sér.
„Eg held bara-------“
Elí tók báðum höndum um stólbríkina og reyndi að
hafa vald yfir rödd sinni.
„Einkalíf okkar kemur engum við, frú Tiller“.
„Eg á ekkert einkalíf framar. í þessum bæ á enginn
nein einkamál. Allir vita að við Lars — Lars Bensen og
ég elskum hvort annað. Hefur ekki Liegaard sagt yður
það? Þetta hefur verið svona í fjögur ár“.
Elí starði þegjandi á gólfábreiðuna.
„Það skiptir minnstu um mig. En Lars er alveg eyði-
lagður maður. Hann hefur megrast um þrjú kíló síðustu
vikurnar og hann hefur hvorki húsfrið né matfrið. Æ,
frú Liegaard, þér ættuð að sjá okkur Lars saman .Við er-
um sköpuð hvort handa öðru. Eg hef lært tvöfalda bók-
færslu 1 vetur, til þess að geta hjálpað honum á skrifstof-
unni“.
Elí stökk upp af stólnum og staðnæmdist á miðju góólfi.
Hún náði varla andanum og varir hennar skulfu. Aðkomu-
konan stóð líka á fætur.
„Já, ég veit, að ég bið um mikið, óendanlega mikið. En
gætuð þér ekki farið til frú Bensen og talað um fyrir
henni, sagt henni, að það sé skylda hennar, að skilja við
Lars? Þér eða Liegaard ættuð að gera þetta — þið, sem
vitið, hvað þetta er“.
Elí fannst gólfið allt í einu fara á hreyfingu. Það lækk-
aði ofurhægt. Og andlit konunnar í legubekknum var orð-
ið bara hálft andlit.
„Mér er illt. Þér verðið að fara-----“
Hún heyrði rödd sína eins og í f jarlægð. Þá var rétt eins
og steypt væri yfir hana köldu vatni og henni sortnaði
fyrir augum. Það hafði liðið yfir hana í fyrsta sinn á æv-
inni.
Þegar hún raknaði við lá hún á legubekknum'og Bern-
hardina stóð hjá henni með vatnsglas í hendi. Hún heyrði
að hurð var skellt.
„Er hún farin?“ hvíslaði hún.
„Hún var að fara“, svaraði þjónustustúlkan .
„Þér megið líka fara. En látið þér þessa konu aldrei
koma hingað inn fyrir dyr. Aldrei framar“.
Elí lá alein í stofunni. Það var sólskin.
Sagði ekki Róar í gær, að allar manneskjur væru í raun-
inni hver annari líkar? Hún andvarpaði lágt.
Það var maímorgunn, þegar Liegaard læknir fór með
gufuskipinu til Osló. Hann varð að fara vegna rannsókna
sem hann vann að. Og svo langaði hann til að sjá yngri
dóttur sína og ganga úr skugga um, að henni hefði batn-
að í fætinum.
Elí hafði lengi verið á báðum áttum. Átti hún að fara
með honum? Þá gæti hún fundið Nils og Tore og aðra vini
sína í fylgd með Róari. Það var freisting. En hún mátti
ekki sleppa því tækifæri að vera ein með börnunum heila
viku. Ingrid var ekki auðunnin. Það hafði hún fundið. Og
Sverre þurfti að fá hjálp við námið. Þegar hún orðaði það
við mann sinn, að hún væri að hugsa um að vera heima,
sá hún, að gleðileiftri brá fyrir í augum hans. Þá var það
afráðið.
Þær stóðu á bryggbunni, Ingrid og hún, þegar skipið
lagði frá landi. Það var úðaregn, en Elí dró saman regn-
hlífina — svo að hann gæti séð hana eins lengi og unnt
væri.
Síðan gengu þær báðar heimleiðis yfir torgið. Elí
smeygði hendinni undir handlegg stúlkunnar.
„Eg ætla að hlaupa snöggvast til frú Sturland. Sæl á
meðan“, sagði Ingrid.
Ingrid var hjá Betu vinkonu sinni það sem eftir var
dagsins. Elí borðaði miðdegismatinn ein með drengnum.
Seinni hluta dagsins var Sverre úti. Síðan las hún með
ho.num. Um kvöldið sagði hún honum frá Nansen og Jó-
hansen, þegar þeir voru á heimskautinu.
Það var hálfrökkur Þau höfðu kveikt upp í ofninum og
þau sátu 1 bjarmanum frá eldinum. Drengurinn horfði
stöðugt á Elí, meðan hún talaði. Þegar hún þagnaði dró
hann djúpt andann og geispaði. Hann lagðist á grúfu á
koddann á gólfinu, þar sem hann hafði setið.
„Þú ert orðinn sifjaður. Nú er bezt að þú háttir, sagði
Elí.
„Sástu þá sjálf?“ spurði drengurinn.