Þjóðviljinn - 16.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.11.1943, Blaðsíða 1
'¦**&& 8. árgangur. Þriðjudagur 16. nóvember 2943. 258. tölublað. Sigurður Guðmundsson. ÞjóDviljinn stækkar upp í 8 síður á morgun Stgurður Guðmundsson verður aðalritsQóri Þjúðviilans Þjóðviljinn stækkar upp í 8 síð- ur á morgun. Útgáfustjórn blaðs ins hefur tekið ákvörðunina um þessa stækkun, þótt enn hafi ekki náðst nema nokkur hluti, tæplegu helmingur þess f jár, sem nauðsynlegt er, til þess að geta tryggt útkomu blaðsins í 8 síðna stærð um nokkurt skeið. Þörfin fyrir þessa stækkun er svo brýn, að ekki verður beðið lengur, þótt vissulega sé það mjög áhættusamt fyrirtæki að leggja út í með ekki meira f jár- magn fengið en þau rúm 60 þús- und, sem safnazt hafa. En Þjóðviljinn treystir á að söfnunin í stækkunarsjóðinn aukist um allan helming við stækkun blaðsins, að áhugi hvers einasta velunnara þess margfaldist við að sjá blaðið í 8 síðna stærð og finna til þess hver hnekkir það væri, ef það yrði að minnka aftur. Þessvegna: Herðið nú söfnunina, sósíalistar! Baráttuna fyr- ir tilveru og útbreiðslu 8 síðna Þjóðvilja verður að heyja af öllum þeim þrótti, sem okkar góði málstaður á skilið! Sigurður Guðmundsson tekur við ritstjórn Þjóðviljans. Með stækkuninni gerist sú breyting, samkvæmt einróma ákvörðun miðstjórnar Sósíalistaflokksins að Sigurður Guð- mundsson verður ritstjóri og ábyrgðarmaður Þjóðviljans, e» undirritaðir, sem verið hafa ritstjórar hingað til, verða eftir- leiðis stjórnmálaritstjórar hans. Er þessi breyting m. a. ó- hjákvæmileg sökum þess að óhugsandi væri fyrir okkur að annast ritstjórn stækkaðs Þjóðvilja með þeim störfum á öðr- um sviðum, sem á okkur hvíla . Sigurður Guðmundsson er öllum lesendum Þjóðviljans að góðu kunnur. Hann tók ungur að hneigjast að sósíalisma og ritstörfum og var sem stúdent úr Menntaskólanum í hópi hinna ritfærustu ungra manna. Fyrir tilmæli stjórnar Kom- múnistaflokksins, sem fyrst gaf Þjóðviljann út, hætti hann háskólanámi við Hafnarháskóla, til að gerast blaðamaður við Þjóðviljann. í nærri sjö ár hefur Sigurður nú unnið við hann, þolað með okkur súrt og sætt, ofsóknir og sigra. Jafnt íslenzkir al- þýðulesendur sem brezkir höfuðsmenn hafa kunnað að meta starf hans að verðleikum, vaxandi vinsældir hjá alþýðu og fangelsisvist af hálfu Breta, er órækust sönnunin. Við samstarfsmenn hans fögnum því, er hann nú tekur við aðalritstjórn Þjóðviljans, óskum honum velfarnaðar í þessu ábyrgðarmikla starfi, sem flokkurinn nú felur honum, og heit- um á alla velunnara Þjóðviljans, gamla og nýja, að duga honum sem bezt má verða í því, erfiða starfi,, sem hann nú tekst á hendur. Sósalistar! Alþýðumenn og konur! ^ Einbeitið starfi ykkar að þyí að útbreiða nú Þjóðviljann svo sem framast má verða, safna fyrir hann og láta honum í té greinar og bréf um áhugamál ykkar og hugðarefni. Þjóðviljinn inn á hvert heimili í Reykjavík — er takmarkið! Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Rússar hafa rofið járnbrautina og þjóðveginn . vestur hjá Gomel á stað, sem er í um 60 km. fjarlægð frá Gomel. Miðar sókn rauða hersins þarna að því að króa þýzka herinn í Gomel inni, en eina undankomu- leið hans er nú í norðvestur frá borgihni. Rauði herinn sækir til Korosten úr þrem áttum. Er hann á einum stað innan við 10 km. frá borginni. Á þessum slóðum reka Rússar Þjóðverja á undan sér í áttina til Pripetfenjanna. í sókninni norður frá Lítomír tók rauði herinn í gær yfir 40 byggðarlög og bæi. Rauði herinn hratt í gær hörð um gagnáhlaupum Þjóðverja milli Sitomír og Fostoff. STÓRTÍÐINDI VÆNTANLEG ÚR DNÉPRBUGÐUNNI Þýzkar fréttir herma, að Rúss ar hafi brotizt í gegnum varnir Þjóðverja á milli Krivoj Rog og Saporossi, en verið „hraktir til baka". Rússar sjálfir nefna ekki bardaga á þessum vígstöðvum, en erlendir herfræðingar í Moskva gera ráð fyrir að þýzki herinn neyðizt bráðlega til að halda undan úr Dnépr-bugð- unni. Sjóinonnaráð- Sjómannaráðstefnan hélt áfram störfum í gœr. Öryggismálanefnd og dýr- tíðarmálanefnd skiluðu störf- um og voru álit nefndanna rædd og afgreidd. í dag ræðir ráðstefnan skipulagsmál sjómannastétt- arinnar. Þjóðviljinn mun síðar skýra nánar frá störfum ráðstefn- unnar. Idur í húsi Bjarnð vígslubiskups Eldur kom upp í húsi Bjarna Jónssonar vígslubiskups um kl. 1,45 í gær. Eldurinn kom upp í geymslu herbergi á þakhæð hússins, brann herbergið og það sem í því var. Eldurinn komst fram á ganginn og upp í þakið og á einum stað í gegnum það en var síðan slökktur. Þakhæð in skemmdist öll af vatni og reyk og tvær neðri hæðir húss- ins skemmdust allmikið . af vatni. N Um upptök eldsins er óvíst. Verzlunariöfnoðurinn óhðgsfæður um 10,7 milljónir Verzlunarjöfnuöurinn í okt- óbermánuði var óhagstœður um 10,7 millj. kr. Innflutningurinn í mánuðin- um nam 28,2 millj. kr. en út- flutningurinn 17,5 millj. kr. Bðndðmenn gera hðrðð loftárás á höfuðborg Bðlgaríu Bandamenn hafa gert fyrstu loftárás sína á Sofia, höfuð- borg Búlgaríu. Það voru Banda rískar Michell-sprengjuflugvél- ar frá Italiu, sem árásina gerðu. Ollu þær geysimiklu tjóra.. Að- alskotmarkið í Sofia var járn- brautarstöðin, er hún afarmikil vœg fyrir herflutninga Þjóð- verja og Rúmena til Eyjahafs- ins. Þýðing þeirrar leiðar hefur og aukizt vegna þess að járn- Framh. á 4. síðu. Fræðstustarfsemi fulltrúaráðs verklýðsfélaganna Ágæt aðsókn að erindi Einars 01- geirssonar um utanríkismál Erindi Einars Olgeirssonar um utanríkispólitík og þátt hennar í því að tryggja frelsi og atvinnu þjóðarinnar, sem hann flutti í Iðnó s.l. sunnudag, var ágætlega sótt og sýndi greinilega vaxandi áhuga manna fyrir þessu máli. Nýtt viðfangsefni Einar hóf mál sitt með því að drepa nokkuð á sjálfstæðis- mál íslendinga á liðnum öldum og vegna þess, hve lengi önnur þjóð hefði farið með utanríkis- mál okkar væri utanríkispóli- tík nýtt svið, nýtt viðfangsefni, í hugum margra. Þetta nýja viðfangsefni: ut- anríkispólitík, er einkum fólgið í tvennu: að tryggja efnahags- lega afkomu landsins, og að tryggja frelsi landsins. Hver eru þau náttúrugæði er bezt geta tryggt afkomu fjölmennrar þjóðar á ísiandi? Það ætti hverjum manni að vera ljóst, að þau náttúrugæði, sem bezt geta tryggt afkomu fjölmennrar þjóðar á Islandi eru auðæfin í sjónum við strendur landsins. Sýndi Einar fram á það með dæmum, að þótt íslendingar hafi alltaf verið taldir land- búnaðarþjóð hefur afkoma landsmanna alltaf að miklu leyti verið komin undir sjávar- útveginum og hvernig menn bjuggu við hungur og vesöld eða hrökktust úr landi vegna þess að landbúnaðurinn reynd- ist ónógur. Þá minntist hann á sjávarút- veg þann, er hér var stundaður á 14. og 15. öld og var drepinn af erlendum keppinautum og vöxtur hans hindraður af inn- lendum aðilum, er vildu koma í veg fyrir myndun og vöxt kaupstaða og þannig hindruðu í fimm aldir viðgang sjávarút- vegsins. Framfarir síðustu áratuga hafa allar -byggzt á sjávarútveg- inum og framtíð landsins er fyrst og fremst byggð á sjávar útveginum. Sjávarútvegur og utanríkis póiitík Fiskimiðin og fiskstofninn eru þau auðæfi, sem sjávarútveg- urinn byggist á. Þess vegna þurfa íslendingar að geta ráð- Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.